Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Handritshöfundar Áramótaskaups- ins í ár verða Anna Svava Knúts- dóttir, Bergur Ebbi Benediktsson, Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir. Voru þau valin úr hópi umsækjenda en leikstjórn verður í höndum Arnórs Pálma Arn- arsonar sem leikstýrði og skrifaði m.a. gamanþættina Ligeglad sem hlutu Edduverðlaun á árinu sem besta leikna sjónvarpsefnið. Arnór mun einnig koma að skrifum Skaupsins. Handritshöfundar eru allir þjóðþekktir, Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. Hópurinn hefur þegar hafið hand- ritaskrif og stríðir við það lúx- usvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið er að gera Skaup sem allir eiga að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum sam- félagsins. Upptökur eru áætlaðar í nóvember. Hópurinn Efri röð f.v: Anna, Arnór, Bergur, Dóri DNA, Dóra og Saga. Skrifa Áramótaskaupið Samsýning listamanna sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustof- um SÍM, Sambands íslenskra mynd- listarmanna, á Seljavegi og á Korp- úlfsstöðum nú í ágúst var opnuð í gær í sýningarsal SÍM í Hafnar- stræti 16. Listamennirnir sýna þar afrakstur rannsókna sinna og vinnu en þeir hafa dvalið hér mánuð eða lengur. Listamennirnir eru frá ýmsum löndum og vinna í ólíka miðla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýningarstaðurinn SÍM-salurinn við Hafnarstræti í Reykjavík. Samsýning opnuð í SÍM-salnum Kvikmyndin The Square, sem hreppti Gullpálmann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í maí, verður sýnd 2. september í Bíó Paradís og verður einn af aðalleikurum hennar, hinn danski Claes Bang, við- staddur. Bang er Íslendingum að góðu kunnur sem unnusti Önnu Pihl í samnefndum sjónvarpsþátt- um og hefur einnig leikið í Broen og Borgen. The Square er sænsk, leikstýrt af Ruben Östlund og mun vera e.k. háðsádeila á hinn al- þjóðlega listheim. Í myndinni hefur konungdæmið verið lagt niður í Svíþjóð og höllin í Stokkhólmi orðin að listasafni. Bang leikur sýninga- stjóra safnsins sem fær almanna- tengslafyrirtæki til að sjá um kynn- ingu á innsetningu sem leiðir til mikils glundroða. Bang á sýningu í Bíó Paradís Claes Bang Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Ég er mikill áhugamaður um gagnslausar upplýsingar,“ segir Vil- helm Anton Jónsson, öðru nafni Villi naglbítur, sem stjórnar útvarps- þættinum Nei, hættu nú alveg og hefur nýlega gefið út bók með sama titli. Þætt- irnir eru spurn- ingaþættir þar sem Vilhelm spyr gesti sína út í svokallaðan „gagns- lausan“ fróðleik og í bókinni hefur hann tekið saman margar bestu spurningarnar og áhugaverðustu svörin úr þáttunum. „En!“ „Mig langaði að gera spurn- ingaþátt þar sem klárt fólk þyrfti að svara asnalegum spurningum,“ seg- ir Vilhelm. „Það eru alltaf fjórir svarmöguleikar því þá getur maður hlustað á skemmtilegt fólk reyna að klóra sig að mjög asnalegri niður- stöðu. Það er svo helvíti skemmti- legt. Fyrst voru spurningarnar reyndar ekki svona svakalega lang- ar. Það eru komnir hátt í 300 þættir og aðdragandinn að spurningunum hefur alltaf orðið lengri og lengri. Ég hef alltaf byrjað á meiri og meiri upplýsingum sem ég vil koma fram. Svo kemur alltaf „en“ í lokin og þá kemur spurningin. Oft tengist þessi inngangur varla spurningunni; hann er bara eitthvað sem mér finnst mik- ilvægt að komi fram. Það er alveg hægt að hlusta á þáttinn og lesa bók- ina með því að byrja bara á þessu „en“. Þetta er ekki eins og Gettu betur, þar sem maður þarf að vita svarið. Það er bara gaman að spyrja um einhverja ruglhluti þar sem mað- ur á ekkert endilega að geta svarað heldur er það ferðalagið að svarinu sem skiptir máli.