Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 ✝ Ingólfur fædd-ist í Reykjavík 1. apríl 1952. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 17. ágúst 2017. Foreldrar hans voru Margrét Kristjánsdóttir, f. 11. júní 1930, d. 12. ágúst 2009, og Haukur Guð- mundsson, f. 20. apríl 1921, d. 16. nóvember 1991. Stjúpfaðir Ingólfs var Sæmundur Jóhannsson, f. 4. nóvember 1924, d. 12. janúar 2008. Ingólfur átti sex systkini. Sammæðra: Kjartan Sæmunds- son, f. 1957, Ásta Kristín Sæ- mundsdóttir Norrman, f. 1959, maki Tommie Norrman, Guð- rún Sæmundsdóttir, f. 1962, maki Kjartan Birg- isson. Samfeðra systkini eru: Gunn- ar Hauksson, f. 1955, maki Guðrún Ingimarsdóttir, Ingibjörg Hauks- dóttir, f. 1957, og Birgir Kristbjörn Hauksson, f. 1962, maki Sóley Er- lendsdóttir. Ingólfur ólst að mestu upp á Reykjavíkursvæð- inu, en var nokkur ár í sveit á Laugalandi í Reykhólasveit. Síðustu 14 ár bjó hann í íbúa- kjarnanum Þorláksgeisla 70. Hann vann á hæfingarstöðinni á Dalvegi og var í tónlistar- námi í Fjölmennt. Útför Ingólfs fer fram frá bænahúsi Fossvogskirkju í dag, 29. ágúst 2017, klukkan 13. Þegar Ingó fæddist fyrir 65 ár- um var ekki mikla hjálp að fá í samfélaginu. Mamma fékk þau ráð að setja hann á stofnun og gleyma honum. Það kom náttúr- lega ekki til greina, því mamma elskaði barnið sitt eins og aðrar mæður. Hún varð þó að láta hann frá sér í nokkra mánuði á meðan hún vann sér inn fyrir saumavél. Síðan gat hún framfleytt sér og syni sínum með saumavinnu. Lífið var erfitt með fatlað barn. Samfélagið vildi loka þau inni og stóð í vegi fyrir þeim sem völdu aðra leið. Ingó mátti ekki farið á róló, því sennilega mundi hann smita hin börnin af ein- hverfunni. Hann var þó ham- ingjusamt barn. Hann og mamma voru náin og lífið var eins gott og það gat verið þó að oft væri þröngt í búi. Þegar Ingó óx úr grasi kom samfélagið inn með fleiri hindr- anir. Það var skólaskylda í land- inu og yfirvöld kröfðust þess að hann gengi í skóla eins og önnur börn, þó svo að skólinn hefði ekki úrræði til að taka við börnum með sérþarfir eða gæti gætt ör- yggis hans. Honum var strítt og hin börnin voru vond við hann. Þessi meðferð braut hann niður og mamma sá ekki aðra leið en að koma honum fyrir í sveit. 12 ára gamall gerðist Ingó vinnumaður á Laugalandi í Reyk- hólasveit. Það var góður tími. Skólayfirvöld létu hann í friði. Hann rak kýrnar og sá um hænsnin. Hænurnar voru hans uppáhaldsdýr. Hann gaf þeim öll- um nöfn, þekkti þær allar í sund- ur. Á Laugalandi var lítil sund- laug og þar lærði Ingó að synda. Þar var gott fólk og honum leið vel. Hjónin voru þó roskin og það kom að því að flytja. Báðir for- eldrar mínir voru í vinnu á daginn svo Ingó varð að fara á stofnun. Það hefur verið mikið skrifað um Kópavogshælið undanfarið, en ég vil taka það fram að starfs- fólkið gerði flest eins vel og það gat við mjög erfiðar aðstæður. Samfélagið leit ekki á fatlaða sem manneskjur. Fólk var lokað inni í aðgerðarleysi og mönnunin var nægileg til að sjá til að enginn fari sér að voða. Það var erfitt að sjá á eftir Ingó þangað inn. Ing- ólfi hrakaði, hann hætti næstum að tala og leið mjög illa. Hann var vanur að sjá