Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Ísland er eitt af fimm Norðurlöndum sem teljast velferð- arríki. Velferðin felst í því að enginn verður útundan, allir eiga rétt á bótum séu þeir óvinnufærir eða verði að vera frá vinnu af einhverjum ástæðum. Einnig eiga fjölskyldur rétt á barnabótum, fæðingarorlofi og öðrum fjárhags- legum tekjutilfærslum frá ríkinu til einstaklinga. Þegar félagslega bóta- kerfið var byggt upp á árunum fyrir og eftir síðari heimstyrjöld var oft styr um hvort þörf væri á að byggja svona vel undir fólk sem ekkert legði fram til samfélagsins. Síðustu áratugina hefur félags- lega kerfið verið flækt með stöðug- um smábreytingum og skerðingum. Nú er svo komið að hinar ýmsu skerðingar og tekjutengingar spara ríkinu yfir 100 milljarða. Einstak- lingar sem hafa áunnið sér réttindi til bóta verða að upplifa það að þær eru skertar við hvert fótmál og þurfa stöðugt að þola eftirlit og frelsisskerðingu sem felst í að útskýra persónuleg mál sín fyr- ir starfsfólki félags- legra stofnana ríkisins. Þau 20% fullorðinna Íslendinga sem þiggja bætur af ýmsu tagi eru ekki aumingjar. Þetta eru ein- staklingar með ýmsar hugsanir, þarfir og þrár rétt eins og hin vinn- andi stétt fullorðinna. En nú eru komin fram drög að öðru kerfi, sem rétt er að ræða og skoða nánar. Það er hugmyndin um borgaralaun, þ.e. grunnframfærslu sem allir íslenskir ríkisborgarar ættu rétt á, skilyrð- islaust og án frekari afskipta hins opinbera. Borgaralaun eru einmitt umfjöll- unarefni ráðstefnu sem haldin verð- ur í Norræna húsinu 31. ágúst og 1. september. Þar koma ýmsir fræði- menn og áhugamenn saman og segja frá tilraunum með borgaralaun í Finnlandi og víðar, en einnig teng- ingu borgaralauna við norræna vel- ferðarkerfið. Á ráðstefnunni munu Stefán Ólafsson og Salvör Gissurar- dóttir frá Háskóla Íslands segja frá samspili borgaralauna og velferð- arsamfélagsins. Aðrir íslenskir og norrænir fyrirlesarar munu einnig koma inn á velferðarkerfið í þessu samhengi og Ragnar Þór Ingólfsson frá VR mun fjalla um tengsl borg- aralauna við verkalýðshreyfinguna. Af erlendum gestum mun Markus Kanerva segja frá þeirri reynslu sem komin er af tilraun með afmörk- uð borgaralaun í Finnlandi. Karl Widerquist frá Georgetown-háskóla og Jurgen De Wispelaere frá Há- skólanum í Bath segja frá frekari rannsóknum og leiðum til að gera markvissar tilraunir með borgara- laun. Marina Gorbis frá Framtíð- arstofnuninni í Silicon Valley mun segja frá hugmynd um borgaralega sjóði sem nýtast til fleiri verkefna en borgarlauna og Peter Abrahamsson frá Kaupmannahafnarháskóla segir frá samfélagslegum áhrifum borg- aralauna og tilraunum með slíkt í Asíu sem margt má læra af. Á ráðstefnunni verður skoðað hvort það sé hægt að þjóna þörfum borgaranna með skilvirkari hætti en nú er og skapa fleirum tækifæri til aukinnar þátttöku í samfélaginu. Ljóst er að hugmyndin mun þurfa að þróast skref fyrir skref í þá átt að ríkið veiti ríkisborgurum skilyrðis- laus réttindi til grunnframfærslu. Skrefin geta falist í tilraunum, inn- leiðingu á tilteknum útfærslum, svo sem útgreiðanlegum persónu- afslætti, neikvæðum tekjuskatti og afnámi skilyrða og tekjutenginga í núverandi bótakerfi. En hvert skref ætti að stuðla að minni fátækt, meira frelsi einstaklinga og valdeflingu þeirra. Þá ríma borgaralaun einnig vel við viðbrögð vegna áhrif örra tækniframfara þar sem sífellt fleiri störf verða sjálfvirk og fleiri ein- staklingar munu því þurfa að leita annað en á hefðbundna vinnumark- aðinn eftir lífsviðurværi. Skráning á ráðstefnuna fer fram á – ubi-nordic.org – þar sem einnig má sjá erindi af síðustu norrænu ráð- stefnu sem haldin var