Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 25
leysa hin flóknustu verkefni. Hann var duglegur að tileinka sér þær miklu breytingar sem hafa orðið á vinnubrögðum í gegnum hans langa vinnuferil sem spannar yfir 60 ár. Hann var alltaf til í að taka tæknina inn á skrifstofuna. Á samstarf okkar systkina í tæp 20 ár bar aldrei skugga og voru það mikil gæfu- spor fyrir mig að byrja að vinna fyrir hann 1998 og svo að taka þátt í rekstri ABC ehf. Hann kenndi mér allt sem ég kann á núverandi starfsvettvangi mín- um. Þakklæti mitt er ómælt. Það var gaman að sjá hann koma á virkum dögum á skrif- stofuna – alltaf sami snyrtipinn- inn – litaval fatnaðar í stíl og allt- af í skyrtu með bindi. Svo var líka gaman að sjá hann koma um helgar sportklæddan og töff – í gallabuxum, fallegri peysu og í strigaskóm. Skipti engu máli – hann var alltaf jafn smart. Bússi var mikill náttúruunn- andi og voru þau Rúrí dugleg að fara í útilegur og ferðast um og skoða. Þau lögðu alltaf af stað kl. 9 að morgni – alveg sama hvað klukkan var þegar þau í alvöru lögðu af stað. Hann var natinn við að und- irbúa ferðir og las sér til áður en lagt var af stað. Honum fannst ekki leiðinlegt að renna fyrir fisk og njóta þess að vera úti í guðs- grænni náttúrunni. Margar voru unaðsstundirnar í Selinu litla, í Móseli og með Guggu og börn- unum í þeirra árlegu sumarbú- staðarferð, þar sem var teflt, púslað, lesið og notið samvista. Langar mig að leiðarlokum að láta hér fylgja eitt af mínum uppáhaldsljóðum: Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi örskammt frá blessuðum læknum, rétt eins og forðum, og hlusta á vingjarnlegt raul hans renna saman við reyrmýrarþyt og skrjáf í snarrótarpunti, finna á vöngum þér ylgeisla sumarsólar og silkimjúka andvarakveðju í hári, er angan af jurtum og járnkeldum þyngist og jaðraki vinur þinn hættir að skrafa við stelkinn. Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi með amboðin hjá þér sem forðum, og titrandi hjarta mæla í hljóði fram þakkir til lækjar og ljóss, til lífsins á þessu hnattkorni voru í geimnum, til gátunnar miklu, til höfundar alls sem er. (Ólafur Jóh. Sigurðsson.) Ég bið þann sem allt gefur og allt tekur að styðja og styrkja alla fjölskylduna, og þá sérstaklega barnabörnin sem missa ástríkan afa og góðan félaga. Ég kveð góðan dreng og góðan bróður með trega og kærri þökk. Brynja Dís. Það fylgir því að verða gamall að samferðamenn manns falla frá einn af öðrum. Svona var þetta með okkur leiksystkinin þegar við vorum að leika okkur á leik- vellinum fyrir framan Bollagötu 2 að við vorum kölluð inn hvert af öðru þegar seint var orðið. Stundum mölduðum við í móinn og fengum að vera svolítið lengur en það kom að því að sá sem kall- aður var varð að hlýða kallinu og fara heim. Svona er þetta líka núna þegar Bússi hefur verið kallaður. Hann barðist lengi við erfiðan sjúkdóm, en svo kom að því að hann varð að hlýða kallinu. Þetta er gangur lífsins og við verðum að sætta okkur við það. Leikirnir okkar voru fallin spýta, saltabrauð og hornabolti. Svo þegar við vorum orðin þreytt settumst við niður og spjölluðum saman. Æ, þetta var svo gaman. Við gætum alveg far- ið í leik núna en við erum bara orðin svo fá eftir. Við trúum því að við eigum eftir að hittast öll sömul aftur og þá erum við kannski orðin börn aftur og þá er ekki að vita í hvaða leik við för- um. Við biðjum góðan Guð að vera með þér, Bússi okkar, og styrkja þig og vernda. Einnig biðjum við Guð að styrkja og blessa alla þína nánustu og vera hjá þeim í sorg- inni. Nanna, Sigrún og Eyþór (Spói). Þegar dóttir mín hringdi í mig í síðustu viku til að segja mér að Jón Runólfsson væri látinn var ekki laust við að ég fengi sam- vizkubit. Frá því að við komum heim frá Þýzkalandi í byrjun ágúst höfðum við hjónin ætlað að fara og heimsækja hann, en eins og gengur varð aldrei af því. Brynja systir Jóns hughreysti mig með því að benda á, að það væri betra að minnast Jóns eins og við kynntumst honum fyrir rúmlega 30 árum, þegar hann og Rúrí, æskuvinkona Sigríðar Mar- íu, ákváðu að rugla saman reyt- um sínum. Með okkur tókst strax hinn bezti kunningsskapur. Jón var einstaklega viðfelldinn og elskulegur maður. Hann tók fljótlega að sér að sjá um skatt- framtal okkar hjóna, enda af- burðamaður á því sviði. Alltaf tók hann á móti mér með