Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Dæmi: AULIKA TOP Frábær kaffivél fyrir meðalstór fyrirtæki Strætó bs hefur dregið til baka hluta breytinga á aksturstíma bíla í B- flokki sem sinna akstursþjónustu við fatlað fólk. En akstursþjónustan samanstendur af 80 bílum, þar af eru 30 bílar í A-flokki sem sinna reglubundnum akstri og 50 bílar í B- flokki sem sinna öllum tilfallandi akstri. Í úrskurði kærunefndar útboðs- mála frá því í júní í fyrra var sagt til um að sérútbúnir hjólastólabílar yrðu settir aftar í forgang, við það færðist stór rekstraraðili, Prime To- urs, aftar í forgang. Í kjölfar úr- skurðarins var ráðist í hagræðingu sem leiddi til breytingar á aksturs- tíma og röðun farþega á bíla. Fram- angreindur breytingar urðu til þess að Prime Tours, tilkynnti Strætó bs að fyrirtækið yrði nauðbeygt til þess að hætta akstri vegna yfirvofandi slæmrar afkomu. „Uppsögn Prime Tours hefði haft slæm áhrif á akst- ursþjónustuna á álagstímum. Sveit- arfélögin sem standa að aksturs- þjónustunni samþykktu því að draga hluta breytinganna á aksturstíma í B-flokki til baka. Í kjölfar þeirrar samþykktar dró Prime Tours upp- sagnir á bílstjórum sínum til baka og þjónustustig akstursþjónustunnar mun því haldast óbreytt,“ segir í upplýsingum frá Strætó bs. Akstursþjónustan helst óbreytt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strætó Hætti við breytingar á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.  Strætó hætti við hluta breytinga Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Um 120 Íslendingar tóku þátt í al- þjóðlegri rannsókn á lyfinu Canak- inumab sem hefur verið lýst í fjöl- miðlum sem undralyfi gegn hjartaáföllum og krabbameini. Niðurstaða rann- sóknar á lyfinu var kynnt um helgina á lækna- ráðstefnu sem stendur nú yfir í Barcelona en lyf- ið á að draga úr hættu á endurteknum hjartaáföllum um fjórðung og líkum á andláti vegna krabbameins um 50%, sam- kvæmt grein í The Telegraph. Landspítalinn og Hjartamiðstöðin í Holtasmára komu að rannsókninni hér á landi. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir hjá Hjartamiðstöðinni, telur lyfið ekki eins mikið undralyf og haldið hefur verið fram. „Það er stundum gert meira úr svona nið- urstöðum en efni standa til. Það sem er áhugavert við þessa rannsókn er að verið er að fara nýja leið í með- ferð hjarta- og æðasjúkdóma með því að ráðast á bólguferlið. Hingað til hefur verið einblínt á blóðfitu og vægi kólesteróls en þarna er verið að horfa á allt annað ferli í tilurð hjarta- og æðarsjúkdóma,“ segir Axel. Lyfjarannsóknin fór af stað árið 2011 og var rannsóknarlyfið gefið sem stungulyf undir húð sjúklinga á þriggja mánaða fresti. Um al- þjóðlega rannsókn er að ræða sem 10.000 manns tóku þátt í, 1/3 hluti fékk lyfleysu og 2/3 fengu virka lyfið. Skilyrði fyrir þátttöku var að sjúk- lingurinn væri búinn að fá krans- æðastíflu og væri með hækkun á bólguefninu hs-CRP í blóði. Axel segir að það sem einkenni þá sem eru með bólgur eftir kransæðastíflur sé oft á tíðum ofþyngd, mikil kviðfita og sykursýki. Þetta á þó alls ekki við um alla sjúklingana sem tóku þátt í rannsókninni. „Lyfið hefur áhrif á bólgur og bælir ákveðið ferli í ónæmiskerfinu. Sjúklingar sem fá lyfið virðast að- eins viðkvæmari fyrir alvarlegum sýkingum en hins vegar dró lyfið marktækt úr hættunni á endur- teknum hjarta- og æðaáföllum. Þá var líka lækkun í tíðni ákveðinna krabbameina, sérstaklega lungna- krabbameins, sem kom nokkuð á óvart. Ónæmiskerfið á heilmikinn þátt í tilurð krabbameina og þróun þeirra. Hugsanlega hefur lyfið já- kvæð áhrif á ónæmiskerfið sem gæti aukið hæfni þess í baráttunni við krabbamein,“ segir Axel. Hreyfing skilað betri árangri Lyfið Canakinumab er ekki nýtt á markaði, það er þegar skráð og not- að m.a. hér á landi við liðagigt í börn- um og við erfiðum húðsjúkdómum. „Það er hins vegar á þessu stigi mjög dýrt og ólíklegt að það fari út í almenna notkun fyrir hjarta- og æðasjúklinga á þeim forsendum sem liggja fyrir í dag. Þó að það sé töl- fræðilega marktækur munur á hóp- unum