Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 Reykjavík Guli liturinn er áberandi í myndinni sem tekin var í miðborginni. Það er við hæfi því þegar sumri hallar fara haustlitirnir, gulir, brúnir og rauðir, að setja svip sinn á umhverfið. Eggert Þótt öryggi í flugi hafi aldrei verið meira og tíðni slysa, miðað við fjölda flugferða, sé minni en nokkru sinni fyrr megum við aldrei sofna á verðinum og ganga að örygginu sem gefnum hlut. Nýjar ógnir koma okkur sí- fellt á óvart eins og við vorum svo illilega minnt á þegar flugvél Germanwings fórst með svo hörmu- legum hætti. Miklar breytingar eiga sér nú stað í flugi og ýmis krefjandi viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir tengjast stóraukinni flugumferð, auknum efnahags- og umhverfisþrýstingi, nýrri tækni, drónaflugi, flugvernd og hvers konar ógn við flugöryggi. Þessi krefjandi viðfangsefni taka sífelldum breytingum og það verður stöðugt erfiðara fyrir flugmálayfirvöld að halda í við hraða þróun nýjunga og áhrif þeirra á flugrekstur. Því er mikilvægt að við vinnum saman á al- þjóðavettvangi við að hlúa að öryggismálum og gagnkvæmri við- urkenningu á öryggis- reglum og skírteinum. Þar sem flugiðnaðurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland, sér- staklega á tímum eftirtektarverðs vaxtar ferðaþjónustu, er þátttaka Ís- lendinga ekki aðeins mikilvæg fyrir Ísland heldur einnig fyrir heiminn allan. Umboð mitt, sem framkvæmda- stjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA), er að vernda alla evrópska borgara og EASA þarf að vinna í nánum tengslum við flugiðnaðinn og flugmálayfirvöld. Við getum aðeins tryggt að farþegar okkar njóti há- marksöryggis með því að taka hönd- um saman. Með örum vexti flugumferðar og auknum efnahagslegum þrýstingi geta stjórnvöld ekki lengur skoðað sérhvert loftfar eða haft eftirlit með allri flugstarfsemi hvar sem hún er stunduð. Til að takast á við þessa áskorun er EASA að koma á fót sam- starfsvettvangi á sviði öryggismála, sem byggist á viðurkenningu örygg- isstjórnunarkerfa iðnaðarins, þ.m.t. flugfélaga, framleiðenda o.s.frv. Við vinnum einnig að því að byggja upp grunn sameiginlegra krafna og kerfa um gagnkvæma viðurkenningu milli aðildarríkja stofnunarinnar með það í huga að stjórnvald í einu landi geti reitt sig að fullu á þá starfsemi sem fram fer hjá öðru EASA-stjórnvaldi. Ísland tekur þátt í starfi EASA og nýtur sem slíkt allra réttinda og ber jafnframt að uppfylla sömu skyldur og önnur aðildarríki stofnunarinnar. Aðildarríki EASA eru aðildarríki ESB auk Íslands, Noregs, Sviss og Lichtenstein. Samstarfið eykur áhrifamátt Sam- göngustofu við að miðla öryggis- upplýsingum og stuðla að hámarks- öryggi allra aðila sem fljúga til og frá Íslandi og starfa hér. Það kallar einn- ig á að íslenskir aðilar uppfylli ein þróuðustu flugöryggisviðmið sem um getur. Þátttaka Íslands í EASA hefur mikla þýðingu hvað varðar undirbún- ing nýrrar tækni og viðbrögð við krefjandi viðfangsefnum, s.s. net- vernd og flugi dróna. Það væri ógerningur fyrir sérhvert stjórnvald á sviði samgangna að afla sér sér- þekkingar og reynslu um slík örygg- isvandamál tengd nýjungum án þess að utanaðkomandi aðilar kæmu þar nærri. EASA stuðlar þannig að því að þessi viðleitni og þekking nýtist með gagnkvæmum hætti til hagsbóta fyrir alla evrópska borgara. Á sama tíma kynnist EASA séríslensku rekstrarumhverfi og framkvæmd flugumferðarstjórnar í því skyni að taka upp og aðlagast bestu starfs- venjum við svipaðar aðstæður í öðr- um löndum Evrópu. Landfræðileg lega Íslands, sem tengiliður milli Evrópu og Ameríku, styrkir þetta af- ar mikilvæga hlutverk. Við fögnum því að Ísland sé einn af okkar helstu samstarfsaðilum og hlökkum til að styrkja þetta góða samstarf til hagsbóta