Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Einn færasti umferðarsérfræð-ingur landsins, Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur, skrifar sláandi grein í Morg- unblaðið í gær. Hún hefst þannig:    Eins og flestumer kunnugt þá stefna sveitar- félögin á höfuð- borgarsvæðinu að uppbyggingu svo- kallaðrar borgarlínu, annaðhvort í formi léttlesta eða hágæðastræt- isvagna.    Áætlaður stofnkostnaður er alltað 200 milljarðar fyrir létt- lestakerfi og 70 milljarðar fyrir kerfi með hágæðastrætisvögnum.    Það er með ólíkindum að sveit-arstjórnir á höfuðborgarsvæð- inu hafi látið sér detta í hug, að til greina komi að fjárfesta fyrir allt að 200 milljarða í léttlestakerfi á næstu árum. Þessi upphæð er út úr öllu korti miðað við þær fjárveit- ingar ríkis og sveitarfélaga sem hafa verið til ráðstöfunar í upp- byggingu samgangna á höfuðborg- arsvæðinu á undanförnum árum og áratugum.“ Þórarinn gerir ráð fyr- ir, miðað við umræðuna, að end- anleg tillaga sveitarfélaganna verði eingöngu um strætó. En í loka- orðum segir hann:    Að öllu samanlögðu tel ég að 70milljarða fjárfesting í borg- arlínu verði óhagkvæm. Jafnvel þó að fjárfestingin myndi reynast hag- kvæm, þá eru fjárveitingar tak- markaðar og álitlegustu kostirnir í uppbyggingu samgöngumann- virkja eiga að fara fremst í for- gagnsröðina.“    Sveitarstjórnarmenn ættu aðkynna sér grein Þórarins í heild. Því fyrr sem þeir koma mein- lokunni úr höfðinu á sér, því betra. Þórarinn Hjaltason Milljarða meinloka STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 súld Bolungarvík 8 súld Akureyri 10 alskýjað Nuuk 5 þoka Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 16 súld Kaupmannahöfn 19 léttskýjað Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 15 léttskýjað Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 18 rigning Glasgow 16 þoka London 26 léttskýjað París 29 heiðskírt Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 22 léttskýjað Berlín 22 heiðskírt Vín 25 heiðskírt Moskva 11 skúrir Algarve 23 léttskýjað Madríd 19 skúrir Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 29 léttskýjað Róm 33 heiðskírt Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 25 léttskýjað Montreal 19 léttskýjað New York 22 heiðskírt Chicago 21 skýjað Orlando 28 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:03 20:55 ÍSAFJÖRÐUR 5:59 21:08 SIGLUFJÖRÐUR 5:42 20:52 DJÚPIVOGUR 5:30 20:27 Björgunarsveitarmenn á Suður- landi fundu í eftirmiðdaginn í gær göngumann, Ungverja á fimmtugs- aldri, sem hafði villst á Fimmvörðu- hálsi, sem liggur milli Skóga undir Eyjafjöllum og Þórsmerkur. Útkall barst laust fyrir hádegi og fóru björgunarsveitir þá þegar á vett- vang og um klukkan hálfþrjú var maðurinn fundinn, heill á húfi en blautur eftir að hafa verið á hrakn- ingi næturlangt Skv. upplýsingum frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg villtist maðurinn út af gönguleið niður í bratt gil, en þangað fóru björg- unarmenn og náðu manninum, sem svo var komið til byggða. Öllu mun- aði að maðurinn var með síma og gat látið vita af sér. sbs@mbl.is Ungverja bjargað á Fimmvörðuhálsi Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem skoða á ís- lenska bókaútgáfu og aðstæður hennar. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá á bókaútgáfa undir högg að sækja og á hópurinn að skila tillögum um hvernig stuðn- ingskerfi rithöf- unda og útgáfu námsbóka sé best háttað, um raf- rænt lesefni og hljóðbækur, útgáfu barnabóka auk þess hvernig auka megi kaup safna á bókakosti. Kristrún Lind Birg- isdóttir er formaður en hún og Páll Valsson eru skipuð án tilnefningar. Auk þeirra eiga sæti Egill Örn Jó- hannsson fyrir hönd bókaútgef- enda, Kristín Helga Gunnarsdóttir frá RSÍ, Salka Guðmundsdóttir frá Miðstöð íslenskra bókmennta, Jón Yngvi Jóhannsson frá Hagþenki og Sigurður Guðmundsson sem til- nefndur er af fjármála- og efna- hagsráðuneyti. Starfshópurinn á að ljúka störfum eigi síðar en 1. des- ember. hdm@mbl.is Skipar starfshóp um bókaútgáfu á Íslandi Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.