Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 241. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Íslenskir karlar kúgaðir... 2. ...skemmtu sér á Ungfrú Íslandi 3. Óþvegið salat sökudólgurinn 4. Konur í yfirstærð eiga ekki... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Franski leikstjórinn Olivier Assayas verður einn af heiðursgestum RIFF, Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykja- vík, sem fram fer 28. september til 8. október næstkomandi. Assayas hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn á kvik- myndahátíðinni í Cannes í fyrra, fyrir kvikmyndina Personal Shopper. Assa- yas hefur til fjölda ára talist einn fremsti kvikmyndagerðarmaður Frakklands og á að baki tugi verka sem hlotið hafa fjölmargar viður- kenningar. Hann sló í gegn á 10. ára- tugnum með kvikmyndinni Irma Vep sem er óður leikstjórans til Hong Kong og af öðrum lofsungnum kvikmyndum hans má nefna Les Destinées senti- mentales (2000), Demonlover (2002) og Clean (2004) en þær voru allar til- nefndar til Gullpálmans í Cannes. Síð- ustu þrjár kvikmyndir Assayas, Aprés maí (2012), Sils Maria (2014) og Personal Shopper (2016), hafa allar hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun. Á RIFF verður yfirlitssýning á verkum Assayas auk þess sem hann verður aðdáendum og ungu kvik- myndagerðarfólki innan handar á sér- stökum masterclass-fyrirlestri. Olivier Assayas heiðursgestur RIFF  Latínkvartett kontrabassaleik- arans Tómasar R. Einarssonar kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 en auk Tóm- asar skipa hann Snorri Sigurðarson á tromp- et, Gunnar Gunnarsson á píanó og Kristófer Rodríguez Svönuson á slagverk. Sér- stakur gestur í nokkrum lögum verður kólumbíski gítarleikarinn Miguel Ramón. Kvartett og kólumb- ískur gítarleikari Á miðvikudag Vestlæg átt 3-8 m/s. Skýjað og lítilsháttar súld eða þokumóða vestantil, en bjartviðri eystra. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðaustan- og austanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dálítil rigning eða súld á N- og A-landi en annars úrkomulítið og bjart með köflum S-lands. Styttir upp víða fyrir norðan í kvöld. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands. VEÐUR „Þetta var ótrúlega gaman en allt öðruvísi en á Ís- landi,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Hún fagnaði sínum fyrsta titli í atvinnu- mennsku um liðna helgi. Glódís varð þá bikarmeist- ari með sínu nýja liði Rosen- gård í Svíþjóð, með 1:0-sigri á Linköping, en úrslitaleik- urinn fór fram í Linköping. »3 Fagnaði sínum fyrsta titli „Ég hef í raun aldrei fundið eitthvað eftir þetta sem ég hef getað tengt við höfuðhöggið sjálft,“ segir Elfar Árni Aðalsteinsson, sem fékk slæmt rot- högg í leik fyrir fjórum árum. Elfar skoraði þrennu fyrir KA um helgina og er leikmaður umferð- arinnar að mati Morg- un- blaðs- ins, sem birtir jafn- framt lið um- ferðarinnar og stöðuna í M- gjöfinni í dag. »4 Hugsaði aldrei hvort ferlinum væri lokið „Þessir strákar eru reynslunni ríkari og þekkja það betur að vera á stóra sviðinu. Núna eru menn hættir að kippa sér upp við að sitja við sama borð og Pau Gasol í morgunmatnum eða vera í lyftu með Tony Parker,“ segir Benedikt Guðmundsson í pistli um íslenska hópinn á EM karla í körfubolta. Hann segir liðið betra nú en á EM fyrir tveimur árum. »3 Hættir að kippa sér upp við að borða með Gasol ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heimilisfólkið að Auðbrekku í Hörg- árdal mætti uppábúið á hestbaki í 150 ára afmælismessu Möðruvalla- klausturskirkju að Möðruvöllum á sunnudaginn. Hvatt hafði verið til þess að fólk mætti ríðandi í afmæl- ismessuna og datt heimilisföðurnum að Auðbrekku, Bernharði Arnarsyni, í hug á laugardagsmorgninum að það yrði gaman að klæða fjölskyld- una upp á. „Það kom upp sú hugmynd að fara ríðandi í messu og af minni alkunnu vitleysu ákvað ég að taka það skrefi lengra og klæða fjölskylduna upp og láta hana líta út fyrir að vera al- múgafjölskylda fyrir hundrað og fimmtíu árum. Það tóku allir ótrú- lega vel í þetta, ótrúlegt en satt,“ segir Bernharð. Kona hans er Þórdís Þórisdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 11 til 16 ára. Auk fjölskyld- unnar var kanadísk vinkona þeirra með í för. Oftast notalegar stundir Fötin fengu þau lánuð hjá Leik- félagi Hörgdæla, sem Bernharð hef- ur starfað mikið með, Leikfélagi Ak- ureyrar og frá Gamla bænum í Laufási. Þá fékk Bernharð lánaðan söðul hjá frænda sínum sem frúin reið í. Hann segir athæfið hafa vakið athygli kirkjugesta. „Það komu margir ríðandi til messu, á milli 20 og 30 manns, en það var enginn eins vitlaus og við að klæða sig svona upp,“ segir hann hress í bragði. Rúmlega fimm kílómetrar eru á milli Auðbrekku og Möðruvalla. Bernharð segir fjölskylduna fara reglulega í kirkju. „Við reynum að gera það og þetta eru oftast notaleg- ar stundir. Ég býst ekki við að við mætum svona til fara í hvert skipti en gæti trúað því að eftirleiðis verði árleg hestamessa á Möðruvöllum.“ Auðgaði guðsþjónustuna Séra Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Möðruvallaklausturskirkju, segir uppátæki Auðbrekkufjölskyld- unnar mjög skemmtilegt. „Það auðg- aði guðsþjónustuna heilmikið að fá allt þetta fólk ríðandi til messu svo ég tali ekki um suma svona prúðbúna. Það var tekin hópmynd af öllum að messu lokinni og þau eru inn á milli svolítið eins og fortíðardraugar. Það er skemmtilegt að ramma inn 150 ára sögu kirkjunnar með einhverjum sem hefðu getað komið fyrir 150 ár- um á þeim fararskjóta sem var brúk- aður þá,“ segir sr. Oddur Bjarni. Hann messar í Möðruvallaklaust- urskirkju að jafnaði einu sinni í mán- uði yfir vetrartímann og kveður messusókn alla jafna góða. Eins og fortíðardraugar  Riðu uppá- klædd til messu á Möðruvöllum Ljósmynd/Áslaug Ólöf Stefánsdóttir Uppábúin Auðbrekkufólk talið frá vinstri; Bergvin Þórir 16 ára, Cecilia Porter vinkona þeirra frá Kanada, Anna Ágústa 15 ára, Þórdís Þórisdóttir, Ísak Óli 12 ára, Bernharð Arnarson og Karin Thelma 11 ára. Húsfreyjan Þórdís Þórisdóttir reið í söðli, hér er hún fyrir framan Möðru- vallarklausturskirkju og lætur hestinn prjóna lítillega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.