Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vottaður hífi og festingabúnaður Námskeið um notkun á hífibúnaði Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði Hífi- og festingabúnaður - Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef veitt í þessu vatni ímörg ár og aldrei fengiðsvona fisk í netin, ogsama segir nágranni minn sem hefur veitt áratugum sam- an í vatninu,“ sagði Rúnar Marteins- son þegar hann snemma í ágúst kom nokkuð blóðugur til handa að kaffi- borðinu heima hjá sér á Fyrirbarði í Fljótum, en Rúnar hafði þá verið að gera að fiski sem hann hafði skömmu áður fengið í net sitt í Miklavatni. Kaffigestir þustu út að líta á óskapnaðinn, en fengur Rún- ars þann daginn samanstóð af nokkrum hefðbundnum bleikjum og þremur heldur óvenjulegum fiskum, tveimur löxum með hnúð á baki og sá þriðji var silfurlitaður og dopp- óttur lax. Laxarnir með hnúðinn voru auðþekkjanlegir sem svokall- aðir hnúðlaxar en þann þriðja var erfiðara að greina. „Ég frétti um daginn að það væri farið að bera nokkuð á þessum hnúðlöxum, ég veit að það veiddist einn slíkur í sumar í Héðinsfjarðar- vatni, einn í Ólafsfjarðarvatni og tveir hafa veiðst í Fljótaá,“ segir Rúnar sem finnur í einum grænum hvelli í tölvu sinni milli kaffisopa gamla frétt frá því árið 2000 í Dag- blaðinu þar sem Kristinn H. Gunn- arsson þingmaður segir frá því að hann hafi fengið „hnúfulax“ í net í Markarfljóti þegar hann var þar í sveit ungur drengur. Gera má ráð fyrir að það sé samskonar fiskur, þó að heiti fisksins sé ekki alveg það sama, því í fréttinni segir að fiskur þessi komi frá Rússlandi. Sá fjórði kom daginn eftir Jörðin Fyrirbarð liggur að Miklavatni og Rúnar segist hafa rétt til að renna neti sínu í vatnið, en allir bændur sem eiga land að vatninu eiga veiðirétt í því. „Við hér á Fyrir- barði eigum okkar veiðileyfi frá Gautlandi. Það er skemmtilegt að geta veitt fisk í soðið í Miklavatni, þetta eru mest tveggja punda sil- ungar sem koma í netið hjá mér. Þetta er sjóbleikja sem gengur í vatnið og einn og einn lax slæðist stundum með,“ segir Rúnar sem fékk svo fjórða hnúðlaxinn í netið hjá sér í Miklavatni daginn eftir. Hann ákvað að senda hreistursýni af hnúðlöxum þessum á Hafrannsókna- stofnun til Guðna Guðbergssonar, svo hægt sé að aldursgreina þá og rannsaka ýmislegt fleira. Merkilegt að komi þrír saman Það kom sér vel að geta komið við á Kálfsstöðum í Hjaltadal daginn eftir þar sem Ólafur Sigurgeirsson býr, lektor í fiskeldi við Hólaskóla, og sýna honum myndir af fiskunum þremur og biðja hann um að bera kennsl á þá og upplýsa hvaðan þeir koma. „Þetta eru allt hnúðlaxar, tveir hængar og ein hrygna. Hnúðlaxinn kemur úr Hvítahafinu, en hann er að uppruna villtur Kyrrahafslax. Hængarnir eru greinilegra komnir lengra að og þynnri en hrygnan. Mér finnst svolítið merkilegt að þeir komi þrír saman í netið hjá Rúnari, þá eru þeir saman í göngu, en yf- irleitt koma þeir aðeins einn og einn þegar þeir hafa veiðst hérlendis.“ En hvernig stendur á því að þessi lax kemur svo langan veg, frá Hvítahafinu í Miklavatn í Fljótum á Íslandi? „Miklavatn er opið til hafs, svo hann hefur komið hingað af hafi alla þessa leið norðan úr Hvítahafi við Rússland. Þessi fiskur getur ferðast um gríðarlega langan veg. Ég heyrði frásögn af hnúðlaxi sem veiddist í Laugarvatni í Laugardal, ef satt er þá hefur það verið talsvert mikil reisa, upp Ölfusá, upp Hvítá, upp Brúará, upp Hólá og að lokum inn í Laugarvatn.“ Gríðarlegar göngur í norsk- um ám og einnig í Skotlandi Þegar Ólafur er spurður um hvers vegna hnúðlaxinn hafi þennan hnúð á baki, svarar hann með því að spyrja: „Af hverju verðar hrútar Hnúður til að auka á kynþokkann Við kynþroska fer hann í diskógalla, hann roðnar rækilega þegar allur litur hans færist úr holdi í roð. Og honum vex hnúður á baki, allt til að sýna að hann sé til í tuskið. Hann vill vera sexí fyrir hrygnurnar. Flækingurinn og Kyrrahafslaxinn hnúðlax hefur veiðst óvenjuvíða á Íslandi í sumar, m.a í Soginu, í Hafralónsá, í Sandá í Þistilfirði, í Héðinsfjarðarvatni, í Ólafsfjarðarvatni, í Fljótaá og í Patreksfirði. Blaðamaður rakst óvænt á þrjá nýveidda hnúðlaxa í sumar á ferð sinni um Norðurland. Ljósmyndir/Kristín Heiða Fiskirí Rúnar fékk 11 fiska í netið daginn sem hnúðlaxarnir þrír veiddust. Ólafur Sigurgeirsson Hér með hryssunni sinni Kötu frá Kálfsstöðum. Hnúðlaxar Rúnars Hængar tveir og ein hrygna, þeir eru þynnri en hún. Unglingabókin Handbook for Mortals eftir Lani Sarem hefur verið fjarlægð af metsölulista fréttamiðilsins the New York Times. Bókin var í fyrsta sæti á unglingabókalistanum en samkvæmt frétt The Guardian komst upp um slóð af skipulögðum fjöldapöntunum í bókabúðum víðs vegar um Bandaríkin. Unglingabóka- rithöfundurinn Phil Stamper var meðal þeirra sem komu upp um mál- ið eftir að hafa upphaflega sett spurningarmerki við það að óþekkt bók hefði náð að seljast í 5000 ein- tökum á einni viku. Stamper og aðrir rithöfundar könnuðu málið frekar og komust að því að um fjöldapantanir hefði verið að ræða frá einstökum aðilum í bókabúðum sem tengjast metsölulista Times. Það virðist því vera að fjöldapantanirnar hafi verið gerðar til að koma bókinni á met- sölulistann og hefur Times fjarlægt bókina af listanum af þeim sökum. Í tilkynningu frá Times segir að þeir hafi rannsakað málið og standast sölutölur bókarinnar ekki mæli- kvarða metsölulistans. Nýr listi án Handbook for Mortals verður birtur 3. september. Skipulögð svik í bóksölu Unglingabók fjarlægð af met- sölulista the New York Times Morgunblaðið/Styrmir Kári Bóksala Sölutölur bókarinnar Handbook for Mortals vöktu athygli annara rit- höfunda. Þeir rannsökuðu málið og upp komst um skipulagðar fjöldapantanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.