Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 7
23. febrúar 2018 fréttir 7 Svona búa vinstrimenn og hægrimenn h æ g r im en n Sigmundur Davíð gunnlaugsson Formaður Miðflokksins Sigmundur er fyrrverandi frétta- maður á RÚV og einn þekktasti stjórnmálamaður landsins. Hann varð formaður Framsóknarflokks- ins árið 2009 og árið 2013 varð hann forsætisráðherra eftir mikinn kosningasigur. Eftir að nafn hans kom upp í Panamaskjölunum svokölluðu hrökklaðist hann úr embætti og missti síðar formannssætið í flokkn- um. Síðasta haust klauf hann flokkinn og stofnaði Miðflokkinn. Sigmundur býr ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, í glæsihýsinu Skrúðási 7 í Garðabæ sem er þó í eigu foreldra Önnu, Páls Samúelssonar og Elínar Jóhannesdóttur. Fermetrar: 370 Fasteignamat: 123.050.000 Þorgerður Katrín gunnarsdóttir Formaður Viðreisnar Þorgerður sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á árunum 1999 til 2013 og gegndi embætti menntamálaráðherra í sex ár. Eftir hrunið var hún mikið í fréttum vegna tæplega tveggja milljarða kúluláns sem eiginmaður hennar, Kristján Arason, var skráður fyrir hjá Kaupþingi en hann var þá jafnframt framkvæmdastjóri viðskiptasviðs bankans. Þorgerður kom aftur inn í stjórn- málin haustið 2016 en þá í framboði fyrir nýjan flokk, Viðreisn, og gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Varð hún svo formaður flokksins í haust. Þorgerður og Kristján búa í stóru einbýlis- húsi í Mávahrauni 7 í Hafnarfirði. Fermetrar: 419 Fasteignamat: 99.350.000 inga Sæland Ástvaldsdóttir Formaður Flokks fólksins Minnstu munaði að Flokkur fólksins kæmist inn í fyrstu atrennu haustið 2016, aðallega vegna persónutöfra og sannfæringar formannsins Ingu Sæland. Ári síðar náði hún fjórum mönnum inn á þing. Inga, sem er lögblind og fyrrverandi X-Factor stjarna, hefur barist hatrammlega gegn fátækt. Hún býr ásamt manni sínum, Óla Má Guðmundssyni, á jarðhæð í blokkaríbúð í Maríubaugi 121 í Grafarholtinu. Fermetrar: 148 Fasteignamat: 44.250.000 eyþór Arnalds Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík Eyþór hefur komið víða við á sínum ferli í menningu, viðskiptum og stjórnmálum. Hann varð þekktur sem söngvari pönkhljómsveitarinnar Tappi Tíkarrass og sellóleikari Todmobile. Hann var lengi í bæjarstjórn Árborgar og hefur verið virkur í hlutabréfaviðskiptum í gegnum eignarhaldsfélag sitt Ramses. Fyrir ári varð hann stærsti hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Hann leiðir nú lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum. Eyþór býr í virðulegu einbýlishúsi í Vesturbænum, Öldugötu 18. Fermetrar: 295 Fasteignamat: 138.700.000 guðlaugur Þ. Þórðarson Utanríkisráðherra Guðlaugur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn síðan 2003 og var einnig í borgarstjórn Reykjavíkur árin 1998 til 2006. Guðlaug- ur hefur gegnt ótal trúnað- arstörfum og embættum og er talinn valdamesti maður- inn í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Meðal annars var hann heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 og hefur verið utanríkisráðherra síðan 2017. Guðlaugur er kvæntur eróbikkfrömuðinum Ágústu Johnson og búa þau í Logafold 48 í Grafarvogin- um. Það er einbýlishús með tvöföldum bílskúr. Fermetrar: 197 Fasteignamat: 56.750.000 Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra Bjarni er af ætt Engeyinga og hefur setið á Alþingi síðan 2003. Hann varð formaður flokksins árið 2009 í kjölfar hrunsins og hefur síðan árið 2013 gegnt embætti fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Bjarni hefur mætt mörgum áskorunum á stjórnmálaferli sínum, aðallega í tengsl- um við aðkomu hans að viðskiptalífinu. Nafn hans birtist í Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, Borgunarmálinu og einnig dúkkaði það upp í tengslum við Ashley Madison lekann og uppreista æru barnaníðinga. Bjarni býr, ásamt eiginkonu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, í stóru einbýlishúsi á Bakkaflöt 2 í Garðabæ. Götu sem kölluð hefur verið Engeyjargatan. Fermetrar: 451 Fasteignamat: 150.650.000 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.