Víkurfréttir - 22.12.2003, Qupperneq 39
VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 39
Með bæninni kemur ljósið.
Ljóð: Páll Óskar/Brynhildur Björnsdóttir
Þegar næðir í mínu hjarta og í huga mér engin ró
og ég þrái að sjá hið bjarta sem að áður í mér bjó
þá er lausnin alltaf nálæg, ef um hana´í auðmýkt bið
og með bæninni kemur ljósið og í ljósinu finn ég frið.
Ó, svo dapur er dagur vaknar, dægurþrasið svo fjarri er.
Mundu þegar þú sárast saknar og sólin skín hvergi nærri þér
að í bæn er falinn máttur er þig magnar þúsundfalt
því með bæninni kemur ljósið og í ljósinu lagast allt.
Ég vil mæta þessum degi, fagna öllu sem fyrir ber
og ég bið þess að ég megi njóta alls sem hann gefur mér.
Ef ég bið á hverjum degi, hef ég von sem aldrei deyr
því með bæninni kemur ljósið og í myrkri ég geng ei meir.
Þ egar ég lít til baka yfirárið 2001 er ótrúlegamargt sem fer í gegnum
hugann, sem vekur bæði gleði
og sorg. Fyrir tæpu ári síðan,
í janúar 2001, ákvað ég að
fara til geðlæknis. Eftir
margra ára leit, spyrjandi
spurninga um lífið og tilver-
una og veltandi því fyrir mér
af hverju mér leið eins og mér
leið ákvað ég að leita svara
hjá geðlækni. Áður hafði ég
leitað svara hjá sálfræðingum
og í „hjálpaðu þér sjálf“ bók-
um en aldrei fundið réttu
svörin. Af hverju að lifa líf-
inu þjökuð af vanlíðan, sekt-
arkennd, skömm, reiði, van-
mætti, depurð, kvíða og
hræðslu? Þetta gat ekki talist
eðlileg, þetta var ekki sú
manneskja sem ég vildi vera
og ég var ekki tilbúin til þess
að ypta öxlum og segja „ja,
svona er þetta bara“ af því að
þetta er ekki „bara“ svona,
það hlaut að vera hægt að lifa
lífinu öðruvísi en undir sæng,
þora ekki fram úr að horfa
framan í lífið og samferðafólk
mitt. Það hlaut að vera hægt
að VILJA lifa lífinu... án þess
að hugsa um það hvort ég
ætti að láta mig vaða framan
á næsta olíuflutningabíl sem
ég mætti á Reykjanesbraut-
inni á hverjum degi. Þess
vegna mætti ég í Domus Med-
ica og settist í græna stólinn á
móti geðlækninum mínum og
bað um hjálp. Eftir að hafa
sett mig í nokkur próf greinir
hann mig með þunglyndi,
kvíða og félagsfælni. Með til-
heyrandi bæklinga skunda ég
heim og finnst ég hafa himinn
höndum tekið, loksins fæ ég
svör við þeim spurningum
sem ég hef spurt mig að alla
ævi, að mér finnst. Ég les mig
til um þessa sjúkdóma og líð-
ur vel en ég veit að ég á langt í
land, enda sagði læknirinn að
þetta gæti tekið alveg 2-3 ár.
Nú sé ég hvað margt hefur
áunnist. Mig langar ekki lengur
til þess að láta mig vaða framan
á næsta olíuflutningabíl og ég er
alltaf að læra eitthvað nýtt um
lífið, tilveruna og sjálfa mig.
Ég geng ennþá til geðlæknis,
mér er ekki batnað en ég er á
leiðinni.
Ég er ekki lengur ósátt við lífið
og tilveruna af því að lífið er
eins og við viljum að það sé.
Það er eitt af því sem ég hef
lært, ég stjórna minni líðan sjálf
það gerir það engin annar fyrir
mig. Þess vegna spyr ég mig
oft: Hvernig líður mér, af hverju
líður mér svona og hvað get ÉG
gert til að breyta þessari líðan.
