Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Qupperneq 33
fólk - viðtal 33Helgarblað 15. desember 2017
námið á hilluna. Vilhjálmur og
Þórhildur, kona hans, hófu sam-
band aðeins 16 ára gömul. Fyrir
átti hún eitt barn sem hún eignað-
ist ári áður. Þórhildur er frá Suður-
eyri við Súgandafjörð. Þau kynntu-
st árið 1982 og eignuðust sitt fyrsta
barn saman árið 1984. Aðeins 26
ára voru börnin orðin fjögur.
„Það sem hefur hjálpað mér
gríðarlega í mínu starfi í dag er að
þekkja það af eigin raun hvern-
ig það er að reyna að láta enda ná
saman mánuð til mánaðar,“ seg-
ir Vilhjálmur. „Ég hef alla tíð ver-
ið verkamaður og þurft að berj-
ast fyrir því að eiga ofan í mig og
mína. Ég þekki nákvæmlega þá
stöðu sem alltof margir eru í að
vera orðinn auralaus þegar það
eru fimm til tíu dagar í mánaða-
mót. Það er ein skelfilegasta til-
finning sem þú lendir í fyrir utan
fráföll og veikindi, að eiga ekki
fyrir reikningum sínum eða mat.
Þetta þekktum við á sínum tíma,
með öll okkar börn.“
Lýðheilsumál
Á þessum tíma var ekki rekstrar-
grundvöllur fyrir því að Þórhild-
ur myndi fara á vinnumarkaðinn.
Laun hennar hefðu þá öll farið í að
greiða fyrir dagvistun barnanna.
Vilhjálmur var því lengi eina fyrir-
vinnan.
„Það er mér hulin ráðgáta
hvernig við komumst í gegnum
þessi ár. Að sama skapi verður
mér oft hugsað til þeirra sem eru í
þessum sporum. Það er lýðheilsu-
mál að vera hér með launakjör
með þeim hætti að fólk hafi tæki-
færi til að ná endum saman.“
Þótt blaðamaður sé nokkuð
yngri en Vilhjálmur man hann þá
tíð þegar dugði að vera með eina
fyrirvinnu. Í dag, ef sambýlisfólk
vinnur bæði láglaunastarf, dugar
það oft ekki til að reka heimili.
„Þetta var svo allt, allt öðru-
vísi í gamla daga. Við fórum í bíó
á sunnudögum og þá var það djús
í brúsa og popp í poka sem var
poppað heima og tekið með í kvik-
myndahúsið. Tímarnir eru svo
breyttir frá því í gamla daga.“
Úr Akraborg í verkalýðsstörf
Hvernig kom það til að þú endað-
ir í þessu starfi, að vera verkalýðs-
foringi?
„Það má rekja til þess tíma er
Akraborgin var lögð niður. Þar
var ég háseti í fimm ár,“ svarar Vil-
hjálmur og bætir við að hann hafi
alla tíð haft gríðarlegan áhuga á
samfélagsmálum.
„Þetta var árið 1998 og voru
Hvalfjarðargöngin opnuð það
sama ár. Starfsmenn Akraborgar-
innar gengu fyrir í starfið í gjald-
skýlinu í Hvalfirði og við feng-
um allir vinnu þar. Ég óskaði eftir
því að gengið yrði frá launakjör-
um í gjaldskýlinu á þann hátt að
þau yrðu mannsæmandi. Okkur
var lofað að launakjör yrðu borin
undir okkur áður en við tækjum til
starfa. Skömmu áður en við áttum
að hefja störf fréttum við að búið
væri að ganga frá kjarasamningi
sem var fyrir neðan allar hellur.“
Tekjufallið fyrir hásetana á
Akraborginni var um 40 til 50
prósent. Mönnum var vitan-
lega brugðið. Á þessari stundu
kviknaði áhugi á verkalýðsmál-
um fyrir alvöru í brjósti Vilhjálms.
