Morgunblaðið - 16.08.2017, Síða 21

Morgunblaðið - 16.08.2017, Síða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017 ✝ Þórunn Ólafs-dóttir fæddist á Siglufirði 19. október 1933. Hún lést á Dvalarheim- ili aldraðra á Sauð- árkróki 31. júlí 2017. Hún var ætt- leidd sem korna- barn af hjónunum Ólafi Sigurðssyni, óðalsbónda á Hellulandi, og Ragnheiði Kon- ráðsdóttur. Þeim Ólafi og Ragnheiði varð ekki barna auð- ið og ólst því Þórunn upp sem einbirni. Ung að árum fór hún að heiman í skóla á Laugar- vatni en sneri heim í Helluland strax að námi loknu. Þórunn giftist Jóni Kristni Erlingi Garðarssyni. Síðastir eru tvíburarnir Skapti, f. 17. apríl 1964, eiginkona hans Sig- urlaug Viðarsdóttir, eiga þau þrjú börn, og Geirlaug Ingi- björg, f. 17. apríl 1964, eig- inmaður hennar Hermann Agn- arsson og eiga þau tvö börn. Eiginmaður Þórunnar lést í desember árið 2000 eftir stutt veikindi. Þórunn og Bússi áttu 19 barnabörn og 28 barna- barnabörn. Þórunn og Bússi stunduðu búskap á Hellulandi, fyrst í samstarfi við Ólaf og Ragn- heiði, en frá árinu 1961 tóku þau við búinu eftir andlát Ólafs föður Þórunnar. Hún bjó mest- an sinn aldur á Hellulandi en var vistmaður á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki síðustu þrjú ár ævi sinnar. Útför Þórunnar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 16. ágúst 2017, klukkan 14. Björnssyni (Bússa) frá Bæ á Höfða- strönd vorið 1956 og átti með honum sex börn. Ólafur, f. 6. maí 1956, eig- inkona hans er Sig- urbjörg Rögnvalds- dóttur, eiga þau fjögur börn. Krist- ín, f. 20. maí 1957, maki hennar er Ingólfur Arnarson, eiga þau þrjú börn. Skúli Vil- hjálmur, f. 10. desember 1960, eiginkona hans er Margrét Sig- mundsdóttir, eiga þau þrjú börn. Ragnheiður, f. 25. sept- ember 1962, eiginmaður hennar er Karl Daníelsson, eiga þau eitt barn. Ragnheiður á þrjú börn frá fyrra hjónabandi með Minning um einstaka móður er gaf okkur svo mikið. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Söknuðinn er erfitt að upplifa en gott að leita til minninganna er mamma gaf okkur. Oft var fjör í kringum hana á stóru heimili og ávallt gat hún gefið sér tíma til að sinna þörfum barna sinna þótt bústörfin tækju mikinn tíma. Lífið var ekki alltaf dans á rósum og oft var það erfiðleik- um háð þar sem fæða og klæða þurfti börnin mörg ásamt því að halda úti rekstri búsins. Í minningunni var oft mann- margt á Hellulandi og þrátt fyr- ir að sinna þyrfti misstórum hópi gesta var hún alltaf til stað- ar ef okkur vantaði athygli eða ást og umhyggju. Mig brestur orð til að lýsa minningum úr bernsku jafnt sem á fullorðinsárum. Ein minning kemur þó upp í hugann frá því við vorum smá- krakkar. Það er þegar hún var að faðma einn hálfbróður okkar og sagði „elsku kallinn minn“, þá fór Stína að spá í hvort henni þætti jafn vænt um hann og okkur hin. Hún spurði hana að því og man enn í dag svarið: „Ég elska pabba ykkar og þá elska ég líka öll börnin hans jafnmikið.