“ Aðspurður hvernig hann ákvarði að tiltekinn fróðleikur sé „gagns- laus“ segir Vilhelm: „Ætli það sé ekki þannig að allt sem er ekki kennt í skóla teljist með. En það er alveg rétt; það er ekkert gagnslaust að vita að allar leðurblökur beygja til hægri þegar þær fljúga út úr helli. Það er varla gagnslausara en að vita vitlausa hæð á Hvannadals- hnjúki, eins og mér var kennt í skóla. Kannski ætti ég ekki að nota hugtakið „gagnslausar“ upplýs- ingar, kalla þetta frekar lykilupplýs- ingar.“ Í bókinni Nei, hættu nú alveg er gömlum spurningum og svörum úr útvarpsþáttunum safnað saman í ákveðna flokka. „Í þáttunum hefur alltaf verið sérkafli fyrir lambakjöts- spurningar. Ég byrja eina spurn- ingu í hverjum þætti á setningunni „fátt er betra en íslenska lambakjöt- ið“ og spyr síðan spurningar um eitt- hvað allt annað. Þannig spurningar fá kafla út af fyrir sig í bókinni. Það er mjög fínt að taka þær við matar- borðið á sunnudögum þegar maður er einmitt að borða lambakjöt. Svo er ég líka með babelfiskinn. Þar tek ég popptexta á útlensku, set í gegn- um Google translate og læt það þýða þá yfir á íslensku. Í þáttunum á mað- ur svo að geta upp á úr hvaða lagi textinn er upprunninn. Útkoman er alveg stórkostleg.“ „Einhver framhlið þarf að vera á þessu“ Vilhelm segist yfirleitt vinna í skorpum að því að safna spurn- ingum og fróðleiksmolum fyrir þátt- inn. „Ég fer mikið inn á vef Vega- gerðarinnar. Þar er fullt af skemmtilegum upplýsingum, eins og um það hve mörg ristarhlið og stikur eru á landinu. Það er allt til þar. Ég hringdi einu sinni niður í Seðlabanka og fékk frábærar upplýsingar um myntina okkar. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því að fram- hliðin á myntinni okkar er skjald- armerkið en við höfum alltaf snúið þessu öfugt. Maður heldur alltaf að fiskurinn sé framan á en það er vit- laust. Einhver framhlið þarf að vera á þessu. Svona er ótrúlega gaman að heyra bara í einhverjum skemmti- legum stofnunum sem eru til í að láta mann fá alls konar upplýs- ingar.“ Vilhelm telur að hægt sé að skemmta sér með bókinni við ýmsar aðstæður. „Til dæmis getur verið gott að hafa hana á löngum bílferð- um eða í veislum og partíum. Þá verður einn spyrill, tekur nokkrar spurningar og hægt er að búa til smáleik með tveimur liðum. Það geta allir skemmt sér. Þetta eru svo skrýtnar spurningar að það eiga all- ir jafnmikinn séns á að giska rétt. Þetta er svona partíbók, samveru- bók. En maður getur líka lesið hana sjálfur ef maður vill komast að ein- hverju skrýtnu um heiminn.“ Gagnslausar upplýsingar eða lykilupplýsingar?  Vilhelm Anton Jónsson gefur út bók byggða á þátt- um hans Nei, hættu nú alveg Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vísindaáhugamaður Vilhelm Anton Jónsson er áhugasamur um margt, m.a. vísindi og hér sést hann á ljósmynd sem tekin var vegna Vísindasýningar Villa sem sýnd var í Borgarleikhúsinu fyrr á þessu ári. TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA. ILMANDI HLUTI AF DEGINUM Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.