Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 1
Yfirvöld í Bandaríkjunum búast við að um hálf milljón manna muni þarfnast aðstoðar vegna flóðanna í Texas og að 30 þúsund manns þurfi að gista í neyðarskýlum vegna hamfaraflóðanna sem hófust á föstudaginn í kjölfar hitabeltis- stormsins Harvey. Talið er að um 300 þúsund manns séu án rafmagns á svæðinu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, lýsti í gær yfir neyðarástandi í nágrannaríkinu Louisiana og sagði hamfarirnar ekki eiga sér sögulega hliðstæðu. Veðurfræðingar búast við enn meira vatnsveðri og flóðum í fram- haldinu. Allt að tvö þúsund manns hefur verið bjargað í og umhverfis Houston, sem er fjórða fjölmenn- asta borg Bandaríkjanna, þar sem búa um 6,6 milljónir manna. Um tólf þúsund þjóðvarðliðar hafa verið ræstir út til að aðstoða fólk í neyð. Örvæntingarfullir íbúar hafa leitað til samfélagsmiðla til að biðja um hjálp með myndum af fjöl- skyldum sínum þar sem þau eru strandaglópar á heimilum sínum þar sem að vatnavextir eru miklir. Þyrlur eru að tína fólk upp af hús- þökum til að bjarga því. Að minnsta kosti átta eru látnir. Búa sig undir meiri hamfaraflóð AFP Vatnavextir Íbúar á hrakhólum.  Um 30 þúsund manns á vergangi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ráðgjafarfyrirtækið Analytica hefur niðurfært hagvaxtarspá í ár úr 6% niður í 4,5-5,2%. Ástæðan er minni vöxtur ferðaþjónustu en spáð var. Með því fylgir Analytica í kjölfar Seðlabankans sem niðurfærði hag- vaxtarspá sína í síðustu viku. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir vísbendingar um að toppur hagsveiflunnar verði fyrr en talið var. Hagvöxtur næsta árs geti farið niður í 2,5%. Það yrði kólnun. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir útlit fyrir minni hagvöxt í ár og næstu ár en spáð var. „Greiningaraðilar eru að færa niður spár um hagvöxtinn. Vöxtur ferðaþjónustu í ár hefur ekki verið jafn mikill og spáð var.“ Gústaf Steingrímsson, hagfræð- ingur hjá Landsbankanum, segir áhrif gengisstyrkingarinnar á ferða- þjónustuna hafa verið vanmetin. Samdráttur hafi verið í vissum grein- um ferðaþjónustunnar. Það sé lítið svigrúm til launahækkana hjá út- flutningsfyrirtækjum. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir greinilegt að þeir kraftar sem drifið hafa áfram útflutning og hagvöxt síðustu fimm ár séu að gefa eftir. Þ.e. ferðaþjón- usta og fjárfestingar tengdar henni. Drifkraftar gefa eftir  Analytica og Samtök iðnaðarins telja spár hafa ofmetið hagvöxt í ár og næsta ár  Sérfræðingur hjá Landsbankanum telur áhrif gengisstyrkingarinnar vanmetin MSpá nú minni hagvexti »10 Standa við áætlunina » Hlynur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri viðskipasviðs Keflavíkurflugvallar, segir Isavia standa við spá um að hingað komi 2,2-2,3 milljónir erlendra ferðamanna í ár. » Spá ársins sé á áætlun. Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 1 7 Stofnað 1913  207. tölublað  105. árgangur  STJARNAN Í 32-LIÐA ÚRSLIT MEISTARA- DEILDAR EVRÓPU MEÐ HNÚÐ TIL AÐ AUKA Á KYNÞOKKANN NEI, HÆTTU NÚ ALVEG, EFTIR VILLA NAGLBÍT DAGLEGT LÍF 12-13 MENNING 31ÍÞRÓTTIR 2  Viðmiðunarreglur dóms- málaráðuneytisins um fasteigna- kaup útlendinga hér á landi gera það ólíklegt að kínverskir fjárfestar geti keypt jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum til að reka þar ferðaþjónustu eins og hugur þeirra er sagður standa til. Ráðuneytið miðar við að land- svæði utan skipulagðs þéttbýlis sem leigt eða selt er til atvinnu- starfsemi útlendinga utan EES- svæðisins sé að hámarki 25 hektarar en Neðri-Dalur er 1.200 hektarar. Jóhannes Tómasson, upplýs- ingafulltrúi ráðuneytisins, segir að við þessar reglur hafi verið stuðst frá árinu 2014. » 18 Jarðakaupin ekki umfram 25 hektara Tveimur Þristum, Páli Sveinssyni sem er af gerðinni Douglas C-47A, og Breitling Douglas DC-3, sem nú er hér á landi í hnattflugi, var í gærkvöldi flogið saman vestur að Mýrum og Snæfellsnesi og úr varð einstakt myndefni í fallegri kvöld- birtu. Breitling-vélin var smíðuð árið 1940 en hin íslenska, sem lengi var í eigu Flugfélags Íslands og seinna Landgræðsl- unnar, er þremur árum yngri. Eldri flugvélar sjást varla leng- ur og því var flugferðin merkur viðburður og verður vænt- anlega lengi í minnum hafður meðal flugáhugamanna. Ljósmynd/Baldur Sveinsson Öldungar á flugi út af Mýrum Norðurkóresk yfirvöld skutu flug- skeyti yfir norðurhluta Japans í gærkvöldi. Viðvörunarkerfi í Japan varaði íbúa á svæðinu við en skeytið olli þó engu tjóni. Japanski herinn reyndi ekki að skjóta niður flugskeytið sem fór í gegnum japanska lofthelgi um klukkan sex að morgni að jap- önskum staðartíma, en laust upp úr klukkan níu í gærkvöldi að íslensk- um tíma. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, kveðst munu gera allt sem í sínu valdi standi til að vernda jap- anskan almenning. Yfirvöld í Suð- ur-Kóreu sögðu N-Kóreu hafa skot- ið upp flauginni nærri höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. N-Kórea sendi skeyti AFP Leiðtoginn Kim Jong-Un.  Flaug yfir norð- urhluta Japans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.