um púddurnar sínar í sveitinni, rölta um eftir kúnum og synda, en þarna var hann lok- aður inni í aðgerðarleysi, oft með mjög órólegum einstaklingum. Mamma var drífandi félagsmað- ur í Styrktarfélagi vangefinna. Hún tók þátt í fjársöfnun til byggingar sundlaugar við Kópa- vogshælið og söfnuðumst við fjöl- skyldur vistmanna saman um helgar við byggingarvinnu. Það kom þó að því að sam- félagið gerði sér grein fyrir að þroskaheftir voru líka fólk og að- staða þeirra batnaði. Síðasti hluti ævi Ingólfs hefur verið dásam- legur. Hann hefur búið í Þorláks- geisla, unnið á hæfingarstöðinni í Dalbæ, stundað tónlistarnám og notið frítímans með sumarbú- staðarferðum, farið í utanlands- ferðir, skroppið á barinn og feng- ið sér bjór og gert annað sem hefur gefið lífinu gildi. Ingó hefur sett sitt mark á um- hverfið. Hann á marga vini og okkur systkinin sem syrgja hann. Stóri bróðir minn er farinn og ég sakna hans sárt. Minning hans mun þó ætíð lifa í hjarta mínu. Takk fyrir allt, Ingó. Ásta Kristín (Liddý). Í dag kveð ég kæran bróður. Við áttum saman góðar samveru- stundir og þá sérstaklega eftir að hann flutti í sambýlið í Þorláks- geislanum þar sem Magnús for- stöðumaður og aðrir starfsmenn lögðu sig alla fram við að skapa íbúunum kærleiksríkt og gott heimili. Þar var vel tekið á móti okkur aðstandendum og það var notalegt að sitja inni hjá Ingólfi og hlusta með honum á tónlist. Ingólfur var mjög tónelskur og söng gjarnan með uppáhaldslög- unum sínum og þótti okkur gam- an að fara saman á jólaböll fatl- aðra á Hilton hóteli til að dansa og syngja saman. Líf Ingólfs var oft erfitt og þá sérstaklega þegar hann bjó á Kópavogshæli, honum leið ekki vel þar framan af og mér fannst oft mjög erfitt að fara þangað, sérstaklega þegar ég var barn og unglingur. Hún er með ólíkindum sú mannvonska sem þáverandi forráðamenn Kópavogshælis beittu vistmenn og fjölskyldur þeirra á þessum árum en engin önnur úrræði voru fyrir fjöl- skyldur fatlaðra en þau að setja ástvini sína á slíka stofnun. Mamma reyndi að taka Ingólf heim eins oft og hún gat og gerði allt til að bæta aðbúnað hans, t.d. með því að taka virkan þátt í for- eldra- og vinastarfi Kópavogs- hælis sem barðist fyrir bættri umönnun og betri aðbúnaði íbú- anna. Foreldra- og vinafélagið beitti sér fyrir því að sundlaug yrði byggð á lóðinni og komum við fjölskyldurnar saman og hjálpuðum til við byggingu henn- ar. Sem betur fer batnaði aðbún- aðurinn á Kópavogshæli verulega þegar á leið og nýtt starfsfólk tók við keflinu. Ingólfur flutti síðan í sambýlið í Þorláksgeisla 70 þegar því var komið á fót og þá breyttist líf hans mikið til batnaðar og vil ég þakka starfsfólkinu þar fyrir hlýju og vináttu í garð Ingólfs og okkar aðstandenda hans. Guðrún Sæmundsdóttir. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (JS) Kristjana frænka (Nanna). Ingólfur Hauksson vinur minn er látinn, hugsaði ég eftir hádegi eftir skrítinn morgun á bráða- móttökunni fimmtudaginn 17. ágúst. Eftir allt sem gekk á spít- alanum og þú, minn kæri Ingó, og hjarta þitt gat ekki meira. Ég var staðráðin í því að við færum sam- an heim um kvöldið í Þorláks- geislann þegar við brunuðum nið- ur eftir á Landspítalann. Þú fórst þína leið, minn kæri, til þinna foreldra vil ég trúa, og ég fór mína leið í Þorláksgeislann án þín. Það var mér þungbært að tilkynna vinum þínum þá fregn að þú værir farinn yfir til regn- bogalandsins þar sem ég vil trúa að ekkert vont sé til og einnig að þar sé frelsi til flugs og gangs. Lífið er ekki sjálfgefið, lífið er ekki bara dans. Lífið er gjöf sem við verðum að virða og það er það sem hann Ingó minn kenndi mér á þessum árum þegar við kynnt- umst. Ingó þekki ég bara að góðu, fallega brosinu, mjúku og góðu höndunum hans og söngnum sem við sungum á hverjum degi. Ég þakka allar góðu stundirnar sam- an, heima hjá þér í Þorláksgeisl- anum, sumarbúðastaðarferðum okkar þar sem þú hafðir mikið gaman að því að hafa Inga Stein minn litla með og þeim rúntum sem við tókum saman einir eða með Þóru vinkonu okkar. Einnig minnist ég góðrar vináttu ykkar Fríðu Rúnar minnar þar sem þú horfðir blíðlega á hana og þið töl- uðuð og sunguð saman. Þau sakna þess að vita að enginn Ingó sé nú til staðar í Þorláksgeislan- um, þú varst einstakur vinur. Þegar ég kom til starfa, og auðvitað áður, var og er mér allt- af í huga lífsgæði okkar allra í samfélaginu og það að við getum notið alls sem er í boði þrátt fyrir ákveðnar hömlur sem getur fylgt okkur. Það er mitt starf að standa vörð um réttindi og lífs- skilyrði einstaklinga sem ég starfa með og vona ég svo sann- arlega að ég hafi af öllum mínum mætti hjálpað þér með að njóta þess sem þú vildir, kæri vinur. Í huga mér koma nú í dag margar myndir upp, já göngu- túrarnir okkar, litla þorrablótið og þú með bjór í hendi sæll og glaður. Afmælið þitt í apríl og þú svo glaður með systkinum þínum og okkur vinum og vandamönn- um, það var góður dagur. Leik- húsferðin okkar í maí þegar við fórum á Mamma Mía og þú ljóm- aðir og sagðir, gaman. Kaffispjallið úti við og samver- an okkar í sólinni á pallinum góða við Þorláksgeislann og spurning- in mín til þín: hver væri bestur og fannst mér alltaf gaman að spyrja þig minn kæri og svaraði þú, Ég er bestur og glottir. Ég samþykkti það enda þú einstakur og ljúfur. Það er og verður tómlegt án þín minn kæri, ég skal gefa fisk- unum þínum áfram og við í Geisl- anum munum hugsa vel um þá fyrir þig. Kæru aðstandendur, minning um góðan og skemmtilegan mann lifir í huga okkar allra. Ég skrifa hér með miklu þakklæti í huga fyrir okkar kynni og veit að við eigum eftir að hittast á ný. Ég kveð þig með þessum orð- um minn kæri: Um undra-geim, í himinveldi háu, nú hverfur sól og kveður jarðarglaum; á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. (Benedikt Gröndal) Takk fyrir allt, minn kæri. Friðþór Ingason. Í dag 29. ágúst kveðjum við vin okkar Ingólf Hauksson. Ég kynntist Ingólfi fyrir þremur áratugum og hafa leiðir okkar legið nokkuð samsíða upp frá því. Ingólfur átti ekki alltaf auðvelda ævi og bjó ekki alltaf við kjör- aðstæður. Hann græddi þó mjög á því hvað það voru margir aðilar í lífi hans sem þótti vænt um hann og vildu af einlægni leggja sitt af mörkum til að bæta aðstæður hans. Aðstæður hans höfðu síðustu áratugi farið stöðugt batnandi og samtímis blómstraði Ingólfur, líf- ið