Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 27
nefndum og ráðum á landsvísu, m.a. í aðalsamninganefnd um yfirfærslu grunnskólanna frá ríki til sveitar- félaga. Þegar Valgarður hafði lausan tíma frá bú- og félagsstörfum hefur hann sungið af hjartans lyst með ýmsum kórum, m.a. Karlakór Ból- staðarhlíðarhrepps, Samkórnum Björk og kirkjukórum Holtastaða- kirkju og Blönduóskirkju. Þá hefur hann starfað innan Framsóknar- flokksins, setið í stjórn kjördæm- issambands Norðurlands vestra og í miðstjórn flokksins. En hvað er nú efst í huga þegar Valgarður lítur um öxl á þessum tímamótum? „Ég er fyrst og fremst afar þakk- látur fyrir að hafa verið gæfumaður. Ég hef sjálfur reynt eftir mætti að sinna því sem mér hefur verið trúað fyrir, hef átt einstaka konu sem hef- ur staðið á bak við mig í öllu félags- málavafstrinu, á frábær börn, tengdabörn og barnabörn. Þá hef ég fengið að starfa með fjöldanum öll- um af frábæru fólki sem hefur verið sérlega ánægjulegt. Loks hef ég haft mikla ánægju af því að ferðast innan lands sem utan og fara á hestbak þegar tími gefst til.“ Fjölskylda Eiginkona Valgarðs er Vilborg Pétursdóttir, f. 5.11. 1944, grunn- skólakennari. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur B. Ólason, f. 31.10. 1915, d. 18.7. 1998, bóndi í Mið- húsum í Sveinsstaðahreppi, og Fanney Daníelsdóttir, f. 3.12. 1913, d. 2.11. 1968, húsfreyja í Miðhúsum. Börn Valgarðs og Vilborgar eru 1) Hilmar Pétur, f. 10.1. 1973, við- skiptafræðingur og fjármálastjóri hjá Eimskip en kona hans er Sigríð- ur Erla Einarsdóttir, klæðskeri hjá Vogue, og eru börn þeirra Val- garður, f. 2000, Markús Logi, f. 2005, og Ragna Rut, f. 2010; 2) Ólafur Reimar, 16.7. 1974, starfsmaður Vilko, og 3) Fanney Hanna, f. 6.2. 1981, þroskaþjálfi við Ísakskóla en maður hennar er Stefán Andri Gunnarsson, sagnfræðingur við Þjóðmenningarhúsið, og eru börn þeirra Gunnar Andri, f. 2011, og Vilborg Bryndís, f. 2015. Systkini Valgarðs eru Halldóra, f. 21.9. 1937, húsfreyja í Reykjavík; Frímann, f. 26.2. 1939, d. 3.12. 2009, lögregluþjónn; Anna Helga, f. 31.3. 1944, leikskólakennari í Reykjavík, og Hallur, f. 3.9. 1954, bílstjóri á Blönduósi. Foreldrar Valgarðs voru hjónin Hilmar Arngrímur Frímannsson, f. 21.6. 1899, d. 13.6. 1980, bóndi í Fremstagili, og Jóhanna Birna Helgadóttir, f. 6.7. 1911, d. 21.12. 1990, húsfreyja í Fremstagili. Valgarður Hilmarsson Rósa Sigurðardóttir húsf. á Króksstöðum Jón Jónsson b. á Króksstöðum í Eyjafirði Sigurbjörg Jónsdóttir húsfr. á Kirkjuhóli Helgi Júlíus Guðnason b. á Kirkjuhóli í Skagafirði Jóhanna Birna Helgadóttir húsfr. í Fremstagili Anna Friðfinnsdóttir húsfr. á Íshóli Guðni Þorgrímsson b. á Íshóli í Bárðardal Jóhann Frímann rith. og skólastj. á Akureyri Bjarni Ó. Frímanns- son oddviti í Engi- hlíðarhr. Valgerður Bjarna- dóttir húsfr. í Rvík Bjarni Frímann Bjarnason tónlistarm. Ingibjörg Jóns- dóttir húsfr. Ögmundur Bjarnason læknir Guðmundur Frímann kennari, skáld