rannsókninni telst hann ekki mikill. Það eru 10-15% minni líkur á að þú fáir nýtt hjartaáfall ef þú ert í lyfjahópnum borið saman við lyf- leysuna. Þetta fer eftir því hvaða lyfjaskammtur er notaður. Til að lyf- ið fari í almenna notkun þarf það að lækka í verði, það þurfa að koma frekari sannanir um að það virki og það þarf að skilgreina betur þá hópa sem á að meðhöndla. Líklega beinist notkun þess til að byrja með að ákveðnum undirhópum sem eru í mikilli áhættu og eru því taldir hafa hvað mest gagn af meðferð. Þegar verið er að velta fyrir sér dýrri lyfjameðferð er mikilvægt að benda sjúklingunum á hvað hann getur gert sjálfur varðandi mat- aræði, hreyfingu, reykingar og lífs- stíl almennt. Þetta eru algjör lykil- atriði og skipta oft á tíðum miklu meira máli heldur en dýr lyf enda hætta á aukaverkunum ekki til stað- ar þar,“ segir Axel. Ný leið í með- ferð hjarta- og æðasjúkdóma  Íslendingar tóku þátt í rannsókn á lyfi sem á að draga úr hjartaáföllum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kransæðavíkkun Lyfið getur kom- ið í veg fyrir endurtekin hjartaáföll. Axel F. Sigurðsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Skilaboðin eru þau að við þurfum að horfa á miðstigið og halda vel á spil- unum þar. Þetta eru ekki ný sann- indi en nú erum við með nákvæma og góða mælingu á stöðunni,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Fyrstu niðurstöður lesfimiprófa voru kynntar á fundi í menntamála- ráðuneytinu í gær. Lesfimiprófin eru afrakstur Þjóðarsáttmála um læsi sem undirritaður var fyrir tveimur árum af mennta- og menningarmála- ráðherra, fulltrúum sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Síðasta vetur var prófað í lesfimi þrisvar sinum og fyrstu niðurstöður benda til góðrar stöðu í yngstu ár- göngunum. Þegar komið er upp að tíu ára aldri er staðan hins vegar ekki jafn góð og margir ná ekki við- miðum sem sett hafa verið um les- hraða. Viðmið yfirvalda eru um fjölda rétt lesinna orða á mínútu. Lesfimi krakka á miðstigi, í 5.-7. bekk, kallar á úrbætur en svo taka nemendur aftur við sér á unglinga- stigi. Þessar niðurstöður eru frá- brugðnar því sem sést í samanburð- arlöndum. Fjölmargar erlendar rannsóknir leiða í ljós stöðugar framfarir upp í sjötta til sjöunda bekk en svo dregur úr þeim eftir það. Á Íslandi hægir hins vegar á þegar miðstigi er náð en svo batnar lesfimi aftur á unglingastigi. Þegar nánar er rýnt í niðurstöð- urnar kemur í ljós að nemendur í fyrsta bekk eru þeir einu sem eru ná- lægt því að ná lesviðmiði 1, en 89% ná því. Aðeins 67% nemenda í sjötta bekk og 68% nemenda í tíunda bekk ná þessum lægstu viðmiðum. Ekki er greint frá niðurstöðum í einstaka skólum og sveitarfélögum. Þátttaka í lesfimiprófum þetta fyrsta ár þykir góð en 75% nemenda í 1.-10. bekk tók þátt í prófunum í maí. Alls lögðu 93% skóla prófin fyrir á síðasta skólaári. Mest þátt- taka var í 3. bekk eða 83% en minnst í 10. bekk, 54% „Það er áskorun að þróa kennsluaðferð sem nýtist best við að bæta lestur. Nú höfum við gögn til að meta stöð- una,“ segir Arnór. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nám Niðurstöður lesfimiprófa síðasta árs gefa góð fyrirheit. Þessar stúlkur voru einbeittar í Norðlingaskóla í gær. Þurfum að bæta les- fimi 10-13 ára barna  Fyrstu niðurstöður lesfimiprófa þykja gefa góð fyrirheit Þessar fyrstu niðurstöður les- fimiprófa þykja gefa góð fyr- irheit um framhaldið. Um 80 prósent sveitarfélaga hafa sett sér lestrarstefnu eða eru með hana í vinnslu. Halldór Halldórsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitar- félaga, segist bjartsýnn á þróun mála. „Það er fagnaðarefni að við erum komin vel af stað og það er almenn þátttaka meðal sveit- arfélaga,“ segir Halldór. „Kennslan fer fram í skólum en þjálfunin heima. Ef allir leggjast á eitt er líklegra að for- eldrar fylgi markmiðunum eft- ir,“ segir Hrefna Sigurjóns- dóttir, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla. Þjálfunin fer fram heima HLUTVERK FORELDRA Halldór Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.