Morgunblaðið - 16.08.2017, Síða 19

Morgunblaðið - 16.08.2017, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 Endur á stíflu Fjölbreytt fuglalíf er í Elliðaárdal og alls hafa um 25 tegundir orpið þar. Andfuglar eru áberandi á Elliðaánum, einkum fyrir ofan Árbæjarstíflu, m.a. álft, grágæs, stokkönd, urtönd, skúfönd og toppönd. Árni Sæberg Eins og alþjóð veit þá er komin upp graf- alvarleg staða meðal sauðfjárbænda sem taka þarf föstum tökum til að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot og al- varlega byggðaröskun. Ekki er hægt að segja að bændur hafi ekki sýnt vilja til að að- lagast breyttum að- stæðum því þeir hafa fundað stíft með landbúnaðarráðherra og lagt fram tillögur að úrbótum. Enn sem komið er hefur ráðherra hvorki sýnt skilning né áhuga á málefninu. Atvinnuveganefnd átti góðan fund í gær með hagsmunaaðilum þar sem Landsamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands lögðu fram til- lögur að aðgerðum. Ef gengið verður hratt og vel til verks verður komið í veg fyrir allt að þriðjungs tekjuskerð- ingu bænda, hagkvæmni aukin og dregið verður úr kolefnisspori lands- ins. Greiðsluþrot blasir við Tillögur bænda fjalla m.a. um að efla útflutning til að jafna sveiflur á innan- landsmarkaði og draga þar með úr af- urðaverðfalli til bænda í haust. Ef bændur fá ekki áheyrn og ekki tekst að koma jafnvægi á markaðinn mun greiðsluþrot blasa við á mörgum býlum landsins sem stjórnvöld munu ekki geta haft neina stjórn á. Vandinn snýr fyrst og fremst að lok- un erlendra markaða, en hann er tíma- bundinn. Því miður hefur m.a. Rúss- landsmarkaður lokast núna, en það þýðir ekki að gefast upp. Auka þarf ný- sköpun og vinna að nýjum mörkuðum. Á meðan unnið er að því að byggja upp traust að nýju á erlendum mörkuðum mega ráðherrar Viðreisnar ekki senda út röng skilaboð. Hvorki til erlendra aðila né loka á samtalið við bændur. Einnig þarf að draga úr óeðlilegum sveiflum en stutt er síðan afurðastöðv- arnar þurftu að takmarka sölu til viðskiptavina sinna erlendis vegna aukinnar eftirspurnar. Samvinna af- urðastöðva á erlendum mörkuðum myndi án efa gera þeim betur kleift að þróa nýjar og réttar vörur fyrir nýja markaði. Eins og í öðrum löndum Ráðherra má ekki heyra minnst á uppkaup á landbúnaðarframleiðslu. Þau lönd sem við berum okkur sam- an við stýra sinni landbúnaðarfram- leiðslu gagngert til þess að koma í veg fyrir afurðaverðslækkun til bænda m.a. með inngripum á markaði. Um- frambirgðir eru þá keyptar upp/seldar út af markaði til að tryggja fæðu- öryggi, framleiðsluvilja og afkomu bænda. Ríkisstjórnin verður að taka á þeim tímabundnu vandamálum sem uppi eru núna í sauðfjárræktinni og vinna með bændum en ekki gegn. Á þann hátt tryggjum við búsetu hringinn í kring- um landið og styðjum við afleidd störf sem verða til vegna matvælafram- leiðslu, m.a. í ferðaþjónustu. Sigurður Ingi Jóhannsson »Ríkisstjórnin verður að taka á þeim tíma- bundnu vandamálum sem uppi eru núna í sauð- fjárræktinni og vinna með bændum en ekki gegn. Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Snemmbúin sláturtíð Rök standa til þess að fyrirsögnin sé röng eða að minnsta kosti villandi. Réttara væri að skrifa undir orð- unum „Margbrotnir pottar í Reykjavík“. Það skiptir litlu hvert litið er. Ekki getur meiri- hluti borgarstjórnar kvartað yfir tekjuleysi til að sinna þeim verkefnum sem borgarbúar eiga kröfu til að leyst séu með sómasamlegum hætti. Frá því að Dagur B. Eggertsson tók við völdum í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2010 – fyrst með Jón Gnarr sér við hlið – hafa tekjur borgarsjóðs hækkað um 27,4 milljarða króna að raunvirði eða 37,5%. Með öðrum orðum: Tekjur borgarsjóðs voru 224 þúsund krónum hærri á hvern borgarbúa (allt frá ómálga börnum til eldri borgara) á síðasta ári en 2010. Þetta jafngildir liðlega 896 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Hærri tekjur skila engu Þessi mikla hækkun tekna hefur skilað litlu í þjónustu við íbúa. Samgöngur eru í ólestri, seina- gangur einkennir stjórnsýslu, skól- ar glíma við manneklu, þjónusta við eldri borgara er skorin niður, óstjórn einkennir skipulagsmál með tilheyrandi lóðaskorti, upplýs- ingum er haldið frá borgarbúum og gamalt slagorð um að hrein borg sé fögur borg er fyrir löngu gleymt og grafið. Enginn ber ábyrgð – ekki kjörnir fulltrúar og allra síst borg- arstjóri. Það verður stöðugt erf- iðara að andmæla Birni Bjarna- syni, fyrrverandi ráðherra, sem segir að á síðustu ár- um hafi borgarstjórn- arembættið breyst í einskonar tertuskraut. Borgarstjóra fellur að minnsta kosti betur að klippa á borða, láta taka myndir af sér við dekkjaskipti, fella jólatré í Heiðmörk og mála stéttina fyrir framan Mennta- skólann í Reykjavík en að sinna stjórnsýslu borgarinnar og axla ábyrgð á því hvernig til tekst og því sem úrskeiðis fer. Í lok síðasta árs námu heild- arskuldir A- og B-hluta borg- arsjóðs yfir 290 milljörðum króna. Þetta jafngildir tæpum 9,5 millj- ónum króna á hverja fjölskyldu. Sem hlutfall af heildartekjum námu skuldirnar 186,7%. Reykjavík- urborg heldur fjárhagslegu sjálf- ræði í skjóli sérstaks bráðabirgða- ákvæðis í sveitarstjórnarlögum. Höfuðborgin er eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins. Ræður ekki við einföld verkefni Þrátt fyrir verulega hækkun tekna hefur borgin ekki fjárhags- lega burði til að takast á við einföld verkefni. Að fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum var erfitt og kallað var eftir fjárhagslegri aðstoð rík- isins. Ekki virðast vera möguleikar á að borgin greiði kostnað vegna námsgagna fyrir grunnskólabörn líkt og mörg önnur sveitarfélög gera. Kostnaðurinn er talinn vera 4-6 þúsund krónur á nemanda eða 0,3% af árlegum meðalrekstr- arkostnaði á grunnskólanemanda samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Önnur mál eru mikilvægari en grunnskólar, nemendur þeirra og kennarar. Til að fela metn- aðarleysið í skólamálum vill meiri- hlutinn ekki gera opinberar nið- urstöður úr PISA-könnunum. Píratar, Samfylking, Vinstri grænir og Björt framtíð felldu tillögu Kjartans Magnússonar, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, um að upplýsingar um árangur hvers skóla yrðu sendar til viðkomandi skólastjórnenda, sem myndu kynna þær fyrir skólaráðum sínum og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstra umræðna um kennsluhætti og námsárangur. Frasar án merkinga Allt tal um gagnsæi og opið lýð- ræðislegt ferli er innantómt – fras- ar án merkinga. Þess vegna ákvað meirihlutinn að taka ekki þátt í ár- legri þjónustukönnun sveitarfélaga, eftir að borgin hafði fengið fall- einkunn í samanburði við önnur sveitarfélög. Ráðningar í æðstu embætti á vegum borgarinnar eiga lítið skylt við opna stjórnsýslu og gagnsæi. Ekki frekar en þegar því var haldið leyndu fyrir íbúum að óhreinsað skólp flæddi í sjóinn við Faxaskjól – tugir þúsunda lítra á hverri mínútu. Ekki var haft fyrir því að tilkynna, lögum samkvæmt, um „mengunarslys“, þegar þús- undir tonna af aur úr inntakslóni virkjunar menguðu Andakílsá. Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orku- veitu Reykjavíkur, á Andakílsár- virkjun. Stefna skortsins Þeir eru víða brotnu pottarnir í Reykjavík. Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins eru verktakar að gefast upp á samskiptum við borg- aryfirvöld. Stjórnsýsla embættis byggingarfulltrúa einkennist af seinagangi, þar sem málin eru flækt og allt stöðugum breytingum háð, í stað þess að fylgt sé skýrum og gagnsæjum verkreglum. Þeir tímar eru að baki að stjórnsýsla borg- arinnar lagði metnað sinn í að leið- beina og greiða úr erindum borgara og fyrirtækja. Allt er þetta endurspeglun á skortstefnu meirihlutans í skipu- lagsmálum. Guðfinna Jóhanna Guð- mundsdóttir, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, hefur dregið fram þá staðreynd að aðeins hafi verið úthlutað lóðum undir fjórtán fjöl- býlishús á kjörtímabilinu og þar af átta á liðnu vori. Tölulegar staðreyndir um stöðn- unina í höfuðborginni eru sláandi en á síðustu átta árum hafa aðeins ver- ið byggðar 2.068 íbúðir í Reykjavík og hafa ekki verið jafn fáar á jafn löngu tímabili frá því í seinna stríði. Á árunum 1937-1944 voru byggðar 2.042 íbúðir í Reykjavík en þá var meðalfjöldi íbúa um 40 þúsund. Sama kynningin í mörg ár Sigurður Brynjar Pálsson, for- stjóri BYKO, hélt því fram í viðtali við Viðskiptablaðið í liðnum mánuði að ástandið í húsnæðismálum hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Á árunum 2009-2014 hafi aðeins verið byggðar um 900 til 950 íbúðir á ári, en þörfin hafi verið 1.500 til 1.800 íbúðir. Sigurður Brynjar segir það „galið“ hvernig haldið hafi verið á málum: „Mér finnst ég hafa séð sömu kynninguna hjá borgarstjóranum í allmörg ár. Nú er kominn tími til að hætta að tala og fara að fram- kvæma.“ Fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar gaf Dagur B. Eggertsson stór loforð um 3.000 nýjar leigu- íbúðir. Nokkrum mánuðum eftir kosningar kynnti hann sem borg- arstjóri áætlanir sem gerðu ráð fyr- ir að á næstu árum yrðu byggðar allt að sex þúsund íbúðir. Loforðin og áætlanirnar hafa reynst innan- tóm. Borgarstjóri kennir bönkum og verktökum um neyðarástand í húsnæðismálum, enda telur hann sig ábyrgðarlausan á skortstefn- unni sem fylgt hefur verið. Röng stefna Reykjavíkurborgar í skipulagsmálum er langt í frá að vera einkamál meirihluta borgar- stjórnar. Afleiðingarnar bitna á flestum landsmönnum með bein- um eða óbeinum hætti. Kostnaður- inn er borinn af einstaklingum og fjölskyldum í formi hærra fasteignaverðs sem hittir íbúðar- eigendur aftur með hærri fast- eignagjöldum að ekki sé talað um þau áhrif sem hærra fasteignaverð hefur á kaupmátt launa og skulda- stöðu heimila. Mér er til efs að minnihluti í borgarstjórn hafi haft betri tæki- færi í aðdraganda kosninga til að fella sitjandi meirihluta. Tækifærin verða hins vegar ekki nýtt án fram- tíðarsýnar sem hugnast borgar- búum, jafnt þeim sem sitja fastir í umferðarteppum, eiga sér þann draum að eignast íbúð og vilja góða skóla fyrir börnin og þeim sem gera þá einföldu kröfu að kjörnir fulltrú- ar hlusti og taki mark á óskum íbú- anna. Eftir Óla Björn Kárason »Röng stefna Reykja- víkurborgar í skipu- lagsmálum er langt í frá að vera einkamál meiri- hluta borgarstjórnar. Afleiðingarnar bitna á flestum landsmönnum. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Brotinn pottur í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.