varð innihaldsríkara og honum leið vel. Það var yndislegt að fá að bralla ýmislegt með honum, m.a. þvælast hingað og þangað í bú- staðaferðum, hjálpa honum að undirbúa utanlandsferðir og margt fleira. Það var líka gaman að sitja með honum að hlusta á tónlist, syngja eða að horfa á sjónvarpið eða skreppa í bíltúr, göngutúra, bíó eða út að borða. Ingólfur kenndi manni svo margt og við eigum honum mikið að þakka. Við vorum ekki tilbúin að kveðja svona hratt. En það síð- asta sem Ingólfur sagði, aðspurð- ur hvernig hann hefði það við komuna á spítalann, var „ágætt“ og þar með kvaddi hann. Við huggum okkur við það. Við kveðjum nú okkar kæra Ingólf og þökkum honum sam- fylgdina! Heimilisfólk og starfsfólk Íbúðakjarnans Þorláksgeisla 70, Magnús Helgi Björgvinsson. Ingólfur Hauksson endilangt öll sumur þegar við vorum börn. Eftir að við fórum saman til Spánar 1978 varð þessi utanlandsferðaþrá ekki stöðvuð. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og ert þú nú tekin frá okkur allt of snemma. Þrátt fyrir alvarleg og erfið veikindi vonuðum við öll að þú myndir verða gömul kona með okkur og koma okkur áfram til að hlæja dátt á fjölskyldumótum. Minning mín um glaðværa, hjarthlýja og elskulega systur sem var ávallt að gæta að velferð litla bróður síns mun alltaf vera efst í hjarta mér. Elsku Árni, Ágúst Páll, Birta Rós og börn, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Þinn elskandi bróðir, Skúli. Í dag kveðjum við elskulega mágkonu okkar sem nú hefur verið leyst þrautunum frá eins og segir í sálminum góða. Á svona stundu er gott að eiga góðar og fallegar minningar til að ylja sér við. Minningar sem orðið hafa til á þeim áratugum sem við höfum fylgst að. Samverustundir bæði hér á landi og á erlendri grund. Það er gott að láta hugann reika og minnast þeirra stunda um ókomna tíð. Hún Magga okkar greindist með illvígan sjúkdóm fyrir tveimur og hálfu ári. Strax var ljóst að baráttan yrði hörð og strembin en persónuleiki mág- konu okkar kom þá vel í ljós, því ekki skyldi gefast upp og alltaf haldið í vonina um sigur í barátt- unni við þennan slæga óvin en því miður bar sú barátta ekki árang- ur. Það er varla hægt að hugsa um Möggu nema minnast á eigin- mann hennar, hann Árna. Ein- staklega samrýnd hjón og ein- stök væntumþykja og virðing sem þau báru hvort fyrir öðru. Árni var hennar stoð og stytta í baráttu hennar og var vakinn og sofinn yfir velferð hennar alla tíð. Það sama má segja um son þeirra, Ágúst Pál, og konu hans, Birtu Rós, sem ásamt börnum þeirra glöddu hana og auðguðu hennar líf. Fátt þótti Möggu betra en að komast í sólina og naut þess að ferðast – og þá aðallega þar sem sólin skein glatt og hitastigið var fyrir ofan meðallag. Þær voru ófáar ferðir þeirra hjóna á vit ævintýranna á slíkar slóðir og þá iðulega í fylgd með Ágústi Páli, Birtu Rós og ömmu- börnunum sem voru henni svo kær. Þessar ferðir og samveru- stundir þeirra voru hennar líf og yndi. Síðustu starfsárin sín vann Magga hjá fjölskyldufyrirtæk- inu, Blikksmiðju Ágústs Guð- jónssonar, og naut sín vel í því karlaveldi. Við kveðjum elskulega mág- konu okkar með þessu ljóði og vitum að við munum hittast síðar í