Skrifað í desember 2001
HUGLEIÐING
Í L O K Á R S 2 0 0 1
Félagsfælni einkennist fyrst og fremst af miklum
og stöðugum ótta við félagslegar kringumstæður
af einhverju tagi eða við að verða veginn og met-
inn af öðru fólki. Óttinn stafar af því sem ein-
staklingurinn heldur að gæti hugsanlega gerst,
að hann hegði sér með þeim hætti að hann verði
að athlægi eða verði sér til minnkunar.
Hann forðast aðstæður sem hann telur að kalli
fram vanlíðan hans, og láti hann sig hafa þær
fyllist hann afar miklum kvíða og óþægindum.
Eins og í annarri fælni getur óttinn birst í sterk-
um líkamlegum kvíðaeinkennum, eins og örum
hjartslætti, óþægindum í meltingarfærum, svita,
handskjálfta o.s.frv.
Ýmis vandamál dafna í kjölfar félagsfælni eða
samhliða. Nefna má ofneyslu áfengis og þung-
lyndi. Félagsfælinn maður gæti leitað á náðir
flöskunnar í því skyni að drekka í sig kjark en sú
leið hans skapar aðeins nýtt vandamál. Þung-
lyndi kemur oft sem afleiðing félagsfælni.
Þunglyndi birtist oft og tíðum samhliða öðrum
geðrænum vandamálum. Kvíðaraskanir eru þar
algengastar.Algengt er að kvíði sé til staðar hjá
þeim sem eru þunglyndir. Lundin er þung, áhugi
lítill eða enginn og getan til að gleðjast minnkar
greinilega eða hverfur. Þreyta og framtaksleysi
verður ráðandi. Sjálfsmat lækkar, svartsýni eða
vonleysi einkennir gjarna hugsanir. Matarlyst og
svefn breytast gjarnan (skerðast eða aukast),
sektarkennd verður oft áberandi
Einkenni þunglyndis koma fram í því að fólki
finnst það vera úrvinda, einskis virði, hjálpar-
vana og vonlaust. Það er ekki skrítið að þung-
lyndum sé á stundum skapi næst að gefast upp.
Mikilvægt er að átta sig á því að þessi hugsana-
gangur og líðan er hluti af þunglyndinu. Þung-
lyndið þarf ekki að vera nema tímabundið
ástand og endurspegla hugsanir í slíkum veik-
indum venjulega engan veginn hið rétta ástand
og möguleika á betri líðan og aukinni getu til að
takast á við erfiðleika. Þunglyndi felur í sér nei-
kvæðan hugsunarhátt sem fjarar smám saman
út eftir því sem líður á meðferð.
Hvað er hægt að gera:
Vera innan um fólk og trúa einhverjum fyrir líð-
an þinni, það er yfirleitt betra en tilfinningaleg
einangrun.
Taka þátt í öllu sem lætur þér líða betur, og hafa
hugfast að þótt þú njótir þess ekki eins og áður
þá sé þetta hluti af því sem þú ert að gera til að
ná betri líðan.
Létt líkamsrækt, bíóferð eða þátttaka í hvers
konar félagslegum athöfnum gæti hjálpað.
Vera viðbúinn því að betri líðan kemur hægt á
nokkrum vikum og að það geti komið slæmir
dagar inn á milli.
Tekið af persona.is
Um þunglyndi og félagsfælni
„Þeir sem fara í geðmeðferð eru þeir vitrustu og
hugrökkustu meðal vor. Allir eiga við vandamál að
stríða. En það sem fólk gerir oftast er að það reynir
að láta líta út eins og þessi vandamál séu ekki til. Það
flýr vandamálin, drekkir þeim í áfengi eða afneitar
þeim á einn eða annan hátt. Það eru aðeins þeir gáf-
uðu og hugrökku á meðal vor sem eru tilbúnir til
þess að takast á við þann erfiða feril, sem sú sjálfs-
skoðun er, sem fer fram á stofunni hjá geðlæknum
og sálfræðingum.“
Tekið úr bókinni Á fáförnum vegi
- áleiðis til andlegs þroska eftir M. Scott Peck
Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:50 Page 39