Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Breski grínistinn John Cleese verður með uppi- stand 17. maí á næsta ári í Eldborgarsal Hörpu og ber það yfirskriftina „Last Time to See Me Before I Die“, eða „Síðasta tækifærið til að sjá mig áður en ég dey“. Sýningin er ný af nálinni og mun Cleese flakka um alla Evrópu með hana. Vart þarf að kynna Cleese fyrir unnendum góðs gríns og þá sérstaklega breskra grínþátta. Hann er leikari, grínisti, handritahöfundur og kvikmyndaframleiðandi og öðlaðist frægð sem meðlimur grínhópsins Monty Python. Hópurinn stóð að sígildum gamanþáttum sem hófu göngu sína á BBC árið 1969, Monty Python’s Flying Circus, og gerði síðar gamanmyndir sem þykja í dag ekki síður mikilvægar í grínsögunni, m.a. Life of Brian og Holy Grail. Þá fór Cleese einnig á kostum í gamanþáttunum Fawlty Towers, svo fátt eitt sé nefnt. Í sýningunni mun Cleese deila með áhorfendum sögum og minningum sem hann hefur sankað að sér á 40 ára ferli sínum og undir lokin svara spurningum úr sal. Miðasala hefst fimmtudaginn 7. september kl. 10 á harpa.is/cleese en forsala Senu Live fer fram sólarhring fyrr, 6. sept. kl. 10. Tækifæri til að sjá John Cleese í Hörpu í maí í vor, það síðasta áður en hann deyr Grínmeistari John Cleese og legsteinn á veggspjaldi uppistandssýningarinnar. Grammy- og Emmyverðlaunahaf- inn og leikkonan Kathy Griffin verður með uppistand í Eldborg- arsal Hörpu 29. nóvember og nefnist það „Laugh your head off“, sem þýða mætti sem „Hlæðu þig máttlausan“ þó svo enski titill- inn vísi í umdeilt mál henni tengt þar sem gervihöfuð kemur við sögu. Uppistandið er hluti af heims- ferð Griffin og í því rekur hún m.a. söguna af ljósmyndinni um- deildu – þar sem hún hélt á blóð- ugu gervihöfði sem líktist Donald Trump Bandaríkjaforseta og varð til þess að sjónvarpsstöðin CNN leysti hana frá störfum – og öllu írafárinu í kringum hana. Þá mun hún einnig sundurgreina popp- menningu nútímans með sínum einstaka hætti, eins og segir í tilkynningu. Þar segir einnig að ljósmyndin um- deilda hafi orðið til þess að Griffin fékk boð um að koma fram í ýmsum löndum heims. „Hvern hefði grun- að þetta? Ein mynd leiddi til þess að ég fékk boð úr öllum heims- hornum. Og nú hlakka ég til að skemmta áheyrendum með því að segja þeim alla þessa fáránlegu en sprenghlægilegu sögu,“ er haft eftir Griffin. Uppistandsferðin hefst á Nýja- Sjálandi og þaðan heldur Griffin til Evrópu. „Sýningin mín er alls ekki fyrir viðkvæma og því ættu krakkarnir að vera heima. Mottóið mitt er „Funny First“ en hafið engar áhyggjur því ég mun ekki hlífa nokkrum manni,“ er haft eftir Griffin í tilkynningunni. „En samt í fullri vinsemd,“ bætir hún við. Miðasala hefst á harpa.is, tix.is og í síma 528-5050 á föstudaginn kl. 10. Kathy Griffin með uppistand í Eldborg Hnöttur Kathy Griffin með heiminn í hendi sér í stað höfuðs Donalds Trumps. Tónlistarmyndbandaverðlaun MTV voru veitt á sunnudaginn var í Los Angeles og var kvöldið rammpólitískt auk þess að vera stórviðburður í tón- listargeiranum en listamennirnir töl- uðu m.a. gegn kynþáttahyggju og fyrir vitundarvakningu um sjálfsvíg. Transfólk úr Bandaríkjaher mætti á athöfnina og birtist á rauða dregl- inum með stjörnum kvöldsins, fáein- um dögum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði undir til- skipun sem bannaði þeim að gegna herþjónustu. Susan Bro, móðir Heather Heyer, mótmælanda sem var drepin á gagnmótmælum við hægriöfgamönnum í Charlottesville fyrr í mánuðinum, mætti einnig og sagði: „Ég sakna hennar en ég veit að hún er hér í kvöld.“ Paris Jackson, dóttir Michael Jackson, fordæmdi sérstaklega ofbeldið í Charlottesville og talaði gegn „rasískum nasistaskít- hælum“. Rapparinn Kendrick Lamar vann flest verðlaun á hátíðinni, alls sex. Þar á meðal hlaut hann verðlaun fyrir besta myndband ársins, við lagið „Humble.“ Ed Sheeran var valinn listamaður ársins og hljómsveitin Fifth Harmony hlaut verðlaun fyrir besta poppmyndbandið en það er við lagið „Down.“ Fyrr á árinu hafði MTV tilkynnt að hætt yrði að skipta verðlaunatil- nefningum í flokka eftir kyni og að héðan í frá skyldu listamenn beggja kynja tilnefndir til sömu verðlaun- anna. Þetta var í annað skipti sem MTV veitir verðlaun óháð kyni í ár eftir breytinguna, en leikaraverðlaun sjónvarpsstöðvarinnar voru veitt á þann máta í vor. „Þetta eru kosningar þar sem það skiptir máli hver fær flest atkvæði,“ sagði Katy Perry á athöfninni og virt- ist þar gera gys að kosningasigri Do- nald Trump í forsetakosningunum 2016. „Kjósið rafrænt, en flýtið ykkur áður en einhver rússnesk popp- stjarna vinnur!“ thorgrimur@mbl.is AFP Rappari Kendrick Lamar hlaut flest verðlaun á verðlaunaafhendingu MTV í Los Angeles á sunnudaginn. Stjórnmál gnæfa yfir MTV-verðlaunum AFP Stjarna Katy Perry var kynnir á verðlaunaafhendingunni í Los Angeles. BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 8, 10.30ÍSL TAL. 2D KL. 6 SÝND KL. 6SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 8, 10.25 SÝND KL. 5.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.