Morgunblaðið - 29.08.2017, Side 22

Morgunblaðið - 29.08.2017, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Lokað Skrifstofa okkar að Borgartúni 22, Reykjavík, verður lokuð í dag, þriðjudaginn 29. ágúst, vegna jarðarfarar JÓNS HILMARS RUNÓLFSSONAR, endurskoðanda. ABC ehf., bókhald og reikningsskil, Borgartúni 22, 105 Reykjavík. ✝ Anna Jónsdóttirvar fædd 26.4. 1924. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 19.8. 2017. Foreldrar: Jón Lýðsson, f. 1887, bóndi á Skrið- insenni, og Steinunn Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 1889. Systkini: Lýður, f. 1925, Ólafía, f. 1928, Lilja, f. 1931 og Anna Guðrún, f. 1932. Anna fæddist í Reykjavík en ólst upp á Skriðinsenni, Bitru- firði, Strandasýslu. Hún sótti gagnfræðanám hjá kvöldskóla KFUM og var í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1943-1944. Hún giftist Kristjáni Jóns- syni, póst- og símstöðvarstjóra á Hólmavík, f. 6.3. 1915, d. 2.2. 1993. Börn Önnu og Kristjáns: 1) Jón G. Kristjánsson lögfræð- ingur, f. 1944, maki Steinunn Bjarnadóttir, f. 1956. Dætur Jóns: a) Helga Dís Jónsdóttir, f. 1970. Maki: Jan Christian Haug- land, f. 1968. Börn: Saga og Baltasar; b) Klara Arndal, f. 1973. Sonur: Emil Þeyr. Dóttir Steinunnar og stjúpdóttir Jóns: Gígja Guðbrandsdóttir, f. 1978. Helga Ólöf Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1954. Maki: Finn Arve Guttormsen, f. 1957. Börn: a) Kristian Jansson, f. 1981. Sonur: Alexander ; b) Snorri Sólon Finnsson, f. 1986; c) Linda Sóley Finnsdóttir, f. 1990; 6) Valborg Huld Krist- jánsdóttir iðjuþjálfi, f. 1961. Sonur: Auðun Valborgarson, f. 1991. 7) Reynir Kristjánsson efnaverkfræðingur, f. 1965, maki Anna Ósk Lúðvíksdóttir, f. 22.8. 1965. Börn þeirra: a) Rak- el, f. 1991. Sambýlismaður: Birkir Már Guðbjörnsson, f. 1991; b) Ísól Rut f. 1996. Anna starfaði við Verslun Kristjáns Jónssonar & co, rak síðar Bókabúðina á Hólmavík. Hún var einnig starfsmaður Pósts og síma á Hólmavík 1969- 1995. Hún flutti til Reykjavíkur 1995 og bjó á Hraunteigi 17 þar til hún flutti í Bólstaðarhlíð 41. Anna var virk í félagsmálum, var í stjórn Kvenfélagsins Glæða á Hólmavík um árabil og tók þátt í starfi Leikfélagins. Í Reykjavík var hún lengi sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum, vann fyrir Silfurlínuna og tók þátt í starfi Leikfélagsins Snúðs og Snældu. Minningarathöfn fer fram í Háteigskirkju í dag, 29. ágúst 2017, klukkan 13. Jarðsett verð- ur frá Hólmavíkurkirkju 31. ágúst klukkan 14. Börn: Guðný Lea og Guðbrandur Kári. Sonur Jóns og Steinunnar: Kristján Jónsson, f. 1988. 2) Stein- unn Kristjáns- dóttir flugfreyja, f. 1944, maki Helmout Karl Kreidler, f. 1938, d. 2016. Sonur: Einar Victor Kreidler, f. 1966. Börn: Dagur Freyr og Eydís Lára. 3) Anna Kristín Kristjánsdóttir sjúkra- þjálfari, f. 1949, maki Hjálmtýr Heiðdal, f. 1945. Börn: a) María Hjálmtýsdóttir, f. 1974. Börn hennar: Ernesto Emil og Lotta Lóa. Sambýlismaður: Tumi Kol- beinsson, f. 1972. Börn hans: Andrea og Brandur. Sonur Mar- íu og Tuma: Tjörvi; b) Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, f. 1979. Sam- býlismaður: Árni Rúnar Hlöð- versson, f. 1982. Sonur: Fróði. 