Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 SKJÁVARPADAGAR! EPSONSKJÁVARPIEB-U32 Helstu kostir EB-U32: • Upplausn & skerpa: WUXGA, 1920 x 1200, 16:10 / 15,000 : 1 • Birta: 3,200 Lumen-2,240 Lumen (eco) Litur/hvítt ljós • Líftími peru: 5000 tímar / Sparkerfi (eco): 10000 tímar • Tengingar: USB 2.0 Type A, USB 2.0 Type B, Wireless LAN IEEE 802.11b/g/n, VGA in, HDMI in (2x), Composite in, MHL, Cinch audio in ÞÓR FH Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 9:00 - 18:00 Lokað um helgar Tölvuverslun - Reykjavík: Ármúla 11 108 Reykjavík Sími 568-1581 Vefsíða og netverslun: www.thor.is EPSON EB-U32 er tilvalinn fyrir heimli, skóla eða fyrirtæki. EPSON EB-U32 skilar skarpri og skýrri mynd, hvort sem um er að ræða kvikmynd og ljósmynd eða kynningar og fræðsluefni. EPSON EB-U32 er með möguleika á þráðlausri tengingu úr farsímum með iProjection appinu. Tilboðsdagar á Epson skjávörpum í vefverslun Þórs hf til 5. september 2017. Lagerhreinsun á eldri skjávörpum og tilboð á nýlegum og nýjum skjávörpum sem henta bæði skólum, stofnunum og heimilum. 109.0 00EPSON EB-U3 2 ,- 29. ágúst 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.88 107.4 107.14 Sterlingspund 137.15 137.81 137.48 Kanadadalur 85.41 85.91 85.66 Dönsk króna 16.97 17.07 17.02 Norsk króna 13.659 13.739 13.699 Sænsk króna 13.276 13.354 13.315 Svissn. franki 110.9 111.52 111.21 Japanskt jen 0.9745 0.9801 0.9773 SDR 150.74 151.64 151.19 Evra 126.25 126.95 126.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 155.4096 Hrávöruverð Gull 1287.05 ($/únsa) Ál 2095.5 ($/tonn) LME Hráolía 52.3 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagnaður Adv- ania á Íslandi nam 173 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er þrefalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni, sem orðin er eitt stærsta félag sinnar teg- undar á Norðurlöndum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Heildartekjur Advania hér á landi juk- ust um 5,3% á milli ára og námu þær um 6,1 milljarði króna á fyrri árshelm- ingi. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, nam 527 milljónum króna og jókst um 45% miðað við fyrri helming síðasta árs. EBITDA-hlutfall hækkaði að sama skapi úr 6,3% í fyrra í 8,7% fyrstu sex mánuði þessa árs. Advania á Íslandi hagn- ast um 173 milljónir Advania Tekjur jukust um 5%. STUTT BAKSVIÐ Gísli Rúnar Gíslason gislirunar@mbl.is Engin heildarúttekt hefur verið gerð á umfangi myglu- og rakaskemmda í fasteignum hjá þeim fasteignafélög- um sem skráð eru í Kauphöllina en ekki er hægt að tryggja sig fyrir slík- um skemmdum. Forstjórar félag- anna segja allir að eftirlit og viðhald vegna rakaskemmda og myglu sé hluti af daglegri starfsemi félaganna sem falli undir reglulegar ástands- skoðanir og að ávallt sé brugðist fljótt við ábendingum um leka eða raka. Þau fasteignafélög sem skráð eru í Kauphöllina eru Eik, Reitir og Reg- inn en þau eru öll með tiltekna ferla í gangi varðandi eftirlit og ástands- skoðanir með fasteignum sínum. „Við höfum ekki beint gert sérstakar heildarúttektir á eignunum okkar vegna myglu eða raka en auðvitað höfum við verið á tánum útaf svona málum,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. „Eins og hefur komið fram í þessari umræðu, þá þarf vatn og raka til að upp komi mygla eða sveppir. Við bregðumst einfaldlega strax við ef það kemur upp leki. Síðan eru gerðar úttektir á öllum eignum um það bil annað hvert ár og hver einasta bygging tekin út. Þetta er bara hluti af viðhalds- og rekstraráætlun hjá okkur.