Morgunblaðið - 16.08.2017, Blaðsíða 27
kvæmdastjórn hjá Skógræktar-
félagi Eyfirðinga 1976 og gegndi
því starfi til 2004. Þá var hann ráð-
inn skipulagsfulltrúi Skógræktar
ríkisins með aðsetur á Akureyri.
Hann er nú að ljúka 50 ára starfs-
ferli við skógrækt. Helstu verkefni
hans hafa tengst uppbyggingu og
rekstri útivistarskógar í Kjarna-
skógi við Akureyri og uppbyggingu
og rekstri gróðrarstöðvar í Kjarna
frá 1976-2004.
Hallgrímur hefur fyrir hönd
Skógræktarinnar og Skipulags-
stofnunar tekið saman og ritstýrt
leiðbeiningariti um skógrækt í
skipulagsáætlunum sveitarfélaga,
auk annarra skrifa um skógrækt.
Hann kenndi hönnun og ræktun úti-
vistarskóga við umhverfisdeild Lbhí
á Hvanneyri um árabil.
Hallgrímur starfaði í skátahreyf-
ingunni og var einn af stofnendum
Hjálparsveitar skáta á Akureyri.
Hann tók þátt í starfsemi Skauta-
félags Akureyrar, keppti í hrað-
hlaupi á skautum meðan sú íþrótt
var stunduð þar og sat í stjórn
Skautafélags Akureyrar þegar unn-
ið var að uppbyggingu vélfrysts
skautasvæðis á Akureyri.
„Skautaíþróttin var mjög vinsæl
hér áður fyrr. Við systkinin og aðrir
krakkar í Innbænum vorum alltaf á
skautum þegar færi gafst og fram
fór skipulögð keppni í skautahlaup-
um. Nú hefur slík keppni ekki farið
fram frá því um 1980. Þessi íþrótta-
grein er háð sérstökum náttúruskil-
yrðum sem hafa líklega versnað hér
á landi með örlítilli vetrarhlýnun.
Hins vegar er íshokkí í uppgangi,
hér á Akureyri og í Reykjavík.
Um áhugamálin má svo geta þess
að við fjölskyldan gerðum upp gam-
alt hús á mínum æskuslóðum, Aðal-
stræti 52. Húsið var allt endurgert í
upphaflegri mynd og það tók um 20
ár en það sómir sér nú vel á upp-
runalegum stað, við hlíð Nonnahúss.
Þar búum við enn og ræktum kart-
öflur eins og gert var í gamla daga.“
Fjölskylda
Hallgrímur kvæntist 26.5. 1968
Kristínu Aðalsteinsdóttur, f. 8.5.
1946, prófessor emeritus við Háskól-
ann á Akureyri. Kristín er dóttir Að-
alsteins Gíslasonar kennara og Ás-
laugar Jónsdóttur frá Svínadal við
Jökulsárgljúfur.
Börn Hallgríms og Kristínar eru:
1) Berglind Hallgrímsdóttir, f. 2.10.
1968, framkvæmdastjóri hjá Ný-
sköpunarmiðstöð Íslands, búsett í
Garðabæ og á hún eina dóttur, Mar-
íu Kristveigu; 2) Aðalsteinn Hall-
grímsson, f. 25.11. 1976, upplýsinga-
tæknifræðingur sem starfar við
eftirvinnslu kvikmynda, búsettur í
Kaupmannahöfn en kona hans er
Gunnur Ósk Friðriksdóttur þroska-
þjálfi og eru barnabörnin Tryggvi
Þór og Eyvindur Orri; 3) Tryggvi
Hallgrímsson f. 26.5. 1979, félags-
fræðingur á Jafnréttisstofu, búsett-
ur á Akureyri en kona hans er Þóra
Pétursdóttir fornleifafræðingur og
eiga þau eina dóttur, Kötlu.
Systkini Hallgríms eru: Edda
Indriðadóttir, f. 24.10. 1936, fyrrv.
skrifstofukona á Akureyri og Ís-
landsmeistari í skautahlaupi kvenna;
Þórhallur Indriðason, f. 24.12. 1938,
d. 6.6. 1941, og Örn Indriðason, f.
24.6. 1943, húsasmíðameistari á Ak-
ureyri og Íslandsmeistari í skauta-
hlaupi karla.
