Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 51
 23. febrúar 2018 51 þetta góð áhrif á verkefnastöðu framtíðarinnar.“ Ragnar segir tækniframfarirnar ekki bara hafa haft góð áhrif þegar kemur að netinu og dreifingu á efni. Sjónvarpstækin á heimilum almennings eigi meira skylt við breiðtjöld kvikmyndahúsanna. Sumir með allt að 100 tommu tæki inni í stofu og allt í háskerpu upp- lausn. „Þetta er ekki eins og þegar maður sjálfur var að alast upp með nefið ofan í tuttugu tommu svarthvítum túbuskjá,“ segir hann og hlær. „Neysluvenjur okkar eru að breytast og sjónvarpsefni verður sífellt vinsælla sem afþreying. Fólk er með símana sína og spjaldtölv- ur að horfa á sjónvarpsþætti og finnst ekkert tiltökumál að horfa kannski á fimm þætti á einum degi í jafn marga klukkutíma. Ef maður myndi stinga upp á að horfa á fimm tíma bíómynd yrði hins vegar ekki tekið sérstaklega vel í það held ég,“ segir hann og skellir upp úr. „Netflix og aðrar efnisveitur hafa gert það að verkum að góðir handritshöfundar sækja meira í að skrifa efni fyrir sjónvarp. Hér áður var oft litið á sjónvarpsefni sem óæðra form en kvikmyndir en þetta er breytt í dag eins og sést til dæmis á þessum tilnefningum Fanga til Edduverðlaunanna á sunnudaginn. Ekkert verk hefur fengið svona margar tilnefningar hingað til og fyrir okkur er þetta mikill heiður.“ Feðraveldið, karlaklíkurnar og úreltu kerfin þeirra sem engjast um í dauðateygjum Leikstjórinn hefur ekki bara skrifað handrit fyrir sjónvarp og kvikmyndir heldur einnig leikhús. Gullregn var sett upp í Borgarleik- húsinu árið 2012, Óskasteinar árið 2014 og Risaeðlurnar hafa gengið fyrir fullum sal í Þjóðleikhúsinu síðasta leikárið. Þar segir frá sendi- herrahjónum í Bandaríkjunum sem bjóða ungri listakonu og unnusta hennar til hádegisverðar. Hjónin, sem eru fremur uppskrúfuð, bjóða upp á íslenskan mat og vel af áfengi og svo fer hádegisverðurinn auðvit- að alveg úr böndunum, svona eins og gengur og gerist í leikritum. „Risaeðlurnar spruttu upp úr því að fyrir allmörgum árum var mér var boðið til hádegisverðar í ónefnt sendiráð og mér fannst þessi heimur alveg stórmerkilegur. Þetta var eins og að vera færður nokkra áratugi aftur í tímann og upp úr heimsókninni fóru af stað miklar vangaveltur hjá mér um öll þessi karllægu kerfi og hvernig þeim er viðhaldið. Íslensk utanríkisþjón- usta var auðvitað bara smíðuð í kringum hagsmuni einhverrar karlaklíku og það sama má segja um mörg önnur sambærileg kerfi hvort sem eru stjórnkerfi, mennta- kerfi eða önnur. Svo er þessum kerfum viðhaldið af því að ákveðið fólk, hingað til fámennur karlahóp- ur, hefur haft sitt lifibrauð af þeim,“ útskýrir hann og nefnir í þessu samhengi fjármunina sem er varið til kynningar á íslensku lambakjöti ár hvert en þá segir hann óheyri- lega og eflaust hægt að gera margar bíómyndir fyrir sömu upphæðir. „Eitt árið hafði utanríkisþjónust- an þrettán milljarða til ráðstöfunar og þar af fóru tuttugu milljónir í að kynna menningu og listir þjóðarinn- ar. Tuttugu milljónir? Maður spyr sig hvað á að gera við þessa peninga ef ekki koma menningu þjóðarinnar á framfæri? Svo fer maður að pæla meira í þessu og niðurstaðan er auðvitað sú að þeir sem skapa og viðhalda þessum kerfum eru þeir sem eru með peningana og þar með