bros á vör, þegar ég kom með gögnin, oftast alltof seint. Settumst við þá niður og fengum okkur kaffisopa og ræddum landsins gagn og nauð- synjar. Það var aldrei komið að tómum kofunum hjá Jóni. Við hjónin hittum oft Jón og Rúrí. Árum saman komum við í jólaboð þeirra, þar sem boðið var upp á miklar krásir, en hún Ragnheiður Guðrún var engra manna eftir- bátur í þeim efnum og þau hjón samhent í gestrisni sinni. Stund- um fórum við í leikhús saman og eigum við margar góðar minning- ar frá þeim tíma, að sonurinn Hilmar rak leikhúsið í Hafnar- firði. Það er mikil eftirsjón að því. Ég var reglulegur gestur á skrif- stofu Jóns í Borgartúninu, eink- um eftir að dóttir okkar Lára fór að vinna með honum og Brynju þar. Auðvitað dró úr samskiptum okkar Jóns eftir að Rúrí, blessuð sé minning hennar, kvaddi þenn- an heim. En það var gott að vita af Jóni á sínum stað og geta leitað til hans þegar á þurfti að halda. Við kveðjum nú góðan dreng og vottum öllum aðstandendum innilega samúð okkar. Sigríður María og Júlíus Sólnes. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Atvinnuauglýsingar Yfirvélstjóri Vísir hf óskar eftir að ráða yfirvélstjóra í framtíðarstarf á Kristínu Gk 457. Kristín er línuveiðiskip með beitningarvél. Nánari upplýsingar gefur skipstjóri í síma 856-5730 eða á heimasíðu Vísis www.visirhf.is. Yfirvélstjóri óskast á Dala Rafn VE 508, vélarstærð 514 kW. Umsókn skal senda á eh@isfelag.is eða hafa samband í síma 8612287. Besti sölumaður Íslands Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknar- frestur er til 4. september 2017. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sala@murbudin.is Hæfniskröfur: Bros, hressleiki og óbilandi dugnaður Við leitum að besta sölumanni Íslands. Hannmun hafa yfirumsjónmeð parket- og flísadeildinni hjá okkur. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Bónus- bíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsstarfið er með opið í sumar frá kl. 8.30-15.45. Hádegismatur, hakkabuff, kl. 11.40-12.45. Kaffiveitingar á vægu verði kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir. Boðinn Bridd og kanasta kl. 13. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Opin handverksstofa kl. 13. Landið skoðað með nútímatækni kl. 13.50. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið öll velkomin til okkar. Furugerði 1 Morgunverður í borðsal kl. 8.15-9. Fjöliðjan í kjallara opin frá kl. 10. Kaffi á könnunni og Magga Dögg leiðbeinir hress og kát! Framhalds sögulestur í setustofu 9. hæð kl. 10. Stólaleikfimi í innri borðsal kl. 11 með Olgu. Hádegisverður í borðsal kl. 11.30-12.30. Botsía í innri borðsal kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíll við Furugerði kl. 15.45-16.30. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617- 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14-15.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gjábakki Kl. 9 handavinna. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-14. Morgunleikfimi kl. 9.45. Gönguhópur kl. 10.30 – þegar veður leyfir. Hádegismatur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðn er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Helgistund kl. 14, séra Ólafur Jóhannsson, eftir- miðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir kl. 9, Bónus- bíll kl. 12.40, brids kl. 13, ganga kl. 13.30, bókabíll kl. 14.30, síðdegis- kaffi kl. 14.30. Hausthátíð Hæðargarðs verður haldin föstudaginn 8. september., haustferðin verður 15. september. Nánari upplýsingar í Hæðargarði eða í síma 411-2790. Allir velkomnir með. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Uppl. í s, 4112760 Selið Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Minni á vöfflukaffið og kynninguna á vetrarstarfinu í Félagsheimili Seltjarnar- ness nk. fimmtudag 31. ágúst kl. 14.30. Allir velkomnir. Skráningar- blöð vegna allra námskeiða liggja frammi á Skólabraut. Allar nánari upplýsingar í síma 8939800. Smáauglýsingar Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 899 7012. Sólbakki. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílar Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel með farinn bíll, dráttarkrókur og vetrardekk fylgja Tilboð óskast. Upplýsingar í sima 617-7330 og 437-1571 Húsviðhald atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.