Foreldrar Hallgríms voru Indriði
Jakobsson, f. 1.7. 1909, d. 4.11. 1993,
vélstjóri sem sigldi með fisk til Bret-
lands á stríðsárunum og síðar véla-
viðgerðarmaður á bílaverkstæðinu
Þórshamri, og k.h., Kristveig Hall-
grímsdóttir, f. 20.6. 1911, d. 22.5.
1977, húsfreyja á Akureyri.
Hallgrímur
Indriðason
Soffía Arnþórsdóttir
ljósm. frá Auðbrekku
Grímur Ólafsson
b. á Neðri Bakka í Ólafsfirði
Matthildur Grímsdóttir
ljósm. í Glæsibæjarhreppi og á Akureyri
Hallgrímur Helgason
bátasmiður og beykir á Akureyri
Kristveig Hallgrímsdóttir
húsfr. á Akureyri
Ingibjörg Árnadóttir
húsfr. í Kaupangssveit
Helgi Kolbeinsson
b. á Króksstöðum í Kaupangssveit
Sigurlaug Jónasdóttir
frá Fagrabæ í Laufássókn
Helgi Friðrik Eiríksson
b. í Botni í Hrafnagilshreppi
Þorgerður Helgadóttir
húsfr. á Akureyri
Jakob Jakobsson
skipstj. á Akureyri
Friðrika Friðriksdóttir
húsfr. í Hrafnagilshreppi
Jakob Jónasson
sjóm. í Grýtubakkahreppi
Úr frændgarði Hallgríms Þórs Indriðasonar
Indriði Jakobsson
vélstj. á Akureyri
Skógfræðingurinn Hallgrímur hef-
ur unnið að skógrækt í hálfa öld.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2017
Sverrir Ragnars fæddist á Ak-ureyri 16.8. 1906. Foreldrarhans voru hjónin Ragnar
Ólafsson, kaupmaður og konsúll á
Akureyri, og Guðrún Ólafsson, f.
Johnsen, húsfreyja.
Meðal systkina Sverris voru Egill
Ragnars, útgerðarmaður á Siglufirði
og auk þess á Þórshöfn; Kjartan
Ragnars, lögmaður og sendifulltrúi,
faðir Áslaugar Ragnars blaðamanns,
móður Kjartans Magnússonar
borgarfulltrúa og borgarráðsmanns,
Guðrún Ragnars, húsfreyja á Akur-
eyri, móðir Sunnu Borg leikkonu, og
Ólafur Ragnars, kaupmaður á Siglu-
firði og í Reykjavík, faðir Gunnars
Ragnars, fyrrv. forstjóra Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri og fyrrv.
forseta bæjarstjórnar Akureyrar.
Eiginkona Sverris var María
Matthíasdóttir Ragnars, sem lést
1975. Dætur þeirra eru Ellen, f.
1933, og Ragna, f. 1935.
Sverrir lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1926,
cand. phil. frá HÍ 1927, las lögfræði
við Háskóla Íslands í þrjá vetur en
hvarf frá námi við andlát föður síns,
tók við rekstri föður síns og var kaup-
maður á Akureyri frá 1930-70. Sverr-
ir var sparisjóðsstjóri við Sparisjóð
Akureyrar 1957-86 er hann hætti fyr-
ir aldurs sakir, þá nær áttræður.
Hann var bæjarfulltrúi á Akur-
eyri á árunum 1950-54, stjórnar-
formaður í Möl & sandi hf. frá 1955-
96 og umboðsmaður fyrir Sameinaða
gufuskipafélagið og Bergenska
gufuskipafélagið um nokkurra ára
skeið á fjórða áratugnum. Hann var
formaður Vinnuveitendafélags
Akureyrar um langt árabil og sat í
stjórn Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri og í stjórn Rafveitu Akur-
eyrar. Sverrir var umdæmisstjóri
Rotary á Íslandi 1961-62 og ræðis-
maður Noregs og Frakklands um
langt árabil.
Sverrir var sæmdur riddarakrossi
hinnar ísl. fálkaorðu og norsku
Sankti Ólafsorðunni og hlaut einnig
franska heiðursviðurkenningu.
Sverrir lést 28.1. 2001.