í Kaupmanna- höfn í september 2016. Ráðstefnan er haldin af BIEN Ísland og er hluti af alþjóðlegu átaki í að kynna borg- aralaun og skapa umræðu um þau. Allir eru velkomnir ráðstefnuna í Norræna húsinu á meðan húsrúm leyfir, best er að tryggja sér pláss með skráningu á vefsíðu ráðstefn- unnar. Borgaralaun Eftir Albert Svan Sigurðsson » Algild og skilyrðis- laus grunnfram- færsla eða Borgaralaun, eins og þau hafa oft verið nefnd, eru komin á dagskrá á Íslandi. Albert Svan Sigurðsson Höfundur er formaður BIEN Ísland. Spor mín liggja til dauðans og þrá mín þekkist við hann. Lífið hverfist í laufvana greinar og nákaldan næturblæ. (Valdimar Tómasson) Þegar svo stórt er spurt verður fátt um svör. Og þessi grein veitir ekki svör og er ekki ætlað að gera það, hún er aðeins vangaveltur manneskju sem hefur daðrað við dauðann og upp- lifað slíka dauðaþrá að lífið virtist fölna í samanburði og vera einskis virði. Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni kjósa um 800.000 þúsund manns að taka líf sitt á hverju ári og fleiri milljónir reyna til- raun til sjálfsvígs eða um 20 manns fyrir hvert sjálfsvíg. Ef við setjum þessa tölu í samhengi þá má ímynda sér að hver einasti Íslendingur og rúmlega það tæki líf sitt tvisvar á ári hverju. Eyjan okkar yrði þá mann- laus. Því hvert og eitt líf skiptir máli, hvort sem það er hér eða úti í hinum stóra heimi. Hér á landi er hlutfall sjálfsvíga með því hæsta í Evrópu sé miðað við höfðatölu eða um 40-45 á ári. Hvert þessara lífa er ekki ey- land, því sérhver manneskja er brot af meginlandinu, hluti veraldar eins og ljóðskáldið John Donne orti svo fallega. Dauðaklukkan má ekki að glymja, lífsklukkan verður að sigra – við megum ekki missa þessi líf. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bjarga þeim. Menning, trúar- brögð og efnahagur Manneskjur sem taka líf sitt eru á öllum aldri en í aldurshópnum 15-29 ára er sjálfsvíg næstalgengasta dauða- orsökin, samkvæmt könnun Alþjóðheil- brigðisstofnunarinnar árið 2015. Í sömu könn- un kom í ljós að flestir sem taka líf sitt eru í láglauna-og milli- tekjuhópum eða 78%. Það segir okk- ur dálítið um þá samfélagsumgjörð sem við verðum að skapa fólki og ör- yggi. Sama ár voru sjálfsvíg 1,4% á heimsvísu en þá voru þau í 17. sæti sem orsök dauðsfalla í heiminum – og ímyndið ykkur nú alla lífshættulegu sjúkdómana sem herja á mannkynið og orsaka dauða. Þetta er því sorgleg staðreynd og því verðum við að snúa bökum saman og fyrirbyggja að fólk taki dýrmætt líf sitt. Viðhorf til sjálfsvíga eru mismun- andi eftir löndum, bæði með tilliti til menningar og trúarbragða. Umfjöll- un um orsakir sjálfsvíga getur aldrei orðið tæmandi. Geðsjúkdómar geta verið orsök sjálfsvíga, sem og fé- lagsleg staða eins og fátækt eða hlut- verkaleysi í tilverunni, umhverfis- áhrif eða illkynja sjúkdómar sem gera það að verkum að fólk sér ekki tilganginn í að lifa og þjást lengur, svo eitthvað sé nefnt. Vegna þess hve sjálfsvíg eru margþætt er ekki til nein altæk lausn á þeim en við meg- um til með að vinna betur að for- vörnum, meðferð mannverunnar þegar hún á í vanda og eftirfylgni til að minnka tíðni sjálfsvíga hér á landi. Við erum lítil þjóð og ættum að geta haldið vel utan um fólk og náungann. Samstarf stjórnvalda og grasrótarhreyfinga Það er mín reynsla að hér á landi virkar bráðaþjónusta ekki alltaf sem skyldi, stundum eru allar leiðir þar hreinlega lokaðar og það er mín skoð- un að stjórnvöld mættu láta meira fé renna til geðheilbrigðisþjónustunnar svo að allir hafi greiðan aðgang að henni, sama hversu lítill vandinn kann að virðast í huga þess sem býr við hann eða fagmanna – og þá kom- um við t.d. að mati