Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Síða 30

Víkurfréttir - 22.12.2003, Síða 30
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!30 G le ð il e g a h á tí ð ! Heimsreisufararnir Hemmi og Maggi eyða jólunum á eyj-unni Balí og eins og hér á Íslandi er spáð rauðum jólum.Þeir búast ekki við hangikjöti eða laufabrauði í jólamatinn. Þeir segjast vera komnir í smá jólagír. Hvar verðið þið um jólin? Eins og hlutirnir líta út núna verðum við á Bali. Hvað ætlið þið að gera? Kaupa pakka og halda upp á jólin með Balibúum. Fáið þið hangikjöt, laufabrauð og malt og appelsín? Nei, því miður er það ekki svo gott. En við fáum steikt hrísgrjón með eggi og steiktum lauk og hreinsað vatn með. Hvernig upplifið þið jólin í mið-ameríku? Við vorum nú farnir fyrir jóladag en við sjáum að fáir leggja jafnmikið í jólin og Íslendingar. Eru jólalögin farin að hljóma? Við heyrðum eitt jólalag i Costa Rica og svo nokkur á flugvellinum í Boston. Það var líka snjór og kuldi í Boston þannig að við hlupum út og önduðum að okkur hreina og kalda loftinu og komumst í smá jólagír. Kvíðið þið jólunum ekkert fjarri Íslandi? Nei, nei. Við verðum sennilega heima á jólunum næstu 50 skipti þannig að við tímum alveg að fórna þessum einu. Hvað með jólapakkana? Ja, það er góð spurning. Við kaupum örugglega eitthvað handa hvor öðrum en þar með er það sennilega upptalið. Víkurfréttir óska heimsreisuförunum gleðilegra jóla á Balí. ➤ F R Æ N D U R N I R H E M M I O G M A G G I E R U G Ó Ð K U N N I N G J A R L E S E N D A V Í K U R F R É T TA Halda rauð jól á Bali! Gle›ilega hátí›! Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:48 Page 30

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.