Víkurfréttir - 22.12.2003, Síða 46
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!46
G
le
ð
il
e
g
a
h
á
tí
ð
!
➤ G Ó Ð I R K N AT T S P Y R N U G U T TA R Í N J A R Ð V Í K
Fótboltinn í Njarðvík hef-ur alla tíð staðið í skugga„Stóra bróður“ hinum
megin í bænum. Lengi vel var
meistaraflokkurinn í 3. deild,
en síðustu ár hafa þeir rokið
upp töfluna og svo vildi til að
síðasta sumar spiluðu Njarðvík
og Keflavík bæði í 1. deildinni.
En það er ekki bara meistara-
flokkurinn sem hefur verið að
gera góða hluti í Njarðvík heldur
hefur 6. flokkurinn átt prýðilegu
gengi að fagna og vann m.a.
Shell-mótið í Vestmannaeyjum í
annað skiptið í röð síðasta sumar.
Víkurfréttir ákváðu af því tilefni
að taka Frey Sverrisson, yfir-
þjálfara yngri flokka UMFN, tali.
Hverju þakkar þú þennan góða
árangur síðustu ára?
-Það er margt sem þarf að telja
upp t.d. góða aðstöðu innanhús,
þá er ég að tala um Reykjanes-
höllina, og það góða grassvæði
sem við höfum utanhúss. Góðum
hóp af duglegum strákum sem
eru til í að leggja mikið á sig, for-
manni knattspyrnudeildar sem
leggur mikla vinnu á sig til að
halda utan um yngri flokkana, og
síðast en ekki síst þeim foreldr-
um sem hjálpa til í starfinu.
Sérðu fram á framhald á þess-
um góða árangri drengjanna á
næstu árum þegar þeir færast
upp um flokka?
-Já, alveg eins. Við erum með
mjög góða stráka bæði innanvall-
ar sem utan og það er í þeirra
höndum að æfa vel og halda
áfram að leggja á sig. Ef þeir
gera það er ég viss um að þeir
geta náð langt í framtíðinni.
Nú hefur Njarðvík verið að
skríða upp um deildir í meist-
araflokki karla. Sýnir það fram
á uppgang boltans í Njarðvík-
um? Eruð þið loks að færast
nær Keflvíkingum í fótboltan-
um?
-Ég er búinn að þjálfa hjá Njarð-
vík síðan 1992. Nokkrir sem eru
nú í meistaraflokki byrjuðu hjá
mér í 6. flokki og það er alveg
ljóst að starfið hefur vaxið mikið
milli ára. Hvort við séum að fær-
ast nær Keflvíkingum þá er það
alveg ljóst að við höfum verið að
vinna okkur nær þeim en ég held
að það sé ekki grundvöllur að
vera keppast við það að ná þeim,
Það kostar mikla peninga að gera
út meistaraflokk og það eru
margir sem sækja í þá peninga
sem i boði eru hér á svæðinu. Ég
er hins vegar á þeirri skoðun að
Keflavík og Njarðvík eiga að
vinna saman við að gera út sem
besta flokka í 3. og 2.flokki og
vera að keppa um Íslandsmeist-
aratitla í þessum flokkum.
Að lokum vill Freyr koma á
framfæri jólakveðju til allra fót-
boltaáhugamanna.
Tvöfaldir Shell-meistarar
Elsku mamma og
pabbi, innilegar
hamingjuóskir með
gullbrúðkaupið
þann 12. desember.
Börnin ykkar og
tengdabörn.
Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:53 Page 46