Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Side 53
Helgarblað 15. desember 2017 53 Brotamenn öðlast betra líf með hugleiðslu líklega að nýta reiðina sem brýst fram í yfirborðskenndri umræðu á netinu, sjálfum sér til framdráttar. Hann segir að ef vel eigi að vera þurfi mjög róttækar aðgerðir í fangelsismálum. Gerbreytt viðhorf og nýjar aðferðir sem byggja meðal annars á sálfræðiþekkingu, aukinni sjálfsábyrgð og síðast en ekki síst óeigingjörnum stuðningi samfé- lagsins sem tekur á móti þeim að afplánun lokinni en sjálfur hefur hann aldrei þegið krónu fyrir sitt framlag til þessara mála. „Mannfólkið er algjörlega staðnað í viðhorfum sínum til brotafólks og hefur verið í rúm 2500 ár. Það er alltaf auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, sem er ekki í takt við breytingarnar sem urðu á hugmyndum okkar um Guð fyrir jafn mörgum árum. Um 500 árum fyrir Krist varð nefnilega andleg vakning í heiminum. Hugmyndir okkar um guð byrjuðu að snúast minna um refsandi yfirvald og í staðinn fengum við hugmyndir um kærleiksríkan mátt sem við höfum síðan notað til að hlúa að okkur sjálfum og öðrum. Einnig komu fram kenningar Konfúsíusar og við fengum taóismann, grísku heim- spekingana og síðast en ekki síst kenningar Búdda. En hugmyndir um afbrot og refsingu standa enn í stað,“ útskýrir Tolli og bætir við að þetta stafi einnig af ákveðinni afneitun á eðli mannsins og hvern- ig hægt sé að breyta, bæði sjálfum sér og öðrum, til hins betra. Það fæðist enginn vondur en allir hafa í sér getuna til að meiða „Nú liggur til dæmis fyrir gríðar- leg vitneskja um hvernig orsök og afleiðingar áfalla geta kallað fram óæskilega og/eða ofbeldisfulla hegðun. Á sama tíma vitum við að það fæðist enginn vondur en allir hafa hins vegar í sér getuna til að meiða og brjóta á öðru fólki. Það hefur löngu sýnt sig að lausnin við niðurbrjótandi hegðunarmynstr- um er ekki fólgin í hefðbundinni refsingu heldur markvissri upp- byggingu með faglegum aðferð- um. Aðferðum sem ganga út á að betrumbæta líðan þessa fólks og endurheimta það til baka úr myrkr- inu – og það getum við, svo framar- lega sem við höfum samkenndina og kærleikann að leiðarljósi.“ Þyrfti þá kannski að kærleik- svæða stofnanirnar betur? „Já, vissulega, en til að kærleik- svæða stofnanir þarf auðvitað að byrja á því að spyrja og svara því hvað átt er við með kærleika. Er kærleikurinn kannski klisja? Nei, svo sannarlega ekki. Læknavísindin hafa sýnt fram á að kærleikur er einfaldlega hluti af tilfinningakerfi heilans sem hefur svo aftur áhrif á boðefnabúskapinn og þar með alla okkar breytni. Nú liggur það einnig fyrir að okkur er unnt að rækta þessa tengingu og örva hana svo að við getum lifað meira í áhrifum kærleikans, sjálfum okkur og öðrum til heilla. Ég veit að það er mikil vakning hjá fagfólki í félagsmálageiranum hvað þessi mál varðar en kærleikurinn samræmist kannski ekki eðli stjórnmálanna? Samtal pólitíkusa við samfélagið er yfirleitt á mjög tilfinningalegum grunni. Þeir eiga það til að fleyta sér á öldum reiði sem kemur upp í umræðunni og það hefur síður en svo dregið úr þessu með tilkomu net- og samfélagsmiðla. Umræð- an einkennist oft af hvatvísi og augnabliks hrifnæmi getur orðið að lagalegri útfærslu stjórnmálamanna á örskömmum tíma. Þetta höfum við nokkur dæmi um. Mögulega hentar það ekki stjórnmálamönn- um að sleppa tökunum? Það þarf að koma í ljós.“ Græjan á milli eyrnanna Tolli vill meina að flest vandamál lífsins megi rekja til þess að okkur mannfólkið skorti vilja til að líta inn á við, eða í eigin barm eins og það er kallað. Við séum flest á stöð- ugum flótta frá sjálfinu, reynum frekar að benda og refsa í stað þess að pæla í okkur sjálfum. „Við erum búin að nota þessa forneskjulegu refsilausn, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, í fleiri þús- und ár. Alþjóðapólitík og flest op- inber samskipti eru enn í þessu fari. Við refsum ekki aðeins fíkniefna- þrælum, kaupmönnum og þeim sem að slíku koma, með harðneskju og ofbeldi, heldur ganga samskipti þjóðanna einnig fyrir sig með sama óþroskaða hætti. Mannskepnan stendur alltaf á blábrún gereyðingar því það vill enginn taka ábyrgð á þessari græju sem við erum með á milli eyrnanna. Vandamálið er því ekki hvort kommúnismi eða kapítalismi virkar betur, heldur að maðurinn neitar að horfa inn á við þegar hann leitar lausna á tilvistar- vanda sínum.“ Refsipólitíkin viðheldur neikvæðri hringrás kynslóð fram af kynslóð Í þessu samhengi útskýrir hann að glæpamenn lúti alveg sama lögmáli og aðrir þegar komi að orsökum og afleiðingu – eða því sem oft er kall- að karma. Vissulega þurfi samfé- lagið þó alltaf á lögum og reglu að halda og að fangelsisvist geti verið nauðsynleg af ótal ástæðum. „Til dæmis bara til að stöðva ferlið sem ofbeldismennirnir eru komnir í. Eftir að það hefur verið gert er næsta skref að ná utan um ójafnvægið, heila þessa menn og gera þá betri. Það á að vera hinn augljósi tilgangur vistarinnar. Hvernig þetta er framkvæmt er svo aftur faglegt og pólitískt útfærslu- atriði og til þess þarf einarðan vilja. Stjórnmálamenn þurfa að hafa metnað til þess að færa samfé- lagið upp á hærra þroskastig „Það eru óendanleg verðmæti fólgin í því fyrir allt samfélagið að endur- heimta, þó ekki sé nema einn, afvegaleidd- an einstakling til baka. Næsta kynslóð á eftir honum þarf þá ekki að halda áfram á sömu braut. Hugleiða sig út úr Heimi ofbeldis og glæpa „Varnarkerfi þeirra sem sitja í fangelsi er gríðarlega sterkt. Maður kemst ekki auðveldlega í gegnum þessar varnir og það er ekki af því strákarnir vilja það ekki heldur vegna þess að þeir eru einfaldlega fastir í vörninni. Það sem gerist svo í hugleiðslu er að menn verða fyrir reynslu sem kemur innan frá.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.