sem er menning- arbundið og jafnvel persónubundið. Við megum ekki missa eitt einasta líf. Þá er ég þeirrar skoðunar að það væri tiltölulega ódýr leið fyrir stjórn- völd til að efla þjónustu við notendur geðheilbrigðiskerfisins að styrkja betur grasrótarsamtök þar sem fyrir liggur mikil þekking og reynsla. Það getur verið mjög dýrmætt að heyra af reynslu þeirra sem til þekkja og hvernig þeir hafa unnið úr hugsunum sínum og virkar stundum betur en nálgun fagmanna, þótt ég sé alls ekki að gera lítið úr þeim og hef reyndar sjálf mjög góða reynslu af því fagfólki sem hefur fylgt mér og unnið með mér í mínum geðsjúkdómi í árafjöld. En á enn eitt verð ég að minna – og það er nauðsyn: niðurgreiðslu til sál- fræðinga, það þarf að gerast sem allra, allra fyrst og skora ég á stjórn- völd að aðhafast hið fyrsta. Það væri án efa mikilvæg forvörn. Mildi og skilningur En lífið er dýrmætt og við eigum að upphefja það og stíga varlega til jarðar í umfjöllun um sjálfsvíg, sér- staklega einstök sjálfsvíg, en almennt verðum við að geta talað opinskátt um þau. Við megum ekki missa eitt einasta líf og eigum að stefna að því. Geysiöflugar forvarnir varðandi um- ferðaröryggi skiluðu sér í fækkun al- varlegra umferðarslysa og dauðsfalla í umferðinni. Við þurfum jafnöflugar forvarnir gegn sjálfsvígum, skýr skilaboð um það hvar hægt er að leita aðstoðar og láta það fylgja með að það skipti ekki máli hversu lítilvægur vandi viðkomandi kann að finnast hann vera, honum á að finnast sér velkomið að leita sér aðstoðar – alltaf. Því eins og John Donne segir í ljóði sínu: „Dauði sérhvers manns smækk- ar mig, af því ég er íslunginn mann- kyninu. Spyr þú því aldrei, hverjum klukkan glymur. Hún glymur þér.“ Að fá fólk til að skynja lífsklukkuna á ný er mikilvægast, því dauðaklukkan er blekking. Það er svarið: Kærleikur og hlýja, mildi og skilningur. Ljósið kviknar alltaf á ný. Hverjir bera ábyrgð á sjálfsvígum? Eftir Unni H. Jóhannsdóttur »Dauðaklukkan má ekki að glymja, lífsklukkan verður að sigra – við megum ekki missa þessi líf. Unnur H. Jóhannsdóttir Höfundur er kennari og blaðamaður, með diploma í fötlunarfræði. Flest þráum við að geta elskað og ekki síður að finna að maður sé elskaður. Hvorugt er þó sjálftekið. Það er sann- arlega þakkarverð gjöf að geta elskað og vera elskaður. Elskaður af manneskju af holdi og blóði en einnig bara og kannski ekki síður af kærleikans Guði, skap- ara okkar sem sendi okkur son sinn sem tileinkaði okkur sigur lífsins. Af því hann elskar okkur út af lífinu. Hversu hallærislegt og fjarstæðu- kennt sem það kann nú að hljóma í eyrum einhverra. Eins og galdur Ástin er ekki umbúðir eða útlit. Hvorki girnd né losti, heldur bál sem kviknar. Henni þarf að viðhalda svo glóðin kulni ekki og slokkni. Það getur stundum verið erfitt að átta sig á henni. Maður veit ekki alltaf hvernig hún birtist eða hvar. En mað- ur finnur þegar það gerist. Þá bara gerist einfaldlega eitthvað sem verð- ur ekki skýrt út með orðum. Ástin nefnilega bara liggur í loftinu og er eins og galdur sem við skiljum ekki en getum upplifað, meðtekið og þegið, hvílt í, notið og gefið áfram. Viðkvæm og vandmeðfarin Það getur sannarlega tekið á að ganga ástinni á hönd og það krefst vissulega fórna. Því að ástinni fylgir ábyrgð. En maður fær í flestum til- fellum svo miklu miklu meira til baka sé ástin ræktuð. Sönn ást er nefnilega allt í senn, viðkvæm og vandmeðfarin, brothætt og sár. En jafnframt svo vermandi og falleg, ljúf og sönn, djúp og varanleg. Ástin er skjól, vígi og skjöldur. Hún umber, er þolinmóð, styður, uppörvar og hvetur. Sönn ást breiðir yfir lesti. Hún er gegnheil og svíkur ekki. Hún gefst ekki upp