Morgunblaðið - 09.08.2017, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.08.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017 ✝ Erla SchevingThorsteinsson fæddist í Reykjavík 2. mars 1936. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Seljahlíð 30. júlí 2017. Foreldrar henn- ar voru Magnús Scheving Thor- steinsson forstjóri og Laura Gunn- arsdóttir Havstein húsmóðir. Auk Erlu eignuðust þau Davíð Scheving Thorsteinsson, f. 1931, Gyðu Bergs, f. 1931, og Gunnar Magnús Scheving Thor- steinsson, f. 1945. Fyrir átti fað- ir Erlu Hilmar Foss, sem fæddur var 1920. Magnús faðir Erlu árið 2003 eftir langvinn veik- indi. Barnabörnin eru átta: Erla María, Tinna Empera, Íris Lóa, Sigurbergur, Ólöf Sunna, Krist- ófer Máni, Erla María, Emma Elísa og langömmubarnið er Fálki litli Gnarr Frostason. Erla ólst upp á Laufásvegi 62 í Reykjavík og lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar. Hún gekk síðar í hús- mæðraskóla í Sviss, London og Boston. Erla hóf búskaparár sín í Álfheimum en fjölskyldan bjó síðan um skeið á Tómasarhaga áður en hún sló sér niður í Brekkugerði árið 1974. Erla var lengst af heimavinn- andi.Hún tók einnig virkan þátt í starfsemi líknarfélaga og vann lengi í þágu Kvenfélags Hrings- ins og hjá Rauða krossinum. Erla sinnti einnig ömmu- hlutverkinu af ástúð og elju. Útför Erlu fer fram frá Selja- kirkju í dag, 9. ágúst 2017, klukkan 15. kvæntist seinni konu sinni, Sigríði Briem Thor- steinsson, árið 1953. Ung giftist Erla Ólafi Hersi Páls- syni flugstjóra. Þau slitu samvistir árið 1984. Erla og Ólaf- ur eignuðust fjögur börn: 1) Magnús, framkvæmda- stjóra, f. 1958, kvæntur Dýrleifu Örnu Guðmundsdóttur verk- fræðingi, f. 1966. 2) Sigríði, ljós- myndara, f. 1960. 3) Þórhildi Lilju, lögfræðing, f. 1967, gift Jóni Pálma Guðmundssyni við- skiptafræðingi, f. 1961. 4) Ólaf Pál, stúdent, f. 1974. Hann lést Stórt skarð myndast innra með mér þegar ég kveð móður mína eftir langa þrautagöngu veikinda, ég sakna hennar. Ég hélt að ég væri undir þetta búin, af því að við ræddum oft um dauðann, sem er óumflýjanlegur hluti af ævi hvers manns. Hún þráði hvíldina, að vera laus við verkina sem felldu lífsfjaðrir hennar síðustu árin. Mamma var lánsöm að fæðast inn í fjölskyldu sem var elsk að listum, enda var hún einstakur fagurkeri. Við grínuðumst oft með það að mamma hefði ekki fæðst með silfurskeið í munni, heldur heila skúffu af pússuðum silfurskeiðum. Afi og amma voru listunnendur og studdu helstu listamenn þjóðarinnar. Verk þeirra prýddu veggi heimilisins og sumar af mínum bestu minn- ingum tengjast því að ráfa her- bergi úr herbergi sem full voru af ótrúlegum munum og málverk- um. Þessi reynsla var fyrsta upp- lifun mín af fagurlistum. Á þessu heimili ólst móðir mín upp. Þrátt fyrir mikla ást, blíðu og allsnægt- ir, varð mamma fyrir þeim harmi að missa móður sína aðeins 14 ára og markaði það líf hennar, birtist í ótta hennar við að vera ein. Mamma sagði stundum að hún gæti ekki hugsað sér að vera gift sjómanni því fjarverurnar yrðu henni óbærilegar. Pabbi var flugmaður og í þá daga var starf flugmannsins lítið öðruvísi en sjómannsins, fjarveran mikil. Það reyndist mömmu erfitt. Hún þráði fjölskyldu en var oft ein með okkur systkinin. Fríðindi fylgdu þó því að vera gift flug- manni og við ferðuðumst mikið. Hún naut þess að ferðast og var í essinu sínu þegar hún sagði okk- ur endalausar sögur af staðar- háttum, öðrum löndum og menn- ingu þjóða. Mamma var mikil draumórakona og það er eigin- leiki sem hún arfleiddi mig að. Hún