Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 sjónamenn sem vildu láta gott af sér leiða. „Um 35 þúsund aðgerðir hafa ver- ið framkvæmdar í Calabar síðan verkefnið hófst, þar sem 96% hafa hlotið fulla sjón og aðrir hafa fengið bætta sjón. Afleiddur ávinningur fyrir hvern einstakling þarna nær til um 10 manns til viðbótar, þannig að segja má að hópur á stærð við ís- lensku þjóðina hafi notið góðs af verkefninu,“ segir Katrín, og bætir við að aldrei hafi fleiri fyrirtæki tek- ið þátt í því en í fyrra. Bætt atvinnustig og lífsgæði Verkefnið hófst árið 2003 þegar stjórnvöld í Cross River-fylki Níger- íu hófu samstarf við Tulsi Chanrai Foundation um að gera augnað- gerðir við algengum augnsjúk- dómum sem valda sjónskerðingu og blindu, eins og ský á eða í augasteini (cataract), glæruvæng (pterygium) og gláku (glaucomea). „Ský á auga kemur gjarnan hjá fólki með aldrinum, en sterkt sólskin og högg geta einnig orsakað vanda- málið, en þá er skipt um augastein. Glæruvængur er skemmdir á slím- himnu vegna sólar og gláka kemur vegna ofþrýstings inni í auganu, en sé hann mældur og uppgötvaður nógu snemma má koma í veg fyrir að fólk missi sjón vegna gláku,“ segir Jóhannes Kári Kristinsson, augn- læknir hjá Augljós. Verkefnið gengur mjög vel og hef- ur haft áhrif á atvinnustig á svæðinu þar sem að margir blindir og sjón- skertir geta nú snúið til vinnu eftir aðgerðirnar svo ekki sé minnst á hin stórkostlega bættu lífsgæði sem fel- ast í sjón fyrir einstaklingana. Blindir og sjónskertir fá sýn  Íslenskir og færeyskir framleiðendur og flytjendur þurrkaðra fiskafurða hafa stutt við augnað- gerðir í Nígeríu  Salka-Fiskmiðlun á Dalvík heldur utan um verkefnið  35 þúsund aðgerðir Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stuðningur Fulltrúar íslenskra og færeyskra fiskframleiðenda og -útflytjenda fengu nýverið þakkarskjal fyrir stuðninginn við augnaðgerðir í Nígeríu. Nígería Katrín Sigurjónsdóttir ásamt stjórnarformanni og verkefnisstjóra verkefnisins í Nígeríu, Jagdish Chanrai og Col Prasad. SVIÐSLJÓS Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Framleiðendur og útflytjendur á þurrkuðum fiskafurðum á Íslandi og í Færeyjum styrkja verkefnið „Mission for vision“ á spítalanum í Calabar í suðurhluta Nígeríu þar sem gerðar eru ókeypis augnað- gerðir á snauðum. Frá því árið 2004 hefur hópur framleiðenda frá Sölku-Fiskmiðlun á Dalvík tekið þátt í verkefninu bæði á Íslandi og í Færeyjum. Þeir safna vörum sínum í gám sem er svo send- ur frítt til Nígeríu og innihaldið er selt þar á jólamarkaði. Katrín Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar, hefur haldið utan um framlag ís- lenskra og færeyskra fyrirtækja frá upphafi og skipulagði hún heimsókn Jagdish Chanrai, stjórnarformanns og Col Prasad, verkefnisstjóra verk- efnisins, til Íslands á dögunum, þar sem haldinn var fundur í húsnæði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sýn á blindu í heiminum „Góð mæting var á fundinn og ljóst að framleiðendur ætla að halda áfram að styrkja verkefnið. Í ræðu stjórnarformannsins varpaði hann fram sýn sinni á blindu í heiminum og sagði m.a. að enginn ætti að þurfa að vera blindur því það er oftast svo auðvelt að lækna hana. Hans hug- sjón er að blindu verði útrýmt í heiminum,“ sagði Katrín í viðtali við Morgunblaðið. Hún sagði að Jagdish og fjöl- skylda, sem eru indversk, væru búin að vera í farsælum viðskiptum í um 100 ár í Nígeríu og á Indlandi og vildu þau gjarnan gefa til baka til samfélagsins. Jagdish og tveir bræð- ur hans standa að góðgerðarverk- efnum og í Nígeríu eru þeir með vatnsveituverkefni, bjóða upp á al- menna heilbrigðisþjónustu og augn- aðgerðir. Katrín sagði þá hug- Lenka Ptácníková varð á sunnudag Íslandsmeist- ari kvenna í skák í níunda sinn og þar af í sjötta sinn í röð. Lenka vann mótið með fullu húsi og vann alla fimm andstæðinga sína. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir varð önnur með 4 vinninga. Fram kemur á vef Skáksambands Ís- lands, að árangur Jóhönnu hafi komið á óvart, ekki síst henni sjálfri, en hún hafði ekki teflt kappskák síðan árið 2014. Í lokaumferðinni vann hún Guðlaugu Þorsteinsdóttur en Guðlaug, Sig- urlaug R. Friðþjófsdóttir og Lisseth Acevedo Mendez urðu jafnar í þriðja sæti, allar með 3 vinninga. Lisseth, sem er frá Kosta Ríka, er unnusta stór- meistarans Hjörvars Steins Grétarssonar og býr hér á landi. Níu skákkonur tóku þátt í mótinu og var hart barist en engri skák á mótinu lauk með jafntefli. Tafl Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Guðlaug Þorsteinsdóttir í lokaskákinni. Lenka Íslands- meistari kvenna  Vann alla andstæðinga sína á mótinu um helgina Meistari Lenka Ptácní- ková með sigurlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.