Morgunblaðið - 09.08.2017, Page 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 2017
)553 1620
Lauga-ás hefur
frá 1979 boðið
viðskiptavinum
sínum upp á úrval
af réttum þar sem
hráefni, þekking
og íslenskar
hefðir hafa verið
höfð að leiðarljósi.
Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík
laugaas@laugaas.is • laugaas.is
Við bjóðum m.a. upp á:
Súpur
Grænmetisrétti
Pastarétti
Fiskrétti
Kjötrétti
Hamborgara
Samlokur
Barnamatseðil
Eftirrétti
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Lífið er fullt af möguleikum, bæði
spennandi og ógnvekjandi. Allir sem þú talar
við auka við þekkingu þína og viturleika.
20. apríl - 20. maí
Naut Sérhvert augnablik dagsins þarf ekki að
vera skipulagt. Gjafmildi þín fer fram úr því
sem þú hefur efni á en þú færð þetta allt til
baka.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ef þú hefur tekið gleðisnauðan
veruleika fram yfir þrár hjartans til þessa
færðu núna tækifæri til þess að breyta því.
Nú er lag að koma hugmyndum þínum og til-
lögum að.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Óvænt áform um ferðalög gætu kom-
ið þér á óvart. Réttur sem þú hefur aldrei
smakkað eða kringumstæður sem þú hefur
aldrei lent í gefa þér nýjan kraft.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að forðast rökræður um stjórn-
mál og trúmál í dag. Fólk kann að meta
hversu hratt þú hugsar og þegar þú beitir þér
spararðu peninga fyrir þig og fyrirtækið.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag er heppilegt að gera fjármála-
samninga eða verja fé til skemmtana. Ef þú
ert hreinn og beinn þarftu ekki að fara milli
staða með kólgubakka yfir höfðinu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert í miklum ham þessa dagana og
fátt fær staðist atorku þína. Með innsæið að
vopni, og með því að reyna að vera næmur á
tilfinningar annarra, öðlastu virðingu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fæstir njóta velgengni án hjálpar
annarra. Hafðu því allt þitt á hreinu. En sjálf-
sagt er að njóta meðbyrsins meðan hann er.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er nauðsynlegt að kynna sér
vel smáa letrið áður en skrifað er undir.
Gættu þess að fara varlega þannig að þú
missir ekki alla þá velvild sem þú hefur aflað
þér að undanförnu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú skalt taka þér tíma til að íhuga
framtíðaráform þín. Tíminn mun leiða í ljós
hvað stenst og hvað ekki.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sýndu varkárni í samskiptum við
ókunnuga. Láttu ekkert trufla áætlun þína. Ef
þú sendir út jákvæða strauma muntu að öll-
um líkindum fá jákvæða strauma til baka.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft ekki að berjast af alefli til
þess að halda í það sem þú hefur, það mun
fylgja þér. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu
alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur.
Góður vinur Vísnahorns, ÁrniBlöndal á Sauðárkróki, sendi
mér línu á laugardag. Tilefnið var
limra eftir Fíu á Sandi sem birst
hafði deginum áður. „Sagan öll,“
skrifar Árni:
„Fía kvartar:
Ég sit hérna önug með ekka
því enga hitti ég rekka
söngglaða á bar
því ég sit ekki þar.
Þvílík heimska að hætta að drekka.“
Og síðan bætir Árni við að gefnu
tilefni:
Ég finn til með Fíu á Sandi
og forða ‘enni vil frá grandi;
á Króknum er vín
ef hún kemur til mín –
nýsoðinn lútsterkur landi.
Og þá verður gleði og glaumur –
í gamlingjum hamingju straumur
er söngvarnir hljóma
um fjörðinn minn óma
„Undir bláhimni“ blíðasti draumur.
Helgi R. Einarsson segir frá því
að á þriðjudagskvöld hafi konan
boðið honum á tónleika. – „Feg-
urðin ríkti bæði inni og síðan úti,“
segir Helgi og orti eftir tónleikana:
Ég var á Sigurjónssafni,
við hliðina’ á meistara Hrafni.
Þar mávur einn fló
síðan fór út á sjó,
í frelsarans Jesú nafni.
