Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is amlegt ka nýmalað, en in h ynn u r ura a v ar rv . óðum þér í kaffi. s ylki. él Við jK t J k ffi Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft ekki að bregðast illa við þótt menn samþykki ekki allt sem þú segir. Viðhaltu kraftinum með því að vera dálítið kvikur, hvort sem þú ert í stuði til þess eða ekki. 20. apríl - 20. maí  Naut Það gengur ekki að blanda saman létt- úð frístundarinnar og alvarleika starfsins. Leggðu inn í gleðibankann líka. Hjá þér magnast hvöt til að standa á þínu og verja skoðanir þínar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er fráleitt að kaupa eitthvað bara til þess að kaupa eitthvað. Hlustaðu á líkama þinn og farðu eftir því sem hann seg- ir þér. Leyfðu þér að njóta sumarsins meðan það varir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Er draumar þínir rætast veistu varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Fólki finnst þú heillandi og flinkur á þínu sviði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Taktu frá 30 mínútur í dag til þess að bæta skipulagið á heimilinu eða í vinnunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þessi tími er þér gagnlegur til sköp- unar svo þú skalt reyna að fá sem mest tóm til þeirra starfa. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert með óþarflega miklar áhyggjur af fjárhagnum en hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Sums staðar verður að gefa eftir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að byggja meira á innsæi þínu þegar þú ræðst til atlögu við flókin verkefni. Allir taka eftir þér og því sem þú gerir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Spennan hefst þegar þér fer að líða vel með eigin óöryggi. Hugsaðu um allt það góða sem þú gerir, eins og til dæmis að brosa við ókunnugum, vinka barni og halda hurð fyrir einhverjum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ætlast til að þú halir inn peninga og þá þarf að kunna að smjaðra. Við þessu er ekkert að gera, en kannski er best að fresta mikilvægum framkvæmdum í bili. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft á öllum þínum innri styrk að halda til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem við þér blasa. Brátt mun þér aftur byrja að líka vel við þetta klikkaða lið sem er skylt þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar þér of mikið í einu. Aðrir menningarheimar eiga greiðan aðgang að þér. Sigurlín Hermannsdóttir birti áLeirnum á sunnudag fallegt haustljóð, „Haustfeta“: Nú fyllist allt loftið af fiðrildum smáum sem feta sig tilbúin inn í kalt haust með látlausa vængi í litunum gráum já, líttu í kringum þig, eitt þarna skaust. Þótt fjáranum verri á vorin þau ögra vaknandi gróðri sem er þeirra beit það gleymt er um haust þá í húminu flögra og heillast ef finna þau upplýstan reit. Davíð Hjálmar Haraldsson bætti við: Haustfetinn iði og hlykkist í keng í hreinsunareldi og pínum, eiturgrænn maðkurinn át sig í spreng á alaskavíðinum mínum. Veðrið er alltaf jafnskemmtilegt yrkisefni. Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði um „slagviðri og mígandi rigningu“: Njótum þess hvern nýjan dag að náttúrunnar veðurlag kynnir veður, kallað slag, og kennir regnið svo við þvag. Kristján Runólfsson slær á róm- antíska strengi: Ágúst brátt er liðinn svo yndislega hlýr, ýmislegt hann bar í skauti sínu, himinninn er dáfallegur, heiður blár og skýr, hátíðleika finn í brjósti mínu. Hreinn Guðvarðarson yrkir um „Feminisma“ á Boðnarmiði: Maður sagði manni að maður skuli vona að maður komi manns í stað þó maðurinn sé kona. Tómas Tómasson fylgist vel með og yrkir „samkvæmt fréttum fjöl- miðla“: Trump í burtu veitti vá vaskur steig hann núna fram Kim Jong-un er fallinn frá flaugaskeytunum á Gvam. Síðan metur hann það svo, að þetta sé „bragarbót vonandi“: Vaskur Trump að veröld hló voldugur og góður. Múrinn rís um Mexíkó magnast Trumps þá hróður. Ég spurði sjálfan mig hvort Ár- mann Þorgrímsson væri litblindur þegar hann birti þessa stöku eftir sig og kallar „Hagyrðingar“: Þeim sem stjórna oft til ama enda flestir þeirra rauðir öðlast sjaldan frægð og frama fyrr en eru löngu dauðir. Bjarni úrsmiður frá Gröf orti um móður Jörð: Hvíta skikkjan ónýt er alltaf fjölga götin. Guð má fara að gefa þér grænu sparifötin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Haustljóð, femínismi og Trump „NEI, ÞAKKA ÞÉR FYRIR – ÉG ER BARA AÐ FÁTA.“ „ÉG FINN EKKI MIÐANN MINN. GEFÐU MÉR EINA GÓÐA Í BLÁUM LIT.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það fyrsta sem hann spyr er hvernig þú hafir það. HEY! STAMP! ÞÚ STEIGST NÆSTUM ÞVÍ ÁMIG, GERPIÐ ÞITT! Æ, FYRIR- GEFÐU HVERNIG ER ÞETTA NÚNA? PABBI! ÉG VANN ERFIÐA SAMKEPPNI Í SKÓLANUM Í DAG! ER ÞAÐ?! Í ALVÖRUNNI? ÉG MEINA, AUÐVITAÐ GERÐIRÐU ÞAÐ! VEL GERT, SONUR!! ÞAÐ VAR STAF- SETNINGAR- KEPPNI! DÆS… VEL GERT, SONUR! YFIRHAFNIR Víkverji gerði sér ferð í Costco ádögunum, þá fyrstu á hans ævi, hvort sem verið er að tala um Garða- bæ eða alheiminn. Allir höfðu þrá- spurt Víkverja vikum saman: „Ertu ekki búinn að fara í Costco? Hvað ertu að hugsa, maður?“ x x x Víkverji gafst upp á þessum eilífuspurningum og lét sig hafa það, fór í þessa amerísku verslun, einum þremur mánuðum eftir að hún var opnuð. Þetta var um kvöldmatar- leytið og furðu margir í versluninni. Þó engin örtröð og stemningin virt- ist afslöppuð. Víkverji nýtti tækifær- ið og lét smella af sér mynd til að virkja Costco-kortið. Þar með var Víkverji orðinn meðlimur og gat átt viðskipti við þessa verslun sem allir höfðu verið að tala um. x x x Í stuttu máli sagt þá varð Víkverjihvorki agndofa né heillaður eftir þessa heimsókn. Vissulega var ágætisverð á sumum vörutegundum, einkum kjöti og grænmeti. En ekki fannst Víkverja rafmagnstæki vera neitt sérlega ódýr, eða húsgögn eða ýmis óþarfi eins og allt sælgætið og sætindin sem flæða þarna um í stórum stíl. Margar einingar eru í slíkum stærðum að vörurnar myndu ekki komast fyrir á heimili Víkverja með góðu móti. Er ástæða til að hafa þungar áhyggjur af heilsu- og holda- fari þjóðarinnar ef hún fer að gúffa í sig sætindin í miklu magni. En ef koma Costco á markaðinn verður til þess að aðrar verslanir fara að lækka hjá sér verðið þá er Víkverji sáttur. x x x Önnur heimsþekkt verslun, H&M,hefur hafið innreið sína á ís- lenska markaðinn. Ef fram heldur sem horfir verða allar verslana- og veitingahúsakeðjur sem til eru í heiminum komnar á þetta sker norð- ur í ballarhafi og því algjör óþarfi að vera að ferðast eitthvað. Það verður t.d. ekkert gaman lengur að versla í H&M í útlöndum. „Been there, done that,“ getur Víkverji sagt á göngu sinni um verslanagötur stórborg- anna. Þá rætist kannski úr gamla slagorðinu Verslum í heimabyggð. vikverji@mbl.is Víkverji Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins (Orðskv. 4:23)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.