Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Page 6
6 9. febrúar 2018fréttir Óvinir Íslands n Þeir Þola okkur ekki Móðganir, lítilsvirðing og léleg framkoma. Íslendingar hafa eignast sinn skerf af óvinum í gegnum árin af ýmsum ástæðum. Við erum staðföst þjóð, látum ekki vaða yfir okkur á skítugum skónum og eigum það til að móðgast þegar okkur finnst að okkur vegið. Hér eru taldir upp þeir sem teljast eða hafa talist til óvina Íslands á undanförnum árum og áratugum. Þetta eru allt einstaklingar sem hafa á einhverjum tímapunkti komið illa fram við eitthvert okkar; móðgað eða lítillækkað okkur eða vegið með einhverjum hætti að íslensku þjóðinni. einar@dv.is Steven L. Anderson Af hverju? Segir Íslendinga bastarða og konurnar hórur Staða: Prestur í Faithful Word baptista­ kirkjunni í Arizona Steven Anderson virðist mjög í nöp við Ís­ lendinga og hefur ítrekað talað illa um land og þjóð. Hann á því nákvæmlega ekkert inni hjá okkur. Anderson hefur meðal annars kallað Íslendinga þjóð bastarða og gaf hann út heimildamynd máli sínu til stuðnings ekki alls fyrir löngu. Vísaði hann í að mörg börn fæðist utan hjónabands og að hér á landi væri mjög hátt hlutfall ógiftra mæðra. Bætti Steven um betur og sagði meirihluta íslenskra kvenna vera hórur. Takk fyrir það, Steven, en okkur bara líður ágætlega á Íslandi. Símon Ott Af hverju? Sagði að Íslendingar myndu fara til helvítis Staða: Predikari Svisslendingurinn Símon Ott fór mikinn hér á landi á haustmánuðum 2016 þegar hann kom til Íslands. Fyrst lét hann til sín taka á Klambratúni þar sem nemendur MH og Kvennaskólans voru fyrir. Varð honum tíðrætt um samkynhneigð og kynlíf fyrir hjónaband sem hann sagði að væri synd. Síðar spurðist til hans í Hnífsdal þar sem hann gekk um með skilti og hrópaði að fólki að það ætti á hættu að fara til helvítis ef það sneri sér ekki til frelsarans. Svo fór að Símon var ákærður fyrir hatursorðræðu. Santiago Ponzinibbio Af hverju? Potaði í augun á Gunnari Nelson Staða: UFC­bardagakappi UFC­bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er ekki hátt skrifaður hjá íslensku þjóðinni eftir að hafa beitt bellibrögðum til að leggja Gunnar Nelson. Kapparnir mættust í fyrrasumar og mátti Gunnar sætta sig við tap eftir rothögg í 1. lotu. Síðar kom á daginn að Ponzinibbio potaði ítrekað í augu Gunnars meðan á bardaganum stóð. Okkur þótti illa farið með okkar mann – eðlilega kannski. „Það varð enginn varanlegur skaði á augunum sem er mjög gott. Ég var kannski heppinn með það því þetta var frekar brútal að sjá,“ sagði Gunnar í viðtali nokkrum mánuðum eftir bardagann. Abraham Cooper Af hverju? Hvatti gyðinga til að sniðganga Reykjavík Staða: Rabbíni Simon Wisenthal­ stofnunarinnar í Bandaríkjunum Rabbíninn Abraham Cooper virðist hafa horn í síðu Íslendinga af ýmsum ástæðum. Fyrir það fyrsta fór hann þess á leit árið 2012 að Ríkisútvarpið hætti að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar á páskum. Skrifaði hann Páli Magn­ ússyni útvarpsstjóra bréf þess efn­ is. Taldi hann að í sálmunum væri hallað mjög á gyðinga, í þeim væri að finna margar neikvæðar tilvísan­ ir. Tveimur árum síðar, árið 2015, hvatti hann gyðinga til að ferðast ekki til Reykjavíkur. Ástæðan var sú að meirihluti borgarstjórnar Reykja­ víkur vildi undirbúa og útfæra að Reykjavíkurborg myndi sniðganga ísraelskar vörur. Paul Watson Af hverju? Sökkti tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn Staða: Stofnandi Sea Shepherd Kanadamaðurinn Paul Watson hefur á undanförnum áratugum gert Íslendingum lífið leitt. Watson, sem er stofnandi Sea Shepherd, bar ábyrgð á því að sökkva tveimur hvalveiðiskipum, Hval 6 og Hval 7, við Ægisgarð í Reykjavík árið 1986. Þá voru skemmdir unnar á hvalkjötsvinnslunni í Hvalfirði. Þessar gjörðir Pauls vöktu reiði meðal Íslendinga sem eru ekki búnir að gleyma spellvirkjum aðgerðasinnans. Paul, sem verður sjötugur innan fárra ára, hefur ítrekað gagnrýnt Íslendinga fyrir hvalveiðar á undanförnum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.