Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Blaðsíða 54
54 Helgarblað 15. desember 2017 þar sem velvild og kærleikur ráða för en ekki hið fornkveðna auga fyrir auga,“ segir hann og tengir við umræðuna um alkóhólisma sem fjölskyldusjúkdóm. Hann segir afleiðingarnar af refsipólitík í kringum fíknarsjúkdóma oft ganga kynslóð fram af kynslóð sem viðheldur neikvæðri hringrás. „Það eru óendanleg verðmæti fólgin í því fyrir allt samfélagið að endurheimta, þó ekki sé nema einn, afvegaleiddan einstakling til baka. Næsta kynslóð á eftir honum þarf þá ekki að halda áfram á sömu braut. Þekkingarsamfélagið; meðferðaraðilar, sálfræðingar og þau sem fást við fíknisjúkdóma hafa fyrir löngu lagt fram gögn sem sýna hvernig við förum úr tengslum við tilfinningakerfin okk- ar þegar við búum við vanrækslu og skort á kærleik. Lækningin er eðlilega ekki flókin. Ofurskammtar af velvild, kærleika, viðurkenn- ingu, ást og umburðarlyndi. Það er meira að segja búið að prófa þetta á rottum og þær urðu mjög kátar!“ segir hann og hlær en bætir svo við, með örlítið alvarlegri tón, að það sé grundvallaratriði að hjálpa föngum að komast í jafnvægi svo að þeir geti spjarað sig áfram í gangverki samfélagsins. Fordæming og útskúfun að afplánun lokinni „Ég hef fulla trú á að við getum náð 60 til 70 prósent árangri í fangels- um með því að vinna fanga til baka yfir í að vera ábyrgir samfélags- þegnar. Þeir þurfa að verða menn meðal manna og hætta að láta þennan harm ganga yfir sjálfa sig og aðra,“ segir hann og gagnrýnir í þessu samhengi skort á aðgengi fanganna að sálfræðingum og geðlæknum, sem og skorti á úrræð- um að afplánun lokinni. Oft taki ekkert betra við, aðeins fordæming og útskúfun sem verði til þess að mennirnir leiðast aftur út í glæpi og neyslu. „Við gætum litið til Bretlands í þessu samhengi. Þar er víða mjög virkt starf sem byggir á aðkomu fyrri fanga í gegnum sjálfseignar- stofnanir en ekki ríkisvald. Það þarf nefnilega að af-stofnanavæða þessa menn. Koma þeim til ábyrgðar og sjálfsgetu. Hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfir með fjárhagsráðgjöf, sálfræðiaðstoð eða annarri tilfinn- ingalegri úrvinnslu og svo fram- vegis. Valdefling heitir þetta víst og hún á að vera til staðar fyrir þá sem það vilja, en ekki fyrir þá sem það þurfa, eins og oft er sagt. Fangi sem hefur kannski verið edrú inni í fangelsi og búið þar við félags- legt öryggi, eins fáránlega og það hljómar, á stundum ekkert annað að hverfa til en rústirnar sem hann kvaddi þegar hann sleppur aftur út. Hann endist í örfáa daga á AA- fundum, hefur ekki í nein hús að venda, það vill enginn ráða hann í vinnu og hann fær enga viður- kenningu. Það er enginn sem segir: Þú laukst afplánun, maður, vel gert og vertu velkominn! Þeir fá bara mótvind í fangið í staðinn fyrir stuðning, vinaþel og hlýju,“ segir Tolli og bætir við að eftirleikurinn ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af betrun fanganna og dvölin innan veggja fangelsisins. Með áfallastreituröskun um fermingu Vímuefnaneysla kom Tolla sjálfum aldrei í fangelsi en hann var orðinn 42 ára þegar hann hætti allri neyslu á vímugjöfum. Hann segist hafa lagt mikla vinnu í að endurheimta sjálfan sig en drengurinn Tolli hafi verið týndur og tröllum gefinn þegar hann hætti loksins að drekka og dópa eftir margra ára neyslu. Stakk hann þig af upp úr þrítugu þá eða ...? „Nei. Ég var í raun kominn í gríðarlegt ójafnvægi löngu áður en ég byrjaði að drekka og víman var kærkomin lausn. Ýmis tilfinn- ingaleg áföll í æsku leiddu til þess að mjög ungur var ég kominn algjörlega úr tengslum við sjálfan mig. Um fermingu var ég haldinn alvarlegri áfallastreituröskun og því greip ég til einu lækningarinnar í stöðunni – að taka flöskuna og drekka mig í blakkát.“ Hann segir margt geta valdið Merkilegasti sálfræðingur jarðar „Búdda helg- aði líf sitt því að finna lausnir á andlegum þjáningum með því að iðka vissar aðferðir og kenna þær áfram. Í mínum huga var hann merkilegasti sálfræðingur sem uppi hefur verið.“ „Maður yfirfær- ir skelfingar fortíðarinnar yfir á það sem er að gerast í núinu – á makann, yfirmenn, fjölskyldu, samferða- fólk og ekki síst yfir á spegilmyndina af sjálfum sér þar sem maður horfir á sig og hugsar „You fuck- ing looser“. „Þegar þetta er ekki meðhöndlað þá dafnar hryllingurinn innra með manni eins og fóstrin í Alien. Að lokum verður hann að skrímsli sem tekur yfirhöndina með kvíða, svefnleysi, fíknarvanda og fleiru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.