“ Þetta svar lýsir henni mjög vel. En pabbi átti fjóra stráka áður en hann giftist mömmu og voru þeir ávallt vel- komnir heim í Helluland og þótti mömmu mjög vænt um þá. Ætíð var hún til staðar og lagði gjörva hönd á líf okkar og at- hæfi. Hún var kletturinn okkar er pabbi dó, svo sterk og einbeitt um að lífið héldi áfram þrátt fyr- ir brotthvarf hans. Ekki voru tímar hennar ávallt auðveldir, átti hún við heilsu- leysi að stríða, meðal annars greindist hún með mein sem hún sigraðist á og krankleika í hnjám vegna mikils vinnuálags, það hrjáði hana mörg síðustu ár- in. Árið 2004 lærbrotnaði hún, sárþjáð og kvalin kom hún sér ein og hjálparlaust upp tröppur og inn til að hringja eftir hjálp. Þann dag sýndi hún best þá hörku og dug sem í henni bjó í hverju sem hún tók sér fyrir hendur. Það er ljóst að systkinahóp- urinn ásamt öllum barnabörnum og barnabarnabörnum hefur misst mikið. Misst einstaka mömmu, ömmu og langömmu sem ávallt lumaði á hlýju faðm- lagi, lausn á mörgum málum svo ekki sé minnst á nammiskálarn- ar er litlar hendur leituðu oft í og fengu oftar en ekki glaðning í munn eða hönd. Það eru ekki orð til að lýsa síðustu stundum lífs hennar og ljóst var að enn bjó með henni baráttuandi sem ekki yrði bugaður fyrr en í fulla hnefana. Við vitum að faðir okkar beið brosandi eftir henni er ferðin yf- ir var hafin og hafa þau vafa- laust glaðst yfir endurfundun- um. Við kveðjum í dag einstaka konu sem var okkur svo mikið og gaf okkur svo margt. Kæra móðir. Ímynd þín var öllum góð, einlæg og falleg, ávallt svo hlý Kveðjustund nálgast, klökk sitjum hljóð, kætumst er hittumst við aftur á ný. Sál þína Drottinn, sjálfur mun geyma, syrgjendum huga’að, og lækna mörg sár. Þótt lögð sért af stað í langferð um heima lifir þín minning um ókomin ár. Guð geymi þig, elsku mamma. Systkinin frá Hellulandi, Ólafur Jónsson. Nú er komið að kveðju stund, mín elskulega móðir, Þórunn Ólafsdóttir frá Hellulandi er far- in í sitt hinsta ferðalag. Og eftir sit ég og rifja upp allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Mamma var mikill dugn- aðarforkur, glaðlynd og hvers manns hugljúfi, en þrjósk var hún. Þrjósk á góðan máta, ég held t.d. að þrjóskan hafi komið henni oft á tíðum í gegn um lífið. Börnin voru 6 og 4 stjúpsynir, hópurinn var því stór þó svo hálfbræður mínir hafi ekki alist upp með okkur. Síðar komu tengdabörn og heill her af af- komendum, því var oft mikið að gera. Synir mínir, Agnar og Adam Smári, elskuðu það að komast í sveitina til afa og ömmu og amma gerði bestu skúffuköku í heimi. Mamma unni náttúrunni og við krakkahópurinn ólumst upp við þá trú að það væru til álfar, huldufólk og góðar vættir, það var meðal annars stranglega bannað að leika sér í vissum klettum heima á Hellulandi. Eins hafði hún tröllatrú á grasa- seyðum og sem barn fór ég ófá- ar ferðirnar til að tína grös sem hún notaði í seyði sem var að hennar sögn allra meina bót. Eftir að ég fékk bílprófið fór ég æði oft með hana og pabba í hin- ar ýmsu ferðir og eru sumarbú- staðaferðirnar sem við fjölskyld- an ásamt Skapta bróður og fjölskyldu fórum í árlega mjög minnisstæðar. Og það sem var fastur punktur þegar farið var í bústað var ömmugúllasið sem hún eldaði og tók með sér til að borða fyrsta kvöldið. En með ár- unum dó úr þessum sumarbú- staðaferðum, líkaminn fór að gefa sig og hún treysti sér ekki í ferðalög. Oft sagði hún við mig að nú væri eggið farið að kenna hænunni þegar ég var eitthvað að reyna að stjórnast í henni. Seinnipart árs 2014 tók hún þá ákvörðun að nú væri komið að kaflaskilum í lífinu og sótti um á dvalarheimilinu á Króknum, þangað flutti hún síðasta vetra- dag 2015. Úr herberginu sínu hafði hún gott útsýni yfir að Hellulandi og fylgdist