Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.08.2017, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2017 og taka því fleiri farþega í einu. Þetta tvennt, þ.e. stærðin og hrað- inn, gerir það að verkum að félag- ið getur nú sótt lengra en áður og þannig komist inn á nýja og spennandi markaði,“ sagði Árni ennfremur, en Air Iceland Conn- ect hefur einnig bætt við flugi til Kangerlussuaq á Grænlandi auk þess sem heilsársflug er nú á milli Keflavíkur og Akureyrar. Vélarnar „afbragðs gripir“ Fyrsta Fokker 50 vélin, TF- FIR, kom hingað til lands í febr- úar árið 1992 og hlaut hún nafnið Ásdís. Í ræðu sem Sigurður Helgason, þá forstjóri Flugleiða, flutti við komu vélarinnar sagði hann nýju vélarnar vera „afbragðs gripi“ sem „hentuðu best íslensk- um aðstæðum“ og því hefðu þær verið valdar á sínum tíma. Hin gamla eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, Fokker 27 smíðuð 1977, er eina Fokker-vélin sem eftir er á landinu og er hún til sýnis á Flugsafni Íslands á Akur- eyri. síðan Fokker 50. Allan þann tíma sem þær voru í notkun reyndust þær okkur vel og það er því eft- irsjá að þeim. Þessar vélar hafa hins vegar ekki verið framleiddar frá árinu 1995, eða allt frá því að verksmiðjurnar fóru á hausinn. Það var því ekki í boði að endur- nýja flotann með nýjum Fokker- um,“ sagði Árni. Í flugflota Air Iceland Connect má nú finna skrúfuþotur af gerð- inni Bombardier Q200, með 37 sæti, og Q400, sem eru 72 til 76 sæta. Að sögn Árna hafa Bomb- ardier reynst félaginu vel til þessa. „Þessar vélar hafa að mörgu leyti komið ágætlega út hjá okkur. Með Q400 höfum við breytt rekstrinum töluvert og náð að fjölga áfangastöðum. Þannig erum við t.a.m. komin með áfangastaði frá Keflavík til Aberdeen í Skot- landi og Belfast á Norður-Írlandi,“ sagði Árni og bætti við að Q400 væru töluvert mikið hraðfleygari en gamli Fokkerinn. „Ferðatíminn er því styttri, en svo eru þetta einnig stærri vélar Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Félagið skrifaði á síðasta ári und- ir samninga við kanadíska fyrir- tækið Avmax um sölu á fjórum Fokker 50 vélum og þrjár þeirra voru þegar farnar til afhendingar í Hollandi og er þessi því sú síð- asta,“ sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, en þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærmorgun var síðasta Fokker 50 vél félags- ins, sem ber einkennisstafina TF- JMS, lögð af stað til Hollands með millilendingu í Noregi. Með afhendingu skrúfuþotnanna fjögurra lýkur sögu Fokker 50 véla í eigu Air Iceland Connect, en þær hafa verið í notkun hjá félag- inu frá árinu 1992 og fyrirrenn- arar þeirra, Fokker 27, frá árinu 1965. Eftirsjá að gamla Fokkernum „Þetta voru traustar og áreiðan- legar vélar sem sinntu sínu hlut- verki mjög vel, fyrst Fokker 27 og Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaflaskil Bryndís Lára Torfadóttir flugmaður, Stefán Þórarinsson flugvirki og Guðjón H. Guðjónsson flugstjóri sjást hér við síðustu Fokker 50 vél Air Iceland Connect á Reykjavíkurflugvelli áður en farið var til Hollands. Yfir hálfrar aldar sögu Fokker lokið  Síðasta Fokker-vél Air Iceland Connect hélt af landi brott í gær Pappírsvinna Um borð í Fokkernum mátti sjá fjölmarga kassa sem inni- héldu pappírsgögn tengd flugvélinni og viðhaldsskýrslur í gegnum árin. Hreyfing og heilsa á nýjum stað Höfðinn er ný og glæsileg miðstöð verslunar og þjónustu að Bíldshöfða 9. Hér eru nú til húsa heilsugæsla, heilsuræktarstöð, apótek, stoðkerfisráðgjafar, röntgenstofa og golfverslun. Enn eru örfá rými laus í stærðum frá 300-1.700 m2. Apótekarinn er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki sem býður upp á lyf og aðrar heilsutengdar vörur. Flexor býður upp á göngugreiningu, lausnir við stoðkerfisvandamálum, stuðningshlífar og skó við hæfi. Heilsuborg brúar bilið milli líkamsræktar og heilbrigðisþjónustu með því að flétta saman hreyfingu, fræðslu og meðferð. Heilsugæslan Höfða leggur áherslu á gott aðgengi, stuttan biðtíma og skráningu á ákveðinn heimilislækni. Röntgen Domus opnar í Höfðanum í haust og mun bjóða upp á röntgenrannsóknir auk tölvusneiðmynda og ómskoðunar. Örninn Golfverslun er sú stærsta sinnar tegundar á landinu og býður upp á mikið úrval af hágæða golfvörum. Yfir 2.000 viðskiptavinir sækja húsið á hverjum degi. Bíldshöfðinn liggur sérstaklega vel að helstu samgönguæðum. Samkvæmt vinningstillögu að rammaskipulagi rís íbúðabyggð fyrir 10–15.000 manns á Ártúnshöfða á næstu árum og liggur Bíldshöfði við fyrirhugað byggingarsvæði. Fyrirtækin í húsinu:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.