Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Síða 32
32 fólk - viðtal Helgarblað 15. desember 2017
Þ
annig kemst Vilhjálmur
Birgisson verkalýðsforingi
að orði þegar hann lýsir
æsku sinni á Akranesi. Vil-
hjálmur er landskunnur og þekkt-
ur fyrir að segja skoðanir sínar
tæpitungulaust. Kristjón Kormák-
ur ræddi við Vilhjálm um æsku
hans á Akranesi, hvernig Akra-
borgin spilaði stórt hlutverk í því
að hann ákvað að berjast fyrir al-
þýðuna og ósvífna fjármálaelítu.
Þá opnar Vilhjálmur sig um ótal
fundi með Sigmundi Davíð, verð-
tryggingu og svo sáran sonarmissi.
„Ég vil trúa því að það sé líf eftir
dauðann,“ segir Vilhjálmur þegar
hann er spurður um andlát Ótt-
ars sem féll frá aðeins þrítugur að
aldri og skildi eftir sig tvö börn.
Alla tíð búið á Akranesi
Vilhjálmur er fæddur þann 5.
ágúst 1965. Foreldrar hans eru
Birgir Jónsson, útgerðarmaður og
skipstjóri, og Margrét Vilhjálms-
dóttir verslunarstjóri. Vilhjálmur
hefur búið á Akranesi alla sína tíð.
„Ég á sex systkini og það var
líf og fjör hér í gamla daga,“ seg-
ir Vilhjálmur, sem er fjórða barn
foreldra sinna. Á Vilhjálmur fjóra
bræður og tvær systur. Faðir hans
stundaði sjóinn og var því mikið
um fiskmeti á borðum. „Í dag er
ég giftur fjögurra barna faðir og á
orðið átta barnabörn. Ég varð því á
endanum ríkur maður.“
Samdi ykkur systkinum vel?
„Það var ekki mikill ágreining-
ur þó auðvitað væri barist um
athygli foreldranna. Uppvaxtarár
mín voru ánægjuleg. Ég var mik-
ið í íþróttum og fótbolta og lék
knattspyrnu með ekki ómerkari
mönnum en Ólafi Þórðarsyni og
Sigga Jóns sem síðar gerðist at-
vinnumaður með Arsenal. Það var
frábær tími.
Hvernig varstu sem barn?
„Ég var prakkari. Það þurfti
að hafa dálítið mikið fyrir mér og
ég var uppátækjasamur. Við get-
um nánast fullyrt að ég hafi verið
pínu óþekkur,“ segir Vilhjálmur og
skellir upp úr.
Aðspurður hvort hann sé líkari
föður sínum eða móður svarar Vil-
hjálmur:
„Ég er meira líkur mömmu.
Ég var yngstur í nokkur ár, það er
alltaf gott, síðan hefur sá gamli æði
marga kosti. Það er gott að fá að
reyta það besta frá þeim báðum.“
Vilhjálmur segir foreldrahlutverk-
ið hafa tekið miklum breytingum
frá því að hann var gutti. Í dag eru
foreldrar oft gagnrýndir fyrir að
eyða litlum tíma með börnum sín-
um. Þau séu upptekin í lífsgæða-
kapphlaupinu. Þessu er Vilhjálm-
ur ósammála og blaðamaður
tekur undir það.
„Ef við berum þetta saman, þá
finnst mér foreldrar í dag veita
börnum sínum meiri athygli. Ef
við tökum knattspyrnu sem dæmi
þá voru örfáir foreldrar að horfa á
leiki eða fóru með í keppnisferð.
Í dag er þetta gjörbreytt til hins
betra og við fylgjum börnum eða
barnabörnum á alla leiki.“
Vilhjámur bætir við að sjálf-
stæði barna þegar hann var ungur
hafi verið mun meira en hjá börn-
um í dag.
„Ég hef oft hugsað um það,
þegar við krakkarnir vorum að
leika okkur í fjörunni í stórbrimi,
ef ég myndi vita af börnum eða
barnabörnum við svipaðar að-
stæður, drottinn minn dýri, ég
fengi áfall. Það er kraftaverk, þegar
hugsað er til baka, að vera lifandi,
miðað við það sem við tókum okk-
ur fyrir hendur. Við smíðuðum
fleka og rérum 200 til 300 metra út
á sjó án þess að vera í björgunar-
vesti. Svo var staðið á hálum klett-
um og veitt. Ég féll nú einu sinni af
þeim og var bjargað af fullorðnum
manni, en þá var ég sjö, átta ára.“
Þá byrjaði Vilhjálmur snemma
að vinna.
„Ég byrjaði að beita 12 ára hjá
pabba. Síðan var ég kominn á Eyr-
ina að vinna í saltfiski. Mína fyrstu
vetrarvertíð fór ég 15 ára gamall á
sjó. Ég þekki öll þessi hefðbundnu
verkamannastörf til sjós.
Kynntist konunni 16 ára
Vilhjálmur lauk grunnskóla en
hætti í menntaskóla. Aðstæður
voru slíkar að hann varð að leggja
Trúir á líf
eftir dauðann
Vilhjálmur Birgisson
„Við lifðum ekki skort, en það var ekkert ríkidæmi. Við bjuggum í lítilli
kjallaraíbúð mín uppvaxtarár. Þröngt máttu sáttir sitja. Við krakkarnir
vorum úti að leika okkur frá klukkan átta á morgnana fram á kvöld, niður
í fjöru, úti á bryggju. Þá voru engar tölvur. Svo stóð mamma í hurðinni,
hrópaði og þuldi nöfn okkar sjö systkinanna til að kalla á okkur í mat.“
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is