grannt með þegar sumarið kom hvenær heyskapur byrjaði því alltaf var hún bóndi í sér. Ég var svo ein- staklega heppin að hún fékk herbergi á deildinni minn (eins og ég kalla dvalarheimilið) og gat ég því litið til með henni á hverjum degi. Í byrjun febrúar fékk hún það sem kallað er álagsbrot beggja vegna á spjald- hrygg, þetta sló hana aðeins út af laginu en hún ætlaði sér að komast að minnsta kosti í hjóla- stól. En hugurinn fór svo langt fram úr líkamanum og því var hún rúmliggjandi síðustu mán- uðina. Síðustu mánuði reyndi hún þó flesta daga að standa að- eins upp því hún ætlaði að kom- ast í fjandans stólinn sem stóð þarna og hló að henni, eins og hún sagði. Ekki tókst það hjá þessari elsku því að líkaminn sagði stopp og kvaddi hún þenn- an heim. Með tár á hvarmi en hjartað fullt af góðum minning- um vil ég kveðja yndislega móð- ur,ömmu og langömmu með vísu sem móðuramma mín kenndi mér þegar ég var lítil. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson) Takk fyrir allt elsku besta mamma mín. Eggið sem reyndi að kenna hænunni, Geirlaug I. Jónsdóttir (Gilla). Móðir mín. Ó, mamma mín hve sárt ég sakna þín sál mín fyllist angurværum trega. Öll þú bættir bernskuárin mín blessuð sé þín minning ævinlega. Oft ég lá við mjúka móðurkinn þá mildar hendur struku tár af hvarmi. Oft sofnaði ég sætt við vanga þinn þá svaf ég vært á hlýjum móður armi. Ó, móðir kær, ég man þig enn svo vel, mikill var þinn hlýi trúarkraftur. Þig blessun Guðs í bæninni ég fel á bak við lífið kem ég til þín aftur. (Jón Gunnlaugsson) Ég kveð þig með þessu ljóði, elsku mamma. Kristín Jónsdóttir. Amma í sveitinni Ég ömmu eina á sem býr út í sveit, en hún býr á Hellulandi. Hún á nokkrar kindur en á enga geit, og aldrei hún fer úr landi. Börn á hún mörg og barnabörn fleiri, og oft af þeim öllum sögur ég heyri. Ég ávallt er velkomin í hennar hús, og verð það alltaf ég vona. Því oftast hún bíður mér kökur og djús, já, hún amma mín er frábær kona. (Aníta Ösp 12 ára) Já, hún amma okkar var svo sannarlega frábær kona og vor- um við systkinin svo heppin að dvelja mikið hjá henni í sveitinni þegar við vorum börn. Við ól- umst öll upp við skemmtilegu sögurnar hennar um álfa og huldufólk og eru þetta sögur sem við höfum gaman að enn þann dag í dag og segjum börn- unum gjarnan. Í sveitinni feng- um við tækifæri til að upplifa mörg ævintýri eins og drullubú- ið sem amma hafði hjálpað okk- ur að útbúa með ýmsum göml- um búsáhöldum úr eldhúsinu hennar. Ekki má gleyma búinu á klöppunum en þar mátti sjá öll dýrin á Hellulandi því amma var afar dugleg við að safna saman ýmsum beinum og þrífa þau og þurrka fyrir okkur. Það var samt fátt betra en að sitja við eldhúsborðið hjá ömmu og spjalla um lífið og tilveruna á meðan við borðuðum brúnköku eða skúffuköku og renndum henni niður með ískaldri mjólk eða sterkt blönduðum djús. Árin liðu og við urðum eldri en aldrei breyttist sú yndislega tilfinning að sitja í kaffi hjá ömmu og spjalla. Það var alltaf jafn gam- an að koma í heimsókn og gætti amma þess ávallt að fylgja okk- ur út á tröppur þegar við fórum og var oftar en ekki spjallað heillengi þar úti áður en rent var úr hlaði. Söknuðurinn er mikill og margs að minnast en hún var hafsjór af fróðleik og ævintýrasögum, hún hafði einnig hjarta úr gulli og faðmlag sem gat lagað allan heiminn og betri