Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Fallegur blámi lá í loftinu þegar horft var yfir Reykjavík í gær. Svipur borgarinnar er sífellt að breytast, háhýsi byggð á síðustu árum gnæfa yf- ir rétt eins og byggingakranarnir sem nú sjást svo víða og vitna um ágætan gang í efnahagslífi þjóðarinnar. Á svona dögum verður góða veðrið líka til þess að auka fólki bjartsýni, en veður- spáin fyrir daginn í dag og á morgun gerir ráð fyrir sól og blíðu með 10 til 14 stiga hita um sunnanvert landið, sem raunar mun ná til fleiri landshluta ef að líkum lætur. Fólk getur því enn um sinn notið íslenska sumarsins, en þegar kom- ið er fram undir ágústlok getur veður snúist fljótt og gefið byggðum, mannlífi og landi nýtt svipmót eins og hendi sé veifað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blámi yfir borginni sem breytist stöðugt Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is iGreen V5.06.02M umgjörð kr. 11.900,- Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið þá litasamsetningu sem þú vilt. Líflegir litir! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Lögreglan hefur lengi talað um að það sé nokkuð knappt í útkallsliði hennar og við höfum oft rætt um að við myndum þiggja aukinn sýnileika lögreglu,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs. Á síðasta fundi borgarráðs Reykjavíkur var samþykkt að senda áskorun til dómsmálaráðherra um að fjölgað verði í útkallsliði lögregl- unnar innan höfuðborgarinnar. Verði það í samræmi við það sem fram kom í bréfi lögreglustjóra sem móttekið var 14. ágúst síðastliðinn. Áskorun þessi er til komin eftir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir lagði fram tillögu um fjölgun lögregluembætta á höfuðborgar- svæðinu. Hún dró þá tillögu til baka og borgarráð samþykkti í kjölfarið þessa áskorun. Sigurður Björn segir að á ákveðnum álagstímum hafi lögregla stundum mátt vera sýnilegri. „Við viljum endilega að okkar velviljaða og óvopnaða lögregla sé sýnilegri. Þetta er stuðningsyfirlýsing við réttmætar kröfur þar um,“ segir hann. „Við erum ekki að biðja um aukið fé en það eru hins vegar ýmsar af- leiðingar af þessari auknu umferð ferðamanna sem þarf að skoða frek- ar. Það bætast við ýmis verkefni vegna bílaleiga, Airbnb og slíkra þátta. Þetta er spurning um það hversu sýnileg lögreglan á að vera,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu. Vilja fá fleiri löggur  Borgarráð skorar á dómsmálaráð- herra að fjölga í útkallsliði lögreglu Morgunblaðið/Hanna Lögregla Borgarráð telur að sýni- leiki lögreglu ætti að vera meiri. Sex F-15 orrustuþotur, KC-135 eldsneytisbirgðaflugvél og um 200 liðsmenn bandaríska flughersins eru komnir til landsins vegna loft- rýmisgæslu við Ísland samkvæmt gildandi áætlun Atlantshafs- bandalagsins. Verkefnið fer formlega af stað um miðja vikuna, en frá og með deginum í dag mun flugsveitin kanna aðflug inn á varaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Loftrýmisgæslan er í samræmi við áætlanir fyrir Ísland og stendur fram í september. Af hálfu Íslend- inga kemur Landhelgisgæslan að verkefninu, það er starfsstöðin á öryggissvæðinu á Keflavíkur- flugvelli í samvinnu við Isavia. sbs@mbl.is Bandaríkja- menn í loft- rýmisgæslu  200 liðsmenn flug- hersins eru komnir Morgunblaðið/Þórður Flugtak Orrustuþota fer í loftið. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Engin alvarleg slys hafa orðið við köfun í Silfru í þjóðgarðinum á Þingvöllum frá því að reglur voru hertar þar í marsmánuði síðasta vetur. Eftirlit hefur verið aukið á svæðinu og hefur sérsveit ríkislögreglustjóra meðal annars komið að því verkefni, að sögn Ein- ars Á.E. Sæmundsen, fræðslu- fulltrúi á Þingvöllum. Átta fyrirtæki gera út á köfun og „snorkl“ í Silfru og eru þrjú áber- andi stærst. Í kjölfar tveggja bana- slysa við köfun í febrúar og mars síðasta vetur var gjáin tímabundið lokuð, en fleiri alvarleg slys hafa orðið þar á síðustu misserum. Öryggiskröfur auknar Þegar köfun var á ný heimiluð í þjóðgarðinum höfðu fyrirmæli um vinnubrögð verið hert og öryggis- kröfur auknar. Meginefni breyttra fyrirmæla var fækkun farþega á hvern leiðsögumann og auknar kröf- ur til þeirra sem hyggjast kafa og yfirborðskafa í Silfru. Auknar kröf- ur beindust m.a. að þurrbúninga- réttindum kafara, staðfestingu á hæfni og getu kafara, heilbrigð- iskröfum gesta, aukinni ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja, auk þess sem köfun í blautbúningum er nú óheimil. „Í sumar höfum við verið með ít- arlegt eftirlit með fyrirtækjunum, sem skipuleggja köfun í Silfru,“ seg- ir Einar. „Vinnuhópur var settur á laggirnar til að fylgja eftir reglum við Silfru og við fengum til að að- stoða okkur sérfræðinga á sviði köf- unar. Köfunarteymi frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Landhelgis- gæslunni og sérsveit Ríkislögreglu- stjóra hafa lagt okkur lið, en sér- sveitin kemur að þessu verkefni sem stoðdeild fyrir lögregluemb- ættið á Suðurlandi. Þessir sérfræðingar hafa komið í fjórar eftirlitsferðir og hefur meðal annars verið farið yfir sérstakan gátlista með ferðaþjónustufyrir- tækjunum og kannað nákvæmlega hvernig þau framfylgja reglum og fyrirmælum. Fyrirtækin hafa í raun tekið auknu aðhaldi á jákvæðan hátt og nánast öll verið með allt sitt á hreinu. Í tveimur tilvikum reyndust leiðsögumenn þó ekki hafa uppá- skrifaða pappíra frá Samgöngustofu þó svo að þeir hefðu haft erlend skil- ríki. Það er aldrei hægt að tryggja endanlega að ekki verði slys, en við Silfru hafa ekki orðið alvarleg slys frá því að nýjar reglur tóku gildi í mars,“ segir Einar. Samhliða hefur verið unnið að því í sumar að móta reglur til framtíðar. Færri kafa, fleiri „snorkla“ Heildarfjöldi gesta í Silfru hefur lítið breyst á milli ára, að sögn Ein- ars. Frá áramótum til 1. ágúst komu um 32 þúsund manns, sem var svip- að og á sama tímabili í fyrra. Hins- vegar sé áberandi að nú komi fleiri til að „snorkla“ og færri í köfun. Hertar reglur eigi eflaust þátt í því, en mögulega hafi verðlagið og meiri kostnaður við köfun einnig áhrif í þeim efnum. Sérsveitin tekur þátt í eftirliti við Silfru  Engin alvarleg slys frá því að reglur voru hertar síðasta vetur  Átta fyrirtæki skipuleggja köfun Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Köfun í yfirborði Eftirlit var aukið við Silfru í kjölfar alvarlegra slysa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.