Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2018, Blaðsíða 24
24 umræða 23. febrúar 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Ritstjóri: Sigurvin Ólafsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Spurning vikunnar Hefur þú séð draug? „Nei, en ég hef áhuga á vofum og fulla trú á að eitthvað sé í gangi“ Þór Jakobsson „Nei, ég trúi ekki á slíkt“ Áslaug Alfreðsdóttir „Nei. Ég trúi ekki á drauga“ Þorsteinn Óskarsson „Ekki enn svo ég viti“ Halldóra Pálsdóttir E f dýraflutningar verða leyfð- ir í strætisvögnum þá verð- ur minna pláss fyrir fólk til að sitja, það segir sig sjálft. Þó að dýrin verði í búrum þá verða sætin bara full af búrum, þá eru færri sæti fyrir eldra fólk eins og mig. Ég hef átt páfagauka og það er ótrúlegur hávaði og garg sem fylgir þessum dýrum, fólk á að fá að vera í friði fyrir slíkum hávaða þegar það situr í strætisvagni. Hvað er fólk annars að gera með dýr í strætisvagni? Varla er fólk að taka dýrin með sér í vinnuna? Ég sé ekki að margir atvinnu- rekend- ur leyfi slíkt. Svo eru líka margir hrædd- ir við dýr, það eru margir krakkar sem eru alveg skít- hræddir við dýr. Fyrir utan alla þá sem eru með ofnæmi fyrir dýrum, eins og ég. Þetta er leyft víða erlendis en þar eru hlutirnir öðruvísi, þar eru hundar vel upp aldir en ég hef séð að svo er ekki alltaf hér á landi. Borgarsamfélagið er ungt hér á Ís- landi, úti eru samfélögin margra alda gömul. Ég sé ketti hérna úti í vondu veðri, heimiliskettir eiga að vera heima hjá sér. Við kunn- um bara ekkert að fara með hús- dýr. Það færi allt í hund og kött ef dýrin fengju að fara í strætis- vagna. Það má hins vegar leyfa blindrahunda í vögnum. Þeir eru vel upp aldir, þegja og fara aldrei langt frá eigendum sínum. S tefna Reykjavíkur er þétting byggðar og styrking al- menningssamgangna, að sem fæstir þurfi að notast við einkabílinn. Hundaeigendur í dag eru neyddir til að vera á einka- bíl til að lifa daglegu lífi með hund- inn. Þetta er mikil takmörkun fyrir fólk sem annaðhvort vill ekki eða getur ekki eignast bíl en vill fara með hundinn í göngutúr annars staðar en í hverfinu, fara í heim- sókn til vina eða fara á lausagöngu- svæði. Jafnvel að fara til dýralækn- is verður mikið vandamál. Það er ekkert athugavert við það að reyna að finna milli- veg, þannig sem flestir geti nýtt sér almenn- ingssamgöngur. Vinnuhópurinn á vegum Strætó vann frábæra rannsóknarvinnu og skoðaði all- ar hliðar málsins, hvernig gengi með þetta fyrirkomulag erlend- is, hverjar algengustu kvartanirn- ar væru, og leitaðist við að læra af nágrannaþjóðunum. Hagsmuna- aðilar fengu að setjast saman að borðinu og vinna saman að lausn þar sem allir höfðu eitthvað til málsins að leggja. Með því að leyfa gæludýr í strætó er verið að setja strangar takmarkanir, dýr þurfa að vera aftast í vagninum, í búr- um eða töskum og stuttum traust- um taumi. Það er verið að gera ráð fyrir ofnæmi, hræðslu við hunda og önnur dýr, við biðjum um þá virðingu að gert sé ráð fyrir hund- um líka. Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins Guðbjörg Snót Jónsdóttir, guðfræðingur og fræðimaður Með og Á MÓti – Dýr í StrætiSvögnum með á móti Arinstofa, fataherbergi og salerni inn af svefnherberginu Svarthöfði er fljótlega á leið í kaffi til Steingríms J. Sig-fússonar í Breiðholti en þar hefur hann búið síðan 1987. Fyr- ir foringja vinstrimanna dugar ekkert minna en 300 fermetra ein- býlishús sem metið er hátt í 100 milljónir. Húsið á hann skuldlaust. Steingrímur er með 1,8 milljón- ir króna í laun á mánuði eða 21,6 milljónir á ári. Steingrímur fær bætur í hverj- um mánuði því hann er með lög- heimili á Gunnarsstöðum í Þistil- firði; bæturnar eru 134.000 krónur en það gera 1.608.492 krónur á ári. Rétt er að taka fram að þess- ar