Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2018, Síða 10
10 9. febrúar 2018fréttir Lindarflöt 35 Flatirnar í Garðabænum hafa verið vagga valdsins á Íslandi. Það þarf því ekki að koma á óvart að forstjóri stór­ fyrirtækis búi þar en kannski kemur á óvart að það er aðeins einn! Í þessu glæsilega einbýlishúsi býr Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. Garðar keypti húsið í október 2017 en kaupverðið var 108 milljónir króna. Frjóakur 2 Í þessu glæsilega húsi í Akrahverfinu í Garðabæ býr Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, ásamt eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Ólafsdóttur. Nægt rými er í húsinu en það er heilir 340 fermetrar að stærð. Sigurður og Sigurbjörg keyptu lóðina undir húsið um mitt ár 2006 og reistu húsið í framhaldi af því. Furugerði 2 Í þessu tvíbýlishúsi hefur Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, búið í áratug. Hann keypti húsið í febrúar 2007 og var kaupverðið rétt tæplega 50 milljónir króna. Grenimelur 8 Í þessu huggulega tvíbýlishúsi í Vesturbænum býr Stefán Sigurðs­ son, forstjóri Fjarskipta hf., ásamt eiginkonu sinni, Rögnu Söru Jónsdóttur. Þau keyptu hæðina, sem er 219 fermetrar að stærð, í mars 2012 og var kaupverðið 56,5 milljónir króna. Vesturbrún 6 Hér býr Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, ásamt eiginkonu sinni, Eiríku Guðrúnu Ásgrímsdóttur. Þau keyptu húsið, sem er 204 fermetrar að stærð, í mars 2015 og var kaupverðið 75 milljónir króna. Lækjarberg 52 Í þessu húsi býr Finnur Árnason, forstjóri Haga, ásamt eiginkonu sinni Önnu Maríu Urbancic. Parið byggði húsið og var það tilbúið árið 1994. Húsið er 268 fermetrar að stærð. Hólahjalli 5 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, er eini forstjórinn sem býr í Kópa­ vogi. Hann býr í þessu glæsilega húsi í Hjallahverfi sem er rúmlega 245 fermetrar að stærð. Eggert og eiginkona hans, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir, fjárfestu í húsinu um mitt ár 2007 en kaupverðið var 95 milljónir króna. Nesbali 66 Í þessu snotra raðhúsi á Seltjarnarnesi býr Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, ásamt eiginkonu sinni, Málfríði Pétursdóttur. Húsið er 201 fermetri að stærð en hjónin keyptu það í nóvember 2012. Kaupverðið var 79,5 milljónir króna. stærsta húsið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.