Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2017, Qupperneq 66
66 menning - sjónvarp Helgarblað 15. desember 2017
Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum. Einnig
sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi
efni svo ekki falli á silfur og silfurplett. Við eigum líka
fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa.
Sjálflímandi hnífaparaskorður
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is
Sendum í póSt-
kröfu
Hefur séð meira en
10 þúsund bíómyndir
n Agnar horfir á um 300 myndir á ári n Kláraði Bókabílinn 9 ára
A
gnar Kristján Þorsteins-
son, sem þekktur er fyrir
beitta pistla á Stundinni
sem AK-72, er nýkominn
af ráðstefnunni For the Love of
Sci-Fi sem haldin var í Manche-
ster í Bretlandi. Þar hitti hann
meðal annars vöðvatröllið Dolph
Lundgren og Star Trek-goðsögn-
ina William Shatner. Agnar er
mikill kvikmyndaáhugamað-
ur og hefur ábyggilega séð fleiri
kvikmyndir en flestir Íslendingar.
DV spjallaði við Agnar um kvik-
myndaáhugann.
Fríin vel nýtt
Hvað heldur þú að þú sért bú-
inn að sjá margar kvikmyndir?
„Púff, samkvæmt IMDB (gagna-
grunninum) eru þær á ellefta
þúsund.“ Agnar er 45 ára, sem
þýðir að hann hefur séð um 300
nýjar myndir á hverju ári síð-
an hann
komst
til vits
og
ára.
Sum-
ar af
myndunum hefur hann séð
nokkrum sinnum. Auk kvik-
myndanna kemst hann yfir mikið
af öðru menningarefni, svo sem
bókum, plötum, þáttaröðum,
teiknimyndasögum og tölvuleikj-
um.
Fríin eru vel nýtt til menn-
ingarneyslu. Á þremur vikum í
ágúst náði hann að komast yfir
fimmtíu og hálfa kvikmynd, sex
bækur, tvær þáttaraðir og kláraði
tvo tölvuleiki. Agnar er þó mjög
félagslyndur og þessi mikla tíma-
skuldbinding kemur ekki niður á
félagslífinu. Setur þú þér mark-
mið fyrir hvert frí? „Nei, engin
sérstök markmið nema að vinna
upp eitthvað sem er uppsafnað.
Hef þó oft notað fyrstu vikuna í
að taka stærstu skammtana til að
komast í frígírinn. Maður ákveð-
ur að kominn sé tími á að keyra
eitthvað í gegn sem hefur leg-
ið uppi í hillu vegna lengdar eða
þá að það sé eitthvað sem krefst
ákveðinnar stemningar.“
Kláraði Bókabílinn níu ára
Agnar er í klúbbi kvikmyndaá-
hugamanna sem hefur þann sið
að minnast þekktra leikara eða
leikstjóra þegar þeir falla frá
með því að horfa á sí-
gilda mynd frá ferlin-
um. „Þetta er bæði
gott tækifæri til
að rifja upp góðar
myndir og einnig er
þetta nokkurs konar
erfidrykkja okkar kvik-
myndanjörðanna.“
Jafnframt seg-
ir Agnar
að enduráhorf segi mikið til um
hversu góðar myndirnar séu í
raun og veru.
Horfirðu á einhverjar kvik-
myndir af skyldurækni? „Já, þetta
sem maður þarf nauðsynlega að
sjá sem kvikmyndaáhugamað-
ur. Sumt af því er þannig að það
veitir manni enga sérstaka gleði
en maður þarf allavega ekki að
horfa á það aftur frekar en maður
vill. Skondið er að það sem mað-
ur hefur verið hræddastur um að
þurfa að tækla, stóru Bergman-
myndirnar, hafa komið manni vel
á óvart. Mig grunar að sú hræðsla
hafi verið vegna allra sænskra
vandamálamynda sem RÚV bauð
upp á þegar maður var krakki og
fjölmargir blótuðu meira en sjón-
varpslausa fimmtudeginum.“
Hann hefur verið bókaormur
síðan hann var krakki og drukk-
ið í sig ógrynni af fróðleik og
skemmtun. „Þegar ég var níu
ára var ég búinn að klára allar
bækurnar í Bókabílnum. Þá fór
ég að laumast í Alistair McLe-
an og Sven Hazell. Ég tek stund-
um lestrarköst en svo dettur það
niður í örfáar bækur á ári þess á
milli.“ n
Dolph og Agnar For the Love
of Sci-Fi ráðstefnan í Manchester.
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
E
ftir pínu vonbrigði með
The Force Awakens, vegna
líkindanna með elstu
myndinni, voru væntingarn-
ar þær að sú nýja myndi feta í fót-
spor á The Empire strikes back,
sem er álitin besta Star Wars-
myndin.
Hún gerir það að einhverju
leyti, en væntingar eru þó best
geymdar heima. Söguþráður-
inn er lengi í gang. Þá er fullmikið
gert úr tveimur nýjum persónum,
sem gera lítið fyrir aðalsöguþráð-
inn. Galli myndarinnar er að hana
skortir virðinguna fyrir áferð og
alvarleika eldri myndanna.
Upphafsatriðið setur svo-
lítið tóninn þar, þegar Rey rétt-
ir Luke gamla geislasverðið sitt.
Þar (kyber)kristallast munurinn á
leikstjórunum J.J. Abrams og Rian
Johnson. Þótt eldri myndirnar hafi
auðvitað boðið upp á nokkra góða
brandara inn á milli, er hér gengið
aðeins of langt fyrir smekk ofanrit-
aðs, er ólst upp með gömlu mynd-
unum og ber því óttablandna og
nostalgíska virðingu fyrir þeirri
arfleifð, því samtölin og leikurinn
í nýjustu myndinni ná ekki alltaf
að vega upp á móti gríninu og fyrir
vikið er stundum eins og um fram-
haldsmynd Spaceballs sé að ræða.
Eða svona, næstum því.
Ættfræðin er stór hluti af Star
Wars, en nokkurra vonbrigða gætti
varðandi ættlegg tveggja aðal-
persóna myndarinnar. Hugsanlega
eru þó ekki öll kurl komin til graf-
ar. Þá kemur á óvart hvernig örlög-
um stórra aðalpersóna er háttað,
ekki síst þegar haft er í huga hvað
þriðja myndin í bálknum mun
bjóða upp á þegar hún kemur út.
Það góða við myndina er að hún
kemur á óvart, er yfirfull af flottum
bardögum og kafar dýpra í fræði
Máttarins en áður hefur verið gert,
jafnvel með erótískum hætti, sem
minnir á daður á samfélagsmiðl-
um. Hún er fyndin, skemmtileg og
heldur manni vel við efnið, sérstak-
lega í seinni hálfleik. Hún er yfir-
full af myndmáli og vísbendingum
sem fara eflaust framhjá mörgum í
fyrstu atrennu, þar með talið ofan-
rituðum, sem gerir það að verkum,
að maður „neyðist“ víst til að sjá
hana aftur. n
Hasar, grín og
geislasverð
Trausti Salvar Kristjánsson
traustisalvar@eyjan.is
Kvikmyndir
Star Wars:
The Last Jedi
Spennu- og ævintýramynd
Aðalhlutverk: Daisy Ridley, Mark Hamill
og Adam Driver
Leikstjóri: Rian Johnson
Lengd: 152 mínútur
Bókin á náttborðinu
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra
„Ég var að lesa Ragnar Jónasson. Mistur heitir
nýjasta bókin hans og ég var mjög ánægð. Mjög
spennandi, hann er að útvíkka formið með mjög
góðum árangri.“