greiðslur eru skattfrjálsar. Svarthöfði gleðst fyrir hönd Stein- gríms enda fasteignagjöld af slík- um glæsihýsum nokkuð há. Steingrímur hefur átt lög-heimili á Gunnarsstöðum frá 4. ágúst 1955. Heldur Stein- grímur fram að það skipti engu máli skipti hvar þingmaður haldi lögheimili. Svarthöfði veit að það er ekki rétt. Ef Steingrímur myndi nú eins og langflestir Reykvík- ingar sem búa í Reykjavík og starfa í Reykjavík, skrá lögheimili sitt í Reykjavík, þá fengi hann ekki 130 þúsund skattfrjálst í vasann. Svarthöfði veit líka að það er mun þægilegra að hafa lögheimilið skráð úti á landi, þó að fjarlægðin í þinghúsið sé lengri er leiðin þang- að auðveldari en ef Reykvíkingur- inn og Breiðhyltingurinn myndi neyðast til að fara í prófkjör fyrir sunnan. Steingrímur segir að megin-starfsstöð hans sé fyrir austan. Kveðst hann reka og halda húsinu í Þistilfirði við. Það gerir Steingrímur ekki einn. Sem betur fer aðstoða systkini hans við að taka þátt í þeim kostnaði. Þá segir Steingrímur að það hafi aldrei verið leyndarmál að aðal- heimili fjölskyldunnar hafi verið í Reykjavík. Svarthöfða þykir þetta nokkuð undarleg ummæli. Hvorki Stein- grímur né eiginkona hans eru skráð til heimilis í Þingaseli 6. Í símaskrá er Steingrímur skráður á Gunnarsstöðum og heimili eigin konu hans er ekki tekið fram þótt það sé hægur leikur að skrá þar hvaða heimili sem manni hugnast. Steingrímur virðist ekki vilja að fólk sé meðvitað um að hann búi í 315 fermetra einbýlis- húsi í Breiðholti, sem sérstaklega hefur verið fjallað um í Morgun- blaðinu vegna glæsileika. Húsið er á tveimur hæðum og stendur í rólegri lok-aðri götu. Dan Wiium fast- eignasali lýsti glæsihúsinu svona: „Frábærlega vel staðsett hús með góðu útsýni. Á efri hæð flísalögð forstofa. Gengið er niður í arinstofuna, en hún er flísalögð með hitalögn. Hurð er úr arinstofu út á stóran trépall. Hjónaherbergi er sérlega rúm- gott með fataherbergi inn af og flísalagðri snyrtingu með sturtu.“ Steingrímur hefur verið kallað-ur kommúnisti og tók það eitt sinn upp á þingi þegar hann var uppnefndur. Sagði hann þá að honum væri sama hvaða nöfnum menn væru að reyna að klína á andstæðinga sína. Það sem skipti máli væri fyrir hvað menn stæðu og hvernig þeir gerðu grein fyrir sér í pólitík en þó sérstaklega hvað menn gera. Steingrímur sagði: „Að lokum dæmir það menn- ina, þ.e. fyrir hvað stóðu þeir og hvað gerðu þeir? Hvað voru þeir í reynd, ekki í orði heldur á borði? Við skulu bara láta söguna, herra forseti, um að gefa okkur, mér og hæstv. núv. viðskrh., einkunnir í þeim efnum þegar frá líður.“ Nú þegar nokkur tími er liðinn finnst Svarthöfða að Steingrímur sverji sig í ætt við forystumenn stórra vinstri flokka í sögunni sem hafi haft hátt fyrir alþýðuna en svo farið heim og yljað sér í arin- stofunni áður en þeir háttuðu sig í fataherberginu. Þegar Svarthöfði bankar upp á í Þinga- seli finnur hann ljúfan kaffiilm en morgunkaffi Stein- gríms um hug- sjónir virðist orðið nokkuð þunnt. Svarthöfði Sandkorn Nýr fjölmiðill Facebook-síða Björns Birgisson- ar, sem búsettur er í Grindavík, er miklu meira en persónuleg síða. Hún nálgast það að vera fjölmiðill og hefur Björn í ófá skipti skúbbað á undan stóru miðlunum. Þannig greindi Björn fyrstur frá því að Vil- hjálmur Árnason væri í öðru sæti yfir þá þingmenn sem höfðu fengið hæstar greiðslur vegna aksturs. Einnig var hann á und- an fjölmiðlum að vekja athygli á því að húsfélag í heimabæ hans vildi rifta kaupum hjóna vegna þess að þau hefðu ekki náð að verða fimmtug þegar þau keyptu íbúð í heldri manna blokk. Björn tók svo í vik- unni upp þráðinn eftir um- fjöllun DV um Steingrím J. Sigfússon, sendi forseta þings- ins póst, fékk svar og birti. Vel gert!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.