4) Svanhildur Kristjánsdóttir, flugfreyja og kennari, f. 1952. Börn: a) Ásthildur Valtýsdóttir, f. 1979. Maki: Juan Camilo Rom- an Estrada, f. 1978; b) Kristín Anna Valtýsdóttir, f. 1982; c) Gyða Valtýsdóttir, f. 1982; d) Jónas Valtýsson, f. 1996. 5) Elsku móðir mín hefur kvatt þetta líf 93 ára. Um hana á ég bara góðar minningar. Hún verðskuldar hól og meira hól. Fyrstu orðin sem koma í huga mér þegar ég hugsa um elsku mömmu eru: óeigingjörn, tillits- söm, ljúf, skapgóð, aldrei dóm- hörð, og margt fleira mætti telja. Okkur systkinunum sjö var hún meira en móðir. Hún var vinkona okkar og fyrirmynd í manngæsku og kærleika. Þessi tvö erindi úr ljóði eftir uppá- haldsskáld hennar, Davíð Stef- ánsson, er mín hinsta kveðja til hennar: Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Steinunn Kristjánsdóttir. Kveðja til móður. Hvenær sem barn þitt fer úr föðurgarði, fylgir því alltaf móðurhugur þinn. Hann var sú bjarta brynja, sem mig varði, minn besti skjöldur, – verndarengill minn. Hann flýgur víða, vakir, er þú sefur. Hann veit hvað mig á ferðum mínum tefur við syðsta haf og ysta ál … Hann skiptir aldrei skapi, fyrirgefur, og skilur hjartans þagnarmál. Í augum þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst – svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin huggaðir aðra – brostir gegnum tár- in, viðkvæm í lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig – þín eigin verk. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Íslands mestu mæður verða tald- ar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson.) Þinn elskandi sonur Jón G. Kristjánsson. Ég man ekki þá stund þegar ég hitti Önnu Jónsdóttur, tengdamóður mína, í fyrsta sinn fyrir bráðum hálfri öld. Hún Anna var svo blátt áfram og hlý að fyrstu kynni voru laus við allt stress og hik. En ég man brosið sem mætti mér og augun sem voru svo glöð og leiftrandi. Árið var 1970, ég búinn að gera hosur mínar grænar fyrir dótturinni Önnu Stínu og kominn til Hólmavíkur í fyrsta sinn. Kristján Jónsson, póst og símstöðvarstjóri á Hólmavík, virðuleikinn í eigin persónu, skoðaði piltinn og virtist bara nokkuð ánægður með ráðahag dóttur sinnar. Jafnvel þótt slöttólfurinn væri bæði róttækur og síðhærð- ur. Anna og Kristján þekktu nefnilega foreldra mína af fyrri kynnum, pabbi bæði vann hjá Pósti og síma og tilheyrði Sjálf- stæðisflokknum. Piltur af slíku heimili hlaut að vera góður kostur fyrir Önnu Stínu. Alla tíð síðan hef ég notið þess að vera hluti af fjölskyld- unni. Ferðirnar til Hólmavíkur urðu óteljandi, ætíð höfðingleg- ar móttökur og gleði. Anna var af annarri kynslóð og kom það m.a. fram í því að hún vildi ekki að ég tæki til hendinni í eldhús- inu. Karlmenn stóðu ekki í slíku. Anna var listunnandi, hún var ljóðelsk, tók þátt í starfi Leik- félags Hólmavíkur og sótti leik- hús eftir að hún flutti suður. Hún vildi hafa hlutina í sígildu horfi, leikrit í abstrakt nútíma- uppfærslum voru henni ekki að skapi. Best kunni hún við leikrit þar sem einföld stofuleikmyndin bauð upp á innkomur gegnum dyr bæði til hægri og vinstri. Anna hló þegar ég ræddi þetta við hana og sat við sinn keip. Brosandi