og rith. á Akureyri Ingibjörg Sigríður Frímannsdóttir ljósm. á Sauðárkróki Ragnar Karlsson kennari og blaðam. Jón Jónsson smiður á Akureyri Karl Jóhann Bjarnason tónlistarm. Bjarni Frímanns kennari og viðskiptafr. í Rvík Reimar Helgason b. á Bakka í Seyluhr. Brynjólfur V. Vilhjálmsson vélstj. og varabæjarfulltr. á Akranesi Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra Tryggvi Páls- son hagfr. og fyrrv. bankastj. Ragnhildur Pála Ófeigsd. skáldkona og sérkennari Tryggvi Ófeigs- son út­ gerðarm. í Rvík Ófeigur Ófeigsson læknir Halldóra Þórðardóttir húsfr. í Sneis Guðmundur Guðmundsson b. í Sneis á Lax- árdal í A­Hún. Valgerður Guðmundsdóttir húsfr. í Hvammi G. Frímann Bjarnarson b. í Hvammi í Langadal Ingibjörg Guð- mundsdóttir húsfr. í Mjóadal, af Skeggs- staðaætt Björn Þorleifsson b. í Mjóadal í A­Hún., af Guðlaugsstaðaætt Úr frændgarði Valgarðs Hilmarssonar Hilmar A. Frímannsson b. í Fremstagili í Langadal í A­Hún. Jóhanna Guðrún Frí- manns- dóttir húsfr. í Ráða- gerði í Leiru Sólveig Pálsd. rith. og leikari Afmælisbarnið Valgarður. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Gunnar Kristinn Bergsteins-son fæddist í Reykjavík 29.8.1923. Foreldrar hans voru Bergsteinn Jóhannesson, múrara- meistari í Reykjavík, og k.h., Ragn- hildur Magnúsdóttir húsfreyja. Gunnar var yngstur sex systkina. Eiginkona hans var Brynja Þór- arinsdóttir sem lést á Þorláksmessu í fyrra. Þau eignuðust fjögur börn, Þórarin, f. 1949; Ragnhildi, f. 1952; Bergstein, f. 1954, og Theódóru, f. 1960. Gunnar lauk stúdentsprófi frá MR 1942 og útskrifaðist sem liðsforingi frá Sjóliðsforingjaskóla norska flot- ans 1950. Að námi loknu starfaði hann hjá Skipaútgerð ríkisins, varð fulltrúi forstjóra Landhelgisgæsl- unnar og staðgengill hans 1952 og gegndi því starfi á afdrifaríkum tíma uppbyggingar stofnunarinnar, út- færslu landhelginnar og þorska- stríða. Jafnframt lagði hann grunn að íslenskum sjómælingum og kortagerð, sem hafði fram að þeim tíma verið í höndum danska sjó- hersins. Veturinn 1968-69 var Gunnar sendur til Rómar af íslensku ríkis- stjórninni þar sem hann stundaði nám í varnarmálaskóla NATO. Við stofnun Sjómælinga Íslands árið 1970 varð Gunnar forstöðumaður stofnunarinnar og árið 1981 var hann jafnframt skipaður forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1993. Gunnar gegndi ýmsum trúnaðar- störfum, sat m.a. í stjórn Almanna- varna ríkisins og var prófdómari við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1955-81. Gunnar hlaut margvíslegar viður- kenningar fyrir störf sín en þar má telja riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, stórriddara af Danne- brog, norsku St. Olavs Ordern, sænsku Norðurstjörnuna, finnsku Röde Lejon, orðu Isabel la Catolica, ítölsku orðuna Al Merita della Re- pubblica della Italiana og Comm- ander of the British Empire. Gunnar lést 23.10. 