Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvernig semmenn semlengi hafa fylgst með sveitar- stjórnarmálum í þessu landi leita í hugskoti sínu finna þeir hvergi lakari vitnisburð um stjórnsýslu, fúsk og blekkingar við framkvæmdir fyrir offjár en í dæminu um hús Orkuveit- unnar. Fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins birtist í fjöl- miðlum fyrir fáeinum dögum og bætti við hneykslið með því að kenna „hruninu“ um þessi ósköp öll. Segja má með sanni að að- dragandinn að þessari fram- kvæmd hafi minnt á margt í uppstigi „hrunsins“. En það var ekki það sem forstjórinn átti við þegar hann reyndi að beina hin- um hrikalegu vandræðum frá sér og öðrum valdamönnum á þessum tíma. Hann kom með þá skringlegu skýringu að vegna „hrunsins“ hefði ekki verið var- ið nægjanlegu fjármagni „til viðhalds“ þessarar nýju bygg- ingar. Maðurinn lætur eins og honum sé ókunnugt um að nýleg byggingin er talin ónýt, ekki vegna skorts á viðhaldi heldur vegna þess hvernig var staðið að byggingu hússins í hinni taumlausu óráðsíu sem átti sér stað. Byggingin sjálf, frá hönnun og fyrstu framkvæmdum, bar dauða sinn í sér frá fyrsta degi. Það hefur loks komið skýrt fram þrátt fyrir allan blekkingarleik- inn af hálfu borgaryfirvalda. Fram hefur komið að búið er að kasta á bálið rétt tæpum 500 milljónum króna – FIMM HUNDRUÐ MILLJÓNUM KRÓNA – til að kanna vanda- málið! Og niðurstaðan sem hafð- ist upp úr því dýra krafsi virðist hrópa framan í borgaryfirvöld að húsið sé því sem næst ónýtt. Hvað eina sem gripið verður til mun kosta almenning í borginni og á höfuðborgarsvæðinu millj- arða króna til viðbótar og óvíst þó um árangur af öllu saman. Líklegast til varanlegs árang- urs sé að rífa húsið! Það var kúnstugt að heyra viðbrögð mannsins sem gegnir nú helsta ábyrgðarstarfinu af þeim sem málinu tengjast. Dag- ur B. Eggertsson hafði það fram að færa að sér kæmi algjörlega á óvart hvað þetta tjón væri of- boðslegt. Hélt borgarstjórinn að yfirvöld undir hans stjórn væru að verja hálfum milljarði króna í það að kanna hvaða leið- ir væru færar nema margföld sú upphæð væri í húfi? Í hverju málinu á fætur öðru kemur þessi trúnaðarmaður borg- arinnar eins og álfur út úr hól eða froskmaður úr foraði fjör- unnar í Reykjavík þegar hann er spurður um stórmál sem und- ir hann heyra. Það liggur fyrir að borgarbúar voru beittir skipulögðum blekkingum og upplýsingum var haldið leyndum í skjóli þess að um „opinbert hluta- félag“ væri að ræða. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur rifjað málið upp: „Á op- inberum vettvangi hef ég oft átt í orðaskiptum við menn vegna margra ólíkra málefna. Deil- urnar sem urðu vegna gagnrýni minnar á höfuðstöðvar Orku- veitu Reykjavíkur (OR) á árinu 2002 eftir að ég settist í borg- arstjórn Reykjavíkur eru minn- isstæðar vegna þess hve þær urðu hatrammar. Gífurlega mikið var í húfi hjá þeim sem stóðu að þessari framkvæmd. Þeir komust upp með alls konar blekkingar. Fjölmiðlar gengu aldrei nógu hart fram í málinu. Fjölmiðlamenn létu einfaldlega blekkjast. Ég sat í fáein misseri í stjórn OR og fékk þá vantrú á opin- berum hlutafélögum, OHF. Meirihlutinn var ramm- pólitískur og neitaði okkur í minnihlutanum um aðgang að upplýsingum. Þegar mál OR voru tekin upp í borgarstjórn var sagt að um málefni hluta- félags væri að ræða, á því hvíldi ekki sama upplýsingaskylda og stofnunum á vegum borg- arinnar. Monthúsið var í raun tákn- mynd þess að menn skyldu ekki vega að fyrirtækinu, það gæti varist í virki sínu. Nú kemur í ljós að sá hluti virkisins sem trónir hæst er í raun ónýtur auk þess sem húsið er alltof stórt eins og við blasti frá upphafi. Þegar að bruðlinu var vikið var því svarað með ásökunum um óvild í garð starfsmanna OR. Raunin er að vegið var að heilsu þessa fólks með því að láta það vinna í húsinu. Það er eftir öðru að núver- andi stjórnendur OR seldu hús- ið til fjárfesta og leigðu það af þeim með þeim skilmálum að OR stæði undir öllum kostnaði við viðgerðir á húsinu, yrði þeirra þörf. Leigusalinn reynist í raun lánveitandi. OR situr bæði uppi með leigugreiðslur og allan kostnað af viðgerðum á eigninni!