augu, léttur hlátur, kærleikur og elskulegt viðmót, svona eru góðu minningarnar sem ég geymi um Önnu, ferða- félaga í nærri hálfa öld. Það hefur mikið verið grátið í fjölskyldunni þessa síðustu daga. Er það að vonum. Hjálmtýr Heiðdal. Nú er komið að leiðarlokum. Tengdamóðir mín, Anna Jóns- dóttir, lést 19. ágúst sl. Hún kvaddi þennan heim á sólríkum og fallegum degi. Þetta var hennar dagur, hún elskaði sól- ina og birtuna sem henni fylgdi. Ég kynntist þeim hjónum Önnu og Kristjáni fyrir þrjátíu og fjórum árum þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra á Hólmavík með tilvonandi eigin- manni mínum. Þau hjón tóku mér og Gígju dóttur minni ákaf- lega vel frá fyrsta degi. Þau voru einstaklega gestrisin og var alltaf notalegt að koma til þeirra. Heimili þeirra var menn- ingarheimili og þar voru góðar bókmenntir í hávegum hafðar. Það var alla tíð mikill gesta- gangur á heimili þeirra og margar eftirminnilegar veislur haldnar þar sem boðið var upp á kjarngóðan íslenskan mat að hætti Strandamanna. Ég á margar góðar minningar um þessar heimsóknir og þar kenndi Kristján mér að meta Hólmavíkurlognið, en það var „blátt logn og blítt“. Því fylgir hugarró að horfa út á Stein- grímsfjörðinn á kvöldin. Anna var falleg, jákvæð og góð kona. Hún hafði yndi af lestri góðra bóka og voru ljóð í miklu uppáhaldi. Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi var þar í há- sæti. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á leiklist og tóku þau hjón virkan þátt í leiklistarstarfi á Hólmavík um árabil. Eftir að Anna flutti til Reykjavíkur árið 1995 tók hún þátt í starfi leik- félagsins Snúðs og Snældu. Anna var greind og heillandi kona. Hún var félagslynd og fljót að kynnast fólki. Hún eign- aðist vini hvar sem hún kom. Anna var mikil fjölskyldumann- eskja, átti sjö börn og fjölmarga afkomendur sem hún var ávallt í góðu sambandi við. Heimili hennar var alltaf opið og hún hafði tíma fyrir alla og naut þess að vera gestgjafi. Hennar er sárt saknað. Ég vil þakka Önnu samfylgd- ina. Minning um góða konu lifir. Steinunn Bjarnadóttir. Amma var útsendari sólar- innar á jörðinni sem var send hingað til að faðma okkur öll með aðdráttarafli sínu og ylja hjörtum með brosinu. Hún var amman sem allir urðu skotnir í og hin börnin langaði að eiga líka. Amma var með spékoppa, naglalakk og alltaf með fínt hár. Amma var falleg í öllum litum og alveg sérstaklega í rauðu. Okkur leið alltaf vel sumrin sem við dvöldum hjá ömmu okkar á Hólmavík og stundum fengum við að standa uppi á stól og snúa með henni kleinur. Hún sat líka yfir andvaka barnabörn- um með heimþrá eða lá við hlið- ina á okkur og þýddi myndasög- ur jafnóðum upp úr dönskum blöðum. Stundum eldaði hún þrjá rétti fyrir þrjá mismunandi matargikki við sama matarborð- ið. Fisk og kjötbollur og kannski afgang af læri líka. Stundum mátti maður borða endalaust af ristuðu brauði með smjöri og sultu. Bókabúðin hjá ömmu var ævintýraland þar sem allt í heiminum var til sölu ef grannt var skoðað. Hún var flinkust allra við að pakka inn gjöfum og gera rúllutertu með jarðarberjum. Amma ferðaðist um alla heima og geima í bókunum sem hún las og hún kunni