Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 ✝ Jón HilmarRunólfsson, endurskoðandi í Reykjavík, fæddist í Reykjavík 13. október 1933. Hann lést 19. ágúst 2017. Foreldrar hans voru Þórdís Magn- úsdóttir Steph- ensen, húsmóðir, f. 6. september 1905, d. 28. desember 1987, og Runólfur Jónsson, pípulagn- ingameistari, f. 17. nóvember 1900, d. 23. nóvember 1985. Systkini Jóns Hilmars eru Gunnar, rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 1927, d. 2015, og Brynja Dís, f. 1948. Jón Hilmar var tvíkvæntur. Fyrri kona Jóns, sem hann kvæntist 1955, var Eygló Mar- grét Thorarensen, f. 11. júní 1935, d. 5. desember 1994. Þau ar, f. 2003, og Eygló Margrét, f. 2004. Síðari kona Jóns Hilmars var Ragnheiður G. Haraldsdóttir, f. 25. apríl, 1937, d. 31. maí 2009. Jón lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1954 og fór skömmu eftir það til starfa hjá Endurskoð- unarskrifstofu Björns Steffen- sen og Ara Thorlacius. Hann fékk löggildingu sem endur- skoðandi árið 1966. Eftir að hann lét af störfum hjá End- urskoðunarskrifstofunni hóf hann sjálfstæðan rekstur und- ir eigin nafni og um tíma voru tveir af fyrri vinnu- félögum hans í nánu sam- starfi, þeir Eyjólfur Guð- mundsson og Ólafur Nilsson. Umsvif Jóns voru um langt árabil mjög mikil og var hann með verkefni, stór og smá, um allt land. Frá árinu 1998 rak hann svo fyrirtækið ABC ehf., bókhald og reikningsskil – hin síðustu ár með systur sinni. Útför Jóns Hilmars verður gerð frá Fossvogskirkju í Reykjavík í dag, 29. ágúst 2017, klukkan 13. slitu samvistir árið 1976. Börn þeirra eru: 1) Runólfur Þór, fram- kvæmdastjóri, f. 1956. Kona hans er Elísabet Bjarnadóttir, félagsráðgjafi, f. 1962, og eiga þau einn son, Óskar, f. 2004. Sonur El- ísabetar frá fyrra sambandi er Bjarni Elísa- betarson, f. 1981. Þau eru bú- sett í Svíþjóð. 2) Hilmar, leik- ari og leikstjóri, f. 1964. Kona hans er Sóley Elíasdóttir, leik- ari og framkvæmdastjóri, f. 1967. Börn þeirra eru Gígja, f. 1991, Eygló, f. 1992, Þórunn, f. 2000, og Elías Óli, f. 2004. 3) Guðný, þroskaþjálfi, f. 1968. Börn hennar og Georgs Jónas- sonar, fyrrverandi sambýlis- manns hennar, eru Jón Hilm- Elsku pabbi litli, ég sakna þín óendanlega mikið og á eftir að gera alltaf. Sakna þess að fá þig í mat og fara saman í sumarbú- stað, halda jólin og páskana. Fá góða nótt-símtalið á hverju kvöldi. Koma færandi hendi með kjúlla og franskar og pipp á eftir. Þú varst svo hjartahlýr og ör- látur og hafðir hag okkar mín og barnanna alltaf í huga. Þú ert sá eini sem hefur passað börnin mín og þau elskuðu að gista hjá þér og fá kósíkvöld og söng … þau eru brotin, pabbi minn, en ég held ut- an um þau og rifja upp allt þetta skemmtilega sem við gerðum saman. Nærvera þín var alltaf svo góð og faðmlögin. Sakna þess svo að geta ekki hringt eða komið til þín og að heyra Guggan mín! Elska þig, pabbi minn, þakka þér fyrir alla umhyggjuna og knúsin. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Kv., Guggan þín, Guðný Jónsdóttir. Elsku afi, þú varst besti afi í heimi og svo góður við alla. Alltaf glaður þegar við komum í heim- sókn og að sjá okkur þegar þú komst til okkar. Fengum alltaf nebbakoss og gott spjall. Kennd- ir okkur að tefla og sagðir aldrei nei við því þegar við báðum þig að tefla eða spila. Svo var svo gaman að púsla með þér erfið púsluspil í sum- arbústaðarferðunum okkar. Bíl- túrarnir niður á höfn og flugvöll- inn voru yndislegir og oft endað í Grillhúsinu eða ísbúðinni. Kennd- ir okkur nöfn á fullt af fjöllum í ferðalögum, þetta verður allt geymt en ekki gleymt, elsku besti afi litli í öllum heiminum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Takk fyrir okkur, þín Jón Hilmar og Eygló Margrét. Elsku afi Jón. Þegar ég var lítil fannst mér eins og þú og forset- inn (Ólafur Ragnar) væruð sami maðurinn (svona eins og ég hélt að afi Elli væri Afi á Stöð 2). Þú varst svo hávaxinn, fínn og virðu- legur. En svo varð ég aðeins eldri og áttaði mig á því að þið væruð alls ekki sami maðurinn. Þegar við Gígja fórum með ykkur ömmu Rúrí í Selið lékum við Gígja okk- ur alltaf í „búinu“ við að búa til drullumallsmáltíð og svo buðum við þér í mat. Svo þegar það var kominn matur gekkstu yfir til okkar, settist niður við litla eld- húsborðið og við horfðum á þig þykjast borða drullumallið okkar. Það var alltaf sama rútínan þegar við komum í pössun til ykkar ömmu. Við fengum kvöldhressingu áður en við fórum að sofa, sem var nammi og ís, sofnuðum við rigninguna hennar ömmu og þú hraust bara smá á nóttunni, ekk- ert til að kvarta yfir. Svo á morgnana fékkstu þér alltaf hafragraut sem var eldaður í ör- bylgjuofninum. Við fengum okk- ur líka hafragraut, ég man bara einhvern veginn að amma talaði um „hafragrautinn hans afa“. Sumir hlutir voru bara „hans afa“. Þegar ég varð eldri og hætti að koma í pössun hélstu