“ Björn bætir við: „Skilja má fréttir þannig að stjórn OR sé í sameiginlegu áfalli og nú sem fyrr er látið eins og fara eigi með það sem gerist á fundum OR eins og mannsmorð af því að það sé OHF.“ Björn ítrekar hversu fráleitt sé að algjör þagnarskylda gildi um það sem gerist í stjórnum opinberra hlutafélaga. Augljóst er að þegar í stað verður að setja af stað opinbera rannsókn á málinu. Stærð þess, leynibrall frá fyrsta degi og hagsmunir almennings gera slíkt óhjákvæmilegt. Það veltur á miklu að þetta ömurlega mál verði rannsakað í þaula} Óverjanlegt hneyksli L íf áhugablaðberans er um margt gefandi, en það er einnig ýmislegt við starfið sem veldur manni áhyggjum og streitu. Síðasta sumar gerðu köngulóarvefir manni reglulega lífið leitt, og sérstaklega slæmt var þegar maður gekk syfjaður beint í flasið á vefjunum, og var lengi að jafna sig á til- hugsuninni um að kvikindin væru skríðandi of- an í hálsmálið á manni eða niður um buxna- strenginn. Nú í sumar eru köngulærnar á bak og burt, en í staðinn eru komnar álappalegar og ógeðslegar hrossaflugur sem hanga á hurð- unum, tilbúnar að flögra stefnulaust í áttina að manni. Hrossaflugustofninn á því miður mjög gott ár í ár. Áhugablaðberinn kynnist ýmsu á ferðum sínum. Bréfalúgur eru kapítuli út af fyrir sig. Í framtíðinni eiga börn líklega eftir að spyrja foreldra sína þegar þau sjá þetta orð „bréfalúga“, hvaða fyrirbæri það nú sé. Jú, þetta var rifa á hurðum til að setja inn bréf og blöð og svokallaðan fjölpóst. Barnið verður líklega engu nær. Það sama gildir um „póstkassa“. Bréfalúgur eru mjög misstórar, og misstífar, en hvoru- tveggja getur skapað talsverð óþægindi í starfi áhugablað- berans, sérstaklega þegar verið er að dreifa þykkum blöð- um, með mörgum aukablöðum, og innskotsauglýsingum. Ég hef komist upp á lagið með að taka blaðið upp tím- anlega áður en ég kem að lúgunni, brjóta það saman og nudda endann niður svo ég geti smeygt honum inn. Þá verður eftirleikurinn auðveldari. Hundar eru í um það bil fjórða hverju húsi í hverfinu sem ég ber út í. Þeir eru með mjög stór eyru og heyra minnsta þrusk og byrja að gjamma og urra löngu áður en maður er kom- inn að lúgunni. Manni líður eins og maður sé að fara setja blöð í pappírstætara þegar maður treður blöðunum inn um lúguna. Þar fer oft góður biti í hundskjaft. Rafbílar eru í þriðja hverju húsi. Þar er komin ný vá fyrir áhugablaðberann. Þessir bílar eru þeirrar náttúru að þá þarf að hlaða yfir nóttina, og þess vegna liggur jafnan raf- magnskapall frá bílnum og yfir að bílskúrnum. Ef maður gætir ekki að sér veit maður ekki fyrr en maður er búinn að krækja tánni í kap- allinn og liggur kylliflatur á stéttinni. Fyrir áhugablaðberann geta veturnir verið erfiðir. Að böðlast áfram í hálku og snjó með þunga blaðburðarpoka eða kerru í slæmu skyggni er tals- verð þrekraun og oft hefur maður verið kominn á fremsta hlunn með að hringja í flugbjörgunarsveitina. Til þess hef- ur þó ekki komið enn. Að lokum má nefna ýmis brýn álitamál, jafnvel heim- spekileg, sem leita á mann í áhugablaðburðinum, spurn- ingar eins og: Eru dagblöð fjölpóstur? Hvað þýðir það þegar stendur stórum stöfum: EKKERT FRÉTTA- BLAÐ / NO FRÉTTABLAÐ? Þýðir það þá ekki að við- komandi vilji frekar fá Morgunblaðið? Af framansögðu má sjá að starf áhugablaðberans er fjölbreytt og skemmtilegt, og það er að mörgu að huga í hverri einustu ferð. tobj@mbl.is Þóroddur Bjarnason Pistill Áhugablaðberinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ef miðað er við gildandi við-miðunarreglur, sem birtareru á vef dómsmálaráðu-neytisins, er ólíklegt að kínverskum fjárfestum verði að ósk sinni um að fá að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum til að reka þar ferðaþjónustu, eins og þeir hafa lýst áhuga á. Jörðin er 1.200 hektarar að stærð, en reglur ráðu- neytisins kveða á um að útlendingar geti að jafnaði ekki eignast eða leigt jörð utan skipulagðs þéttbýlis hér á landi til atvinnustarfsemi ef hún er stærri en 25 hektarar. Hver umsókn er þó metin sérstaklega. Eigendur jarðinnar hafa boðið hana til sölu fyrir 1,2 milljarða króna, en ekki er vitað hvað kínversku fjár- festarnir vilja borga fyrir hana né hverjir þeir eru. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Böðvari Sigurbjörns- syni fasteignasala, sem hefur jörðina til sölu, að Kínverjarnir hygðust byggja upp „ferðamannatengdan iðn- að“ og einnig nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Um jarðakaup útlendinga Um jarðakaup útlendinga á Ís- landi gilda ákvæði laga frá 1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna með þeim undantekningum sem leiðir af samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) og skýrð eru í reglugerð frá 2002 um rétt EES- borgara til að öðlast eignarrétt eða af- notarétt yfir fasteignum. Lögin segja að sérhver eigandi fasteignar skuli vera íslenskur ríkisborgari. Ráðherra hefur hins vegar rétt til að heimila undanþágu frá þeirri reglu. Með reglugerðinni eru EES-borgurum veitt sömu réttindi og Íslendingum til fjárfestinga. Kínverjar standa utan Evrópska efnahagssvæðisins og geta því ekki keypt fasteignir, hvort sem það eru jarðir eða mannvirki, nema leyfi ráð- herra komi til. Á þetta reyndi 2011 þegar kínverskur auðmaður, Huang Nubo, vildi kaupa stærstu jörð á Ís- landi, Grímsstaði á Fjöllum sem er um 30.000 hektarar að stærð. Ög- mundur Jónasson, þáverandi innan- ríkisráðherra, hafnaði beiðni hans um undanþágu. Ágreiningur var í rík- isstjórninni um málið. Studdu Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra og Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra erindi Nubo, en til- raunir þeirra til að heimila honum að leigja jörðina í staðinn til 40 ára báru ekki árangur. Í fyrra var stór hluti Grímsstaða seldur breska millj- arðamæringnum Jim Ratcliffe sem er EES-borgari. Þegar Brexit tekur gildi missa Bretar að óbreyttu þann- an rétt til jarðakaupa hér á landi. Alls staðar takmarkanir Í nær öllum ríkjum gilda tak- markanir á rétti útlendinga til fast- eignakaupa, en þær eru mismunandi að eðli og umfangi. Í Kína er útlend- ingum t.d. stranglega bannað að kaupa jarðir og mannvirki. Hvað kín- verskar fjárfestingar hér áhrærir sérstaklega hefur það sjónarmið m.a. komið sterklega fram að í rauninni séu fjárfestingar þaðan með beinum og óbeinum hætti á vegum ríkisins. Í Kína er alræðisstjórn sem leitast við að efla hernaðarlega og efnahagslega hagsmuni sína um allan heim og beit- ir gjarnan fyrir sig einstaklingum og fyrirtækjum. Fyrir rúmlega þremur árum, vorið 2014, skilaði nefnd á vegum inn- anríkisráðherra tillögum um æskileg- ar breytingar á lögunum frá 1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. Samstaða var í nefndinni um að leggja til að rýmkuð yrðu ákvæði um landakaup útlendinga, en halda þó áfram ákveðnum takmörkunum. Ekkert frumvarp byggt á tillögunum hefur komið fram, en á vefsíðu dóms- málaráðuneytisins má lesa að það hefur sett viðmiðunarreglur um fast- eignakaup útlendinga og eru þær byggðar á tillögunum nefndarinnar Landakaup áfram takmörkuð Í reglum ráðuneytisins er gerð- ur greinarmunur á fasteignakaupum innan og utan skipulagðs þéttbýlis. Ef eingöngu er um afnotarétt (leigu- rétt) að ræða á fyrrnefndu svæðum er samþykki jafnan veitt hvort sem fasteignin er ætluð til íbúðar, orlofs- dvalar eða beinnar notkunar fyrir at- vinnustarfsemi. Ef um kaup á eign- arrétti er að ræða í skipulögðu þéttbýli er miðað við að land sé ekki stærra en 5-10 hektarar og sé eina eign viðkomandi hér á landi. Annað gildir um fasteignir utan skipulagðs þéttbýlis (eins og í Biskupstungum). Heimilt er að kaupa eða leigja land til að halda þar heimili eða hafa frí- stundahús ef það er ekki stærra en 1 hektari. Kaup eða leiga til beinnar notkunar til atvinnustarfsemi, eins og Kínverjarnir hafa í huga, miðast við 25 hektara og skal vera eina eign við- komandi hér á landi. Hinar ströngu takmarkanir á eignar- og afnotarétti jarða eru skýrðar þannig á vef ráðuneytisins: Þær „grundvallast fyrst og fremst á sjónarmiðum um þörf fyrir vernd matvælaframleiðslu til framtíðar, mikilvægi þess að standa vörð um fullveldi landsins, þar með upp- kaupum á jarðnæði, möguleikum komandi kynslóða til að njóta arðs af auðlindum landsins til lengri fram- tíðar, mikilvægi umhverfisverndar og verndun menningar“. Jarðakaup Kínverja ólíkleg að óbreyttu Morgunblaðið/Eggert Jarðakaup Fallegt er í Biskupstungum. Þar eru margir vinsælir ferða- mannastaðir, m.a. Geysir. Ekki furða að margir vilja eignast þar land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.