Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 7
23. febrúar 2018 fréttir 7
Svona búa vinstrimenn og hægrimenn
h
æ
g
r
im
en
n
Sigmundur
Davíð gunnlaugsson
Formaður Miðflokksins
Sigmundur er fyrrverandi frétta-
maður á RÚV og einn þekktasti
stjórnmálamaður landsins. Hann
varð formaður Framsóknarflokks-
ins árið 2009 og árið 2013 varð
hann forsætisráðherra eftir mikinn
kosningasigur. Eftir að nafn hans kom
upp í Panamaskjölunum svokölluðu
hrökklaðist hann úr embætti og
missti síðar formannssætið í flokkn-
um. Síðasta haust klauf hann flokkinn
og stofnaði Miðflokkinn. Sigmundur
býr ásamt eiginkonu sinni, Önnu
Sigurlaugu Pálsdóttur, í glæsihýsinu
Skrúðási 7 í Garðabæ sem er þó í eigu
foreldra Önnu, Páls Samúelssonar og
Elínar Jóhannesdóttur.
Fermetrar: 370
Fasteignamat: 123.050.000
Þorgerður Katrín
gunnarsdóttir
Formaður Viðreisnar
Þorgerður sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn á árunum 1999 til 2013 og gegndi
embætti menntamálaráðherra í sex ár.
Eftir hrunið var hún mikið í fréttum vegna
tæplega tveggja milljarða kúluláns sem
eiginmaður hennar, Kristján Arason, var
skráður fyrir hjá Kaupþingi en hann var þá
jafnframt framkvæmdastjóri viðskiptasviðs
bankans. Þorgerður kom aftur inn í stjórn-
málin haustið 2016 en þá í framboði fyrir
nýjan flokk, Viðreisn, og gegndi embætti
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Varð hún svo formaður flokksins í haust.
Þorgerður og Kristján búa í stóru einbýlis-
húsi í Mávahrauni 7 í Hafnarfirði.
Fermetrar: 419
Fasteignamat: 99.350.000
inga Sæland Ástvaldsdóttir
Formaður Flokks fólksins
Minnstu munaði að Flokkur fólksins kæmist inn í fyrstu atrennu haustið 2016, aðallega
vegna persónutöfra og sannfæringar formannsins Ingu Sæland. Ári síðar náði hún fjórum
mönnum inn á þing. Inga, sem er lögblind og fyrrverandi X-Factor stjarna, hefur barist
hatrammlega gegn fátækt. Hún býr ásamt manni sínum, Óla Má Guðmundssyni, á jarðhæð í
blokkaríbúð í Maríubaugi 121 í Grafarholtinu.
Fermetrar: 148 Fasteignamat: 44.250.000
eyþór Arnalds
Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík
Eyþór hefur komið víða við á sínum ferli í menningu, viðskiptum og stjórnmálum. Hann varð
þekktur sem söngvari pönkhljómsveitarinnar Tappi Tíkarrass og sellóleikari Todmobile.
Hann var lengi í bæjarstjórn Árborgar og hefur verið virkur í hlutabréfaviðskiptum í gegnum
eignarhaldsfélag sitt Ramses. Fyrir ári varð hann stærsti hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi
Morgunblaðsins. Hann leiðir nú lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum. Eyþór
býr í virðulegu einbýlishúsi í Vesturbænum, Öldugötu 18.
Fermetrar: 295 Fasteignamat: 138.700.000
guðlaugur
Þ. Þórðarson
Utanríkisráðherra
Guðlaugur hefur setið á
þingi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn síðan 2003 og var einnig
í borgarstjórn Reykjavíkur
árin 1998 til 2006. Guðlaug-
ur hefur gegnt ótal trúnað-
arstörfum og embættum og
er talinn valdamesti maður-
inn í Sjálfstæðisflokknum í
Reykjavík. Meðal annars var
hann heilbrigðisráðherra frá
2007 til 2009 og hefur verið
utanríkisráðherra síðan
2017. Guðlaugur er kvæntur
eróbikkfrömuðinum Ágústu
Johnson og búa þau í
Logafold 48 í Grafarvogin-
um. Það er einbýlishús með
tvöföldum bílskúr.
Fermetrar: 197
Fasteignamat: 56.750.000
Bjarni Benediktsson
Formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra
Bjarni er af ætt Engeyinga og hefur setið á Alþingi síðan 2003. Hann varð formaður flokksins árið 2009 í kjölfar hrunsins og hefur síðan árið
2013 gegnt embætti fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Bjarni hefur mætt mörgum áskorunum á stjórnmálaferli sínum, aðallega í tengsl-
um við aðkomu hans að viðskiptalífinu. Nafn hans birtist í Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, Borgunarmálinu og einnig dúkkaði það upp í
tengslum við Ashley Madison lekann og uppreista æru barnaníðinga. Bjarni býr, ásamt eiginkonu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, í stóru
einbýlishúsi á Bakkaflöt 2 í Garðabæ. Götu sem kölluð hefur verið Engeyjargatan.
Fermetrar: 451 Fasteignamat: 150.650.000 milljónir