ömmu var hvergi að finna. Minning þín lifir elsku amma. Sólveig Arna, Jón Heiðar og Aníta Ösp. Þórunn á Hellulandi er látin. Hvað er til ráða, foringinn er fallinn? Jú, fara að hennar for- dæmi og sýna æðruleysi, hleypa gleðinni aftur inn og halda áfram. Það var gæfa mín í lífinu að fá að vera fjósamaður hjá Þór- unni og Bússa og það í heil fimm sumur. Samband þeirra hjóna var mjög fallegt. Ýmislegt gekk á en alltaf stóðu þau sterk og efldust við hverja raun. Þau tóku manni ávallt eins og maður væri einn af fjölskyldunni og þannig upplifði ég það líka. And- rúmsloftið á Hellulandi var mjög frjálslegt og jákvætt alla tíð þannig að óhjákvæmilega leið manni vel. Þetta var að miklu leyti Þórunni að þakka. Henni var einkar lagið að tala við fólk, ekki síst börn og unglinga enda voru jafnan aukabörn eða –ung- lingar á heimilinu í góðu yfir- læti. Þórunn var líka góður sagnamaður og alltaf skinu feg- urðin og góðvildin í gegn. Ekki má gleyma því að hún talaði líka við dýrin og þau skildu hana. Ég man alltaf þegar Stjarna vildi ekki selja mjólkina, sama hvað við Heiða gerðum og þetta leyst- ist ekki fyrr en Þórunn kom og mælti nokkur vel valin orð við blessaða skepnuna. Viti menn, Stjarna lifnaði öll við og mjólk- aði svo mikið að annað eins hef ég ekki séð. Eins er ógleym- anlegt hvað hún fékk Snata oft til að hlæja. Þórunn eignaðist sex börn og hjá þeim endurspeglast já- kvæðni, bjartsýni og góðvild mömmu þeirra. Með þeim er hugur minn núna og ég segi eins og Snorri frændi: Fegurð og góðvild þetta tvennt og eitt hvað er umkomulausara í rangsnúnum heimi Og þó mest af öllu og mun lifa allt (SH) Logi Hjartarson. Þórunn Ólafsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA EYLAND STEINGRÍMSDÓTTIR, Hólavegi 15, Sauðárkróki, lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki þriðjudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 18. ágúst klukkan 13.30. Óskar Stefán Gíslason Adela Y. Magno Gísli Guðberg Gíslason María Þóra Sigurðardóttir Ástvaldur Rúnar Gíslason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, DAGBJÖRG UNA ÓLAFSDÓTTIR frá Hænuvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði föstudaginn 11. ágúst. Útförin verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 19. ágúst klukkan 13. Jarðsett verður í Sauðlauksdalskirkjugarði. Sigurjón Bjarnason Guðjón Bjarnason Pálmey Gróa Bjarnadóttir Rögnvaldur Bjarnason Búi Bjarnason tengdabörn, barnabörn barnabarnabörn og aðrir ættingjar Eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, INGVAR RAGNARSSON, Kaplaskjólsvegi 31, lést á Landspítalanum föstudaginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 23. ágúst klukkan 13. Hanna Björk Baldvinsdóttir Sigrún Elfa Ingvarsdóttir Árni Haraldur Jóhannsson Fríða Ragna Ingvarsdóttir Elfa Rut Klein Katla Rut Jónsdóttir Tinna Rut Jónsdóttir Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, VALBORG HALLGRÍMSDÓTTIR, Þinghólsbraut 13, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 10. ágúst. Jarðað verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Solveig Kristjánsdóttir Magnús Gunnarsson Kristján Magnússon Gunnhildur Magnúsdóttir Hlynur Þór Stefánsson Valgeir Magnússon Anna M. Kjartansdóttir Hákon Magnússon Símon Magnússon Helga Guðrún Þórey María Magnús Veigar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.