Vilhjálmur komst í stjórn og trún-
aðarráð Verkalýðsfélags Akraness,
en um svipað leyti stóðu yfir mik-
il innanhússátök. Vilhjálmur fór
fram á að fá að skoða bókhald og
fleiri gögn félagsins. Því var hafn-
að. Vilhjálmur vildi ekki una því
og fór með málið fyrir dóm. Sigr-
aði hann bæði í héraði og Hæsta-
rétti sem heimilaði að Vilhjálmur
ætti rétt á að skoða gögn félagsins.
Í kjölfarið varð slík óeining innan
félagsins að Alþýðusamband Ís-
lands tók félagið yfir og skipaði til-
sjónarmann.
„Það var stillt upp tveimur list-
um, ég stillti upp einum og þeir
sem höfðu verið við völd öðrum.
Ég og minn listi unnum þá bar-
áttu og við tókum við 19. nóvem-
ber 2003. Við höfum verið hér síð-
an og að mínu mati náð að gera
marga góða hluti. Það hefur verið
byggt upp félag sem er sterkt fjár-
hagslega og telur rúmlega þrjú
þúsund félagsmenn.“
Hefur aldrei neinn lagt
í að fara á móti þér?
„Nei, það hefur enginn gert og
vonandi er það vegna þess að fé-
lagsmenn eru sáttir við okkar störf
sem förum með stjórn félags-
ins,“ svarar Vilhjálmur, en kveðst
harðákveðinn í að færa sig um set
í starfi missi hann neistann. „Þá
mun ég stíga til hliðar en ég hef
enn brennandi áhuga á starfinu.
Það er fátt sem veitir mér meiri
ánægju en að tilkynna félags-
mönnum þegar við höfum haft
betur eða náð árangri í að lagfæra
kjör fólks. Frá þeim tíma sem við
tókum við höfum við innheimt yfir
520 milljónir vegna kjarasamn-
ingsbrota. Hafi ég verið í vafa um
tilvist stéttarfélaga þá hvarf sá vafi
eins og dögg fyrir sólu eftir að ég
tók við starfinu vegna þess að leik-
urinn, vinnuveitandi gegn starfs-
manni, er svo ójafn.“
Er eitthvað mál sem hefur kom-
ið inn á borð til þín á þessum árum
sem stendur upp úr?
„Mér er minniststætt mál sem
kom upp í fyrra. Það voru hjón
sem misstu son sinn eftir að hann
hafði svipt sig lífi. Þar gat ég sett
mig í þeirra spor. Ég reyndi að lið-
sinna þeim eftir fremsta megni og
lét þau fá gjafakort til að nýta fyr-
ir jólin. Það eitt og sér linaði auð-
vitað ekki þjáningar þessa fólks en
ég veit að þetta kom sér vel fyrir
unnustu mannsins og barn þeirra.
Þetta var ekki stórt en það snart
mig þakklætið. Það eru líka litlu
hlutirnir sem skipta máli. Þarna
gat ég líka notað mína sáru lífs-
reynslu til góðs. Ég þekki það af
eigin raun að missa barn. Enginn
getur ímyndað sér sársaukann
nema að hafa upplifað það á eig-
in skinni. Þú jafnar þig aldrei en þú
lærir að lifa með því.“
Þegar Vilhjálmur er spurður
um mál þar sem hann hefði vilj-
að ná betri árangri æsist hann all-
ur upp. Keppnisskapið er mikið
og réttlætistilfinning ... Það er af
nægu að taka. Verkalýðsbarátta er
eilífðarverkefni.
„Lágmarkslaun á Íslandi eru
280 þúsund krónur sem er langt
undir viðmiðum sem velferð-
arráðuneytið hefur gefið út sem
neysluviðmið. Það er okkur í verka-
lýðsbaráttunni, samtökum at-
vinnulífsins og raun samfélaginu
öllu til ævarandi skammar, að vera
með launakjör sem duga ekki fyr-
ir þeim framfærsluviðmiðum sem
hafa verið gefin út. Það er ég ósátt-
astur við. Þá er illa gert af stjórn-
völdum á hverjum tíma fyrir sig að
voga sér að taka 53 þúsund krónur
í skatta af lágmarkslaunum upp á
280 þúsund. Það er algjörlega sturl-
að á sama tíma og ráðuneytið segir
að þú þurfir ráðstöfunartekjur upp
á 350 til 400 þúsund til að ná end-
um saman,“ segir Vilhjálmur. Hon-
um finnst erfitt að horfast í augu við
það að ekki hafi tekist betur að slá
skjaldborg utan um þá sem standa
höllustum fæti í samfélaginu.
