Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 22
22 23. febrúar 2018fréttir Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is Haldið sofandi eftir magaermiaðgerð - Annað alvarlega tilvikið á árinu Þ ann 4. janúar síðastliðinn lést 37 ára gömul kona á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst maga­ minnkunaraðgerð hjá einkafyrir­ tækinu Gravitas, sem er í eigu Auðuns Sigurðssonar læknis, þar sem framkvæmdar eru maga­ bands­ og magaermiaðgerðir. Konan sem lést fór í maga­ ermiaðgerð 28. febrúar 2016. Auðunn Sigurðsson sagði í for­ síðufrétt Fréttablaðsins 24. jan­ úar síðastliðinn að konan hefði fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar, sem síðan hefði gengið til baka eftir meðferð. Sagðist hann engar upplýsingar hafa um meðferð hennar fyrir ára­ mót á Landspítalanum, en konan var lögð þar inn nokkrum dögum fyrir jól. Samkvæmt heimildum DV er Auðunn ekki vel liðinn af læknum á Landspítalanum og fær ekki að koma þar inn. Magaermiaðgerð kostar 1.500.000 krónur. Aðgerðin minnkar magann um 75–80% og verður maginn eins og ermi eða banani í laginu. Annað alvarlegt tilvik á stuttum tíma Konan sem liggur núna inni á Landspítalanum er á sjötugsaldri og er henni haldið sofandi. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök at­ vik þegar eftir því var leitað. Fyrir­ spurn sem send var 8. febrúar síð­ astliðinn um hvort algengt væri að sjúklingar leiti til Landspítal­ ans vegna fylgikvilla af völdum magaminnkunaraðgerða hefur enn ekki verið svarað þrátt fyrir ítrekun. Skylda að tilkynna óvænt atvik til Landlæknis Samkvæmt lögum skal tilkynna óvænt atvik í heilbrigðisþjónust­ unni tafarlaust til Landlæknis sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjón­ ustu í landinu. Skal Landlækn­ ir rannsaka slík atvik til að finna á þeim skýringar og tryggja að þau eigi sér ekki stað aftur. Tilvik konunnar sem lést 4. janúar síðastliðinn var tilkynnt til Landlæknis bæði af Landspítalan­ um og ættingjum konunnar. Kon­ an var krufin, en samkvæmt heim­ ildum DV tekur 6–8 mánuði að fá niðurstöður úr krufningunni og lesa úr gögnum. n Í lok janúar var kona á sjötugsaldri lögð inn á Landspítalann vegna fylgikvilla eftir magaermi­ aðgerð. Þetta er annað tilvikið á stuttum tíma þar sem einstaklingur leitar til Landspítalans vegna alvarlegra fylgikvilla eftir magaminnkunaraðgerðir. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.