2008. Merkir Íslendingar Gunnar Bergsteinsson 95 ára Guðrún Þórðardóttir 90 ára Guðmundur Daníelsson 85 ára Valgerður Valdimarsdóttir Yulia Kosenkova Þórður Guðmundsson 80 ára Bjarni Þ. Magnússon Ellert H. Pétursson Guðjón Þórarinsson Halldór Magnússon Marís Gilsfjörð Marísson Ragnar Þ. Magnússon Stefán Óskarsson Steinþór Þórðarson 75 ára Brynjólfur Guttormsson Dóróthea Hartford Friðrik H. Friðriksson Guðný Aðalsteinsdóttir Hildur Svava Karlsdóttir Ólafur Kristjánsson Sigríður Jóna Clausen Sólrún Sveinsdóttir 70 ára Árni Hannesson Hörður Jósefsson Sigríður Hannesdóttir Sigríður Markúsdóttir Sigrún Rut Eyjólfsdóttir Svend Richter 60 ára Guðrún M. Einarsdóttir Gunnar Rúnar Kristjánsson Halldóra M.F. Pálsdóttir Halldór Páll Halldórsson Magnús Örn Magnússon Margrét Jóna Jónsdóttir Sigríður Anna Kristinsdóttir Sæmundur Egill Björnsson Þorkell Yngvason 50 ára Ásdís Sveinjónsdóttir Baldur Þórarinsson Bylgja Steingrímsdóttir Daníel H. Sigmundsson Egill Rúnar Sigurðsson Einar Magnús Nielsen Gunnar Ólafsson Hafrún Huld Einarsdóttir Jóhann Tómas Axelsson Kristín J. Þorbergsdóttir Laufey S. Jakobsdóttir Magnús Brynjarsson Ragnhildur F. Ragnarsdóttir Snorri Guðjónsson 40 ára Ágúst Hrannar Valsson Benedikt Ármannsson Bryndís Stefánsdóttir Dóra Guðrún Pálsdóttir Erna Guðrún Jakobsdóttir Erpur Þórólfur Eyvindsson Guðmundur Lárus Arason Gylfi Þór Guðmundsson Hannes Gunnarsson Jóhann Ágúst Tórshamar Jóhann Pétur Jóhannsson Magnús Finnur Hauksson Magnús Þór Samúelsson María Maronsdóttir Sigtryggur B. Sigmarsson Valgerður Þorsteinsdóttir 30 ára Anna Harðardóttir Brynjar Þór Guðbjörnsson Daði Garðarsson Eðvald Orri Guðmundsson Ester Ósk Aðalsteinsdóttir Guðrún Jónsdóttir Gunnar S. Indriðason Helga Hrönn Óskarsdóttir Jóhannes A. Daníelsson Melkorka H. Albertsdóttir Ómar Logi Gunnarsson Til hamingju með daginn 30 ára Sólbjört ólst upp í Reykjavík, býr í Mosfells- bæ, lauk BA-prófi í sál- fræði við HA og stundar nú MSc-nám í mannauðs- stjórnun við HÍ. Maki: Björn G. Rafnsson, f. 1977, sjókokkur. Dætur: Emelía Ósk, f. 2010, og Elsa María, f. 2017. Foreldrar: Hrefna Guð- mundsdóttir, f. 1964, og Jens Páll Hafsteinsson, f. 1969. Sólbjört Ósk Jensdóttir 30 ára Stella ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk BA-prófi í heimspeki, hag- fræði og stjórnmálafræði frá Bifröst, starfar hjá Batteríi – Arkitektum og við verslunarstörf. Maki: Gauti Skúlason, f. 1993, hefur starfað hjá BHM. Foreldrar: Jón Ólafur Ólafsson, f. 1958, og Anna Sigríður Jónsdóttir, f. 1957. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Stella Sif Jónsdóttir 30 ára Snjólaug ólst upp í Reykjavík, býr í London og Reykjavík, lauk ML- prófi í lögfræði frá HR og var að skila inn doktors- ritgerð í lögfræði við Edinborgarháskóla. Foreldrar: Árni Sig- urjónsson, f. 1955.skrif- stofustjóri forseta Ís- lands, og Lilja Valdimarsdóttir, f. 1956, hornleikari við Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Þau búa í Reykjavík. Snjólaug Árnadóttir Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.