Og áfram heldur Helgi með spun-
ann:
Allt sem að viðkemur andanum
áhuga vekur hjá landanum.
Menn látum ei linna
uns ljósið þeir finna.
En hvar og hvernig í fjandanum?
Á Boðnarmiði var spurt um höf-
und þessarar stöku. Hún er í Vísna-
safni Sigurðar J. Gíslasonar og er
eftir Sigurbjörgu Friðfinnsdóttur
frá Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði.
Tilefnið var að hún kom ull til tæt-
ingar. Þegar bandið kom til baka
var það óhreint mjög:
Ekki veit ég um það hót
úr hverju það er spunnið.
Annaðhvort er í því sót
ellegar það er brunnið.
Gömul vísa í lokin:
Nóttin er svo björt og blíð,
blundar allt í dalnum.
Eins og skuggi ég úti bíð
undir hamrasalnum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Undir bláhimni með
Fíu á Sandi
„ÉG VIL SVÖR. EN FYRST ÞARF
ÉG SPURNINGAR.“
HANN VILL FÁ HUNDRAÐ MILLJÓNIR AÐ
LÁNI TIL AÐ ARFLEIÐA BÖRNIN SÍN AÐ.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hrjóta í takt.
HVERNIG FARA
LEÐURBLÖKUR AÐ
ÞESSU?
ÉG SKIL
ÞETTA EKKI Æ!
FARÐU Í BÆINN OG
NÁÐU Í SKYNDIBITA
NEFNDU ÞAÐ BARA!
ÉG GERI HVAÐ SEM ÞARF!
HRÓLFUR, MEÐ ÞINNI
HJÁLP GETUM VIÐ FENGIÐ
FRÁBÆRAN KVÖLDVERÐ!
Mótsagnir geta verið skemmti-legar og getur hent flesta að
tala þannig að það gengur ekki upp.
Víkverji minnist þess að í mennta-
skólaritgerð fyrir margt löngu leit-
aði hann lengi að orðalagi til að lýsa
einhverju, sem honum þótti heldur
ómerkilegt. Að endingu sagði hann
að það hefði verið „litleysan upp-
máluð“ og þóttist nokkuð góður
með sig. Þegar hann fékk ritgerðina
tilbaka hafði verið krotað með
rauðu yfir snilldina og til hliðar var
spurt hvernig hægt væri að mála
með litleysu.
x x x
Píanóleikarinn Herbie Hancockhélt tónleika á Íslandi fyrir
skömmu. Milli laga rifjaði hann upp
tónleika, sem hann hélt á Íslandi ár-
ið 1986, og sagði að þá hefði verið
mikið drukkið. Bætti hann við að ef
hann drykki enn svona mikið væri
hann dauður.
x x x
Þórarinn Eldjárn rifjaði í Tungu-takspistli hér í Morgunblaðinu
að í Dægradvöl segi Benedikt Grön-
dal frá því að „Björn Gunnlaugsson
kennari á Bessastöðum, sem þéraði
alla nema samkennara sína, hafi eitt
sinn sagt við hund: „Já, ég held ég
fari nú ekki að þéra yður.““.
x x x
Stundum gera menn sér mótsagn-ir að leik. Bandaríski rithöfund-
urinn Mark Twain komst skemmti-
lega að orði þegar hann sagði að
hann gæti staðist allt nema freist-
ingar. „Við verðum að trúa á frjáls-
an vilja,“ sagði Isaac Bashevis Sin-
ger nóbelsskáld. „Við eigum ekkert
val.“ Breska skáldið George Bern-
ard Shaw gat verið snjall í til-
svörum: „Hegel hafði rétt fyrir sér
þegar hann sagði að við lærðum af
sögunni að maður gæti aldrei lært
neitt af sögunni.“
x x x
Svo er það hin fræga rakara-mótsögn: Rakari nokkur segist
raka alla nema þá sem raka sig
sjálfir. Hver rakar rakarann? Vík-
verji er ekki enn kominn með svar-
ið.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að laun syndarinnar er dauði en
náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú,
Drottni vorum.
(Róm. 6:23)