Morgunblaðið - 23.08.2017, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. Á G Ú S T 2 0 1 7
Stofnað 1913 201. tölublað 105. árgangur
LISTNÁMIÐ
VAR LÁN
Í ÓLÁNI
RÓTBURSTUÐU
FÆREYJAMEISTARA
HRÆÐIST
EKKI ERFIÐ
VIÐFANGSEFNI
STJARNAN Í MARKAHAM ÍÞRÓTTIR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 30ÚR VIÐSKIPTUM Í LISTINA 12
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
„Það hefur hvergi gefist vel,“ segir
Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd
að opinberir starfsmenn leiða launa-
þróun á íslenskum vinnumarkaði.
Þróunin á Íslandi er þvert á hið
skandinavíska líkan á vinnumarkaði,
sem miðast við að útflutningsgeirinn
semji fyrst og með hliðsjón af sam-
keppnisstöðu. Dæmi eru um að laun
opinberra starfsmanna hafi hækkað
um 34% frá mars 2014 til mars 2017.
„Hagvöxtur og verðmætasköpun í
samfélaginu ræðst af stöðu okkar í
útflutningi og samkeppnisstöðu okk-
ar á erlendum mörkuðum. Þess
vegna verða aðstæður í þeim grein-
um sem eru í samkeppni við útlönd
að fá að móta svigrúmið,“ segir
Gylfi.
„Nú er mál að linni“
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir að ef launahækk-
anir séu umfram framleiðniaukn-
ingu hagkerfisins leiði það til
verðbólgu. „Við erum nú við eða á
toppi hagsveiflunnar og svigrúm
launahækkana er ekki umfram það
sem þegar hefur verið samið um,“
segir Halldór. Spurður um komandi
kjarasamningsviðræður ríkisins við
stéttarfélög í haust segir Halldór að
„samningamenn hins opinbera þurfi
að standa í lappirnar og nú sé mál að
linni“.
„Hefur hvergi gefist vel“
Slæm þróun að opinberir starfsmenn leiði launahækkanir Öfug þróun við
Skandinavíu Launahækkanir umfram framleiðslu hagkerfisins valda verðbólgu
MFráleit staða ... »4
Lausir kjarasamningar
fram undan
» 37 kjarasamningar lausir í
haust
» Þar af losna 29 kjarasamn-
ingar 31. ágúst
» M.a. við Skurðlæknafélag Ís-
lands, Félag framhaldsskóla-
kennara og Félag grunnskóla-
kennara
Mikil fjölgun hefur orðið á ferða-
mönnum sem sækja í náttúrulaug-
arnar í Reykjadal upp af Hvera-
gerði. Nú koma árlega um 120
þúsund gestir í dalinn en voru átta
þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu
tímabili er fimmtánföld.
Að mati Sigurðar Ósmann Jóns-
sonar, skipulags- og byggingafull-
trúa sveitarfélagsins Ölfuss, er
svæðið komið að algjörum þolmörk-
um. Brýnt sé að komið verði upp
landvörslu á staðnum til þess að
bregðast við þessari miklu og
skyndilegu fjölgun ferðamanna.
Undir það tekur Guðríður Helga-
dóttir, forstöðukona Landbún-
aðarháskóla Íslands á Reykjum í
Ölfusi.
Mikil uppbygging hefur verið á
svæðinu frá árinu 2012, m.a. var ráð-
ist í gerð göngustíga en Guðríður
segir það ekki hafa dugað þar sem
fólk noti þá ekki. Þá sé einnig mikið
um sóðaskap.
„Fólk skilur hér eftir blaut hand-
klæði og sundföt og það lendir á okk-
ur að þrífa það. Fólk er einnig að
grilla í grasinu og skilja eftir
drykkjarföng og annað slíkt,“ segir
Sigurður Ósmann. »4
Fimmtán-
falt fleiri
gestir
Morgunblaðið/RAX
Reykjadalur Ferðamenn, einkum
erlendir, eru þarna tíðir gestir.
Þörf fyrir land-
vörslu í Reykjadal
Guðmundar-
og Geirfinns-
málið er form-
lega komið til
meðferðar hjá
Hæstarétti enn
á ný. Tilkynn-
ing um það
birtist á vef
réttarins í gær-
morgun. Ekkert liggur hins veg-
ar fyrir um það hvenær endur-
upptakan kemst á dagskrána að
því er Þorsteinn M. Jónsson
skrifstofustjóri tjáði Morgun-
blaðinu. Málsgögn hafa ekki bor-
ist og ekki er vitað hvenær þau
berast. »6
Geirfinnsmálið kom-
ið til Hæstaréttar
Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir
dilkakjöt í haust um allt að 35%, til
viðbótar við tíundarlækkun í fyrra,
er váboði fyrir bændur víða um
landið. Váin er mikil á Ströndum
þar sem sauðfjárbúskapur er und-
irstaða og að fáu öðru er að hverfa.
Torfi Halldórsson, bóndi á
Broddadalsá í Strandasýslu, segir
við blaðamann Morgunblaðsins að
sauðfjárbændur, sem eru skuld-
lausir og reki hóflega stór bú, geti
þraukuð í nokkur ár þrátt fyrir að
afurðaverðið lækki gríðarlega. „En
í fyllingu tímans fara allir í þrot og
fyrst ungt fólk, sem er að byrja í bú-
skap og hefur steypt sér í miklar
skuldir,“ segir Torfi að auki.
Orsök vanda sauðfjárbænda ligg-
ur m.a. í því að sala á dilkakjöti hef-
ur dregist mikið saman á síðustu
árum í eftirgjöf fyrir framleiðslu
kjúklingaframleiðenda o.fl. »18
Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt
er váboði fyrir bændur víðsvegar um land
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vandi Lagt hefur verið til að fækka sauðfé
á landinu um 20%.
Annar dagur aðalmeðferðar í
máli ákæruvaldsins gegn Thomasi
Møller Fredrik Olsen var í gær.
Tuttugu vitni gáfu vitnisburði fyrir
Héraðsdómi Reykjaness. Þinghöld
stóðu yfir frá morgni og fram á
miðjan dag, en Thomas er ákærður
fyrir að hafa myrt Birnu Brjáns-
dóttur.
Dómþingi var í gær frestað til 1.
september og telur dómari að sá
dagur verði sá síðasti í aðal-
meðferðinni.
Ragnar Jónsson, rannsóknarlög-
reglumaður hjá tæknideild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði
fyrir dómi í gær að hann teldi úti-
lokað að Nikolaj Olsen, skipverji á
Polar Nanoq, væri gerandi í mál-
inu. Ákærði breytti framburði sín-
um fyrir dómi á mánudag og sagði
hann Nikolaj hafa verið einan með
Birnu. »14
Rannsóknarlögreglumaður telur útilokað
að Nikolaj sé viðriðinn bana Birnu
Morgunblaðið/Eggert
Þinghöld Nukaaraq Larsen, einn skipverja
Polar Nanoq, bar vitni í málinu í gær.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur undanfarna
daga heimsótt skóla og vinnustaði og mátað
hljóm sinn í nýjum aðstæðum. Í gær fengu starfs-
menn álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík að
njóta fagurra tóna hljómsveitarinnar og í fyrra-
dag lék hljómsveitin í Háskólanum í Reykjavík.
Verkin sem leikin hafa verið eru m.a. Ungversk-
ur dans eftir Brahms, Can-Can og titillag kvik-
myndarinnar Pirates of the Caribbean.
Sinfóníuhljómsveit Íslands á ferð og flugi
Morgunblaðið/Eggert
Léttir tónar ómuðu um álverið í Straumsvík