og yfirgefur ekki. Því sönn ást fellur aldrei úr gildi. Ef þú vilt komast hjá því að syrgja og sakna skaltu einfaldlega hætta að elska. Því þeir missa mest sem mikið elska. Sá sem ekki elskar missir ekki neitt. En hann fer mikils á mis. Og gleymum ekki að það er aldrei of seint að byra að elska og rækta ást- ina. Að njóta uppskerunnar saman Ef þú vilt að hjarta þitt slái í fjöl- skyldu þinni þarftu að verja tíma þín- um með henni. Þið þurfið að vera saman, tala saman og vinna saman að úrlausnarefnum og leitast við að styðja hvert annað og vera samstiga þrátt fyrir sumpart ólíkan bakgrunn, misjafnar áherslur og jafnvel tímabundnar fjarlægðir vegna náms, starfa eða annarra ytri aðstæðna. Hlustaðu á ástina þína. Þið þurfið að hlæja saman, gráta saman og njóta upp- skerunnar saman. Fyrir alla muni: Vertu þar sem hjarta þitt slær. En ekki þar sem heimurinn lokkar hverju sinni. Vertu á meðan þú ert, því það er einfaldlega of seint þegar þú ert farinn. Elskaðu á meðan þú lifir Elskaðu því á meðan þú lifir. Elsk- aðu fólkið þitt á meðan það lifir. Þeg- ar fólkið þitt er farið er nefnilega of seint að sýna því umhyggju, virðingu og ást svo það fái notið þess. Það er nefnilega allt of oft þannig að fólki er ekki sýndur sómi og virð- ing fyrr en eftir að það er farið. Er það ekki umhugsunarvert og reyndar heldur nöturlegt að fólk fái ekki al- mennilegan áhuga á ástvinum sínum, kunni ekki að meta þá eða sýna þeim umhyggju, virðingu og ást – eða sam- ferðamönnum sínum yfirleitt – fyrr en þeir eru farnir yfir móðuna miklu? Pússum perlurnar í lífi okkar Kærleikur Guðs er líkt og demant- ur sem fellur til jarðar og splundrast í óteljandi kristalla. Einn þeirra er ætl- aður þér svo þú fáir notið þeirra verð- mæta um eilífð. Gleymdu bara ekki að pússa perl- urnar í lífi þínu, því að í þeim felst öll þín hamingja. Boðberar kærleikans eru jarð- neskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju og miðla ást. Fylla nútíðina innihaldi og tilgangi, veita framtíðarsýn vegna til- veru sinnar og kærleiksríkrar nær- veru. Þeir eru jákvæðir og þakklátir. Styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu, umvefja og faðma. Sýna nærgætni og raunverulega um- hyggju í hvaða kringumstæðum sem er. Án þess að spyrja um endurgjald. Lifi ástin! Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Ástin er ekki um- búðir eða útlit. Hvorki girnd né losti, heldur bál sem kviknar. Henni þarf að viðhalda svo glóðin kulni ekki og slokkni. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Bál sem kviknar Þegar hefur komið í ljós, að menn hafa verið lagðir til hinstu hvílu í Víkurgarði strax á landnámstíma að því er virðist eftir nýjustu fregnum að dæma, þá er auðsætt, hvers vegna fyrstu kristnu Reykvíking- arnir hafa látið byggja kirkju á þeim stað og helgað staðinn sem kristinn kirkjugarð. Það hlýtur því að vera skýlaus krafa okkar guðfræðinga og fræðimanna um sögu kristni á Ís- landi að hætt verði við alla frekari uppbyggingu á þessum stað og Vík- urgarður verði friðaður. Annað kem- ur varla til greina úr þessu. Þess vegna beini ég þeim tilmælum til hæstvirts forsætisráðherra og hæst- virtra ráðherra mennta- og menn- ingarmála og dóms- og kirkjumála að friðlýsa Víkurgarð strax. Veitir ekki af, enda er nú þegar alltof mikið byggingarmagn í miðbænum innan um öll þau friðuðu mannvirki, sem eru þar, og mál að linni þessu bygg- ingafargani þar. Vonandi kemst það fólk til valda eftir kosningarnar á næsta ári, sem sýnir sögu borg- arinnar meiri skilning og virðingu en nú er gert. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Friðið Víkurgarð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.