næstum því öll ljóð sem hægt er að kunna. Ömmu fannst að rapp- arar ættu að vera duglegri við að nota öll gömlu fallegu ljóðin í lögunum sínum. Henni fannst líka alveg ómögulegt að geta ekki gefið öllum að borða af því að líkaminn hennar varð óvart gamall langt á undan henni sjálfri. Svo var hún líka miklu stærri en hún leit út fyrir að vera. Eins og sólin. Þegar hún sá sólina fór hún alltaf á fund hennar og tók til sín eins mikið af sólargeislum og hún gat til að geta skinið skært á okkur hin. Amma elskaði lífið og okkur öll. Ömmu þótti gaman að lesa um ástir og dramatísk örlög eða sorgleg ljóð og hún var agalega hrifin af Davíð Stefánssyni. Þess vegna völdum við sorglegt erindi eftir hann. Svo eigum við líka um hana stærsta minnis- varða veraldar. Sjálfa sólina sem kyssir okkur á kinn og er svo ósköp ósköp falleg í rauðu. Við erum hálfhissa á að amma sé allt í einu dáin og finnst það eiginlega hálfgert svindl. En þannig er þetta nú víst stundum með lífið og lífsins sorgir. Pomm pomm pomm. Í dag er söngvarinn dauðahljóður, í djúpið hrunin hver skýjaborg. Enginn á föður, enginn móður, enginn neitt – nema þögla sorg. Hver von er drukknuð í brimi og bárum, hver bátur settur og lokuð naust. Í dag eru allir svanir í sárum, – sumarið liðið og komið haust. (Davíð Stefánsson.) María Hjálmtýsdóttir, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Anna Jónsdóttir ✝ MargrétÁgústsdóttir fæddist 19. júní 1956. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ 15. ágúst 2017. Foreldrar henn- ar voru Ágúst Guð- jónsson blikk- smíðameistari og Hulda Guðmunds- dóttir húsmóðir. Bræður hennar eru Guðmundur Svavarsson við- skiptafræðingur, eiginkona hans er Sigríður V. Árnadóttir, og Skúli Ágústsson tæknifræð- ingur, eiginkona hans er Stella María Thorarensen. Eiginmaður Margrétar er Árni Ásmundsson versl- unarmaður. Sonur þeirra er Ágúst Páll flugvirkjameistari, hann er kvæntur Birtu Rós Arn- órsdóttur og eiga þau þrjú börn, Dag- nýju Höllu, Mar- gréti Örnu og Hildi Hrafn. Margrét starfaði lengst af sem skrif- stofu- og versl- unarmaður og rak um tíma verslunina Aþenu í Keflavík. Margrét var starfs- maður og fram- kvæmdastjóri Aðalstöðvarinnar í Keflavík og síðan fram- kvæmdastjóri við fyrirtæki föð- ur síns, Blikksmiðju Ágústar Guðjónssonar. Margrét átti um tíma sæti í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur og þá var hún einn af stofnfélögum í oddfellowstúk- unni Eldey í Reykjanesbæ. Útför Margrétar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 29. ágúst 2017, klukkan 13. Núna er hún farin frá mér, hún mamma, eins mikið og ég þakka fyrir að hún hafi fengið hvíldina sakna ég hennar svo mikið. Það var einhvern veginn svo margt sem við áttum eftir að gera sam- an þó að við séum líka búin að gera alveg fullt. Hún var búin að glíma við hinn illvíga sjúkdóm, krabbamein, í næstum því þrjú ár og var það búið að taka sinn toll af henni. En við fjölskyldan vorum samt að vonast til að við ættum ein jól enn saman en því miður varð nú ekki af því. Mamma var alltaf svo mikið jólabarn. Hún vildi alltaf skreyta mikið og hafa allt svo fínt yfir hátíðarnar. En hlutirnir urðu nú