Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2900LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 FYRIR HEIMILIN Í LANDINU SPARIDAGARfyrir heimilin í landinu SPARIDAGARfyrir heimilin í landinu LOKADA GAR Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Yfirvöld áttu í gær í erfiðleikum með að finna húsaskjól fyrir tugi þúsunda Texas-búa sem urðu að flýja heimili sín vegna aftakarigningar sem fylgdi fellibylnum Harvey og olli miklum flóðum í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna. Óveðrið var enn yfir strönd Texas í gær og var skilgreint sem hitabeltis- stormur. Veðurfræðingar spáðu því að stormurinn myndi magnast, án þess að ná fellibyljastyrk, fara aftur yfir Texas á morgun og þaðan til Louisiana. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir neyðar- ástandi í Louisiana í gær til að alríkis- stofnanir gætu aðstoðað við björgunarstarfið. Talið er að flóðin í Houston aukist þegar stormurinn fer aftur yfir borg- ina með miklu úrhelli. Rigningin sem fylgir storminum er þegar orðin um helmingurinn af meðalúrkomunni í borginni á einu ári í venjulegu árferði. Brock Long, yfirmaður almanna- varnastofnunar Bandaríkjanna, FEMA, sagði að næsta forgangsverk- efni hennar væri að finna húsaskjól fyrir fólk sem þyrfti að flýja heimili sitt vegna flóðanna, líklega um 30.000 manns. Engin dæmi væru um svo mikil flóð í sögu Texas. Long varði þá ákvörðun yfirvalda í Houston að fyrir- skipa ekki íbúunum að forða sér út úr borginni áður en fellibylurinn skall á. Hann sagði að það hefði tekið marga daga að tæma borgina af fólki. Um 2,3 milljónir manna búa í borginni og um fjórar milljónir í nágrenni hennar. 3.000 manns bjargað Talið er að fimm manns hafi látið lífið af völdum óveðursins og meira en 3.000 manns hafði verið bjargað af flóðasvæðunum í gær. Hringt var í neyðarnúmerið 911 alls 56.000 sinn- um í Houston á fimmtán klukku- stundum, sjö sinnum oftar en á heil- um venjulegum degi. Nauðstaddir íbúar voru hvattir til að fara upp á þök húsa til að björgunarmenn í þyrlum gætu séð þá og bjargað þeim. Þúsundir þjóðvarðliða hafa tekið þátt í björgunarstarfinu, auk björg- unarsveita og slökkviliðsmanna. Skortur er á bátum til björgunar- starfanna og skorað var á eigendur báta að nota þá til að bjarga nauð- stöddu fólki. Fellibyljir myndast yfir höfum hitabeltisins eða við jaðar þess. Þeir hafa sömu varmaorku og 2.500 kjarnakljúfar Í miðjunni er vindur hægur Vindhraði > 33 m/s (allt að 83 m/s) Vindstyrkurinn er minni við jaðarinn Mikil rigning Hámarkshæð: 15-17 km 10-30 km hraða á klst Vindur er hvassastur í svonefndum augavegg Vindhraðinn minnkar þegar bylurinn kemur að landi Loftstraumur: hlýr kaldur Fellibylurinn fær kraft sinn úr uppstreymi lofts í kringum augað Fellibyljir myndast yfir heitum höfum Heimild: NOAA, NASA Þvermál: 500-1.000 km Færist á 30km Fellibyljir myndast þar sem yfirborðshiti sjávar er minnst 26°C. Fellibyljasvæðin eru utan 5° fjarlægðar frá miðbaug og í suðurjaðri staðvindabeltanna Auga Talið er að flóðin í Houston aukist enn  Lýst yfir neyðarástandi í Louisiana vegna óveðurs AFP Metflóð í Houston Fjölskylda flýr frá heimili sínu í Houston-borg. Eykst stormatjónið? » Hlýnun jarðar, hlýrri sjór og hækkandi sjávarborð verða til þess fellibyljir verða öflugri og valda meira tjóni en áður, að sögn James Elsner, sérfræð- ings í fellibyljum. » „Við vitum að öflugustu stormarnir verða öflugri þegar andrúmsloftið hlýnar,“ segir Elsner. „Hafið ýtir undir storm- ana með hlýjum sjó – því hlýrri sem sjórinn er þeim mun öfl- ugri getur stormurinn orðið.“ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nokkrir af forystumönnum repú- blikana í Bandaríkjunum hafa gagn- rýnt Donald Trump forseta fyrir að veita Joseph Arpaio, fyrrverandi lögreglustjóra í Arizona, sakarupp- gjöf. Dómstóll í Arizona hafði dæmt Arpaio sek- an um vanvirð- ingu við hann með því að hundsa réttartil- skipun um að hætta að láta lög- reglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem litu út fyrir að vera innflytjendur frá Rómönsku Ameríku. Dæma átti í máli Arpaio í október og hann átti allt að hálfs árs fangelsi yfir höfði sér. Á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ákvörðun forsetans eru báðir þing- menn Arizona í öldungadeildinni, þeir John McCain og Jeff Flake, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar þingsins, og John Kasich, ríkisstjóri Ohio. Fangar niðurlægðir Lagasérfræðingar telja að forset- inn hafi brotið gegn venjum þegar hann tók ákvörðunina en samkvæmt stjórnarskránni hafi hann vald til að veita Arpaio sakaruppgjöf, að sögn The Wall Street Journal. Hátt settur embættismaður í Hvíta húsinu varði ákvörðun forsetans, sagði að fyrri forsetar hefðu oft náðað umdeilda menn og Trump hefði m.a. haft hlið- sjón af áratugalöngum störfum Arpaio í opinbera þágu. Arpaio er 85 ára að aldri og var fyrst kjörinn lögreglustjóri árið 1993 en náði ekki endurkjöri á síðasta ári. Hann naut lengi mikils fylgis meðal almennings og rakti það til hörkunn- ar sem hann sýndi dæmdum afbrota- mönnum. Til að mynda endurvakti hann röndótta fangabúninga til að niðurlægja afbrotamennina. Fangar voru látnir vinna á almannafæri, hlekkjaðir saman í litlum hópum. „Ég vildi að fangarnir hefðu and- styggð á fangelsinu,“ sagði hann í sjálfsævisögu sinni, sem nefnist „Harðsnúnasti lögreglustjóri Bandaríkjanna“. Markmiðið var að föngunum liði svo illa að þeir vildu ekki hætta á að verða vistaðir þar aftur eftir afplánun. Fjölmiðlar og mannréttindasamtök gagnrýndu meðferðina á föngunum. Arpaio hefur einnig verið sakaður um að hafa brotið gegn stjórnar- skrárbundnum réttindum fólks, sem ættað er frá Rómönsku Ameríku, í baráttu hans gegn ólöglegum inn- flytjendum. Paul Ryan kvaðst vera andvígur ákvörðun Trumps og sagði að lög- reglustjórum og öðrum embættis- mönnum bæri að „virða réttindi allra í Bandaríkjunum“. McCain sagði að forsetinn græfi undan „staðhæfing- um hans um að hann virti réttarrík- ið“. „Forsetanum ætti að vera al- gjörlega óheimilt að nota náðunarvaldið sem einhvers konar pólitískan fleyg,“ sagði John Kasich. Repúblikanar deila á Trump  Gagnrýndur fyrir sakaruppgjöf Joseph Arpaio Indverski trúarleiðtoginn Ram Ra- him Singh var dæmdur í 20 ára fangelsi í gær fyrir að hafa nauðg- að tveimur konum. Miklar óeirðir blossuðu upp þegar hann var fund- inn sekur um nauðganirnar í vik- unni sem leið. Minnst 38 manns létu lífið og um 200 særðust í átökunum. Dómurinn var kveðinn upp í borginni Rohtak í norðurhluta Ind- lands og mikill öryggisviðbúnaður var þar vegna hættu á að óeirðir hæfust að nýju. Lögfræðingur fórnarlamba trúarleiðtogans segir að talið sé að hann hafi nauðgað 48 konum til við- bótar. Þær séu allar á meðal fylgis- manna hans. Hreyfing Singh segir að alls séu fylgismenn hans í heim- inum um 60 milljónir. Dæmdur í fangelsi AFP Umdeildur Singh hefur verið sak- aður um morð og nauðganir.  Óeirðir meðal fylgismanna gúrús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.