Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Page 60
60 Helgarblað 15. desember 2017
44
ára
49
ára
67
ára
50
ára
Hjördís Gissurardóttir
Starf: Gullsmiður og kaupmaður
Fædd: 17. desember 1950
Ármann Þorvaldsson
Starf: 15. desember 1968
Fæddur: Bankamaður
Gísli örn Garðarsson
Starf: Leikari og leikstjóri
Fæddur: 15. desember 1973
GuðlauGur Þór Þórðarson
Starf: Utanríkisráðherra
Fæddur: 19. desember 1967
Orðabanki Birtu: Pjallaka og bolloka
Hún pjallakar siG nú
ÞokkaleGa eftir að
Þau Hættu að bolloka
Pjallakar sig
Að pjallaka var sagt um einstæðing, sem sér
sjálfur fyrir þörfum sínum: „Hann (eða hún)
pjallakar fyrir sér.“
„Meðan hjartað
er heitt og slær
eðlilega verður manni
aldrei kalt.
- Astrid Lindgren – Lína Langsokkur
í Suðurhöfum
Afmælisbörn vikunnar vel mælt
Það eru ekki mörg orð jafn undarleg eins og orðin pjallaka og bolloka sem koma fyrir í tímaritinu Mál og menning árið 1958.Að pjallaka var sagt um einstæðing, sem sér sjálfur fyrir þörfum
sínum: „Hann (eða hún) pjallakar fyrir sér“ en að bolloka var sagt um
hjón eða hjú, sem myndað hafa eigið heimili þrátt fyrir að hafa lítið fé
milli handa. „Nú er sagt að þau séu farin að bolloka.“
Orðin eru blessunarlega ekki algeng í tungumálinu í dag en samkvæmt
samantekt dr. Halldórs Halldórssonar í þættinum Íslenskt mál voru
þetta svokölluð „kvikindisorð“ sem meðal annars voru notuð í Rang-
árvallasýslu. Heilmildarmaður Halldórs var hinn frábæri Þórbergur
Þórðarson rithöfundur en hann lærði orðið pjallaka frá Stefáni bónda á
Hlíð í Lóni.
Þá var einnig sagt að orðið bolloka (borið fram eins og nafnið Palli)
væri notað um að basla við búskapinn og að pjallaka, eða pélaka, gæti
einnig þýtt að betla.
Vonum bara að við pjallökum okkur öll og að þetta verði ekki of mikið
bollok eftir jólin.