samt alltaf að vera eftir kúnst- arinnar reglum, t.d. þegar stofu- og eldhúsgluggarnir voru skreyttir var hún búin að teikna upp hvernig jólaserían og skraut- ið passaði best í gluggann og svo var teikningin geymd með jóla- skrautinu á milli ára svo það færi nú alveg örugglega alveg eins upp aftur um næstu jól. Þá var ekki bara hlaupið út í búð fyrir hver einustu jól og nýtt jóla- skraut keypt. Einum eða tveimur dögum fyrir jól var ekið um bæ- inn og jólaskrautið skoðað. Einnig fannst mömmu alltaf svo gaman að ferðast til útlanda og undi hún sér alltaf vel í sól og hita. Við Birta og börnin okkar þrjú fengum þann heiður að fá að njóta þess með henni og var al- gjör unun að sjá hvað hún gat dekrað við krakkana. Það var eins og hún næði að njóta þess enn betur að vera á sólarströnd ef við Birta og krakkarnir vorum með. Sögurnar sem urðu til þeg- ar skondnir og skemmtilegir hlutir gerðust og minningarnar af öllum stundunum sem við átt- um saman eru náttúrulega ómet- anlegar. Ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir börnin okkar Birtu sem elskuðu ömmu Möggu út af lífinu. Mamma var mér alltaf svo góð, ég gæti talað endalaust um minn- ingarnar sem við eigum um mömmu, en þær varðveiti ég framvegis. Minningarnar um ömmu Möggu lifa áfram og við fjöl- skyldan pössum upp á afa Árna. Hvíl í friði, mamma mín. Þinn Ágúst. Ég kveð þig nú, mín elskulega stóra systir, með tárum og tóm- leika í hjarta. Þú vildir alltaf vera stóra syst- ir þó að þú værir mun minni en ég, bara rúmu ári eldri samt og þú varst vön að ráðskast með mig, litla pattann alveg frá því þú skipaðir mér að borða drullukök- urnar sem þú „bakaðir“ tveggja ára og þangað til þú gafst mér ný dekk á bílinn minn svo ég gæti rúntað með þig að nóttu sem degi þegar ég var kominn með bílpróf. Ávallt var kært með okkur og sambandið milli fjölskyldna okk- ar eins og á að vera á milli systk- ina. Bæði vorum við miklar flökku- kindur, ferðuðumst með foreldr- um okkar um landið þvert og Margrét Ágústsdóttir ✝ Brynjólfur Ein-ar Særúnarson fæddist í Reykjavík 12. maí 1988. Hann lést 16. ágúst 2017. Foreldrar Brynj- ólfs eru Særún Lísa Birgisdóttir og Arnar Guðlaugs- son, uppeldisfaðir hans er Ólafur Jó- hann Högnason. Systkini hans eru Sveindís Gunnur Björns- dóttir, Ólafur Kári Ólafsson og Ísold Anja Ólafsdóttir, hálfsystur sam- feðra eru Silja Rún Arnarsdóttir og Alma Jenný Arnarsdóttir. Útför Brynjólfs fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vik í dag, 29. ágúst 2017, og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku Brynjólfur, mikið tek- ur það okkur sárt að þú sért fallinn frá. Við erum þakklát fyrir góðar minningar og mun- um alltaf minnast þess hvað þú varst ljúfur og einstakur per- sónuleiki. Við þökkum fyrir góðar sam- verustundir þó við hefðum auð- vitað viljað hafa þær fleiri. Á móti þér tekur góð kona, Lilja amma þín, sem fékk því miður aldrei að hitta þig en henni þótti þó ákaflega vænt um þig. Pabbi, Eygló, Silja Rán og Alma Jenný Elsku Binni minn. Minningar eru dýrmætar. Það sannast best á stundum sem þessum. Brynjólfur Einar Særúnarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.