Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Handfræsi tennur - Dósaborar fyrir ti b málma flísar Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár MEIRI HRAÐI - LENGRI ENDING Flísaborar Demantsborar m ur, og Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 5.990 - Str. S-XXL Litir: Svart, blátt og vínrautt Kjóll Prestarnir sr. Kristján Björns- son, sr. Eiríkur Jóhannsson og sr. Axel Árnason Njarðvík verða í kjöri til embættis vígslubiskups í Skálholti. Þetta lá fyrir í gær þegar birt voru nöfn presta sem hlutu flestar tilnefningar sem vígslubisk- upsefni. 108 af 136 nýttu sér tilnefn- ingarréttinn. Sr. Kristján Björnsson, sókn- arprestur í Eyrarbakkaprestakalli, fékk 54 tilnefningar, sr. Eiríkur Jó- hannsson prestur við Háteigskirkju í Reykjavík 45 og 35 tilnefndu sr. Axel Árnason Njarðvík, héraðsprest á Suðurlandi. Skv. reglum Þjóðkirkjunnar er kosið milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá. Nöfn þeirra fimm efstu eru þó nefnd. Fjórði í röðinni varð sr. Jón Helgi Þórarinsson sókn- arprestur við Hafnarfjarðarkirkju og Sighvatur Karlsson sóknarprestur á Húsavík sá 5. Þeir eru báðir úr leik. Nýr vígslubiskup í Skálholti verð- ur valinn í póstkosningu sem hefst þann 28. september næstkomandi og lýkur þann 9. október. Framkvæmd og fyrirkomulag kosningarinnar verður auglýst nánar síðar. Kosið milli Kristjáns, Eiríks og Axels  Fengu flestar tilnefningar í embætti Eiríkur Jóhannsson Axel Árnason Njarðvík Kristján Björnsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Dragnótabáturinn Egill ÍS 44 er illa farinn eftir eldsvoða sem upp kom í bátnum á sunnudagskvöld. Það var síðla kvöldsins sem skipverjar til- kynntu Landhelgisgæslunni um eld í ljósavélarými í bátnum sem þá var í mynni Dýrafjarðar. Nærstödd skip og bátar voru sendir á vettvang auk þess sem slökkviliðsmenn fóru á staðinn, menn að vestan með bátnum og mannskapur að sunnan sem kom með Gæsluþyrlunni TF-LÍF. Hinn brennandi bátur náði fyrir eigin vélarafli inn til Þingeyrar og þar var eldurinn um borð slökktur. Það var svo aftur í rauðabítið í gærmorgun sem eldurinn í Agli gaus aftur upp, svo þar urðu sprengingar, málmar verptust og bráðnuðu, fiski- ker brunnu og fleira. Slökkviliðið á Þingeyri kom þá á vettvang en með- an það var að störfum losnaði bát- urinn frá bryggju svo talið var á tímabili að hann myndi sökkva. Því tókst hins vegar að afstýra, þótt bát- urinn sé nú orðinn brunnið flak. Egill ÍS er 70 tonna bátur sem smíðaður var í Garðabæ árið 1990 - og svo lengdur og endurbættur fjór- um árum síðar. Heimahöfn bátsins var á Þingeyri og útgerðarmaður og skipstjóri, Stefán Egilsson sem var við stýrið í þessari örlagaríku ferð. Ljósmynd/Davíð Davíðsson Brunninn Í eldsvoðanum bráðnaði dekk bátsins sem er sennilega ónýtur. Egill ÍS er illa far- inn eftir eldsvoða  Sprengingar og áldekkið bráðnaði Um 92% svarenda í könnun sem nýlega var gerð meðal félags- manna aðildarfélaga Bandalags háskólamanna eru hlynnt því að vinnuvikan verði stytt í 37,5 stundir ef það skerðir ekki kjör þeirra. Flestir, eða 41%, telja að sér myndi henta best að vinna einn dag í viku til hádegis í styttri vinnuviku. Aðrar útfærslur eru þó nefndar Hjá BHM og öðrum samtökum launafólks er stytting vinnuvik- unnar í deiglunni sem hluti af við- leitni til að skapa fjölskylduvæn- an vinnumarkað og auðvelda fólki samræmingu starfa og einkalífs. BHM vill að vinnu- vikan verði stytt Allt um sjávarútveg Björgólfur Guðmundsson, fyrrver- andi aðaleigandi og stjórnarformað- ur í Landsbankanum, og Gunnar Thoroddsen, áður yfirmaður Lands- bankans í Lúxemborg, voru í gær sýknaðir fyrir dómi í París af ákæru um meintar blekkingar vegna veð- lána sem bankinn veitti. Tekist var á um hvort Landsbank- inn í