“ Haft var eftir forstöðumanni Rannsóknarstofu byggingariðnaðar- ins, Ólafi H. Wallevik, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á sunnudag, að hann teldi tjón vegna rakaskemmda og myglu í byggingum hérlendis hlaupa á tugum milljarða króna og líkti hann ástandinu við faraldur. Vantar mælikvarða Engir mælikvarðar eru til staðar hér á landi um hættumörk myglu eða rakaskemmda. „Það hefur svolítið verið talað um svona mál í véfréttar- stíl en það vantar allar rannsóknir, úttektir og skilgreiningar hvað þetta varðar frá opinberum aðilum,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. „Mér skilst að það séu til ákveðnir staðlar og viðmið um þetta sem eru misjafnir í Evrópu og Bandaríkjun- um en það hefur enginn slíkur stað- all verið aðlagaður að íslensku um- hverfi að mínu viti. Við erum með ákveðna ferla og viðhaldsáætlanir sem við vinnum eftir og erum í sí- felldri ástandsskoðun á eignum. Rakaskemmdir og mygla eru hluti af því. Auðvitað hefur það komið upp að eitthvað þurfi að skoða betur en það getur verið erfitt að átta sig á hvort um sé að ræða myglu eða raka- skemmd. Það er náttúrlega einhver mygla til staðar allstaðar, það er bara staðreynd, en það vantar algjörlega mælikvarða um hættu- mörk.“ Viðhald hluti af virðismati Tryggingar taka ekki til skemmda vegna myglu og getur tjón af hennar völdum því verið umtalsvert. „Við höfum átt þessa umræðu við trygg- ingafélög en það er ekki hægt að tryggja sig gegn myglu. Fagaðilar í rekstri fasteigna þurfa eðli málsins samkvæmt bara að huga vel að við- haldi og eftirliti með sínum eignum,“ segir Guðjón. Þegar lagt er mat á virði fast- eignafélaganna er gert ráð fyrir til- tekinni fjárhæð í viðhaldskostnað sem getur ýmist verið hlutfall af virði fasteignar eða tiltekin fjárhæð á fermetra. „Þegar við leggjum mat á virði fasteignafélaganna þá gerum við ráð fyrir tiltekinni fjárhæð í við- haldskostnað ár hvert eða á hverjum ársfjórðungi. Sú fjárhæð er ýmist hlutfall af virði eignanna eða tiltekin fjárhæð á fermetra,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Hann segir rakaskemmdir og myglu vissulega vera áhættuþátt þegar fjárfest er í fasteignum eins og ann- að óvænt viðhald. Það er hins vegar ekki nýr veruleiki að raki og mygla valdi tjóni í íslensku atvinnuhús- næði. „Orkuveituhúsið er því miður nýjasta dæmið af nokkrum. Ef það gerist að viðhaldskostnaður á atvinnuhúsnæði hækkar að ráði er hætt við því að kostnaðurinn lendi að lokum hjá viðskiptavinum fyrirtækj- anna og þar með veltur hann út í verðlag á Íslandi.“ Eftirlit með myglu og raka hluti af daglegum rekstri Morgunblaðið/Golli Fasteignir Engir mælikvarðar eða staðlar eru til staðar hér á landi um hættumörk myglu eða rakaskemmda.  Fasteignafélög stunda reglulega úttektir á eignum og bregðast við raka og myglu Hagnaður Skeljungs nam 473 millj- ónum króna á öðrum ársfjórðungi og jókst um 12,9% miðað við sama fjórðung í fyrra. Framlegð nam lið- lega 1,9 milljörðum króna og dróst saman um 4,4% frá öðrum ársfjórð- ungi á síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 876 milljónum króna og jókst um 4,7% á milli ára. EBITDA-framlegð var 45% miðað við 41% á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Skeljungs á fyrstu sex mánuðum ársins var 728 milljónir króna og jókst um 10,4% á milli ára. „Annar fjórðungur ársins var róstusamur, með kraftmikilli inn- komu Costco á markaðinn, sam- runaþreifingum markaðsaðila og töluverðum sveiflum á olíu- verði og íslensku krónunni,“ segir Valgeir M. Bald- ursson, forstjóri, í afkomutilkynningu til Kauphallar, en hann bætir við að aukning hafi verið í seldum lítrum og að nið- urstaða árfjórðungsins sé góð. Hagnaður Skeljungs 473 milljónir króna Valgeir M. Baldursson Hagnaður Íslandssjóða fyrstu 6 mánuði ársins var 114 milljónir króna, en hafði verið 46 milljónir króna sama tímabil í fyrra. Hreinar rekstrartekjur námu 694 milljónum króna og jukust um tæp 23% á milli ára. Íslandssjóðir er sjóða- stýringarfyrirtæki og dótturfélag Íslandsbanka. Eignir í stýringu í sjóðum og sér- greindum eignasöfnum námu alls 203 milljörðum í lok tímabilsins, auk fagfjárfestasjóða og fjárfest- ingarfélaga í stýringu hjá Íslands- sjóðum. Í lok júní voru 26 verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 121 milljarði króna en hafði ver- ið116 milljarða um áramótin. Ávöxtun verðbréfa- og fjárfesting- arsjóða nam 4.250 milljónum króna á tímabilinu en var 470 milljónir á sama tíma 2016. Hagnaður Íslandssjóða eykst á fyrri árshelmingi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.