samt áfram að passa upp á mig. Þegar ég var unglingur hélt ég að ég væri fullorðin en ég þurfti líka einhvern til að sjá um mig og þú gerðir það. Þú sóttir mig oft á ballettæfingar þegar ég fór að æfa í Reykjavík og svo hélt þetta skutlerí áfram alveg út mennta- skólann. Þú skutlaðir mér í skól- ann, heim úr skólanum, á Herra- næturæfingar, á morfískeppnir, böll, afmæli, hvert sem ég þurfti að komast. Þú sagðir mér að þú værir alltaf til í að skutla mér, hvenær sem væri og hvert á land sem væri, og ég tók þig á orðinu, enda fékk ég aldrei á tilfinn- inguna að það væri kvöð fyrir þig. Við áttum svo góðar stundir sam- an á rúntinum, þetta var ágæt- istækifæri fyrir okkur að hittast og spjalla um daginn og veginn. Stundum borðuðum við saman eftir skóla eða æfingar hjá mér, til dæmis núðlusúpu á Asíu. Stundum var afi Elli meira að segja með þér í bílnum og þá fékk ég að hitta tvo afa í einni bílferð. Þið komuð líka saman á leikritið mitt og ég gleymi ekki hvað ég var glöð að sjá ykkur saman, hlið við hlið, brosandi úti í sal. Þú veittir mér öryggistilfinningu með því að vera alltaf til staðar fyrir mig. Takk fyrir það elsku afi minn. Þú varst líka allaf svo ánægður með mig, sama hversu mikill auli mér fannst ég vera. Takk fyrir það líka. Þú varst besti afi í heim- inum og ég mun alltaf sakna þín. Eygló Hilmarsdóttir. Nú er skarð fyrir skildi. Það er með trega í hjarta að ég sest nið- ur á fagurri síðsumarsnótt og hripa línur á blað – minningarorð um kæran bróður. Ekki verður hjá því komist að tár fylli hvarma en þau eru ekki eingöngu sorg- artár heldur líka gleðitár. Það er gott þegar minningarnar draga líka fram margar gleðistundir. Þrátt fyrir veikindi sín – alveg sama á hverju gekk þá var alltaf stutt í fallega brosið hans. Já- kvæðni hans, elskusemi og þakk- læti í garð allra sem önnuðust hann síðustu mánuðina var alveg einstök. Hann hélt reisn sinni al- veg til hins síðasta. Bússi var alveg einstakur fag- maður og unun að horfa á hann Jón Hilmar Runólfsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, MinningargreinarVirðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Dótla, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. ágúst síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kvenfélag Hringsins. Hjartans þakkir til allra fyrir samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar fyrir góðvild og umönnun. Þórður M. Sigurðsson Gyða Guðmundsdóttir Sigurður Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, VETURLIÐI ARNAR GUNNARSSON, Sundstræti 29, Ísafirði, lést föstudaginn 25. ágúst. Gunnar Veturliðason Valdís Friðriksdóttir Anna Gunnarsdóttir Friðrik Már Gunnarsson Anna G. Auðunsdóttir Guðmundur Heiðar Gunnars. Bryndís Gunnarsdóttir Gunnar Örn Gunnarsson Solveig Guðmundsdóttir og systkinabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR, Patreksfirði, sem lést 15. ágúst, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 2. september klukkan 14. Sjöfn Gunnarsdóttir Halldór Gunnarsson Karólína Guðrún Jónsdóttir Úlfhildur Gunnarsdóttir Sigmar Ólafsson Jóhanna Gunnarsdóttir Ólafur Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR, Eskiholti 12, Garðabæ, andaðist 11. ágúst að hjúkrunarheimilinu Mörk. Jarðarför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Fjölskyldan þakkar starfsfólki á Mörk, 3. hæð suður, fyrir góða umönnun. Ari Guðmundsson Elín Anna Brynjólfsdóttir Anna J. Guðmundsdóttir Kári Geirlaugsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona, móðir og amma, BRYNDÍS ANNA RAIL, lést laugardaginn 26. ágúst. Útförin fer fram í Vídalínskirkju þriðjudaginn 5. september klukkan 15. Innilegar þakkir til starfsfólksins á krabba- meinsdeild 11E og líknardeild Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýju. Sérstakar þakkir fá læknarnir Óskar Þór Jóhannsson og Eiríkur Jónsson. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast Bryndísar er bent á minningarsjóð líknardeildar. Októ Einarsson Jakob Arnar Októsson Nína Sigurveig Björnsdóttir Finnur Snær Októsson Ólöf Októsdóttir Ármann Ari Árnason Egill Agnar Októsson Erla Dís Jakobsdóttir Frændi okkar, JÓHANNES GESTSSON bóndi Giljum, Hálsasveit, lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð Borgarnesi sunnudaginn 20. ágúst. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju 2. september klukkan 11. Ættingjar þakka starfsfólki Brákarhlíðar fyrir einstaklega góða umönnun og hlýju. Aðstandendur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR, Broddanesi, lést á Landspítalanum 23. ágúst. Jarðsungið verður frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 9. september klukkan 14. Jarðsett verður á Kollafjarðarnesi. Einar Eysteinsson Ingunn Einarsdóttir Ísak Pétur Lárusson Guðbrandur Einarsson Eysteinn Einarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.