Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 52
52 Helgarblað 15. desember 2017 Brotamenn öðlast betra líf með hugleiðslu Flestir kannast við Tolla Morthens af kraftmiklum málverkum sem prýða fjölmörg heimili á þessu landi en færri vita að í rúman áratug hefur þessi ástsæli myndlistarmaður unnið þrotlaust og óeigingjarnt sjálfboðastarf inni í fangelsum landsins. Hann er haldinn þeirri sannfæringu að með kærleika og sjálfsþekkingu sé hægt að leiða okkar minnstu bræður af ógæfu- brautinni og búa til góða og gegna borgara sem verða bæði sjálfum sér, fjölskyldum sínum og sam- félaginu öllu til góða þegar fram líða stundir. Margrét Gústavsdóttir heimsótti Tolla á vinnustofuna í Laugarnesi og ræddi við hann um fangelsismál, áfallastreitu og áhrif hennar á mannssálina, varnarvið- brögð og hvernig ást og kærleikur hafa alltaf verið eina augljósa leiðin út úr andlegum ógöngum lífsins. Tolli býður blaðamanni upp á efri hæð vinnustofunnar þar sem hann hefur innréttað fallegt hugleiðsluherbergi í anda tíbeska búddismans sem hann aðhyllist. Hann tekur sér sæti með kross- lagða fætur á þar til gerðan hug- leiðslustól og býður blaðamanni að tylla sér á einum slíkum. Fljótlega eftir að Tolli setti tappann í flöskuna, fyrir tæplega 25 árum, byrjaði hann að fara með 12 spora fundi á Litla-Hraun í þeirri viðleitni að deila með föngunum reynslu sinni, styrk og vonum og styðja á leið sinni til bata frá áfengis- og vímu- efnaneyslu. Með tímanum fékk hann sjálfur áhuga á hugleiðslu og iðkun núvitundar. Hann fann hvernig sú ástundun hafði góð áhrif á heilsu hans og andlega líðan svo ekki leið á löngu þar til hann krosslagði fætur með vinum sínum í fangelsinu og kenndi þeim áhrifin af Omm. Stöðnuð viðhorf til brotafólks Tolli byrjar samtalið á því að viðra áhyggjur af áformum ríkisstjórn- arinnar um hertar refsingar við fíkniefnabrotum. Hann hefur ekki trú á að slíkt muni skila sér í bættu samfélagi. Meðal annars vegna þess að eftirfylgni með föngum að afplánun lokinni er lítil sem engin og algengt að fangar fari rakleiðis aftur á ranga braut. Hann segir yfirlýsingar stjórnmálamanna ein- kennast af fáfræði og popúlisma. Bendir á að stjórnmálamenn séu Myndir Brynja Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is Tolli hefur kennt föngum að hugleiða í rúm tíu ár án þess að þiggja krónu fyrir. Hann segir að það þurfi að gerbylta hugmyndum stjórnmálamanna um refsingu og betrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.