studdi mig ávallt í að ná því markmiði sem ég vildi í lífinu. Að geta bognað en ekki brotnað. Hún hjálpaði mér að finna vinnu í útlöndum sumarið sem ég var 14 ára, leyfði mér að fara, síma- lausri, til Mexíkó, rétt rúmlega tvítugri. Hún stóð sem klettur við hlið mér þegar ég hélt út til náms í Kaliforníu 25 ára gömul. Það var svo fallegt við hana. Hún hafði kjarkinn til að gefa mér frelsi, nokkuð sem ég hef vonandi líka gefið dætrum mínum. Eitt af því fallegasta við mömmu var gjafmildi hennar og umhyggju- semi. Hún hafði stærsta hjarta sem ég veit um, mátti ekkert aumt sjá og var stöðugt að hugsa um hvernig hún gæti glatt og létt undir með öðrum. Það ólst hún upp við í foreldrahúsum. Mamma var stór hluti af upp- eldi Erlu Hlínar og Tinnu enda viðstödd fæðingu þeirra beggja. Hún reyndist þeim einstök amma og að mörgu leyti var hún hinn aðilinn í uppeldinu. Elskaði þær skilyrðislaust, gaf þeim tíma og það er dýrmætt. Eftir að þær urðu eldri vildi hún vita allt um þær og þreyttist aldrei á að segja stolt frá ævintýrum þeirra. Tinna í New York, Erla Hlín og Frosti, sem kom svo sterkur inn í líf Erlu, og svo prinsinn hann Fálki. Við skoðuðum snöppin þeirra, Facebookið og endalausar mynd- ir. Mamma vildi sjá allt og vita allt um stelpurnar sínar. Þar lá framtíðin og fegurðin. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar stundir síðustu ár. Þær voru ófáar eftir að hún flutti í Seljahlíð. Án hennar hefði ég ekki náð að láta drauma mína rætast. Eða eins og Shakespeare orð- aði svo fallega: „Ævin stutta er umkringd svefni.“ Elsku mamma, sofðu, ástin mín. Meira: mbl.is/minningar Sigríður Ólafsdóttir. Elskuleg tengdamóðir mín, Erla Scheving Thorsteinsson, hefur nú kvatt þennan heim södd lífdaga. Kynni mín af Erlu hófust fyrir rúmum 20 árum þegar ég kynntist Þórhildi dóttur hennar og eiginkonu minni, sem reyndist vera mitt mesta lán í lífinu og fyrir það verð ég Erlu ævinlega þakklátur. Það var ekki komið að tómum kofanum hjá Erlu fremur en hjá dóttur hennar. Sífellt komu upp atvik í samskiptum við hana ásamt endalausum sögum af lífs- hlaupi hennar sem auðgaði líf mitt og og allra nærstaddra. All- ar þessar frásagnir af Erlu væru sjálfsagt efni í heila bók sem án alls vafa myndi verða metsölu- bók. Það skipti líka máli að Erla tók sig ekki hátíðlega og hafði jafngaman af þessu og við hin og skipti það ekki máli hvort um var að ræða óheppni, hrekki, mistök eða „rugluna“ sem var fylgifiskur svæfinga. Erla tók mér strax opnum örmum og sagði mér gjarnan að ég væri uppáhaldstengdasonur hennar og skipti þá ekki máli hvort ég var sá eini eða ekki. Erla var einstök amma, líf henn- ar snerist að stórum hluta um barnabörnin meðan heilsan leyfði. Hún varði miklum tíma með þeim og gaf þeim endalaus- an tíma og tækifærisgjafir auk þess sem hún lagði mikla alúð í afmælis- og jólagjafir allra. Jólin hjá Erlu byrjuðu alltaf í janúar með undirbúningi pakkadaga- talsins þar sem hvert barnabarn fékk 24 jólagjafir í desember auk pakkans á aðfangadagskvöld. Þessir jólapakkar voru allir sér- staklega skreyttir og þegar barnabörnunum fjölgaði og verk- efnið stækkaði þá voru bara börnin virkjuð í að hjálpa til og það var ekki síður spennandi en að fá jólagjafirnar. Þó að ytri aðstæður hafi breyst í lífi Erlu hin síðari ár þá var í raun aðdáunarvert hvað henni tókst að bjarga sér og vera áfram hin eina sanna Erla Schev- ing Thorsteinsson. Hún hafði einstaka hæfileika til að aðlagast aðstæðum og ekki síður að að- laga aðstæður að sér þar sem slíkt var mögulegt. Stundum