Hinir ríku verja verðtryggingu
Það verður ekki hjá því komist að
ræða verðtrygginguna við verka-
lýðsforingjann. Það má heyra
gleðitón í rödd Vilhjálms en svo
breytist tónninn snögglega. Vil-
hjálmur kveðst berjast fyrir afnámi
verðtryggingar og lækkun vaxta
á meðan hann standi uppréttur.
Að hans mati valda verðtrygging
og vextir mestum ójöfnuði á Ís-
landi og auðvelt sé að útskýra það.
Vilhjálmur situr beggja megin
borðsins og stýrir félagi með digra
sjóði og á því auðveldara með að
sjá hin hryllilegu áhrif sem þetta
hefur á alþýðu landsins.
„Þegar verðbólgan hækkar um
ákveðna X tölu, þá detta kannski
inn á okkar reikninga tvær, þrjár
milljónir, þá þegar neysluvísitalan
hækkar mest á milli mánaða. Ég
geri mér grein fyrir hvaðan þess-
ir peningar koma. Þeir koma frá
mínum eigin félagsmönnum og
þeim sem skulda fjármálastofn-
unum. Þess vegna veit ég að fjár-
málaöflin, þeir sem eiga pen-
ingana, fjármálaelítan vill ekki
undir nokkrum kringumstæðum
afnema verðtrygginguna vegna
þess að verðtrygging er ekkert
annað en vextir sem skilar auknu
magni til þeirra ríku.“
Húsnæðisliður
„Ég hef líka barist fyrir öðru sem
skiptir gríðarlega miklu máli. Það
er að svokallaður húsnæðisliður
sé inni í lögum um vexti og verð-
tryggingu. Þetta þekkist ekki í
neinum löndum sem við erum að
bera okkur saman við. Bara á síð-
ustu 12 mánuðum, svo fólk átti sig
á þessu, ef húsnæðisliðurinn væri
ekki inni þá hefðu verðtryggðar
skuldir lækkað um 43 milljarða, en
vegna þess að húsnæðisliðurinn
er inni þá hækkuðu skuldirnar um
36 milljarða. Þetta er mismunur
upp á um 80 milljarða sem er ver-
ið að færa frá skuldsettum heimil-
um til þeirra sem eiga fjármagnið,“
segir Vilhjálmur og bætir við að
um sé að ræða tölur sem myndu
duga fyrir nýjum spítala. „Þetta
eru sturlaðar tölur. Það voru all-
ir stjórnmálaflokkar, heyrðist mér,
fyrir síðustu kosningar sem vildu
taka húsnæðisliðinn út.“
Vilhjálmur bendir á að í nýjum
stjórnarsáttmála sé nú talað um að
taka húsnæðislið til skoðunar.
„Þetta breytist alltaf eftir kosn-
ingar, þá á að fara skoða. Það er
líka svo auðvelt að standa við
það. Það er svo auðvelt að skoða
hlutina og gera svo ekki neitt.“
Að mati Vilhjálms þarf að breyta
tveimur atriðum í lögum um vexti
og verðtryggingu, taka húsnæð-
islið út og afnema verðtryggingu
og það þurfi að ráðast í strax. Bæt-
ir Vilhjálmur við og er mikið niðri
fyrir að löngu tímabært sé að
stjórnvöld taki stöðu með almenn-
ingi í landinu og hætti skefjalausu
dekri við fjármálaöflin í landinu.
Eru það ekki fjármálaöflin sem
stjórna landinu en ekki stjórn-
málamennirnir?
