Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Qupperneq 6
6 9. febrúar 2018fréttir
Óvinir
Íslands
n Þeir Þola
okkur ekki
Móðganir, lítilsvirðing og léleg framkoma.
Íslendingar hafa eignast sinn skerf af óvinum
í gegnum árin af ýmsum ástæðum. Við erum
staðföst þjóð, látum ekki vaða yfir okkur
á skítugum skónum og eigum það til að
móðgast þegar okkur finnst að okkur vegið.
Hér eru taldir upp þeir sem teljast eða hafa
talist til óvina Íslands á undanförnum árum
og áratugum. Þetta eru allt einstaklingar sem
hafa á einhverjum tímapunkti komið illa fram við
eitthvert okkar; móðgað eða lítillækkað okkur eða
vegið með einhverjum hætti að íslensku þjóðinni.
einar@dv.is
Steven L. Anderson
Af hverju? Segir Íslendinga bastarða og
konurnar hórur
Staða: Prestur í Faithful Word baptista
kirkjunni í Arizona
Steven Anderson virðist mjög í nöp við Ís
lendinga og hefur ítrekað talað illa um land
og þjóð. Hann á því nákvæmlega ekkert inni
hjá okkur. Anderson hefur meðal annars
kallað Íslendinga þjóð bastarða og gaf hann
út heimildamynd máli sínu til stuðnings ekki
alls fyrir löngu. Vísaði hann í að mörg börn fæðist
utan hjónabands og að hér á landi væri mjög hátt
hlutfall ógiftra mæðra. Bætti Steven um betur og
sagði meirihluta íslenskra kvenna vera hórur. Takk fyrir
það, Steven, en okkur bara líður ágætlega á Íslandi.
Símon Ott
Af hverju? Sagði að Íslendingar
myndu fara til helvítis
Staða: Predikari
Svisslendingurinn Símon Ott fór mikinn hér á
landi á haustmánuðum 2016 þegar hann kom til
Íslands. Fyrst lét hann til sín taka á Klambratúni
þar sem nemendur MH og Kvennaskólans voru
fyrir. Varð honum tíðrætt um samkynhneigð og
kynlíf fyrir hjónaband sem hann sagði að væri
synd. Síðar spurðist til hans í Hnífsdal þar sem
hann gekk um með skilti og hrópaði að fólki
að það ætti á hættu að fara til helvítis ef það
sneri sér ekki til frelsarans. Svo fór að Símon var
ákærður fyrir hatursorðræðu.
Santiago Ponzinibbio
Af hverju? Potaði í augun á Gunnari Nelson
Staða: UFCbardagakappi
UFCbardagakappinn Santiago Ponzinibbio er
ekki hátt skrifaður hjá íslensku þjóðinni eftir að
hafa beitt bellibrögðum til að leggja Gunnar
Nelson. Kapparnir mættust í fyrrasumar
og mátti Gunnar sætta sig við tap eftir
rothögg í 1. lotu. Síðar kom á daginn
að Ponzinibbio potaði ítrekað í augu
Gunnars meðan á bardaganum stóð.
Okkur þótti illa farið með okkar mann
– eðlilega kannski. „Það varð enginn
varanlegur skaði á augunum sem er mjög
gott. Ég var kannski heppinn með það
því þetta var frekar brútal að
sjá,“ sagði Gunnar í viðtali
nokkrum mánuðum
eftir bardagann.
Abraham Cooper
Af hverju? Hvatti gyðinga til
að sniðganga Reykjavík
Staða: Rabbíni Simon Wisenthal
stofnunarinnar í Bandaríkjunum
Rabbíninn Abraham Cooper
virðist hafa horn í síðu Íslendinga
af ýmsum ástæðum. Fyrir það
fyrsta fór hann þess á leit árið 2012
að Ríkisútvarpið hætti að flytja
Passíusálma Hallgríms Péturssonar
á páskum. Skrifaði hann Páli Magn
ússyni útvarpsstjóra bréf þess efn
is. Taldi hann að í sálmunum væri
hallað mjög á gyðinga, í þeim væri
að finna margar neikvæðar tilvísan
ir. Tveimur árum síðar, árið 2015,
hvatti hann gyðinga til að ferðast
ekki til Reykjavíkur. Ástæðan var sú
að meirihluti borgarstjórnar Reykja
víkur vildi undirbúa og útfæra að
Reykjavíkurborg myndi sniðganga
ísraelskar vörur.
Paul Watson
Af hverju? Sökkti tveimur hvalveiðiskipum í Reykjavíkurhöfn
Staða: Stofnandi Sea Shepherd
Kanadamaðurinn Paul Watson hefur á undanförnum
áratugum gert Íslendingum lífið leitt. Watson, sem er
stofnandi Sea Shepherd, bar ábyrgð á því að sökkva tveimur
hvalveiðiskipum, Hval 6 og Hval 7, við Ægisgarð í Reykjavík
árið 1986. Þá voru skemmdir unnar á hvalkjötsvinnslunni í
Hvalfirði. Þessar gjörðir Pauls vöktu reiði meðal Íslendinga sem
eru ekki búnir að gleyma spellvirkjum aðgerðasinnans. Paul,
sem verður sjötugur innan fárra ára, hefur ítrekað gagnrýnt
Íslendinga fyrir hvalveiðar á undanförnum árum.