völdin. „Skagfirðingarnir“ – stór- bændurnir og útvegsmennirnir. Embættismenn eins og sendiherrar eru afsprengi viðskiptahagsmuna sem hefur verið stjórnað af ein- hverjum karlaklíkum áratugum saman,“ segir hann og bætir við að eftir frumsýningu Risaeðlanna hafi tveir einstaklingar haft fyrir því að skrifa langar og harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þeir kvört- uðu undan verkinu og þótti illa vegið að heiðri utanríkisþjónustunnar. „Annar var auðvitað fyrrverandi sendiherra sem hafði bara frétt af verkinu og hinn einhver embætt- ismaður. Báðir karlar auðvitað, á áttræðisaldri,“ segir Ragnar, glottir og hristir höfuðið. „Við sjáum enn ummerki um alls konar úrelt kerfi og gildi sem feðraveldið reynir af veikum mætti að viðhalda meðan það engist um í dauðateygjunum. Dauðateygjurnar munu samt vara eitthvað áfram enda er feðraveldið meðal annars byggt á aldagömlum grunni sem nær langt aftur í tímann og þá á ég til dæmis við trúarbrögðin sem stærstur hluti þjóðarinnar aðhyllist ennþá. Guð er karl, frelsarinn er sonur, presturinn er karl … Skaparinn er kallaður „hann“ – karlar um karla frá körlum til karla. Og af hverju? Jú, af því Biblían var upprunalega skrifuð af karlaklíku, einhverjum embættismönnum sem settust niður með þennan texta og suðu saman strúktúr af sögum sem hentuðu kerf- inu enda trúarbrögð ekkert annað en valda- og stjórntæki.“ „Satt að segja fyllist ég bjartsýni þegar ég hugsa um framtíðina“ Þrátt fyrir að feðraveldið hafi enn ekki alveg geispað golunni segist Ragnar mjög bjartsýnn á framtíð- ina. Hann vill meina að nú sé öld konunnar runnin upp og að eftir um hundrað ár muni heimurinn verða orðinn mikið betri. Þar eigi tækniframfarir meðal annars stóran hlut að máli enda megi rekja jákvæðar samfélagsbreytingar og uppstokkun á vondum kerfum til byltinga sem hafa byrjað á netinu. „Á um hundrað ára fresti fáum við ný tæki til byltinga og það hefur sýnt sig að samfélagsmiðlarnir eru slíkt tæki. Þar fá nefnilega alls kon- ar raddir hljómgrunn og í kjölfarið höfum við fengið vitundarvakn- ingar á borð við MeToo og fleiri byltingar. Prentmiðlar voru líka byltingartæki á sínum tíma og það sama gilti um sjónvarpið en það höfðu ekki allir aðgang að þeim miðlum. Sumum finnst hávaðinn á netinu ansi mikill og kannski er erfitt fyrir eldra fólk að ná utan um þetta en ég held að mannkynið muni bara þróast með samfélags- miðlum og netinu eins og annarri tækni. Krakkar í dag geta til dæmis horft á sjónvarpið, spilað tölvuleik og spjallað á sama tíma. Finnst það ekkert mál. Þau eru bara alin upp í öðruvísi umhverfi og og satt að segja fyllist ég bjartsýni þegar ég hugsa um framtíðina. Ég þarf ekki annað en að tala við börnin mín og vini þeirra til að sjá að þau mikið meðvitaðari, fordómalausari og upplýstari en fyrri kynslóðir Íslendinga. Það eru góðir tímar framundan,“ segir þessi kraftmikli listamaður að lokum. Fjórtán tilneFningar til edduverðlauna Fangar hafa nú hlotið fjórtán tilnefningar til Edduverðlauna sem er einsdæmi í sögu hátíðarinnar. Það kom Ragnari á óvart hversu auðvelt reyndist að fjármagna gerð þáttanna en hann segir mikla alþjóðlega eftirspurn eftir sögum sem byggja á reynsluheimi kvenna á Norðurlöndum. M yn d Ei n ar r ag n ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.