Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 13
Gert að Rúnar var snöggur að flaka fagurlita bleikju ofan í blaðamann. eins og þeir eru? Og hvers vegna verða naut eins og þau eru, setja hold í herðarnar? Þetta er allt fyrir kynþokkann. Hnúðurinn á baki lax- ins er karlkynseinkenni kynþroska hnúðlaxa, þeir vilja vera sexí fyrir hrygnurnar. Svo roðnar hann líka við kynþroskann, hann fer í diskó- gallann, liturinn fer úr holdinu í roð- ið, til að sýna að hann sé til í tuskið. Fitan fer líka úr holdinu og þess vegna verður hann vatnssósa og óætur. Þeir leggja allt í hrygninguna og svo drepast þeir að henni lok- inni.“ Þegar Ólafur er spurður um al- gengi hnúðlaxa á Íslandi segir hann þá alltaf veiðast öðru hverju á Ís- landi. „Ég sá nýlega í norskum miðl- um að það eru gríðarlegar göngur af hnúðlaxi í norskum ám núna, óvenjulega mikið. Það gæti verið samhengi þarna á milli, að hann sjá- ist meira hér á landi af einhverjum sömu ástæðum. En það eru alltaf sveiflur í náttúrunni, og ef sjórinn er hlýrri þá er eðlilega meiri fram- leiðsla af honum,“ segir Ólafur og bætir við að Rússar hafi flutt hnúð- lax úr Kyrrahafinu og sleppt honum í ár sem renna í Hvítahafið og haf- svæðið við Kólaskaga um og upp úr 1950. „Hann hefur því breiðst út og rekst upp í ár. Það berast líka fregn- ir frá Skotlandi núna um óvenju- marga hnúðlaxa. Í Kyrrahafinu er veidd um hálf milljón tonna af þess- ari tegund, í sjóveiði. Stofninn getur því þess vegna orðið mjög stór í Atl- antshafinu ef hrygning fer að takast í miklum mæli og skilyrði verða hon- um hagstæð. En Kyrrahafslax getur ekki blandast við Atlantshafslax. Seiðin ganga til sjávar skömmu eftir klak og því mun vistfræðileg ógn af honum í ánum líklega einkum felast í því skarki sem hann gerir á hrygn- ingarstöðvum, hvar Atlantshafslax hefði ætlað sér að hrygna. En stór stofn í hafi mun einnig taka talsvert til sín, kannski svipað og makríll- inn,“ segir Ólafur að lokum. Með því að rannsaka hreistur lax- fiska er hægt að lesa aldur þeirra. Hægt er að sjá þann fjölda ára sem fiskurinn dvaldi í ferskvatni og þann fjölda ára sem fiskurinn dvaldi í sjó, ef um sjógenginn fisk er að ræða. Einnig er oft hægt að sjá hvort fiskurinn hefur hrygnt áður og þá hve oft. Hægt er að bakreikna með mælingum og finna út hvað fiskurinn var stór sem gönguseiði. Oft er hægt að sjá í hreistrinu hvort fiskur er af eldis- uppruna, hvort sem er fiskur úr sleppingum eða eldi. (Af vef Landssambands veiðifélaga, ang- ling.is) DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúð- laxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til til- rauna Rússa til að koma á legg hnúðlaxastofnum í rússneskum ám. Í framhaldi af því fór fljótlega að bera á hnúðlöxum í öðrum ám í Evrópu, þar á meðal í íslenskum ám. Hnúðlaxinn, sem einnig er nefndur bleiklax, tilheyrir ættkvísl Kyrra- hafslaxa. Stofnar hnúðlaxa eru þeir stærstu af tegundum Kyrrahafslaxa. Náttúrleg heimkynni tegundarinnar eru við strendur norðanverðs Kyrra- hafs og við strendur Norður-Íshafsins. Asíumegin nær útbreiðslan frá Lenufljóti við strendur Síberíu og allt suður til fljóta á Kóreuskaga og til Hondoeyju í Japan en Ameríkumegin frá Mackenzieá í Kanada suður til Sacramentoár í norðurhluta Kaliforníu. Fyrir utan náttúrleg heimkynni hefur hnúðlaxastofnum verið komið upp víða um heim, svo sem í vötn- unum miklu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada, í vestanverðu Rússlandi og í Íran. (Af vísindavef Háskóla Íslands) Fyrsti hnúðlax á Íslandi veidd- ist í Hítará á Mýrum árið 1960 HNÚÐLAXAR (ONCORHYNCHUS GORBUSCHA) Hnúðlöxum vaxa stórar tennur á kynþroskanum, hér sýnir Rúnar upp í kjaft eins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.