Lúxemborg hefði blekkt við- skiptavini, sem bankinn veitti lausa- fjárlán með veði í fasteignum. Var hugmyndin að viðskiptavinurinn fengi hluta af verðmæti veðsins út- greitt en bankinn fjárfesti fyrir af- ganginn af veðinu þannig að lánþeg- inn þyrfti í raun ekki að endurgreiða lánið. Flestir sem lögðu verðmæti að veði fyrir lánunum voru ellilífeyris- þegar. „Það stenst ekki að lántak- endurnir hafi verið fórnarlömb svika þegar þeir veðsettu eignir sínar hjá Landsbankanum í Lúxemborg,“ seg- ir í dómsniðurstöðu Parísardóm- stólsins en greint er frá henni á fréttavefnum Le Quotidien í Lúxem- borg. Þar kemur fram að gjaldþrot Landsbankans í Lúxemborg hafi verið háð „óvissu í efnahagslífinu“. Lántakendurnir hafi verið meðvitað- ir um áhættuna með því að sam- þykkja lánin og fengu þannig pen- inga sem aðrir bankar höfðu neitað þeim um. Landsbankamenn í Lúx- emborg sýknaðir í París  Veðlán voru í lagi  Viðskiptavinir ekki fórnarlömb svika Björgólfur Guðmundsson Gunnar Thoroddsen Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kópavogsbær óskaði eftir aðstoð rútufyrirtækja og vörubílstjóra til að leggja 18 rútum við Rútstún, hátíðarsvæði bæjarins, á 17. júní. Rúturnar og vörubílarnir voru not- aðir til að sporna við því að hægt væri að aka inn í mannfjöldann. Varúðarráðstafanirnar voru tekn- ar að beiðni lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu og voru bíl- stjórar bifreiðanna beðnir um að vera hjá bílum sínum. Kópavogs- bær greiddi rútufyrirtækjunum og bílstjórum fyrir en samkvæmt upp- lýsingum frá Kópavogsbæ liggja kostnaðartölur ekki fyrir. Að beiðni lögreglunnar Í skriflegu svari Kópavogsbæjar við fyrirspurn Morgunblaðsins um málið segir: „Lögreglan óskaði eft- ir því við Kópavogsbæ að gripið yrði til aukinna varúðarráðstafana í tengslum við 17. júní. komið yrði í veg fyrir að hægt væri að aka á skrúðgöngu og svæði þar sem há- tíðarhöld fara fram. Brugðist var við þessum óskum með því að koma stórum bílum (rútum og vöruflutningabifreiðum) fyrir á Borgarholtsbraut, Digranesvegi og við hátíðarsvæði á Rútstúni. Kópa- vogsbær greiddi eigendum vöru- flutningabifreiðanna og rútufyr- irtækjanna fyrir.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópa- vogsbæjar, segir að óskað hafi ver- ið eftir aðstoð rútufyrirtækjanna og verktaka því þetta hefði komið upp á með stuttum fyrirvara og var því ákveðið að leysa þetta svona. Ekki aukin hætta Þóra Jónasdóttir, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi og að- stoðaryfirlögregluþjónn, segir að lokanirnar hafi verið hluti af aukn- um lokunum sem lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu hefur viðhaft á útiskemmtunum í ár. Hún segir að lokanir hafi verið gerðar til að reyna tryggja að ekki væri hægt að keyra inn í hópinn. Ekki var um neina aukna hættu að ræða eða grunsemdir um árásir, einungis auknar varúðarráðstafanir. Vörubílar notaðir til að verjast árás á hátíðinni  Lagt fyrir Rútstún til að loka á akstur Ljósmynd/Kópavogsbær Rútstún á þjóðhátíðardegi Mikill fjöldi fólks safnaðist saman 17. júní. Skorað er á alla þá sem geta að leysa þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er vegna boðaðra lækkana á afurðaverði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð, að því er segir í ályktun sveitarstjórnar Grýtu- bakkahrepps. Þar segir að lækki verð um 35%, eins og boðað er, sé grundvöllur fyrir rekstri sauð- fjárbúa brostinn. „Miklir fjárhags- örðugleikar blasa við, sérstaklega skuldsettum bændum. Kemur tekjuskerðing augljóslega harðast niður á þeim sem nýlega hafa byrj- að búskap. Afleiðingarnar verða hrun í búgreininni og í framhaldi af því stórfelld byggðaröskun.“ Alvarlega stöðu verður að leysa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.