Sumarlandinu. Þó sólin nú skíni á grænni grund er hjarta okkar þungt sem blý Því burt varstu kölluð á örskammri stund í hugunum hrannast upp sorgarský. Fyrir okkar varst þú ímynd hins göfuga og góða svo falleg einlæg og hlý. En örlög þín ráðin, okkur setur nú hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma gæt’að sorgmæddum græða djúp sár Þó komin þú sért í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Árna, Ágústs Páls, Birtu Rósar og ömmubarnanna hennar og biðjum við að góður Guð gefi ykkur styrk á erfiðri stundu. Stella María, Sigríður Victoria (Sirrý) og fjöl- skyldur okkar. HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Birta. Nú legg ég augun aftur. Ó, Guð þinn náðarkraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virst mér að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. Við leiðarlok þökkum við Möggu fyrir allt sem hún var okkur og allt sem hún gaf okkur. Blessuð sé minning Mar- grétar Ágústsdóttur. Dagný og Arnór Síðan þú kvaddir þetta líf hef ég eytt mörgum stundum í að fara í gegnum myndir og dag- bækur og rifja upp gamla tíma. Þú varst frumburður Lísu elstu systur minnar og það var mikill spenningur að verða móður- systir. Ég var svo heppin að fá að halda þér undir skírn þegar ég fermdist og man vel hversu stolt ég var. Ég fékk oft að passa þig og þær minningar eru dýrmætar, hvort sem þú varst organdi eða hlæjandi. Þú varst fallegur og fjörugur drengur. Þú varst líka hlýr og einlægur og náinn mömmu þinni og systkinum. Þú hafðir hæfileika á ýmsum sviðum og varst einstakur tón- listarmaður. Ég vildi óska að ég gæti fengið að faðma þig einu sinni enn og segja þér að mér þykir jafn vænt um þig sem fullorð- inn mann eins og lítinn dreng. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk) Elsku Binni, ég trúi að þú sért á fallegum stað með ljós og birtu hjá þér. Þú varst einstakur. Guðrún María Brynjólfsdóttir. Elsku frændi minn. Þegar við kveðjum þig grátandi með harm og söknuð í hjarta, þá vil ég trúa því að á öðrum stað við aðra strönd standi fólk með bros á vör og fagni þér með gleði, já taki á móti þér og um- vefji þig ást og kærleika. Þú gafst svo mörgum hlýju og kærleik á þinni stuttu ævi, alls staðar komstu með alúð og ljúf- lyndi. Ég man svo vel þegar þú fæddist, fyrsta langömmubarn mömmu og fyrsta ömmubarn Deidýar systur og ég varð ömmusystir. Lísa frænka mín svo ung, stolt og dugleg mamma með litla frumburðinn sinn, sem seinna varð svo einnig besti vinur hennar. Þið voruð alltaf einstök saman. Snemma komu í ljós miklir tónlistarhæfileikar sem þú hafðir til að bera og þar naustu þín meðal góðra vina við að spila á gítarinn þinn af snilld. Við biðjum góðan Guð að umvefja mömmu þína og systk- ini og gefa þeim styrk í þessari miklu sorg. Elsku Lísa, Óli, Gunnur, Óli Kári og Ísold, hugur okkar er hjá ykkur. Minning Binna mun lifa og við munum ylja okkur við allt það góða sem hann gaf okkur meðan við höfðum hann hjá okkur. Ljós Guðs lýsi þér, elsku Binni. Við munum hittast á ný þar sem ekki þekkist þjáning og sorg. Takk fyrir allt, fallega sál. Hvíl í friði. Geirdís (Dísa) og Ómar. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.