„Það liggur fyrir. Það er eins
og stjórnmálamenn á hvaða tíma
sem er þori ekki almennilega að
fara gegn þessum öflum,“ segir
Vilhjálmur og tekur nýlega bónusa
sem dæmi. Frétt um að stjórn-
endur Klakka hefðu samþykkt að
greiða sér himinháa bónusa hefur
vakið reiði.
„Þar er verið að afhenda 550
milljónir til 9 einstaklinga, um 60
milljónir á mann, og þetta fyrir-
tæki tengdist Exista, Lýsingu sem
fóru í þrot á sínum tíma og skildu
eftir sig blóðuga slóð hjá þúsund-
um Íslendinga,“ segir Vilhjálmur.
Nú fýkur verulega í verkalýðsfor-
ingjann sem segir með öllu ólíð-
andi að misbjóða siðferðis- og
réttlætiskennd þjóðarinnar með
þessum hætti. „Við Ragnar Þór
Ingólfsson, formaður VR, ætlum
að mótmæla þessu klukkan 13.00
og þenja flautur fyrir utan skrif-
stofur félagsins. Við mótmælum
þessu siðrofi sem menn virðast
ætla að ástunda enn og aftur.“
Vilhjálmur og Ragnar eru miklir
mátar og hafa þekkst í átta ár, eða
allt frá því að Ragnar fór að skipta
sér af verkalýðsmálum. Þeir búa
yfir svipaðri sýn í pólitík. Það vakti
mikla athygli þegar Ragnar sigr-
aði í formannskosningu VR. Ragn-
ar og Vilhjálmur eiga það sameig-
inlegt að hafa farið gegn ríkjandi
stjórn og sigrað. Vilhjálmur barðist
við varaforseta Alþýðusambands-
ins á Akranesi.
„Það er ævintýralegt hvernig
Ragnar komst til valda. Hann sigr-
aði þessa risa með forystu Alþýð-
usambandsins á móti sér. En það
skiptir ekki öllu máli hvort mað-
ur sé innundir hjá forystunni, það
eru félagsmennirnir, að fá fólkið til
að styðja sig.“
Enn og aftur eru lífeyrissjóðir
að koma við sögu þegar berast tíð-
indi af bónusum. Það fauk í ykkur
Ragnar við þessi tíðindi, ekki satt?
„Heldur betur. Lífeyrissjóðirnir
teygja anga sína nánast inn í hvert
einasta fyrirtæki á landinu. Það
gerir það að verkum að samkeppn-
isstaða á olíumarkaði, fjarskipta-
markaði og flutningageira verð-
ur engin þegar lífeyrissjóðir eiga
orðið nánast 50 prósent eða meira
í þessum fyrirtækjum. Þetta bitnar
á okkur sjálfum, sjóðsfélögum og
vöruverð hækkar.“
Þá bendir Vilhjálmur á að
sjóðirnir eigi einnig stóran hlut í
Gamma og Heimavöllum.
„Sjóðirnir eru komnir úti um
allt sem gerir það að verkum
að húsnæði og leiguverð hefur
snarhækkað. Hvert fer það? Nú,
beint út í vísitöluna sem við fáum
í bakið í hækkun á höfuðstól ís-
lenskra lána.“
Vilhjálmur bætir við að fast-
eignasjóðirnir hafi sett ungt fólk
í húsnæðisvanda. Fólk býr jafn-
vel heima þar til það er komið á
fertugsaldur og þá eru fjölmörg
dæmi um að fullorðnir einstak-
lingar taki sig saman í að
Trúir á líf
eftir dauðann
„Ég vil trúa
því að ég
finni fyrir hon-
um, það sé líf
eftir dauðann
Verkamaður „Ég þekki
nákvæmlega þá stöðu sem allt
of margir eru í, að vera orðinn
auralaus þegar það eru fimm til
tíu dagar í mánaðamót,“ segir
Vilhjálmur. Mynd Sigtryggur Ari
Óttar með syni sínum Vilhjálmur missti son sinn, Óttar, vorið 2014.