reyndi þetta á nærstadda en allt- af tókst Erlu að lenda hlutunum á einhvern hátt í sátt við alla. Án alls vafa var stærsta áfallið í lífi Erlu að missa Óla Pál, son sinn og markaði það djúp spor í líf hennar. Heilsuleysi síðustu ára var jafnframt erfitt og oftar en einu sinni héldum við að hún væri að yfirgefa okkur en hún hafði fleiri en eitt líf. Að lokum ákvað hún að nú væri nóg komið af spítalavist og lyfjagjöf og tímabært að halda heim. Ég er óendanlega þakklátur fyrir tengdamömmu mína og dýrmæt minning um yndislega móður og ömmu mun lifa með okkur öllum um ókomna tíð. Jón Pálmi Guðmundsson. Þegar Erla fæddist vorum við nýflutt í nýja húsið okkar við Laufásveginn. Fjölskyldan var stór, mamma og pabbi, Gyða systir, amma og tveir táningar, systur mömmu, Gunna og Sis og ég nýorðinn sex ára. Umhverfið, sem Erla ólst upp í, var bæði barnvænt og bráð- skemmtilegt, stórt fjós á Njarð- argötunni og gríðarstórt leik- svæði, óbyggðir móar, sem teygðu sig allt niður í mýrina þar sem nokkrum árum seinna var byggður flugvöllur. Eins og nærri má geta kapp- kostuðu allir heimilismenn að ná hylli Erlu þegar hún var lítið barn, þar með talin afi og amma í Þingholtunum. Ekki virtist það stíga henni til höfuðs, því aldrei minnist ég þess að þurft hafi að siða hana til vegna ofdekurs. Erla var ekki vel hraust sem barn og Fleming ekki búinn að finna upp pensilín en þá var tvennt, sem talið var geta orðið til hjálpar Erlu: Nálægð bæði við sjó og fjöll og dagleg sjóböð. Til að uppfylla þessi skilyrði var keyptur lítill sumarbústaður við Leirvogsá, sem var skírður Perluhvammur og var nálægt bæði Esjunni og sjónum. Pabbi fór á hverjum degi niður að innsiglingunni að höfninni vopnaður stórum málmklæddum glerkút með áfastri öflugri og langri logglínu. Kastaði hann glerkútnum svo langt sem hann mátti út í Viðeyjarsund og var Erla síðan böðuð úr sjónum, sem þannig fékkst. Eftir þetta dafn- aði Erla vel. Mamma okkar dó eftir lang- varandi veikindi þegar Erla var táningur og sem nærri má geta fór erfiður tími í hönd. Það var því mikið gæfuspor þegar pabbi giftist ömmu Sigríði nokkrum árum síðar. Amma Sigríður gekk bæði Erlu og Gunnari Magnúsi í móð- ur stað, enda skírðu þau bæði dætur sínar Sigríði. Erlu var eðlislægt að þykja vænt um fólk og var hún gædd þeim fágæta hæfileika að laða fólk að sér með hlýju sinni. Tengsl hennar við barnabörnin voru svo innileg að af bar og þeim öllum til mikillar blessunar. Frásagnarhæfileikar Erlu voru einstakir. Hún sá gjarnan skoplegu hlið- arnar á hverju máli og var hver frásögn hennar bæði vel flutt, fyndin og skrautleg, enda hreif hún alla, sem á hlýddu, með sér. Mér finnst það lýsa henni syst- ur minni vel þegar hún var að kaupa jólagjafir fyrir síðustu jól, ein síns liðs í miðbænum í hjóla- stól og þurfti að komast upp á Laugaveg. Til að komast upp Bankastrætið kallaði hún í nokkra stráka, sem hún sá og bað þá um að ýta sér upp brekkuna, sem þeir gerðu með bros á vör. Má segja að systir mín hafi verið mater familiae, kjarninn, sem fylgdist vel með velferð fjöl- skyldunnar og ef ég þurfti að fá fréttir af einhverjum mér ná- komnum innan fjölskyldunnar leitaði ég til Erlu og þá stóð aldr- ei á svari. Erla varð fyrir þungum áföll- um í lífi sínu, sonarmissi og skiln- aði við eiginmanninn, en allt bar hún með reisn. Segja má að Erla systir mín hafi verið það, sem hún gaf af sér, og því var hún svo elskuð sem hún var. Ég mun sakna hennar en þó er huggun í því fólgin að vita að vel var tekið á móti henni þegar hún kom yfir