Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Side 56

Víkurfréttir - 22.12.2003, Side 56
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!56 G le ð il e g a h á tí ð ! ➤ 1 0 - 1 1 M Ó T K E F L A V Í K U R O G N J A R Ð V Í K U R Í K N AT T S P Y R N U Helgina 22.-23. nóvemberfór 10-11 mótið í knatt-spyrnu fram í Reykja- neshöllinni. Um var að ræða mót sem Keflavík og Njarðvík héldu í sameiningu og var yngri flokkum Fjölnis, FH og ÍA boðið auk sameinaðs liðs Reynis og Víðis og svo kepptu gestgjafarnir að sjálfsögðu líka. Þátttakendur voru um 250 frá lið- unum sex og voru alls konar uppákomur um helgina til að sjá til þess að krakkarnir skemmtu sér sem best. Eftir að keppni lauk á laugardag var haldið með krakkana í sýnisferð upp á flug- völl þar sem starfsemi slökkvi- liðsins var skoðuð og þar á eftir gengu krakkarnir fylktu liði nið- ur í Nýja Bíó þar sem þau fengu að sjá nýju Disney-myndina „Finding Nemo“. Að sýningu lokinni fóru krakkarnir upp í Holtaskóla þar sem þau gistu um nóttina. Eftir að keppni lauk um kl. 15.00 á sunnudag var krökk- unum boðið til pizzuveislu til að fagna mótslokum. Liðunum var getuskipt í A-B-C- og D-lið og kepptu þau innan þeirra. Í úrslitum A liða unnu FH-ingar, Njarðvík lenti í öðru sæti og Keflvíkingar voru í því þriðja. Í keppni B-liða hafði Fjölnir sigur, ÍA og FH fylgdu í kjölfarið. Í flokki C-liða vann Fjölnir og C1- og C3-lið FH voru í 2. og 3. sæti. Þá var FH í fyrsta sæti D-liða en D1- og D2-lið Fjölnis voru í næstu sætum. Þá var keppt í X-riðli þar sem lið úr B- C- og D-deildunum sem komust ekki í úrslit áttust við í sama riðli. Þar hafði B2-lið Fjölnis sigur eftir úrslitaleik við sameinað lið Reynis og Víðis. Mótið fór afskaplega vel fram í alla staði en Ungmennaráð Keflavíkur vildi koma á framfæri miklum þökkum til allra sem lögðu hönd á plóginn til að gera mótið eins glæsilegt og raun bar vitni. Sérstaklega vildu þau þakka 10-11, styrktaraðila móts- ins, og foreldrafélögum Keflavík- ur og Njarðvíkur sem unnu mik- ið og gott starf. Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 2:07 Page 56

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.