Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það þarf náttúrlega að grafa und- irstöður og steypa svo þetta er heildarverkefni upp á um 360 millj- ónir króna,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðar- fjalls, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til uppsetningar stólalyftu í Hlíðarfjalli við Akur- eyri, en stefnt er að því að ný lyfta verði komin í notkun á skíðasvæð- inu í desember árið 2018. Greint var frá því á mbl.is um helgina að Samherji hygðist gefa Vinum Hlíðarfjalls, samtökum einkafyrirtækja sem vilja styrkja skíðasvæðið við Akureyri, skíða- lyftu að gjöf úr Samherjasjóðnum. Að sögn Guðmundar Karls er um að ræða notaða stólalyftu frá Austurríki, að verðmæti um 80 milljónir króna, og mun Samherji einnig sjá um flutning hennar hing- að til lands. „Þetta er mjög rausn- arlegt hjá þeim,“ sagði hann og hélt áfram: „Þetta á svo allt saman að vera klárt í desember 2018. Ef við hefðum verið mánuði fyrr á ferð- inni hefðum við kannski náð þessu á þessu ári.“ Samstarf vina og bæjar Geir Gíslason fer fyrir Vinum Hlíðarfjalls og segir hann samtökin hafa tekið höndum saman við Ak- ureyrarbæ. „Samkvæmt samningi okkar við bæinn komum við með að lágmarki 100 milljónir í eiginfé, en á móti leigja þeir lyftuna af okkur til 15 ára. Þannig næst að loka þessu,“ sagði hann. Aðspurður segir hann fram- kvæmdatímann vera áætlaðan næsta sumar. „Þegar allt er klárt eru menn ekkert mjög lengi að koma svona upp. En þetta eru svo sem ekkert auðveldar aðstæður og það er mikill bratti. Þetta er a.m.k. mun erfiðara en að stinga þessu niður á jafnsléttu,“ sagði Geir. Lyfta í Hlíðarfjall fyrir 360 milljónir  Samherji kaupir lyftuna notaða frá Austurríki og flytur hana til landsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skíðalyfta Fjarkinn hefur þjónað gestum Hlíðarfjalls um langt skeið. www.heild.isfyrirspurn@heild.is sími: 568 6787ÖRFÁ RÝMI LAUS 300–1.700 m 2 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Skattbyrði launafólks að teknu tilliti til tekjuskatts, útsvars og persónu- afsláttar auk barna- og vaxtabóta hefur þyngst í öllum tekjuhópum frá árinu 1998 til og með árinu 2016, en þó mest frá árinu 2010. Þetta er niðurstaða rannsóknar hagdeildar Alþýðusambands Ís- lands, sem birt var í gær. Fram kemur í skýrslunni að aukning á skattbyrði er langmest hjá tekju- lægsta fólkinu. Skattbyrði para á lágmarkslaunum með tvö börn og lágmarks eign í húsnæði hefur í heildina þyngst um 21 prósent á tímabilinu. Skattbyrði einstæðra foreldra í sömu stöðu hefur þyngst ennþá meira á tímabilinu og mest hjá þeim tekjulægstu. Tekjujöfnun minni Munurinn á skattbyrði tekju- lægsta fólksins og þeirra tekjuhærri hefur því minnkað og dregið hefur úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerf- isins. Því má draga þá ályktun að kaupmáttaraukning síðustu ára hafi síður skilað sér til launafólks með lágar tekjur en þeirra tekjuhærri vegna vaxandi skattbyrði. Ástæðurnar eru m.a. að persónu- afsláttur hefur ekki fylgt launaþró- un sem hefur þyngt skattbyrði lægri launa mest. Samkvæmt lögum eiga fjárhæðarmörk skattþrepa að fylgja launaþróun en skattleysismörk, sem ákvarðast af fjárhæð persónuaf- sláttar, að fylgja verðlagi. Þetta misræmi veldur meiri ójöfnuði í ráð- stöfunartekjum yfir tíma. Stuðningur vaxtabótakerfisins hefur minnkað verulega á tímabilinu og fækkað hefur allverulega í hópi fólks sem fær vaxtabætur skv. út- tekt ASÍ. Bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun og fasteignaverð sem leitt hefur til að vaxtabætur styðja nú eingöngu við þá allra tekjulægstu eða einstak- linga í afar litlum eignum. Tekjulágt barnafólk með lágmarkseign í hús- næði sínu fær nú lítinn sem engan stuðning í gegnum vaxtabótakerfið. Veikt barnabótakerfi Barnabótakerfið er veikt og dreg- ur eingöngu úr skattbyrði einstæðra foreldra og allra tekjulægstu para. Á tímabilinu hefur barnabótakerfið veikst enn frekar því bótafjárhæðir hafa rýrnað að raungildi og tekju- skerðingar aukist. Það hefur þyngt skattbyrði tekjulægra launafólks með börn á framfæri umfram ann- arra. Pör með börn sem hafa tekjur við neðri fjórðungsmörk fá nánast enga skattaívilnun vegna fram- færslu barna og hafa því nánast sömu skattbyrði og þeir sem engin börn hafa á sínu framfæri. Húsaleigubótakerfið hefur þróast með sama hætti og önnur tilfærslu- kerfi og því hefur dregið úr stuðn- ingi við launafólk á leigumarkaði. Húsaleigubætur fylgdu hvorki verð- lagi né þróun leiguverðs og því minnkaði stuðningurinn. Nýtt hús- næðisbótakerfi bætir nokkuð hag lágt launaðra einstaklinga og ein- stæðra foreldra á leigumarkaði en lágt launuð pör fá eftir sem áður lít- inn eða engan stuðning vegna húsa- leigu. Skattbyrðar þyngjast  Langmest þynging hjá þeim tekjulægstu  Raungildi bóta lækkað mikið  Niðurstaða rannsóknar hagdeildar ASÍ Morgunblaðið/Eggert Skattar Byrðin hefur þyngst en þó mest á barnafólk og tekjulága.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.