móðuna miklu af þeim, sem biðu hennar þar. Blessuð sé minning Erlu syst- ur minnar. Davíð. Erla systir er látin, þessi elskulega systir mín, sem alltaf vildi öllum vel og var ætíð tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd- .Minningarnar streyma fram, að- eins góðar minningar um hana Erlu systur, sem var sannkall- aður gleðigjafi hvar sem hún var og hvert sem hún fór. Erla systir, eins og ég kallaði hana alltaf, ekki bara Erla heldur Erla systir, var yndisleg kona, lífsglöð og blíð, síkát og skemmti- leg og alltaf tilbúin að hjálpa öðr- um. Erla systir hafði lag á að töfra fram það besta í okkur öllum og öllu því sem hún kom nálægt. Erla systir hafði svo góða nærveru að í návist hennar varð glaðværðin ætíð í fyrirrúmi og þannig mun ég minnast hennar með þakklæti. Það voru forréttindi að eiga slíka systur. Ein starfsstúlkan í Seljahlíð, þar sem Erla systir átti heima síðustu árin, sagði að Erla systir væri fyrirmynd sín í lífinu fyrir það hvernig hún væri, hvernig hún tæki á erfiðleikum og hvern- ig hún kæmi fram við aðra. Síðustu árin var Erla systir bundin við hjólastól en hún lét það ekki aftra sér að skjótast í Kringluna eða á Laugaveginn að kaupa jólagjafir eða afmælisgjaf- ir handa barnabörnunum sínum og eina barnabarnabarninu. Erla systir var ekki í rafknún- um hjólastól en hún lét það ekki stoppa sig heldur fékk hjálp frá þeim sem næstur stóð að færa sig milli búða eða yfir Laugaveg- inn. Erla systir gafst aldrei upp, hún gerði það sem hún ætlaði sér alla tíð. Erla systir gekk í gegnum þá skelfilegu lífsreynslu að jarðsetja son sinn, hann Óla Pál, þegar hann lést úr heilaæxli aðeins 29 ára gamall. Það var átakanlegt fyrir okkur öll, sem þótti svo undurvænt um þennan blíða og góða dreng, að sjá angistina hjá Erlu systur. Sorgin var yfir- þyrmandi og tómleikinn óendan- legur. Erla systir bognaði en bugað- ist ekki, hún varð aftur sá gleði- gjafi sem hún hafði alltaf verið. Vertu sæl elskulega Erla syst- ir mín góða og takk fyrir allt sem þú varst mér og fjölskyldu minni alla tíð. Nú eruð þið Óli Páll saman á ný. Gunnar Magnús. Við fráfall Erlu föðursystur okkar leitar hugurinn til baka – til þess tíma er við vorum ham- ingjusöm og áhyggjulaus börn. Sólbjartir hamingjuríkir dagar í Perluhvammi og Dalakofanum, sumarbústöðum föðurfjölskyldu okkar, lifna og lýsa á ný. Þar var glatt á hjalla og margir úr fjöl- skyldunni samankomnir í dásam- legri náttúrufegurð. Þar var Erla – ung falleg kona, móðir með lítil börn. Sterkasta minningin um hana er hversu blíð og góð hún alltaf var við okk- ur. En svo dró ský fyrir sólu í lífi okkar við fráfall mömmu okkar. Þá skipti miklu hversu margir lögðu sig fram um að auðsýna okkur umhyggju og gera okkur lífið auðveldara. Erla var svo sannarlega ein af þeim. Erla var góð manneskja, fynd- in, hlý, og skemmtileg, sem lét sér annt um fólk. Þegar við elt- umst og stofnuðum okkar eigin fjölskyldur hittum við Erlu sjaldnar – en elskulegheit hennar og kærleiki í okkar garð var allt- af hinn sami. Hún fylgdist með okkur og stækkandi fjölskyldum okkar af áhuga og bar velferð okkar fyrir brjósti eins og hún hafði alltaf gert frá því að við vor- um lítil. Við erum lánsöm að hafa átt Erlu að og við leiðarlok er því þakklæti okkur ofarlega í huga. Hugur okkar er hjá börnum, barnabörnum, langömmubarni og tengdabörnum Erlu, sem sjá á eftir umhyggjusamri og einstakri mömmu og ömmu. Við treystum því að við hittum elsku Erlu aftur á sólbjörtum hamingjuríkum degi þegar jarðlífið er að baki. Guð blessi minningu Erlu föður- systur okkar. Laura, Hrund og Jón. Nú, þegar Erla frænka hefur kvatt þetta líf, og hún er nú með yngsta barni sínu, þessum ljúfa dreng Óla Páli, langar mig til að minnast hennar í nokkrum orð- um því að Erla, sem hefur fylgt mér alla ævi, var sannkölluð eð- almanneskja. Því hafa magrar góðar minningar runnið í gegn- um hugann seinustu daga. Mér er minnisstætt hvernig Erla hjálpaði mér óvart er ég vann í verksmiðju á unglingsár- unum, þar sem mér, ásamt fleira ungu fólki, fannst eldra fólkið skipa okkur fullmikið fyrir og aldrei taka tillit til þess sem okk- ur fannst. Þegar ein konan þarna komst hins vegar að því að ég var frændi Erlu þá breyttist allt við- mótið því að allir þekktu Erlu frænku og öllum þótti vænt um hana. Ég fékk allt í einu lengri kaffitíma, fólk byrjaði að tala við mig og ég fékk meira að segja stundum að fljóta með í VIP-há- degismat, þ.e.a.s. á veitingastað í stað mötuneytisins. Mér er einnig minnisstætt hversu Erla hafði gaman af bröndurum mínum er ég var lítill krakki og ég var gersamlega að rifna úr stolti þegar hún bað mig um að taka upp á kassettur brandara, sem hún svo gæti hlustað á þegar hún vildi. Það voru ófáar kassetturnar sem ég tók upp á og alltaf var hún jafn þakklát og glöð og sagði mig vera fyndnasta mann sem hún þekkti. Aðrir voru hins vegar ekki ekki jafn smekkvísir, a.m.k. man ég ekki eftir öðrum ættingjum, sem báðu um upptökur frá mér, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar, mér til mikillar undrunar. Ekki má gleyma hinu stór- fenglega myndbandasafni sem geymt var í Brekkugerðinu, en það var á þessum tíma örugglega eitt stærsta video-safn í einka- eigu með öllum bestu myndunum og þáttunum. Það voru ófáar spólurnar sem við á Grundó fengum lánaðar, þvílíkt eðalefni. Þegar ég heimsótti hana í síð- asta skiptið þá ræddum við lengi um allt milli himins og jarðar enda margt sem Erla vissi og mundi og hún hafði svo sannar- lega gengið í gegnum margt á lífsleiðinni. Það sem Erla kenndi mér hvað best var að velja mína bardaga vel, því að flestir bardagar eru tilgangslausir ef þeir bæta ekki mannlífið eða sjáfan þig. En umfram allt þá kenndi Erla mér að það sem mestu skiptir í raun og veru er að um- kringja þig af fólki sem þér þykir vænt um, hlúa að því og vera til staðar fyrir það ef eitthvað bját- aði á. Erla lifði fyrir börnin sín og barnabörnin og barnabarnabarn- ið og aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkrum manni á lífsleið- inni. Erla var góð á alla vegu, hún gaf mikið af sér og var elskuð af öllum sem hana þekktu. Þó að það hryggi mig mikið að hún hafi kvatt okkur þá sam- gleðst ég henni að hitta nú aftur hann Óla Pál sinn, sem vafalaust er með derhúfuna sína og heyrn- artólin hlustandi á U2, bíðandi skælbrosandi eftir mömmu sinni ganga inn um dyr himnaríkis. Erla og Óli Páll bjuggu saman alla tíð og núna búa þau saman á nýjan leik og það gleður hjarta mitt að vita af þeim saman á ný. Þú manst að knúsa hann Óla Pál frá mér Erla mín, hafið þið það gott og takk fyrir samfylgd- ina. Þinn vinur og frændi, Björn. Komið er að leiðarlokum. Nú kveðjum við elskulega vinkonu, Erlu Scheving Thorsteinsson, eftir áratuga samferð. Það er ekki sjálfgefið að eiga vináttu allt frá uppvaxtarárum til efri ára. Sú vinátta skapar sérstakan sess á lífsferlinum, að vera samferða, bæði í gleð og sorg, eins og lífið gengur út á. Vinátta okkar fólst ekki eingöngu í að hafa gaman saman, við leystum verkefni lífs- Erla Scheving Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.