Merkir Íslendingar
Sverrir
Ragnars
90 ára
Ásta Guðlaug Jónsdóttir
85 ára
Eggert Guðjónsson
Guðrún G. Guðlaugsdóttir
Sigrún Tryggvadóttir
Xilan Liu
80 ára
Catherine D. Eyjólfsson
Hildur S. Þorsteinsdóttir
Sigríður Theódórsdóttir
Örn Reykdal Ingólfsson
75 ára
Bergljót I. Þórarinsdóttir
Hafsteinn P. Sörensen
Hrönn Káradóttir
Lárus Gunnlaugsson
Sigurþór Jakobsson
70 ára
Einar Sigurþórsson
Eiríkur Sigurðsson
Hallgrímur Þór Indriðason
Jórunn J. Þórðardóttir
Magnús Jónsson
Magnús Óskarsson
Sigríður Jónsdóttir
60 ára
Brynja Sif Stefnisdóttir
Ebba Þóra Hvannberg
Egill Sigurðsson
Elísabet Hrönn Pálmadóttir
Hermann Jónas Ívarsson
Ingveldur D. Halldórsdóttir
Sigrún Sigurjónsdóttir
Sigurborg Guðmundsdóttir
Sigurþór Gíslason
Vilhjálmur Sveinsson
Viparat Charoenthanom
50 ára
Abdel Hamid Oulad Idriss
Árni Sævar Gylfason
Birna Margrét Júlíusdóttir
Borghildur Jóna Árnadóttir
Edda Sólveig Úlfarsdóttir
Einar Pálmi Sigmundsson
Guðrún K. Svavarsdóttir
Jóhanna María Jónsdóttir
Jónas Freyr Harðarson
Jónas Þórðarson
Jón Harry Njarðarson
Lena Cecilia Nyberg
Margrét Karlsdóttir
Sigríður M. Þorfinnsdóttir
Steinþór Kári Kárason
Svava I. Sveinbjörnsdóttir
Sæunn Björg Hreinsdóttir
Valur Sveinsson
40 ára
Fernando Ramel Openia
Finnur Pálmi Magnússon
Guðrún Karlsdóttir
Ingiberg Steinar Bjarnason
Ingi Þór Þorvaldsson
Jaroslaw Jacek Lacek
Karvel Þorsteinsson
Margrét H. Jóhannsdóttir
María Gísladóttir
Sigrún Björk Einarsdóttir
Thelma D. Ragnarsdóttir
30 ára
Anna Rut Kristjánsdóttir
Ásta Ýrr Kristjánsdóttir
Berglind Ýr Jónasdóttir
Daníel Þór Hannesson
Heiðar Geir Júlíusson
Ívar Pálsson
Joanna Kedzierska
Jóhanna Júlía Scheving
Jóhann Ólafur Högnason
Kári Páll Önnuson
Lilja Dröfn Bjarnadóttir
María Bára Jóhannsdóttir
Snævar Örn Ólafsson
Toni Streckrodt
Valdimar Veturliðason
Til hamingju með daginn
30 ára Valdimar ólst upp
á Surtsstöðum í Jökulsár-
hlíð, býr á Egilsstöðum, er
smiður og búfræðingur.
Maki: Sóley Valdimars-
dóttir, f. 1984, umhverfis-
skipulagsfræðingur á
teiknistofu á Egilsstöðum.
Dætur: Heiður Vaka, og
Rúna Björt, f. 2017.
Foreldrar: Veturliði Rúnar
Kristjánsson, f. 1957, og
Ragnheiður Haraldsdóttir,
f. 1954. Þau eru bændur á
Surtsstöðum..
Valdimar
Veturliðason
30 ára Jóhann ólst upp í
Bolungarvík, býr þar, lauk
stúdentsprófi frá MÍ og er
flutningabílstjóri hjá Eim-
skip.
Systkini: Jón Högnason,
f. 1985; Steinunn Diljá
Högnadóttir, f. 1989, og
Guðbjörg Ebba Högna-
dóttir, f. 1992.
Foreldrar: Högni Jóns-
son, f. 1964, og Sunna
Reyr, f. 1963. Þau eru
bændur í Neðri-Ósi í
Bolungarvík.
Jóhann Ólafur
Högnason
30 ára Jóhanna ólst upp
á Höfn í Hornafirði, býr í
Kópavogi, lauk sveinsprófi
í hárgreiðslu og starfar
við leikskóla.
Maki: Björgvin Þorvalds-
son, f. 1986, sölustjóri hjá
Símanum.
Börn: Emma Dís, f. 2012,
og Daníel Þór, f. 2014.
Foreldrar: Þórdís Ims-
land, f. 1964, húsfreyja,
og Sívar Árni Scheving, f.
1965, með eigin atvinnu-
rekstur. Þau búa á Höfn.
Jóhanna J.
Scheving
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað