Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verði vöxtur ferðaþjónustu undir
áætlunum í ár gæti hagvöxtur orðið
undir spám. Þetta telja hagfræðing-
ar sem Morgunblaðið ræddi við.
Tilefnið er það mat Samtaka
ferðaþjónustunnar að ferðamenn
sem koma til landsins verði oftaldir
um 14% í ár. Mismunurinn, yfir 300
þúsund manns, sé á við fjölda ferða-
manna sem komu til landsins 2003.
Þá kom fram í Morgunblaðinu um
liðna helgi að samdráttur væri hjá
Íslenskum fjallaleiðsögumönnum
milli ára og að uppbygging hótela
yrði líklega hægari en talið var.
Ráðgjafarfyrirtækið Analytica
uppfærði hagspá sína að beiðni
Morgunblaðsins. Samkvæmt henni
verður 4,5%-5,2% hagvöxtur í ár.
Með því hefur fyrirtækið niðurfært
hagspána, líkt og Seðlabankinn gerði
í síðustu Peningamálum. Áður spáði
Analytica um 6% hagvexti í ár.
Yngvi Harðarson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri Analytica,
segir efri mörkin í nýrri spá fyrir-
tækisins, þ.e. 5,2%, á pari við nýja
hagspá Seðlabankans. Þannig hafi
Seðlabankinn niðurfært hagvaxtar-
spána úr 6,3% í 5,2% í nýjustu Pen-
ingamálum. Þá spáir Yngvi því að
hagvöxtur á næsta ári verði um
2,5%. Seðlabankinn spáði því til sam-
anburðar í maí að það yrði 3,5% hag-
vöxtur 2018. Sú spá var niðurfærð í
3,3% í Peningamálum.
Yngvi leggur áherslu á að áætlun
Analytica sé bráðabirgðaspá. Hitt sé
ljóst að það stefni í töluvert minni
vöxt landsframleiðslu en áætlað var.
Áhrif gengisins vanmetin
Hann segir aðspurður að áhrif
gengisstyrkingar í vor á hagvöxtinn
hafi verið vanmetin. Styrkingin hafi
verið umfram spár. „Það munar
mest um hægari fjölgun ferðamanna
og svo er innflutningur að aukast
hraðar en áætlað var. Ef það hægir á
fjölgun ferðamanna má búast við að
gengi krónu gefi eftir,“ segir Yngvi.
Ef spá Analytica gengur eftir gæti
vöxtur hagkerfisins verið tugum
milljarða króna minni næstu ár en
spáð var. Hvert prósent í landsfram-
leiðslunni samsvarar enda rúmum 20
milljörðum króna.
Yngvi segir aðspurður meiri líkur
en minni á að toppurinn í hagsveifl-
unni verði fyrr en talið var. Sé litið
nokkur ár fram í tímann séu hag-
vaxtarhorfur hins vegar þokkalegar.
Minna rúm til að hækka laun
Ingólfur Bender, hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins, segir útlit fyrir
minni hagvöxt í ár og næstu ár en
spáð var. Fyrir vikið verði innistæða
fyrir launahækkunum ekki jafn mikil
og væntingar voru um. Þróun fram-
leiðni á næstunni muni hafa mikið
um það að segja hver þessi innistæða
verður og í því sambandi hvernig
takast mun til í nýsköpun, uppbygg-
ingu innviða, menntamálum og al-
mennt hvernig takist að tryggja „að
starfsumhverfið sé þannig að hér
dafni virðisaukandi starfsemi“.
Ingólfur rifjar upp að Seðlabank-
inn hafi niðurfært hagvaxtarspána í
síðustu Peningamálum. Þá spái
bankinn nú 8,7% vexti í útflutningi
vöru og þjónustu í ár en hafi spáð
10,5% vexti í Peningamálum í maí.
„Greiningaraðilar eru að færa nið-
ur spár um hagvöxt. Vöxtur ferða-
þjónustu í ár hefur ekki verið jafn
mikill og spáð var. Þá eyðir hver
ferðamaður minna en áður. Þegar
rýnt er í tölur um fjölda ferðamanna
og gistinætur er að mínu mati aug-
ljóst að það er að hægja á vexti tekna
af ferðamönnum. Það hefur eðlilega
áhrif á áform um fjárfestingu, hvort
sem það er í hótelum, bílum, afþrey-
ingu eða öðru. Það mun trappa niður
vöxtinn í hagkerfinu á næstunni.“
Leita að ódýrari kostum
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, telur að minni
innistæða verði fyrir launahækkun-
um á næstunni en vænst var.
„Þeir kraftar sem drifið hafa
áfram útflutning og hagvöxt síðustu
fimm ár eru greinilega að gefa eftir.
Þá ferðaþjónustan og fjárfestingar
tengdar henni. Vegna hækkandi
verðlags leita ferðamenn að ódýrari
kostum við dvöl sína hérlendis. Sam-
anlögð neysla ferðamanna kann því
að dragast saman þótt þeim fjölgi.
Um leið og það hægir á vexti útflutn-
ings og innlend eftirspurn heldur
áfram að aukast versnar viðskipta-
jöfnuðurinn sjálfkrafa. Þá fer að
verða minni innistæða fyrir því að
auka kaupmáttinn í landinu.“
Vegur orðið mjög þungt
Gústaf Steingrímsson, hagfræð-
ingur hjá Hagfræðideild Lands-
bankans, segir bankann ekki hafa
endurskoðað spá um 6,7% hagvöxt í
ár. Hins vegar sé ljóst að ef vöxtur í
ferðaþjónustu breytist í samdrátt í
ár hafi það áhrif á spá bankans.
„Ferðaþjónustan hefur leitt hag-
vaxtarþróun hér á landi undanfarin
ár og er farin að vega mjög þungt í
efnahagsþróun hér á landi … Til-
tölulega litlar breytingar í vexti
ferðaþjónustu hafa því töluvert mikil
áhrif á hagvaxtarþróun hér á landi.“
Spurður hvaða áhrif það muni
hafa á svigrúm til launahækkana ef
hagvöxtur verður minni en spáð var
bendir Gústaf á að launahækkanir
hérlendis hafi verið langt umfram
hækkanir í helstu viðskiptalöndum.
„Út frá sjónarhóli samkeppnis-
hæfni er lítið svigrúm til launahækk-
ana hjá útflutningsfyrirtækjum eins
og staðan er í dag,“ segir Gústaf.
Þróunin kom á óvart
Hann segir aðspurður vísbending-
ar um að sumt ferðaþjónustufólk
hafi vanmetið áhrif gengisstyrking-
arinnar í vor á tekjuþróunina.
„Þróunin frá því í maí hefur komið
mörgum í opna skjöldu. Tekjur hjá
sumum fyrirtækjum í ferðaþjónustu
hafa dregist saman í krónum talið á
ársgrundvelli. Það er þróun sem ég
hugsa að fáir hafi búist við, þótt þeir
hafi gert ráð fyrir því að krónan yrði
áfram sterk. Þróunin hefur komið
mishart niður á ferðaþjónustufyrir-
tækjum. Enn sem komið er er neysla
ferðamanna í flestum útgjaldaliðum
að aukast milli ára í krónum en vöxt-
urinn er mun hægari og sumir hafa
upplifað samdrátt.“
Hlynur Sigurðs-
son, fram-
kvæmdastjóri
viðskipasviðs
Keflavíkur-
flugvallar, segir
um 3.000 færri
farþega hafa far-
ið um völlinn á
fyrstu sjö mán-
uðum ársins en
Isavia áætlaði. Það sé 0,07% undir
áætlun. „Eini mánuðurinn sem
hefur verið verulega undir áætlun
var maí. Þá seinkaði Icelandair
seinni „bankanum“ um tvær vikur.
Júní og júlí voru hins vegar aðeins
yfir áætlun. Það bil sem myndaðist
í maí hefur því verið brúað. Við
erum á áætlun.“
Hlynur segir könnun Isavia um
mánaðamótin júlí og ágúst benda
til að svonefndir sjálftengi-
farþegar hafi verið aðeins fleiri en
reiknað var með – farþegar sem
millilenda í Keflavík án þess að
fara úr flugstöðinni og eru að
tengja milli tveggja flugfélaga.
Isavia telji líklegt að slíkir far-
þegar séu hlutfallslega flestir yfir
sumarið en að þeim fækki í vetur
þegar vetrarflugáætlun verður á
flugi til og frá Keflavík.
Hlynur segir aðspurður að því sé
útlit fyrir að áætlanir um fjölda er-
lendra ferðamanna í ár standist.
„Við höfum hug á að gera aðra
sambærilega könnun í nóvember
þegar vetrardagskráin er hafin. Þá
fljúga færri flugfélög og það er
lengra bil milli flugferða. Til dæm-
is hættir „seinni banki“ hjá Ice-
landair í september. Það er líklegt
að sjálftengifarþegar séu þá færri
en yfir sumarið. Hversu mikið er
erfitt að segja.“
Áætlanir Isavia munu standast
TALNING FERÐAMANNA Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Hlynur
Sigurðsson
Spá nú minni hagvexti í ár
Analytica niðurfærir spá um hagvöxt í ár vegna minni umsvifa í ferðaþjónustu Samtök iðnaðarins
telja útlit fyrir minni hagvöxt í ár og næstu ár en spáð var Dósent segir aflvaka hagvaxtar að veikjast
Morgunblaðið/Ómar
Keflavíkurflugvöllur Deilt hefur verið um hversu margir flugfarþegar koma inn í landið sem ferðamenn.
Undir áætlun
» Samkvæmt tölum Rann-
sóknaseturs verslunarinnar
yfir kortaveltu erlendra ferða-
manna hefur verið neikvæður
vöxtur í nokkrum greinum á
síðustu þremur mánuðum, á 12
mánaða grundvelli.
» Meðal þeirra eru farþega-
flutningar á landi, söfn, gallerí
og dýragarðar, ýmis önnur
þjónusta og verslun.
» Gjafa- og minjagripaverslun
dróst mest saman, næst kom
liðurinn önnur verslun, sem er
ekki skilgreindur frekar, og svo
tollfrjáls verslun.
» Dagvöruverslun jókst hins
vegar milli ára.
» Þá hafa úttekir á reiðufé
verið minni en áætlað var.
» Þessi þróun er vísbending
um að ferðamenn hafi lagað
neyslu sína að sterkara gengi
krónunnar.