Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Qupperneq 45

Víkurfréttir - 22.12.2003, Qupperneq 45
Hún amma mín varð átt-ræð 24. nóvember ogeins og allar aðrar kon- ur sem fagna áttræðisafmæli vildi hún endilega að fjölskyld- an kæmi saman og ætti góðan dag. Ólíkt flestum öðrum kon- um sem kjósa að fagna áttræð- isafmæli sínu á hefðbundinn hátt heima í faðmi fjölskyld- unnar, átti amma gamlan draum sem hún vildi láta ræt- ast. Hún vildi nefnilega fagna þessum tímamótum í lífi sínu á Old Trafford í Manchester! Já, augnabrýr mínar lyftust alveg jafn hátt og þínar væntanlega núna þegar hún amma sagði mér þetta. Ég vissi að hún væri dálítill aðdáandi. Ég vissi að hún átti lít- inn Manchester United bangsa og ég vissi að hún horfði yfirleitt á leikina í sjónvarpinu, en ég vissi ekki að hún væri Manchest- er United Fan no. 1. Og þar sem hún vissi einnig að þetta væri dá- lítill dýr pakki fyrir suma og að ekki myndu allir komast ákvað sú gamla bara að bjóða þeim sem vildu koma út með sér. Það end- aði með því að við vorum ellefu í hópnum, níu á Íslandi og frændi minn Jón Þór Karlsson og kona hans Tonya Karlsson komu frá Bandaríkjunum. Í hópnum voru því: ein amma; Árnína Jónsdótt- ir, þrjú börn: Jón Valdimarsson, Margrét Lilja Valdimarsdóttir og Erna Valdís Valdimarsdóttir, þrjú barnabörn: Jón Þór Karlsson, Hermann Karlsson og Tinna Karen Gunnarsdóttir og fjórir makar: María Loftsdóttir, Karl Hermannsson, Tonya Karlsson og Bjarnfríður Bjarnadóttir. Ég og amma byrjuðum að skipu- leggja þessa ferð í sumar. Amma komst að því að allir kæmust út seinustu helgina í október og að Manchester United átti einmitt heimaleik þá helgi gegn Fulham. Dásamlegt. Þá byrjaði ballið. Ég hringdi út um allan bæ og skoð- aði hvernig best væri að fara að og á endanum ákvað ég að not- færa mér íþróttadeild Úrvals/ Út- sýnar. Lúðvík Arnarson hjá ÚÚ reddaði okkur miðum á leikinn, gistingu á Britannia hótelinu í Manchester og flugi til og frá London. Það voru nokkrar vangaveltur um hvernig við ætt- um að komast til og frá Manchester og London. Í boði voru: lestir, bílaleigubílar, rútur og flugvélar. Það sem kom mér mest á óvart var að þægilegasta og auðveldasta leiðin var einnig sú ódýrasta. Ég fann flug með BMI fram og tilbaka fyrir 40 pund á mann, á meðan lestarferð- irnar voru komnar uppí 90 pund á mann. Loksins var komið að því. 24. október leit dagsins ljós og héldum við níu saman með bros á vör á leið til Manchester Við lögðum af stað frá Íslandi kl. 7:45 og vorum komin til Manchester kl. 16:00 á staðar- tíma. Britannia hótelið kom mér á allsvakalega á óvart. Ég var ný- búin að vera í 3ja vikna ferð í Bandaríkjunum í september og gisti þá á hótelum eins og Holi- day Inn og Ramada Inn. Britannia hótelið var því dásam- leg tilbreyting. Það er í stórri og gamalli byggingu í miðbænum og innréttingin minnti mig á Titanic; stór og mikil „grand staircase“ er það sem maður sér fyrst þegar maður stígur inn og svo auðvitað stóra ljósakrónan sem myndi fylla út heilan Eim- skips gám. Föstudagskvöldið kom og fór með stæl, þar sem grískur matur (Bouzouki By Night hét staður- inn), magadans og rauðvíns- flaska stóðu upp úr. En svo var komið að því, laugardagur, leik- dagur, ManUtd-dagur, jei! Það var ákveðið að hittast á hótelinu kl 13 og taka Metrorailið á leik- inn. Og auðvitað voru flestir í rauðu, ég í treyjunni minni, amma með rauða húfu og Man. Utd. trefill og jafnvel Arsenal að- dáandinn sjálfur, hann Hemmi frændi, var mættur með Man. Utd. húfu. Ég, amma og Kalli frændi fengum bestu sætin (þar sem að við vorum einu „alvöru“ United aðdáendurnir). Sátum fyr- ir miðju í sætaröð 6 á norðurend- anum. Ég var svo spennt, ég gat varla setið kyrr. Ég gat næstum því séð grasið vaxa við vorum það nálægt. En svo byrjuðu hörmungarnar. Ég efast um að ég þurfi að segja mikið um þennan leik. Segjum bara að Fulham hafi spilað vel og Roy Keane hafi verið sárlega saknað. (Sigh) Ég, amma og Kalli kynntumst alvöru enskri fótboltabullu á leiknum sem var ekki alveg beint sáttur við frammistöðu United manna. „Get a fucking move on you fucking wankers. What the fuck do you think you are fucking doing on the fucking pitch you fucking pancy...fucking Ron- aldo.“ Og svona hélt hann áfram í 90 mínútur. Hann stoppaði reyndar í eina mínútu til að fagna jöfnunarmarki Forlans, en byrj- aði svo strax aftur í seinni hálf- leik. Okkur ömmu fannst þetta alveg frábært og vorum hlæjandi hægri vinstri allan leikinn, inná milli hrikalegra vonbrigða, auð- vitað. En fyrir utan leikinn sjálfan var þessi ferð frábær. Við eyddum sunnudeginum í að versla og fengum okkur kínverskan mat um kvöldið, þar sem China Town var handan við hornið. Á mánu- daginn náðum við báðum vélum heim, fengum öll sæti (naum- lega) í yfirbókaðri vél Icelandair og aðeins ein taska týndist á leið- inni. Tinna Karen Gunnarsdóttir, barnabarn Árnínu VÍKURFRÉTTIR I 52. TÖLUBLAÐ I MÁNUDAGURINN 22. DESEMBER 2003 VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II 45 Draumurinn Á leiðinni á Old Trafford: María Loftsdóttir, Karl Hermannsson, Jón Valdimarsson (blá úlpa), Tonya Karlsson (í bakgrunni), Árnína Jónsdóttir og Tinna Karen Gunnarsdóttir Man.Utd. Fan no. 1 Árnína Jónsdóttir hennar ömmu Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:53 Page 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.