fyrir alla. Eftir Patrick Ky » Því er mikilvægt að við vinnum saman á alþjóðavettvangi við að hlúa að öryggismálum og gagnkvæmri við- urkenningu á öryggis- reglum og skírteinum. Patrick Ky Höfundur er framkvæmdastjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) Stöndum saman vörð um flugöryggi Í hverfi 108 í Reykja- vík er Bústaðavegurinn eins og hnífur sem sker hverfið í sundur. Foss- vogurinn og Smáíbúða- hverfið er að mestu sama skóla- og íþrótta- svæði, þar sem börn og unglingar beggja vegna Bústaðavegar stunda nám í Réttarholtsskóla og íþróttastarf í Vík- ingi. Börn úr Breiðagerðisskóla þurfa líka að komast á íþrótta- æfingar í Víkina. Þetta er svo alveg fyrir utan önnur ferðalög eins og t.d. heimsóknir til vina, annað tóm- stundastarf o.fl. Það eru því um eitt þúsund gangandi eða hjólandi börn og unglingar sem þurfa að komast yfir Bústaðaveginn á hverjum degi og flest nokkrum sinnum á dag. Bústaðavegurinn er hörmungarvegur með allt of mikilli og hraðri umferð. Hann er löngu sprunginn en samt hafa verið uppi hugmyndir um að búa til slaufur á gatnamótum Reykja- nesbrautar og Bústaða- vegs sem myndu auka umferðina enn meira. Vonandi verður aldrei af því. Hraðamælingar lögreglu á Bústaðavegi hafa ítrekað sýnt að fjöldi ökumanna virðir ekki hraða- takmörk. Þar að auki eru margir ökumenn svo niðursokknir í snjall- símafikt og önnum kafnir á internet- inu við aksturinn að þeir mega ekki vera að því að fylgjast með umhverf- inu eða kanna litinn á gangbraut- arljósum og hafa orðið slys vegna þess, en mun oftar legið við slysi. Af þeim sökum veita gangbrautir með ljósum oft aðeins falskt öryggi og mikilvægt er að brýna fyrir börnum að fara alls ekki yfir á grænu ljósi nema bílstjórar hafi örugglega stöðv- að en ekki treysta á ljósið eingöngu. Það er því engin furða að foreldrar séu á nálum og lifi í stöðugum ótta og margir þora hreinlega ekki að senda börn sín yfir Bústaðaveginn, þó að þetta sé allt í göngu- eða hjóla- færi, og aka þeim frekar, með til- heyrandi óþarfa umferð og aukinni mengun. Íbúa- og foreldrasamtök hverfisins hafa ásamt áhugasömum foreldrum bent á það árum saman að tryggja þurfi öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda með því að gera und- irgöng eða byggja göngubrú á þrem- ur stöðum. Því erindi hefur verið beint til borgarinnar í tíð a.m.k fimm síðustu borgarstjóra en ekkert ger- ist. Við höfum fengið fundi með sum- um þessara stjóra og borgarapparat- inu þar sem við höfum útskýrt málið en áhugi þeirra í seinni tíð hefur frekar legið í því að búa til alls konar rándýr skrípaverk, eins og t.d. í Borgartúninu, á Grensásvegi og á Hofsvallagötu, frekar en að tryggja öryggi barna og unglinga. Við höfum lagt til að byggð yrði göngubrú við Grímsbæ og grafin undirgöng við Bjarkarhlíð annars vegar og hins vegar á gatnamótum Sogavegar/Stjörnugrófar og Bú- staðavegar. En það eru samt ekkert heilagir staðir ef verkfræðileg úttekt sýndi að hentugra væri að hnika þessum staðsetningum eitthvað til. En ef borgin ætlar að heykjast á þessu enn um sinn (sem ég trúi ekki) er bara eitt í stöðunni og það er að lækka hámarkshraðann á Bústaða- vegi niður í 30 km/klst., til samræmis við það sem víðast er í hverfinu. Nú þegar vaxandi þrýstingur er á að gera Bústaðaveginn að enn meiri hraðbraut en hann er nú þegar er nauðsynlegt að ofannefnd sjónarmið verði tekin með í reikninginn. Eftir Eirík Sigurðsson »Tryggja þarf mögu-leika gangandi og hjólandi vegfarenda til að komast á öruggan hátt yfir Bústaðaveginn. Eiríkur Sigurðsson Höfundur er íbúi í hverfinu og faðir barna sem þurfa að komast yfir Bústaðaveginn oft á dag. eirikur.sigurds@gmail.com Bústaðavegur – sjónarmið og hagsmunir barna og unglinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.